Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 14

Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 „NútímatónsmíÖi er eins konar síbyltingarstefiia“ tónlistarlífinu Kristinn Sigmundsson Fyrir skömmu hlaut Jón Ás- geirsson heiðurslaun Brunabótafé- lags íslands í 6 mánuði. Af því tilefni þótti mér forvitnilegt að eiga við hann viðtal. Jón tók mér vel, hitaði kaffi og bar fram vín- arbrauð og fleira góðgæti. Þegar ég hafði sporðrennt vín- arbrauðinu, stundi ég upp fyrstu spurningunni: — Þú fékkst starfslaun til þess að vinna að óperu. Hvers vegna semja menn óperu? — Þessi árátta að kompónera byrjaði hjá mér þegar ég var smástrákur. Eitt af því fyrsta sem ég samdi var ópera, kannski ekkert merkileg en ópera var það eigi að síður. Þessi árátta hefur svo aukist með aldrinum og að lokum tekið mann allan. Hvers vegna menn semja óperur, spurðir þú. Ætli það sé ekki með mig eins og fleiri, að mér finnist ég ekki hafa fullgert lífsstarf mitt, nema að hafa samið óperu. Því hefur verið haldið fram, að ópæran, líkt og epíska skáldsag- an, sé dautt listform. Samt hafa þessi listform endurnýjast sam- kvæmt breyttu listmati. Sumar nútímaóperur eru mjög áhrifa- miklar, þó þær hafi e.t.v. ekki náð svokölluðum almennum vin- sældum. f kringum aldamótin tókst tónskáldum að gæða þetta listform nýjum tónhugmyndum. Við getum tekið sem dæmi „Wo/7,ek“ eftir Alban Berg. Þetta er sennilega mesta mod- ern-ópera sem samin hefur ver- ið. Hún er gerð eftir mjög áhrifamiklu leikriti, er tilheyrir tíma þegar fram fór grimmdar- legt uppgjör á manngildinu og örlögum hinna vesælu í samfé- laginu. Annað mikið moderne verk er „Móses og Aaron" eftir Arnold Schönberg. Báðir þessir höfundar könnuðu nýjar leiðir í tóntúlkun en síðan hafa tónskáld verið óhrædd við að gera tilraun- ir í óperugerð, t.d. Menotti, og nú ber vel í veiði, því það er verið að sýna hann hér. Hann semur í. mjög lagrænum stíl og fæst við hversdagslega hluti og er því að nokkru andstæða þeirra er fást við að semja svonefndar alvar- legar óperur. í sambandi við mína eigin óperu hugsa ég fyrst og fremst um laglínuna. Nútíma- manninn vantar ef til vill lagið. Ég á ekki við lag eins og t.d. dægurlag. Það eru til fleiri teg- undir af lögum. Við getum líkt lagferli við röð orða er mynda setningu, þar sem samhengi tón- anna, sem og orðanna, er fram- vinda hugsunarinnar. Lagið fær eins konar merkingu er hlust- andinn man og getur haft eftir. Það er eins með lagið og textann að óvenjuleg notkun orða og tóna kann að verka einkennilega. Á þessu sviði hafa a-tónal tón- skáld átt erfitt og margir hafa flúið á náðir „effektanna". — Er þetta kannski ástæðan fyrir því að svo langan tíma tek- ur oft fyrir tónskáld að semja, samanborið við tónskáld á borð við Schubert, Rossini og fleiri? — Já, ef til vill. Þeir sömdu með ótrúlegum hraða, þessir snillingar. Auðvitað fer hraðinn eftir því hvort tónskáldið hefur vald á einhverju lagferíisformi. í dar þarf tónskáld að finna upp nýtt tónmál, ekki aðeins í eitt skipti fyrir öll, heldur fyrir hvert einstakt verk og jafnvel að koma fram með nýjar kenningar í tónsmíði. Nútímatónsmíði er eins konar síbyltingarstefna og leitin eftir nýjungum markmið. Við slíkar aðstæður verður öll sköpun erfiðari en þegar tón- skáld gátu leikið sér innan ramma rótgróinna tónhug- mynda og markmiðið var aðeins að gera betur en þeir sem á und- an voru, þó það sé auðvitað ekki fyrir hvern sem er að gera. — Þú ert að semja óperu um Galdra-Loft. Segðu mér eitthvað um verkið. — Ja, ég er eiginlega með tvær óperur í takinu, Möttuls sögu og Galdra-Loft, en ein- hverra hluta vegna hef ég ekki getað komist í gang með Möttuis sögu, svo þar situr við kyrrt enn um sinn. Galdra-Loftur er nú kominn af stað og er óperan byggð á leikverki Jóhanns Sigur- jónssonar og auk þess mikið sótt í ljóðasafn hans. Það er augljóst mál að fella verður niður nokkr- ar persónur og stytta verkið all verulega, því sunginn texti er mun lengri í flutningi en talað- ur. Sú gerð sem ég er með, gerir ráð fyrir sjö söngvurum og verð- ur undirleikurinn eða hljóm- sveitin aðeins skipuð strengja- leikurum. Aðalpersónurnar eru þær sömu, þ.e.a.s. Loftur, Stein- unn, Ólafur og Dísa. Hlutverk Gamla blinda mannsins í upp- hafi verksins breytist. Hann verður alsjáandi og leikur hlut- verk þess er aðvarar Loft. Hann hefur sjálfur farið næstum því sömu leið og Loftur. Þessi gamli maður leikur svo Gottskálk og syngur yfir Lofti í niðurlagi verksins. Persóna hans er tákn hins mystíska, óráðna, sem aldr- ei verður útskýrt. í Galdra-Lofti eru mjög sterkar karakter- andstæður sem gaman er að glíma við. — Þú semur oft undir áhrif- um frá íslenskum þjóðlögum. — Já. Ég er alinn upp við þessa gömlu tónlist og hef aldrei náð að losna undan áhrifum hennar. íslensk þjóðlög eru hrein söngtónlist, þ.e. án nokk- urra hljóðfæraáhrifa og því erf- iður efniviður við gerð hljóð- færatónlistar. Menn hafa því að mestu látið nægja að útsetja þjóðlögin. Fyrir mig er staðan sú, að ég tel mig vera lausan við þjóðlagið, en hef aftur á móti til- einkað mér tungutak þess og stíl. — Hvernig er aðstaða tón- skálda á íslandi í dag? — Hún er ekki góð. Eitthvað þokast þó eftir því sem þörfin fyrir þessa sérstæðu vinnu vex. Sú hugmynd hefur komið fram að stofna til nokkurra stöðu- gilda, er deila mætti á tónskáld- in eftir því sem verkefnum þeirra er háttað, og er víst að slík ráðstöfun yrði til mikilla bóta. Það er ekki víst að slíkt þyrfti að kosta þjóðfélagið svo mikið, því hér er um að ræða lítinn hóp. Þetta eins og annað í samfélaginu fer eftir því hvort menn telja þessa vinnu nokkurs virði. Hvað mig áhrærir þá hef ég alla tíð stundað kennslustörf og eingöngu kompónerað í frí- stundum mínum, oft við erfið skilyrði, og svo virðist sem sam- félagið hafi sáralitla þörf fyrir slíka vinnu og þar af leiðandi er ekki mikill áhugi á vandamálum tónskálda. — Hvað finnst þér um tónlist- arstefnu fjölmiðlanna, hvað varðar íslenska tónlist? — Þegar ég hlustaði á korter- ið hans Andrésar Björnssonar um áramótin, sem er eitt besta útvarpsefni er ég hlusta á, varð mér hugsað til þess, að þessi gáf- aði maður er forstjóri fyrir stofnun sem að miklu leyti vinn- ur gegn hugmyndum hans. Tök- um t.d. rás 2. Þar kemur fram mjög einlit hugmyndafræði og jaðrar við menningarfyrirlitn- ingu, sem virðist vera þessu fólki nauðsynleg til að það komist hjá því að fyrirverða sig fyrir þessa merkis-rás. Það er ljóst, að sam- félag manna er svo margbrotið að taka verður tillit til margra þátta. Svo einlit menningarpóli- tík sem hér um ræðir er hættu- leg, því hún er eins og trúarof- stæki, er leiðir til bannfæringar og útilokunar. Skemmtitónlist er mjög margbreytileg og sömu- leiðis alvarleg og það er í heil- brigðu sambýli þessara þátta sem mannlegum þörfum er best borgið. Eitt af því, sem stofnun- in hefði mátt gera, er að vera skapandi kraftur og hafa for- göngu um gerð efnis. Ef bæði sjónvarp og útvarp hefðu á liðn- um árum gert meira af því að stuðla að frumsköpun verka, væri ef til vill ekki þessi þrýst- ingur í þá átt að taka fjölmiðlun- ina úr höndum þeirra að veru- legu leyti. Til að fyrirbyggja all- an misskilning þá á ég við frum- sköpun á öllum sviðum listum- svifa, án tillits til fagurfræðilegs mats eða annars er menn kunna að vilja leggja til grundvallar skoðunum sínum. — Þú ert líka þekktur sem tónlistargagnrýnandi? Er það ekki vandasamt starf? — Þetta tekur mikinn tíma og oft besta tíma dagsins. Það sem er erfitt við þetta starf er að ís- lenskt listalíf er varla komið upp úr amatörstöðu og þolir því ekki miskunnarlausa gagnrýni. Gagnrýni er ekkert annað en dómur um eitt augnablik. Lista- maður getur verið miðlungi góð- ur og tekist vel upp á tónleikum og góðum listamanni getur mis- tekist. Fyrir mér er það frammi- staða listamannsins á hverjum tónleikum fyrir sig sem skiptir máli og aðalatriðið er að vera heiðarlegur, þ.e. segja hug sinn. Margir leggja mikið upp úr því að vera sammála gagnrýnanda, en það er óhugsandi að menn geti verið á sama máli um gagn- rýni, frekar en nokkuð annað í mannlegum samskiptum. — Er ekki viss hætta á því að gagnrýnandi missi vígtennurnar með aldrinum? Ég veit það ekki. Ég býst við að verða ennþá tannhvassari með aldrinum. Ég held að mjög kröfuhörð og jafnvel miskunnarlaus gagnrýni sé nær því að vera góð en svonefnd jákvæð gagnrýni. Já- kvæð gagnrýni er eins konar málamiðlun byggð á barna- gæsluhugarfari, svo sem þegar verið er að hæla börnum fyrir krass og eðlileg óburðugheit. Ég hef nokkra sérstöðu sem gagn- rýnandi, því ég fæ oft gagnrýni um eigin tónverk og ég tek mikið mark á henni. Fyrir mér á gagn- rýni að stuðla að því að herða menn upp í því að gera sitt besta en ekki að vera afsökun fyrir lé- legum vinnubrögðum. Ef svo er, þá vilja menn kunningjagagn- rýni og kannski er það sú gagn- rýni sem best á við í íslensku listalífi nú til dags. Hér sögðum við amen eftir efninu og ég þakkaði fyrir veitt- an beina. Kristinn Sigmundsson er söngvari og líffrædingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.