Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 Timburverslunin Völundur hf. er áttatíu ára í dag. Allt frá stofnun fyrirtækisins hafa þar starfað vandvirkir handverksmenn sem faríð hafa varfærnum höndum um verkfæríjafnt sem smíðisgripina sjálfa. Völundur hefur vaxið og eflst á 80 árum. Fullkomnar vélar hafa að mestu leyst handverkfærin afhólmi og reksturinn er löngu orðinn of fyrirferðarmikill fyrir gamla Völundarhúsið á horni Skúlagötu og Klapparstígs. Starfsemi Völundar skiptist nú í tvo meginþætti: Framleiðsla: / geysifullkominni verksmiðju að Skeifunni 19, framleiðir Völundur úti- og innihurðir, bílskúrs- og svalahurðir, fög og glugga, panil og vatnsklæðningu, gríndarefni og alls konar lista. Innflutningur: Völundur flytur inn mótatimbur og smíðavið, ásamt krossviðar- og harðtexplötum af öllum gerðum. Einnig hefur Völundur umboð fyrir vörur margra heimsþekktra framleiðenda. Þar nægir að nefna hinar stílhreinu CJno form eldhúsinnréttingar og Velux þakgluggana. Timbur- og plötuafgreiðsla er að Klapparstíg 1, en framleiðsluvörur og innréttingar eru til sýnis að Skeifunni 19. Völundur er 80 ára og alltaf jafn hagur! • t TIMBUKVERZLUNIN VOLUNDUR HF. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 - SKEIFUNNI 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.