Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 15

Morgunblaðið - 25.02.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 15 Frá blaðamannafundinum í tilefni biblíuársins. Mor^nbiaðið/óiafur K. Magnússon. Bréf biskups til presta í tilefni Biblíudagsins Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, hefur aö vanda ritað prestum landsins bréf í tilefni Biblíudagsins. Þaö fer hér á eftir. „Eins og áður hefir fram komið á minnislista um merkisdaga kirkjuársins, verður Biblíudagur- inn 26. febrúar nk., sem er 2. sunnudagur í níuviknaföstu. Nú ber daginn að á því ári, sem sér- staklega er helgað Biblíunni vegna 400 ára afmælis Guðbrandsbiblíu, sem prentuð var á Hólum í Hjaltadai 1584. Það stækkar þenn- an Biblíudag og eykur gildi hans bæði í trúarlegu og sögulegu til- liti. Útgáfa hinnar fyrstu íslensku Biblíu hefir haft ómetanlega þýð- ingu fyrir Guðs kristni í landinu. Guðbrandsbiblía er eitt hið mesta bókmenntaafrek í sögu þjóðarinn- ar. Þá ber einnig að geta þess, að Oddur Gottskálksson lagði drjúg- an skerf til verksins með þýðingu Nýja testamentisins árið 1540. Fyrir verk þeirra Guðbrands og Odds er íslenska þjóðin í ævarandi þakkarskuld. Það er því bæði „maklegt og réttvíst" að þessarar dýrmætu arfleifðar verði minnst á Biblíudaginn. Gerum þennan dag að miklum hátíðis- og boðunar- degi Guðs orðs, eins og textar dagsins gefa jafnan tilefni til: „Takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði." (Jak. 1:21.) I sumum prestaköllum starfa umræðu- og leshópar um Biblíuna og víða notar safnaðarfólk Biblíu- lestrarskrá, sem Hið íslenska Bibiíufélag gefur út og hægt er að fá í Guðbrandsstofu, Hallgríms- kirkju í Reykjavík, þar sem Bibl- íufélagið hefir aðsetur (s: 91- 17805). Það væri bæði verðugt og ákjósanlegt á Biblíuári, að prestar stofnuðu almennt Biblíulestrar- hópa með sóknarnefndum, starfs- mönnum kirkjunnar og öðru áhugafólki. f nýjustu útgáfu Bibl- íunnar er stutt kynning á hverju riti hinnar helgu bókar, þar sem skýrt er frá sögulegum uppruna, höfundum, efni og tilgangi rit- anna. Þar er yfirlit yfir tímatal Biblíunnar, orðaskýringar, þar sem nokkur torskilin orð textans eru útskýrð. Kort er yfir sögustaði Biblíunnar og nafnaskrá. Nýjar tilvitnanir eru neðanmáls á blað- síðum með lykilorðum. Þessi hjálpargögn koma að góðum not- um við Biblíulestur. Þá bið ég presta að sjá svo um, að gjöfum til Hins ísienska Biblíu- félags verði veitt móttaka á Bibl- íudaginn við guðsþjónustur eða við annað hentugt tækifæri. Bibl- íufélagið þarf að efla til þess að það geti unnið ætlunarverk sitt: „Að vinna að útgáfu, útbreiðslu og notkun Heilagrar Ritningar meðal landsmanna" — og að Biblían verði ávallt fáanleg á sem væg- ustu verði. Kærkomið væri að geta fjölgað félögum í Biblíufélaginu til muna á þessu ári. Biblíufélagið er elsta starfandi félagið í landinu, stofn- að 1815 — og ætti einnig að vera hið fjölmennasta, því að hvaða fs- lendingur hefir ekki notið góðs af Biblíunni beint eða óbeint fyrir þann kærleiksboðskap sem hún flytur, þar sem faðir miskunn- semdanna opinberar handleiðslu sína og vilja í syni sínum Jesú Kristi eins og hann hefir gert öld af öld á göngu kynslóðanna í landi okkar? Það er fögur játning og fyrir- bæn sem Guðbrandur Þoriáksson ritar í lokaorðum sinum til lesar- ans um Biblíuna en þar segir hann: „í fyrstu er ég þess óskandi af öllu hjarta, að þetta verk mætti verða Allsmektugum Guði til lofs og dýrðar, en þeim til nytsemdar og gagns, sem lesa og Guðs heil- aga orð elska.“ Bróðurlegast, Pétur Sigurgeirsson" jn*f0tmfrl*feifeí Gódan daginn! Fjölbreytt dagskrá í tilefni Biblíuárs „ÉG HELD það geti allir verið sammála um að útgáfa Guðbrandsbiblíu árið 1584 sé einn merkasti atburður í sögu íslenskrar þjóðar. Það sýna aldirnar sem liðnar eru,“ sagði biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, á fundi með blaðamönnum þar sem kynnt voru áform í tilefni Biblíuárs. Biskup sagði að stjórn Hins íslenska Biblíufélags heföi í þessu sambandi haft samráð við samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Biblíudagurinn verður haldinn sunnudaginn 26. febrúar í söfnuð- um landsins, en íslenska kirkjan heldur árið 1984 sérstaklega há- tíðlegt sem Biblíuár þar sem á þessu ári eru liðin 400 ár frá því Guðbrandsbiblía kom út á Hólum í Hjaltadal. Þess verður minnst með margvíslegum hætti og er stefnt að því að auka útbreiðslu Biblíunnar jafnt sem lestur svo boðskapur hennar megi ná sem best til þjóðarinnar. Um langt skeið hefur Biblíudag- urinn verið haldinn hátíðlegur á öðrum sunnudegi í níuviknaföstu og hefur biskup að vanda skrifað prestum og söfnuðum landsins og mælst til að Biblíunnar verði sér- stakiega minnst þennan dag við helgihald safnaðanna og samkom- ur og tekið verður á móti framlög- um til Biblíuféiagsins. Ný útgáfa Biblíunnar kom út seint á árinu 1981 og þá í 8.000 eintökum. Síðan hafa komið nýjar prentanir jafnt og þétt og hefur Biblían nú verið prentuð í 23.000 eintökum á rúmum tveimur árum. Sérprentun hefur einnig farið fram á Nýjatestamentinu og Dav- íðssálmum í 15.000 eintökum, en stórum hluta þess dreifa Gid- eonsmenn til skólanemenda. Bibl- ían og Nýjatestamentið hafa því verið prentuð í 38.000 eintökum á rúmum tveimur árum. Á Biblíudaginn verður sýning á þeim útgáfum Biblíunnar sem til eru á íslensku. Sýningin er í Hall- grímskirkju, en þar er Biblíufélag- ið til húsa í svokallaðri Guð- brandsstofu. Þar verður Guð- brandsbiblía m.a. til sýnis, en tvö ár tók að prenta hana og unnu sjö menn að verkinu. Guðbrandsbiblía er 1.240 blaðsíður með útskornum upphafsstöfum og mörgum mynd- um og myndskreytingum. Á veg- um Lögbergs koma út 400 ljós- prentuð eintök af Guðbrands- biblíu síðar á þessu ári. Biblíufélagið heldur aðalfund sinn í Hallgrímskirkju á Biblíu- daginn. Félagið er elsta starfandi félag í landinu, stofnað árið 1815. AR BIBLIUNNAR Á ÍSLANDI ■ W+ Guöbrandsbiblía 400 ára Nýja testamenti OddsGottskálkssonar 444ára HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉIAG Aðalfundurinn hefst með guðs- þjónustu kl. 14.00. Þar predikar biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, en hann er forseti Bibl- íufélagsins. Biblíuársins verður einnig minnst á Skálholtshátíð og Prestastefnu og framhaldsaðal- fundur Biblíufélagsins verður á Hólum í Hjaltadal 17. sumarhelg- ina, eða 12. og 13. ágúst. Lækkun á Kynntu þér Honda áöur en þú velur þér bíl. Vandvirkni og nákvæmni eru einkunnarorö þeirra sem framleiða Honda-bíla og tryggir eigendum mest fyrir peningana. Var Nú Lækkun Civic 3ja d. beinsk. Uppseldur Uppseldur Uppseldur Civic 3ja d. sjálfsk. 310.400.- 288.000.- 22.600.- Civic 4ra d. beinsk. 330.000.- 303.000.- 27.000.- Á ÍSLANDI — VATNAGÖRÐUM 24 — SÍMAR 38772 — 39460. OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 1—5.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.