Morgunblaðið - 25.02.1984, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
Heildarloðnuafli
um 350 þús. tonn
„SEGJA má, að loðnuveiðarnar
hafi gengið furðuvel miðað við
það slæma veður, sem var á mið-
unum,“ sagði Andrés Finnboga-
son hjá Loðnunefnd í samtali við
Morgunblaðið í gærdag.
Frá miðnætti föstudagsins
fram til um miðjan dag í gær
höfðu borizt tilkynningar um
4.300 lesta loðnuafla skipanna,
en á fimmtudag komu um 2.000
tonn á land.
Andrés Finnbogason sagði
aðspurður, að heildarloðnuafl-
inn á þessari vertíð væri nú
kominn í um 350 þúsund lestir,
en eins og kunnugt er hefur
verið heimilað að veiða allt að
640 þúsund lestir á vertíðinni,
sem sennilega mun standa
fram í aprílmánuð.
Deilan um Bollagötu 12:
Lögerfingjanum
úrskurðuð eignin
KVEÐINN hefur verið upp úrskuröur í erfðamáli Sigurjóns
heitins Jónssonar að Bollagötu 12 í Reykjavík, sem lést 1964.
Þegar ekkja hans lést 1982 kom fram í dagsljósið erfðaskrá
Sigurjóns, þar sem hann ánafnar íbúð sína til þeirra félaga-
samtaka, er störfuðu í anda Marx og Lenins. Var þá lýst eftir
tilköllum til eignarinnar.
Þrír aðilar gerðu kröfu til bús-
ins: Baráttusamtökin fyrir stofn-
un kommúnistaflokks; vináttufé-
lög íslands og Vietnam, íslands og
Kúbu og íslands og DDR auk
Kínversk-íslenska menningarfé-
lagsins sameiginlega og loks föð-
urbróðir ekkju Sigurjóns Jónsson-
ar, Kristinn Gunnarsson.
„Niðurstaða mín varð sú, að Iög-
erfinginn væri réttur aðili," sagði
Markús Sigurbjörnsson, fulltrúi
borgarfógeta, sem kvað upp úr-
skurðinn í gær. „Aðrir aðilar
þóttu ekki fullnægja ákvæðum
erfðaskrárinnar. Þessi úrskurður
er því endanlegur — ef ekki kemur
til áfrýjun einhvers þeirra, sem
gerðu kröfu til eignarinnar."
Engu breytir í þéssu sambandi
þótt Kristinn Gunnarsson hafi
látist í þessari viku. Eignin gengur
áfram til erfingja hans, að sögn
Markúsar.
Farrýmaskipting tek-
in upp hjá Flugleiðum
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að taka upp farrýmaskiptingu í
flugvélum sínum á flugleiðum milli íslands og Norðurland-
anna, Danmerkur, Noregs og Sviþjóðar, svo og á leiðinni
milli íslands og Bretlands, frá og með 1. aprfl nk.
Sæmundur Guðvinsson, frétta-
fulltrúi Flugleiða, sagði aðspurður
að undirbúningur að farrýma-
skiptingu hefði staðið yfir um all-
langt skeið, enda væri þessi háttur
hafður á hjá flestum stærri áætl-
unarflugfélögum heimsins.
Sæmundur sagði að fremst í vél-
unum yrði svokallaður „Business-
class", sem væri farrými ætlað
fyrir þá farþega félagsins, sem
væru á fullgreiddum farmiðum.
„Við teljum, að með því að far-
rýmaskipta vélunum getum við
veitt þeim farþegum, sem greiða
fullt gjald betri þjónustu, sem er
eðlilegt. Þeir munu afhenda far-
angur sinn á sérstöku afgreiðslu-
borði, bæði í Keflavík og á við-
komustöðum félagsins erlendis,
auk þess sem þjónusta um borð í
vélunum verður aukin fyrir þessa
farþega," sagði Sæmundur.
Sæmundur Guðvinsson, frétta-
fulltrúi Flugleiða, sagði ennfrem-
ur aðspurður, að væntanlega
myndu farþegar Flugleiða sem
greiða fullt gjald, fá aðgang að
setustofum erlendra flugfélaga
ætlaðar slíkum farþegum, þar sem
þær væru fyrir hendi á viðkom-
andi stöðum á Norðurlöndunum
og í Bretlandi.
Gréta Jónsdóttir var að verka kútmaga heima í eldhúsi, þegar hún fann
gullankerið.
Gullankeri fannst í þorskmaga
ísaflrði, 21. febrúar.
„ÉG SÁ glitta á eitthvað í gorinu,
þegar ég var að hreinsa kútmag-
ana,“ sagði Gréta Jónsdóttir á ísa-
fírði. „Við nánari athugun kom í
Ijós að þetta var ankeri úr skíra
gulli.“
Maginn var úr þorski, sem mb.
Orri veiddi um 30 mílur undan
Kóp. „Mér finnst þetta vera mik-
ill happagripur, því ankerið er
merki vonarinnar, en vonin er
okkur sjómannskonunum alltaf
svo mikilvæg. Vonin um það að
maðurinn komi heim úr róðrin-
um og hann komi með góðan afla
að landi. Þá er ég ekki síður
ánægð með það, að fiskurinn
veiddist af Orranum þar sem
Hermann maðurinn minn var
svo lengi, en hann er núna kom-
inn á annan bát.
Það er líka svolítið sniðugt, að
Ankerið í lófa finnandans.
móðir mín og önnur kona voru
að verka maga norður á Dalvík
líklega í kring um 1920. Þá
fannst gullhringur þar í maga.“
Ef einhver kannast við anker-
ið og kann á því skil hvernig það
komst í þorskmagann vildi
Morgunblaðið gjarnan frétta af
því.
Úlfar
Keflavíkurflugvöllur:
Nauðgun-
arkæran
upplogin
UNGA bandaríska konan, sem
þann 23. janúar síðastliðinn kærði
nauðgun, viðurkenndi í gær að kær-
an hefði ekki átt við rök að styðjast;
að það hefði verið hugarburður
hennar, að maður hefði ráðist inn á
heimili hennar og nauðgað henni.
Konan er nú til meðferðar á sjúkra-
húsi á Keflavíkurflugvelli. í frétta-
tilkynningu, sem blaðafulltrúi varn-
arliðsins sendi út í gær, eru þau
óþægindi, sem einstaklingar kunna
að hafa orið fyrir vegna rannsóknar
málsins, hörmuð en jafnframt er
lýst yfir létti að málið skuli upplýst.
Konan kærði nauðgun til lög-
reglustjórans á Keflavíkurflug-
velli. Hún bar að maður hefði
ruðst inn á heimili sitt og ógnað
sér með hnífi og komið fram vilja
sínum og að fslendingur hefði
verið að verki. Umfangsmikil
rannsókn fór fram á vegum emb-
ættis lögreglustjóra og voru fjöl-
margir yfirheyrðir vegna máls-
ins.
Þota Flug-
leiða tafðist
vegna sprungu
í framrúðu
SPRUNGA kom í framglugga
Boeing 727-200 þotu Flugleið^, þeg-
ar hún var nýlega lögð af stað frá
Keflavík til Osló og Stokkhólms í
gærmorgun, að sögn Sæmundar
Guðvinssonar, fréttafulltrúa Flug-
leiða.
Sæmundur sagði að engin hætta
hefði verið á ferðum, en tekin
hefði verið ákvörðun um að snúa
vélinni aftur til Keflavíkur til að
skipta um glugga, þar sem vara-
gluggi var til í Keflavík. Var það
gert og seinkaði vélinni um
nokkra klukkutíma.
Nýtt loðnuverð ákveðið og
því sagt upp frá 2. marz nk.
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins hefur ákveðið lágmarks-
verð á loðnu veiddri til bræðslu frá
II. fehrúar sl. til loka vetrarloðnu-
vertíðar 1984 og verður það 800
krónur fyrir hvert tonn, en til sam-
anburðar var verðið ákveðið 900
krónur á hvert tonn 2. janúar sl., en
því verði var sagt upp og hefur verið
deilt um verðlagningu síðan. Lækk-
Deilur bóksala og bókaforlaganna í Veröld:
Endanlegt uppgjör og bæk-
ur í umboðssölu innkallaðar
BÓKAFORLÖGIN sem standa að
bókaklúbbnum Veröld innkölluðu
formlega í gær allar umboðssölu-
bækur sínar frá bókaverslunum sem
endursendu tilboðsbækur Veraldar í
janúar. Óformlegar samningavið-
ræður bóksala og aðstandenda Ver-
aldar hafa átt sér stað undanfarna
daga, en án árangurs. Verslanirnar
sem endursendu bækurnar eru um
30, en alls eru útsölustaðir bóka um
110 á landinu. í skeyti sem bókafor-
lögin fjögur, Vaka, Iðunn, Fjölvi og
Setberg, sendu fyrrnefndum bók-
sölum var enfremur óskað eftir end-
anlegu uppgjöri.
Deilur bóksala og forlaganna
fjögurra eru til komnar vegna
tuttugu bókartitla sem boðnir
voru á tilboðsverði í fréttabréfi
Veraldar sl. janúar. Telja bóksalar
að forlögin fjögur hafi gerst brot-
leg við samning bóksala og bóka-
útgefenda frá 19. september sl.
sem gildir til 1. júlí í ár. Segir þar
m.a. að heimilt sé að hafa bækur
til sölu á allt að 30% lægra verði
en í verslunum. Segja bóksalar
samninginn hafa verið brotinn því
að forlögin bjóði bækur sínar á
allt að 50% lægra verði. Aðstand-
endur Veraldar telja hins vegar
samningsbrotið hjá bóksölum, þar
sem engin bókanna tuttugu hafi
verið boðin á afslætti yfir 30%.
Bóksalar hafi heimild til að taka
úr sölu bækur sem Veröld býður
félagsmönnum sínum á allt að
30% afslætti meðan á tilboðinu
stendur, en engin heimild sé til að
taka þær alfarið úr söiu. Bóka-
titlarnir sem nú hafa verið inn-
kallaðir skipta nokkrum hundruð-
um.
unin er um 11,1%.
Verðið er miðað við 8% fituinni-
hald og 16% fitufrítt þurrefni.
Verðið breytist um 65,00 krónur
til hækkunar eða lækkunar fyrir
hvert 1%, sem fituinnihaldið
breytist frá viðmiðun og hlut-
fallslega fyrir hvert 0,1%. Fitu-
frádráttur reiknast þó ekki, þegar
fituinnihald fer niður fyrir 3%.
Verðið breytist um 75,00 krónur
til hækkunar eða lækkunar fyrir
hvert 1%, sem þurrefnismagn
breytist frá viðmiðun og hlut-
fallslega fyrir hvert 0,1%. Auk
framangreinds verðs greiði allir
kaupendur 18,00 krónur fyrir
hvert tonn í loðnuflutningasjóð.
Ennfremur greiði þær verk-
smiðjur, sem loðna er flutt til með
styrkgreiðslu úr loðnuflutninga-
sjóði 36,00 krónur fyrir hvert tonn
í loðnuflutningasjóð. Til viðbótar
þessum greiðslum greiðist stofn-
fjársjóðsframlag og kostnaðar-
hlutur útgerðar samkvæmt lögum,
sem einnig renni í loðnuflutn-
ingasjóð. Jafnframt greiði kaup-
endur framlag til rekstrar Loðnu-
nefndar, 2,00 krónur fyrir hvert
tonn.
Lágmarksverð á úrgangsloðnu
til bræðslu frá frystihúsum skal
vera 87,00 krónum lægra fyrir
hvert tonn en að ofan greinir og
ákvarðast á sama hátt fyrir hvern
farm samkvæmt teknum sýnum
úr veiðiskipi.
Verðið er uppsegjanlegt frá og
með 2. marz 1984 með fimm daga
fyrirvara. Að þessu sinni var verð-
ið ákveðið af oddamanni nefndar-
innar, Bolla Þór Bollasyni og full-
trúum seljenda, Ágústi Einarssyni
og Ingólfi Stefánssyni gegn at-
kvæðum fulltrúa kaupenda, þeirra
Guðmundar Kr. Jónssonar og Jóns
Reynis Magnússonar.
Fulltrúar kaupenda gerðu sér-
staka grein fyrir atkvæði sínu:
„Það hráefnisverð, sem nú hefur
verið ákveðið er langt frá öllum
raunveruleika miðað við ríkjandi
markaðsaðstæður sem Þjóðhags-
stofnun eru fullkunnar. Sýnilegt
er að vinnslutekjurnar nægja
hvergi nærri fyrir beinum útlögð-
um kostnaði. Afleiðingin hlýtur að
verða sú að verksmiðjurnar dragi
stórlega úr móttöku á loðnu til
bræðslu og/eða loki með öllu.“
Fulltrúar kaupenda hafa þegar
sagt upp loðnuverðinu frá og með
2. marz.