Morgunblaðið - 22.02.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
19
Þingsályktunartillaga um sameiginleg hagsmunamál íslendinga og Grænlendinga:
Grænlendingar ættu rétt á
að hafa áhrif á okkar veiðar
— segir Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra
TALSVERÐAR umræður urðu á Alþingi í gær um þingsálykt-
unartillögu fulltrúa allra flokka um sameiginleg hagsmuna-
mál Grænlendinga og íslendinga, en fyrsti flutningsmaður
tillögunnar er Eyjólfur Konráð Jónsson (S).
Tillagan er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að kanna til fullnustu
möguleika á samkomulagi við
Grænlendinga um sameiginleg
hagsmunamál, sérstaklega að því
er snertir verndun fiskistofna og
fiskveiðar, og leita jafnframt
nánari samvinnu þeirra ríkja,
sem liggja að fiskimiðunum norð-
arlega í Atlantshafi, um verndun
og nýtingu fiskistofna og önnur
sameiginleg hagsmunamál.
Samkomulag
áhyggjuefni
Fyrstur talaði við umræðuna
Ólafur Jóhannesson (F), formað-
ur utanríkismálanefndar, og
kynnti hann álit nefndarinnar og
lagði til að tillagan yrði sam-
þykkt. Sagði hann í alla staði eðli-
legt að Alþingi lýsi vilja sínum í
þessu efni enda væri um mikil-
vægt málefni að tefla, bæði fyrir
íslendinga, Grænlendinga og aðr-
ar þjóðir. Skynsamleg verndun og
nýting fiskistofnanna væri bæði
Grænlendingum og íslendingum
nauðsyn og byggðist slíkt á sam-
vinnu þjóða enda væri að því
stefnt með tillögunni. Þá sagði
Ólafur að fslendingar hefðu skiln-
ing á vandamálum Grænlendinga
og fregnir um samkomulag þeirra
við Efnahagsbandalag Evrópu
væri áhyggjuefni.
Fundir með EBE
valdið vonbrigðum
Næstur talaði Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra
(F). Sagði hann að það hefði kom-
ið fram í viðræðum við Grænlend-
inga allt frá árinu 1980 að þeir
myndu leita til EBE um samninga
við það um fiskveiðiheimildir,
fjárhagsstuðning og tollamál. Þá
sagði Steingrímur að hann hefði
rætt við Jonathan Motzfeldt og
hefðu þeir bundið það fastmælum
að hittast í Stokkhólmi á Norður-
landaráðsþingi í næstu viku og í
framhaldi af þeim fundi væntan-
lega taka upp formlegar viðræður
um þessi efni. Þá sagði Steingrím-
ur að samkvæmt samningi Græn-
lendinga við EBE, væri veiðikvóti
á karfa 57.880 lestir, á þorski
23.500 lestir og á rækju 4.300 lest-
ir. Fyrir þessar veiðiheimildir
greiddi EBE 216 milljónir
danskra króna sem jafngilti um
650 milljónum ísl. króna.
Þá sagði Steingrímur að íslend-
ingar ættu í viðræðum við EBE
um sameiginleg hagsmunamál við
Grænland og hefðu margir fundir
verið haldnir, en þeir valdið veru-
legum vonbrigðum. Virtist lítill
áhugi vera hjá EBE um sameig-
inlega hagsmuni. Þá sagði hann
að Grænlendingar væru að stíga
erfitt skref með útgöngu úr EBE
og sig undraði ekki að þeir skyldu
hafa valið þann kostinn að selja
veiðileyfi, en hins vegar væri leyft
að veiða allt of mikið af karfa,
samkvæmt honum.
Verstu tíðindi
í mörg ár
Næstur talaði Sighvatur
Björgvinsson (A). Sagði hann tíð-
indin um samninga Grænlend-
inga við Grænland ein verstu tíð-
indi sem íslendingar hefðu fengið
í mörg ár, enda væri næsta veiði-
slóð við veiðisvæði Grænlendinga
auðugustu fiskimið íslendinga.
Sagði Sighvatur að aðstaða
Grænlendinga til að fylgjast með
veiðum, afla og stunda landhelg-
isgæslu vegna veiða EBE-ríkj-
anna, væri mun verri en íslend-
inga. Þá lét hann í ljós mikla
óánægju með að Grænlendingar
skuli hafa gert samkomulag þetta
án þess að ræða við íslendinga.
Hins vegar krefðist samkomulag-
ið þess að eitt skip Landhelgis-
gæslunnar væri við miðlínu land-
anna til eftirlits, en það þýddi í
raun, miðað við fjárveitingar til
Gæslunnar, að ekkert skip yrði
tiltækt á öðrum miðum til eftir-
lits og ekkert yrði tiltækt í neyð-
artilvikum. Því þyrfti að efla
Landhelgisgæsluna til muna.
EBE reynir að ná
eins miklu og unnt er
Næstur talaði Eyjólfur Konráð
Jónsson (S). Sagði hann að sér
segði svo hugur um að EBE-
þjóðirnar myndu reyna að ná eins
miklum afla við Grænland og
unnt væri og myndi flotinn engu
hlífa, ekki einu sinni ungviði. Þá
sagði Eyjólfur Konráð að íslend-
ingum væri skylt, samkvæmt
Hafréttarsáttmálanum, að hafa
náið samstarf við Grænlendinga
um fiskistofnana, enda væru á
miðum beggja þjóða fiskistofnar
sem flökkuðu á milli lögsaganna
og væri þjóðunum skylt að sjá um
verndun þessara stofna og eðli-
lega nýtingu þeirra. Þá sagði Eyj-
ólfur að ekki væri óeðlilegt að ís-
lendingar og Grænlendingar
tækju upp sameiginlega landhelg-
isgæslu, ásamt Færeyingum, á
hafsvæðum þar sem sameigin-
legir stofnar þjóðanna væru.
Vondar fréttir
Þá talaði Ragnar Arnalds
(Abl.). Hann sagði að fréttirnar
af samningunum hefðu verið
vondar fréttir, en nú værum við
búnir að missa af strætisvagnin-
um, með það að ná einhverjum
samningum við Grænlendinga um
þessi mál, áður en þeir gerðu
samninga við EBE. Kvaðst Ragn-
ar ekki fullyrða að hægt hefði
verið að koma í veg fyrir sam-
komulag Grænlendinga og EBE,
ef þingsályktunartillaga þessi
hefði verið samþykkt í tíma, en
hins vegar sagðist Ragnar vilja fá
upplýst, hvað ríkisstjórnin hefði
aðhafst í málinu.
Ótíðindi
Næst talaði Guðrún Helgadótt-
ir (Abl.). Sagði hún að samning-
urinn væri mikil ótíðindi og með
ólíkindum að nágrannaþjóðir
skuli gera svona samning, án þess
að ræða við okkur um það. Kvaðst
hún vilja spyrja tveggja spurn-
inga; hvernig þetta hefði getað
gerst og hvað yrði um norrænt
samstarf í framhaldi þessa samn-
ings.
Grænlendingar tryggja
sér stuðning EBE
Þá talaði Geir Hallgrímsson,
utanríkisráðherra, (S). Geir sagði
að þó tíðindi þessi væru vissulega
ill, þá mættu þau ekki koma fólki
úr jafnvægi. Sagði Geir síðan að
íslendingar ættu rétt á að fjalla
um vernd og veiðar á þeim fiski-
stofnum sem gengju á milli lög-
sagna landanna og lagöi hann
áherslu á að þingsályktunartillag-
an yrði samþykkt. Þá sagði Geir
að um leið og vísað væri til
ákvæða Hafréttarsáttmálans um
veiðar og vernd fiskistofna, þá
væri ljóst að Grænlendingar ættu
rétt á að hafa áhrif á veiðar okkar
á karfa, loðnu, rækju og fleiri teg-
undum. Og vegna gangna þorsks á
milli lögsagna landanna og um
leið og við krefðumst samráðs af
Grænlendinga hálfu, þá yrðum
við að gefa þeim kost á samráði
við okkur. Hins vegar vöknuðu ís-
lendingar fyrst upp þegar séð
væri að hagsníunum okkar væri
ekki fyllilega borgið.
Sagði Geir að samningar Græn-
lendinga við EBE væru gerðir í
því augnamiði að losa þá úr EBE.
Grænlendingar teldu sér nauðsyn
á að semja við EBE og miðaðist
þeirra hegðan við að tryggja sér
sama eða aukinn fjárstuðning úr
sjóðum EBE og einnig að því að
IryKKÍa aðgang útflutningsvara
sinna á markaði EBE. Hins vegar
hefðu ríki EBE stundað veiðar í
grænlenskri lögsögu á meðan
EBE fór með mál Grænlands, og
að því leyti væri ástandið að vissu
leyti óbreytt, nema að um ein-
hverja aukningu væri að ræða.
Þá sagði Geir að það sem við
ætluðumst til af Grænlendingum,
væri um leið skylda okkar gagn-
vart þeim.
Kemur ekki á óvart
Þá talaði Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, (F). Sagði
hann að ekki væri ástæða til að
láta samninginn koma mjög á
óvart. Til dæmis hefðu V-Þjóð-
verjar lagt á það áherslu að fram-
hald yrði á veiðum þeirra við
Grænland. Sagði hann mikilvægt
að rætt yrði við Grænlendinga um
þessi mál, en hins vegar hefðu
Grænlendingar ekki viljað ræða
þau fyrr en þeir hefðu gengið úr
EBE og þar með fengið forræði
yfir fiskimiðum sinum. Þvi hefði
engu breytt þó þessi þingsálykt-
unartillaga hefði komið fyrir Al-
þingi fyrr.
Grænlendingar fórni
ekki okkar hagsmunum
Þá talaði Kjartan Jóhannsson
(A). Sagði hann að það sem nú
hefði gerst ylli áhyggjum. Við
værum ekki að biðja Grænlend-
inga um að fórna sínum hags-
munum, en hins vegar krefðumst
við þess að þeir fórnuðu ekki
hagsmunum okkar. Þá sagði hann
þingsályktunartillöguna gagn-
lega.
Guðmundur Einarsson (Bj)
sagði að Bandalag jafnaðarmanna
stæði heilshugar að tillögunni.
Hann gat þess að við Grænland
hefðu verið stundaðar veiðar og
svo yrði áfram. Guðmundur
Bjarnason (F) lýsti stuðningi við
tillöguna og sama gerði ólafur Þ.
Þórðarson (F), en hann lét þess þó
getið að hann harmaði afstöðu
manna gagnvart Grænlendingum.
Ný þingmál:
Starfsmannasjóðir — þróunarstofnun
landshluta — lausaskuldir launafólks
StarfsmannasjóÖir
.Kristjana Milla Thorsteinsson
(S) hefur lagt fram svohljóð-
andi tillögu um kynningu á
starfsmannasjóðum:
„Alþingi ályktar að fela rík-
isstjórninni að athuga á hvern
hátt megi kynna í starfs-
mannafélögum og meðal
atvinnurekenda, hvernig
stofna megi starfsmannasjóði
og að hvaða gagni þeir geta
komið í atvinnulífinu."
í greinargerð segir:
„Greinilegt er að undir-
stöðuatvinnuvegir íslendinga,
landbúnaður og sjávarútveg-
ur, geta ekki tekið við fleira
fólki á næstunni. Mikil þörf er
því fyrir fleiri störf í öðrum
atvinnugreinum. Nauðsynlegt
er að hugvit og framtak ein-
staklingsins fái að njóta sín
við slíka atvinnusköpun.
Aukin þátttaka starfs-
manna í uppbyggingu
atvinnulífsins, t.d. með stofn-
un starfsmannasjóða, gæti
orðið hvati til framtaks. Slíkir
sjóðir hafa lítið verið kynntir
hér á landi, hvorki hjá starfs-
mannafélögum eða hjá stjórn-
um fyrirtækja, og virðist því
brýnt að bæta úr því.“
Þróunarstofnun
landshlutanna
Þingmenn Bandalags jafn-
aðarmanna hafa lagt fram
svohljóðandi tillögu til þings-
ályktunar:
„Alþingi ályktar að fela rík-
isstjórninni að skipa nefnd til
að semja frumvarp til laga um
þróunarstofur landshlutanna.
Frumvarp þetta feli m.a. í
sér eftirtalin atriði:
1. Þróunarstofur hafi for-
göngu um mótun byggða-
stefnu og veiti alhliða ráðgjöf
á öllum sviðum atvinnulífs.
2. Stjórnir þróunarstofa séu
skipaðar fulltrúum lýðræðis-
lega kjörinna landshlutasam-
taka.
3. Þróunarstofur hafi sjálfsfor-
ræði til áætlanagerðar, ákvarð-
anatöku og fjármagnsútvegunar.
4. Þróunarstofur starfi í nán-
um tengslum við Byggða- og
áætlanadeild (núverandi
Framkvæmdastofnunar) sem
verði sjálfstæð stofnun undir
umsjón félagsmálaráðuneytis-
ins.
5. Þróunarstofur skuli m.a.
a) sjá um gerð og framkvæmd
byggðaáætlana; sé leitað til
Alþingis eftir fjármagni til
stuðnings byggðaáætlunum og
það fjármagn samþykkt á
fjárlögum skuli þróunarstofur
bera ábyrgð á veitingu fjárins
í samræmi við áætlanir;
b) vera sameiginlegur vett-
vangur þess ráðgjafarstarfs
sem þegar fer fram á ýmsum
sviðum;
c) varðveita iðnþróunarsjóði
landshlutasamtaka;
d) starfa í tengslum við lands-
hlutastofur ríkisfyrirtækja."
Lausaskuldir
launafólks
Sighvatur Björgvinsson
(A)og Olafur Ragnar Grímsson
(Abl.) hafa lagt fram frum-
varp til laga um breytingu á
lausaskuldum launafólks í
löng lán. Samkvæmt frum-
varpinu skal Veðdeild Lands-
banka íslands gefa út nýjan
flokk bankavaxtabréfa sam-
kvæmt ákvörðun Húsnæðis-
stofnunar ríkisins. Stjórn
Húsnæðisstofnunar undirritar
bankavaxtabréf þessi. Þau
skulu notuð til þess að breyta í
föst lán lausaskuldum launa-
fólks vegna fjárfestinga í
íbúðarhúsnæði, s.s. íbúða-
bygginga, íbúðakaupa, endur-
bóta og breytinga á árunum
1979—1983. Til tryggingar
bréfa þessum eru: Veðskulda-
bréf þau sem veðdeildin fær
frá lántakendum; 2) ábyrgð
Húsnæðisstofnunar ríkisins,
3) ábyrgð ríkissjóðs.