Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri: ingflokkur Sjálf- Þstæðisflokksins lagði land undir fót um síðustu helgi, eða 10.—12. febr- úar sl. og heimsótti höfuð- stað Norðurlands, Akureyri. l>ingmenn og makar þeirra heimsóttu fyrirtæki, stór og smá, Menntaskólann og Davíðshús. Þá sátu þeir há- degisverðarfund með bæjar- stjórn Akureyrar, haldinn var almennur fundur sem um 200 manns sóttu, að ógleymdri ferð í leikhús Ak- ureyringa þar sem My Fair Lady var á fjölunum. Þá sótti hluti þingflokksins, sá sem náði að fljúga norður á fimmtudeginum, árshátíð sjálfstæðisfélaganna. Þetta er í fyrsta sinn sem heill þing- flokkur sækir Akureyri heim og vakti heimsóknin óskipta athygli og rómuðu þingmenn mjög móttökurnar. Leikurunum var fagnað með dynjandi lófaklappi í lok sýningarinnar. Aldrei áður haft heilan þingflokk fyrir framan mig Dagskrá heimsóknarinnar gerði ráð fyrir að allur hópurinn flygi norður árla föstudags. Veðurguð- irnir komu þó i veg fyrir að af því gæti orðið, en dagskránni á föstu- dag var samt sem áður samvizku- samlega framfylgt af hluta þing- flokksins: Ráðherrum mennta- og iðnaðarmáia, þingmönnum kjör- dæmisins og Pétri Sigurðssyni og auk þess mökum þeirra, sem fóru norður annarra erinda strax á fimmtudeginum. Héldu þeir uppi heiðri þingflokks, heimsóttu 15 fyrirtæki, Menntaskólann á Akur- eyri, auk þess að mæta á árshátíð sjálfstæðisfélaganna um kvöldið. í Menntaskólanum á Akureyri þáði hópurinn fyrst veitingar á kennarastofu en síðan voru nem- endur kallaðir á sal þar sem menntamálaráðherra og iðnaðar- ráðherra ávörpuðu nemendur. Er nemendur fréttu að menntamála- ráðherra myndi ávarpa þá á sal, sem rektor sagði að væri í fyrsta sinn í þau 12 ár sem hann hefði gegnt embætti rektors, hlupu nokkrir nemenda í bæinn, keyptu vænan blómvönd og afhentu ráð- herranum. Þá gaf skólinn Ragn- hildi menntamálaráðherra gull- merki skólans og iðnaðarráðherra, sem eitt sinn var nemandi í MA, fékk yeggskjöld skólans með þeim fyrirmælum að hann ætti að prýða þingflokksherbergi Sjálf- stæðisflokksins. Var ráðherrann vel kominn að gjöfinni að mati nemenda, því fjarri var að hann talaði til þeirra í muddum (að tala í muddum, sem er orðtak sem ráðherran notar oft, þýðir að tala í leynd eða pukri, skv. orðabók Menningarsjóðs). í lok ræðu sinn- ar spurði hann, hvort nemendur fengju ekki frí i tilefni dagsins og krafðist hann skilyrðislausra svara, því annars myndi hann halda orðinu í ótilgreindan tíma. Líklega hefur rektor verið minn- ugur maraþonræðu Sverris á Al- — sagði einn leikaranna í My Fair Lady Það var létt yfir fólki í boði menntamálaráðherra eftir leiksyninguna, eins og sja ma. þingi forðum daga, sem stóð hátt á einn tug klukkustunda, því hann veitti fríið við mikil fagnaðarlæti nemenda. Þingflokksformaður- inn keypti munnhörpu í farteskið Síðdegis á föstudag heimsóttu þingmenn samtals 15 fyrirtæki, ræddu við starfsmenn og kynntu sér starfshætti. Það var fyrst um kvöldið sem heimamenn fóru virkilega að sakna þeirra sem veðurtepptir voru sunnan fjalla, því frétzt hafði norður, að stofnað hefði verið „Bláa-bandið“ og einn- ig hafði kvisast að formaður þing- flokksins hefði keypt munnhörpu í hljóðfæraverzlun Paul Bernburgs skömmu fyrir áætlaða brottför norður. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum munu nokkrir þing- menn hafa stofnað Bláa-bandið, þ.e. hljómsveit þingflokks, sem ætlað var að troða upp í fyrsta skipti í Sjallanum við þetta tæki- færi. Því miður varð ekki af því þar sem þeir sem stundað höfðu æfingar voru allir veðurtepptir fyrir sunnan. Bláa-bandið mun þannig skipað: Friðj'ón Þórðarson, píanó, Matthías A. Mathiesen, trommur og harmónikka, Ólafur G. Einarsson, munnharpa, Árni Johnsen, gítar og Valdimar Indr- iðason, söngvari. Fyrsti þmgflokksfund- urinn á Akureyri Árdegis á laugardag komst setuliðið af höfuðborgarsvæðinu á áfangastað. Strax var haldið í húsnæði Sjálfstæðisflokksins og íslendings og þar settur fyrsti formlegi þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Þar tilkynnti iðnaðarráðherra að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.