Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
+
Eiginkona mín og móöir okkar,
VIKTORÍA KOLBEINSDÓTTIR,
lést í sjúkrahúsi í Rio de Janeiro þann 17. þessa mánaðar.
Jarðarförin auglýst síöar.
Jóhannes Markússon,
Kolbeínn Jóhannesson, Helga Jóhannesdóttir,
Ingileif Jóhannesdóttir, Edda Jóhannesdóttir.
Maðurinn minn og sonur okkar,
EMIL FENGER,
verður jarösunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. febrúar
kl. 16.30.
Ásta Böðvarsdóttir,
Kristín og Garðar Fenger.
+
Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUOLEIFS KRISTINS BJARNASONAR,
símvirkja,
Sörlaskjóli 44,
fer fram mánudaginn 20. febrúar kl. 15.00 frá Neskirkju.
Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hans er
vinsamlegast bent á Neskirkju.
Sigurborg Eyjólfsdóttir,
Kristín Guðleifsdóttir, Felix Ólafsson,
Anna Guöleifsdóttir, Stefón Sigurkarlsson,
Bjarni E. Guöleifsson, Pálína S. Jóhannesdóttir,
Fjóla Guöleifsdóttir, Sigurður G. Jónsson,
Hanna Lilja Guöleifsdóttir, Þorsteinn Loftsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
SIGURÐUR SIGURDSSON,
fyrrverandi lögreglumaöur,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju 21. febrúar kl. 15.00.
Vilji einhver minnast hans er þeim bent á Öryrkjabandalagiö.
Börn og aörir aöstandendur.
+
Hjartkær eiginmaöur minn,
ÞORBJÖRN SIGUROSSON,
skipstjóri,
Vesturbergi 159,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. febrúar kl.
13.30.
Þeir sem vildu minnast hans látl líknarfélög njóta þess.
Fyrir hönd systkina,
Ásta Guölaugsdóttir.
Bróðir okkar, + RUNÓLFUR JÓN JÓNSSON
frá Skógi á Rauðasandi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miövikudaginn 22. febrúar
kl. 15.00. Guðbjartur, Jóhanna, Halldór, Trausti og Þorbjörg.
+
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
HERBJÖRN GUDBJÖRNSSON,
Oalbraut 21,
verðut jarösunginn frá Bústaöakirkju þriöjudaginn 21. febrúar kl.
13.30.
Guöbjörg Jónsdóttir,
Lára Herbjörnsdóttír, Ásgeir Ármannsson,
Guöbjörg Vilhjálmsson, Guömundur W. Vilhjólmsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát
GYÐU STRANGE NIELSEN.
Hansína Strange og fjölskylda.
Minning:
Þorbjörn Sigurðs
son skipstjóri
Fæddur 29. ágúst 1938
Dáinn 10. rebrúar 1984
Mér mun seint líða úr minni
föstudagurinn 10. febrúar. Vinur
minn, Agúst sonur Ragnars Ág-
ústssonar skipstjóra, hringdi í mig
og sagði mér að vinar okkar allra,
Þorbjarnar Sigurðssonar skip-
stjóra á hinu nýja skipi Eimskipa-
félags íslands, Fjaílfossi, væri
saknað. Þessu vildi ég ekki trúa
því að Tobbi, eins og við vinir hans
kölluðum hann, var að koma heim
með nýtt skip sem Eimskipafélag
íslands treysti honum fyrir. Hann
var traustsins verður, því Tobbi
var algjör reglumaður, ábyggi-
legur og traustur í starfi. Hann
bar alla tíð hag Eimskipafélags fs-
lands fyrir brjósti, það er mér vel
kunnugt um.
Þegar hið óvænta kemur fram í
dagsljósið, að skipstjórinn ásamt
þremur öðrum skipverjum sínum
hafi fallið í sjóinn og drukknað,
var mér öllum lokið og allri fjöl-
skyldunni. Við gátum ekki sætt
okkur við að annað eins hefði get-
að gerst. En sem gamall sjómaður
veit ég að oft er erfitt fyrir skip-
stjóra að hemja skip við bryggju á
íslandi.
Þorbjörn Sigurðsson var fæddur
á Framnesvegi 18, Vesturbæingur
og KR-ingur. Hann var sonur
hjónanna Sigurðar Hanssonar
sjómanns og Sigríðar Þorbjarn-
ardóttur sem bæði eru látin.
Föður sinn missti Tobbi um
fermingu. Hann var sjómaður eins
og sonur hans. Sigurður bjargað-
ist ásamt öðrum manni af togar-
anum Reykjaborg, sem var skot-
inn niður á stríðsárunum, og gekk
ekki heill til skógar eftir það.
Móður sina missti Tobbi árið 1980.
Hann átti þrjú systkini, tvo bræð-
ur, Gunnar og Sigþór, og systur,
Sigríði Rebekku. Var hann elstur
þeirra.
Hann kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Ástu Guðlaugsdóttur, 19.
nóvember 1960. Lifðu þau í far-
sælu hjónabandi og áttu dásam-
legt heimili á Vesturbergi 159,
Reykjavík.
Tobbi lauk námi frá Stýri-
mannaskóla íslands 1964. Hann
gerðist starfsmaður Eimskipafé-
lags tslands þar sem leiðir okkar
lágu saman á Dettifossi, er ég
gerðist matsveinn hjá vini okkar,
Antoni Líndal bryta. Þá hófst með
okkur vinátta sem hélst aila tíð
síðan, þó svo við værum á milli
skipa eins og það er kallað.
Við treystum vináttu okkar enn
betur er við fórum að fara saman í
frí með konum okkar, þrjú ár í
röð. Ferðir þessar munu aldrei
gleymast. Öll fórum við glöð til
Florida ásamt dætrum okkar,
Björgu og Rögnu. Tobbi og Ásta
voru frábærir ferðafélagar og
vildu allt fyrir steipurnar gera,
hvað þau og gerðu.
Síðasta ferðalagið var langt og
mikið. Þá var farið til Florida,
þaðan til Los Angeles, Hollywood
skoðuð og stórskipið Queen Mary.
Mér eru minnisstæð orð sem
Tobbi lét falla um borð í þessu
skipi: „Sæli, gaman hefði okkur
þótt að vera saman á svona skipi."
Dæmigerð orð af sjómannsvörum.
Frá Los Angeies til San Fran-
sisco keyrði Tobbi en Ásta var á
„útkíkki". Þar sem annars staðar
var Tobbi góður stjórnandi.
Áfram var haldið til Seattle, þar
sem skyidfólk var heimsótt og að
síðustu flogið heim frá Chicago.
Þessi ferð var alveg sérstök.
í fyrra barst okkur kort frá Ha-
waii þar sem þau Ásta og Tobbi
voru stödd. Þar sögðust þau ekki
hafa upplifað annað eins og þang-
að þyrftum við að koma með þeim.
En nú er vinurinn farinn í lengra
ferðalag og við verðum öll að fara
það seinna.
Tobbi var fyrsti stýrimaður á
Dettifossi hjá Eyjólfi Þorvalds-
syni, sem nú hefur látið af störf-
um fyrir alllöngu. Síðan er hann
stýrimaður á ýmsum skipum fé-
lagsins eins og Laxfossi, Brúar-
fossi og Goðafossi nýja þar sem
hann var afleysingaskipstjóri.
Tobbi varð fastur skipstjóri hjá
Eimskipafélagi íslands, fyrst á
Álafossi 1976 þar til skipið var
selt, þá á írafossi og næstsíðast á
Ljósafossi þar sem honum líkaði
mjög vel. Hann endaði sinn skip-
stjóraferil á nýju skipi Eimskipa-
félagsins, Fjallfossi.
Við biðjum góðan Guð að gefa
Ástu okkar allan þann styrk sem
hann getur veitt henni. Öðrum að-
standendum vottum við dýpstu
samúð. Það er von okkar og trú að
Tobbi vinur okkar og félagar hans,
sem samferða urðu, taki við nýju
starfi í annarri höfn.
„Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Ársæll Þorsteinsson
Ragna Ágústsdóttir
Okkur systurnar setti hljóðar er
við heyrðum að Tobbi vinur okkar
væri dáinn. Ýmsar spurningar
leituðu á hugann. Hvernig gat
svona hörmulegur atburður átt
sér stað í höfn? Af hverju fórust
allir þessi menn? Stundum er lífið
óskiljanlegt og óréttlátt.
Margs er að minnast þegar við
hugsum til baka. Kynni okkar af
Tobba hófust þegar haiín og pabbi
voru saman til sjós á Dettifossi
fyrir tæplega tuttugu árum.
Stundum fengum við að fara með í
siglingu og það var í þessum sigl-
ingum sem við kynntumst Tobba
enn betur. Tobbi var sérlega ljúfur
og góður, einn af þeim mönnum
sem börn laðast að.
Hin síðri ár þegar mamma,
pabbi, Ásta og Tobbi fóru að eyða
sumarleyfum sínum saman
styrktist vinátta okkar.
Eitt sumarið fóru yngri syst-
urnar, Björg og Ragna, með þeim í
sumarleyfi til Bandaríkjanna.
Þeirri ferð munu þær aldrei
gleyma. Ásta og Tobbi reyndust
þeim þá ákaflega vel og hafa verið
þeim góðir vinir alla tíð síðan.
Þær hafa haft mikið dálæti á þeim
hjónum og erfitt er að trúa því að
Tobbi vinur þeirra sé allur og far-
inn í ferðalagið langa.
Minningar um skemmtilegar
samverustundir geymum við allar,
Guð blessi vin okkar.
Elsku Ásta, við vottum þér
dýpstu samúð í þinni miklu sorg
og biðjum algóðan Guð að veita
þér styrk og frið.
Gulla, Þóra, Ragna og
Björg Ársælsdætur.
íslenskir sjómenn hafa marga
hildina háð við Ægi konung og
hann verið óvæginn í viðskiptum.
Þegar vaskir menn mega sín
einskis og falla í valinn fyrir aldur
fram, verður okkur fátt um orð.
Það er sagt að allt hafi sinn til-
gang, en oft sjáum við hann alls
ekki, enda er okkur ekki ætlað að
skilja allt.
Aðfaranótt föstudagsins 10.
febrúar síðastliðins varð eitt stór-
slysið er fjórir skipverjar af
Fjallfossi drukknuðu við skipshlið,
þar sem skipið lá bundið við
bryggju að Grundartanga. Enginn
er til frásagnar af þessu skelfilega
slysi en það virðist sem áræði og
ósérhlífni hafi lotið í lægra haldi
fyrir óvægnum náttúruöflunum.
Við bekkjarbræðurnir úr Stýri-
mannaskólanum höfum nú með
stuttu millibili séð á bak annars
góðs vinar okkar.
Á morgun, mánudaginn 20.
febrúar, kveðjum við hinsta sinni
Þorbjörn Sigurðsson, skipstjóra.
Útförin verður gerð frá Foss-
vogskapellunni, kl. 13.30.
Þorbjörn var frá okkur kallaður
á besta aldri, aðeins fjörutíu og
fimm ára gamall, en átti þó að
baki þrjátíu ára sjómennskuferil.
Hann fæddist í Reykjavík þann
29. ágúst árið 1938. Foreldrar hans
voru Sigríður Þorbjörnsdóttir,
fædd í Reykjavík 6. janúar 1916,
en hún lézt árið 1980 og faðir hans
Sigurður Hansson, sjómaður,
fæddur á Eskifirði, 26. apríl 1910,
en hann lézt árið 1952.
Þorbjörn var elztur fjögurra
systkina, en þau eru: Gunnar,
fyrrum sjómaður, nú húsvörður í
Reykjavík, Sigþór, bátsmaður á
Guðbjarti frá ísafirði, og Sigríður
Rebekka, húsmóðir í Hafnarfirði.
Þorbjörn ólst upp hjá foreldrum
sínum á Framnesvegi 18, til fimm-
tán ára aldurs, er hann lauk gagn-
fræðaskóla og hóf sjómennskufer-
il sinn. Hann byrjaði sem vikapilt-
ur á ms. Heklu árið 1954, en fram
til ársins 1960 var hann að mikiu
leyti hjá Landhelgisgæzlunni en
um tíma á norsku skipi.
Árið 1960 hóf hann störf hjá
Eimskipafélagi íslands og vann
þar óslitið til dauðadags. Hann
byrjaði á Dettifossi og var þar
meðan skipið var í eigu félagsins,
fyrst háseti en síðar stýrimaður.
Hann lauk farmannaprófi vorið
1%4, en sumarið áður hafði hann
leyst af sem stýrimaður. Hann
varð fljótt eftir skóla fastráðinn
stýrimaður. Eftir að Dettifoss var
seldur var hann á hinum ýmsu
skipum félagsins og byrjaði að
leysa af sem skipstjóri árið 1972,
en varð fastráðinn á Álafossi árið
1976 og var þar næstu fjögur árin,
síðan um tíma skipstjóri á Írafossi
og Ljósafossi. Kvöldið fyrir hið
hörmulega slys hafði hann komið
heim til landsins í fyrsta sinn með
Fjallfoss, nýkeypt skip félagsins.
Ég held að fullyrða megi að Þor-
björn hafi verið Eimskipafélags-
maður í húð og hár, því hann vann
félaginu vel og samvizkusamlega
alla tíð, og vildi veg þess sem
mestan.
Hann var farsæll í starfi og alla
tíð ákaflega vinsæll af þeim sem
með honum störfuðu, enda prýdd-
ur mörgum góðum kostum, og þeir
sem áttu hann fyrir vin mátu
hann mikils. Hann var léttur í
lund og einstakt ljúfmenni. Unga
og óreynda sjómenn tók hann und-
ir sinn verndarvæng. Hann var
reglumaður á tóbak og vín, og
setti skörp skil milli skyldu og
skemmtunar.
Þann 19. nóvember 1960 kvænt-
ist Þorbjörn eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ástu Sigríði Guðlaugsdótt-
ur, sem fæddist í Borgarfirði þann
24. júní 1938, og ólst þar upp en
fluttist til Reykjavíkur 16 ára.
Foreldrar hennar eru Guðlaugur
Guðmundsson og Valgerður
Hannesdóttir sem búa á Dalbraut
21.
Ég tel að það hafi verið eitt
hans mesta gæfuspor í lífinu er
hann giftist Astu, því það fór ekki
framhjá neinum hversu óvenju-
lega samrýnd þau voru. Ég veit að
vinátta þeirra og samband varð
sterkara með hverju árinu sem
leið. Þau hófu búskap á Víðimel
49, en árið 1964 festu þau sér nýja
íbúð á Kleppsvegi og bjuggu þar
þangað til þau fluttu árið 1970 í
nýbyggt raðhús sitt á Vesturbergi
159.
Missir Ástu er ákaflega mikill
og bið ég Almættið að styrkja
hana og styðja í framtíðinni um