Morgunblaðið - 25.02.1984, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
Nýtt frumvarp til útvarpslaga:
Fleiri en RÚV fái rétt til
hljóðvarps og sjónvarps
RÚV starfi áfram í þágu landsmanna allra
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, hefur lagt fram á Al-
þingi frumvarp til nýrra útvarps-
laga, samið af útvarpslaganefnd.
Hér fer á eftir hver eru megin-
markmið og helztu breytingar frá
gildandi útvarpslögum, samkvæmt
greinargerð er frumvarpinu fylgir.
Meginstefnumörkun við
gerð tillögu að frumvarpi
Útvarpslaganefnd var skipuð
til þess að endurskoða útvarpslög
nr. 19/1971. Leit nefndin svo á að
henni bæri að fjalla um málefni
útvarps hériendis frá sem víð-
ustu sjónarhorni. Varð hún
fljótlega sammála um að taka
mið af þrem meginforsendum í
starfi sínu að gerð frumvarps til
nýrra útvarpslaga.
1. Að leggja áfram þær skyldur
Ríkisútvarpinu á herðar að sjá
landsmönnum öllum fyrir
fjölbreyttri dagskrá hljóð-
varps og sjónvarps og tryggja
aðstöðu og tekjur til þess að
svo geti orðið.
2. Að leggja til að fleiri en Ríkis-
útvarpinu verði veittur réttur
til útvarps (hljóðvarps og
sjónvarps) að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
3. Að ein útvarpslög fjalli um
allan útvarpsrekstur í land-
inu.
Helstu breytingar frá
gildandi útvarpslögum
Núgildandi útvarpslög nr.
19/1971 fjalla eingöngu um
Ríkisútvarpið, enda segir svo í
upphafi 2. gr.: „Ríkisútvarpið
hefur einkarétt á útvarpi." Hér á
eftir verða dregnar saman í
stuttu máli þær meginbreytingar
sem útvarpslaganefnd leggur til
að gerðar verði frá gildandi lög-
um, en ítarleg grein er gerð fyrir
einstökum atriðum í næsta kafla,
þar sem eru skýringar við ein-
stakar greinar.
Það er grundvallarbreyting, að í
frumvarpi þessu er lagt til að
fleiri en Ríkiútvarpinu verði
veitt leyfi til útvarps, en með út-
varpi er í frumvarpinu átt við
hljóðvarp og sjónvarp. Fjallar 1.
kafli ítarlega um það, með hvaða
skilyrðum slík leyfi verði veitt.
Er lagt til að útvarpsréttarnefnd,
er skipuö verði 7 mönnum kjörn-
um af Alþingi, sjái um leyfis-
veitingar og alla framkvæmd
þessa 1. kafla.
í 3. gr. frumvarpsins er lýst
þeim almennu skilyrðum sem
uppfylla þarf til að fá leyfi til
útvarps, en slík leyfi má veita
sveitarfélögum og félögum sem
beinlínis eru stofnuð til út-
varpsreksturs. Af mikilvægum
atriðum má nefna:
Kveðið er á um að einungis
verði veitt leyfi til útvarps á
metra- og desimetrabylgju, en
það þýðir að sendingar ná yfir
takkörkuð svæði, sem í aðalatrið-
um afmarkast af landfræðilegum
aðstæðum. Póst- og símamála-
stofnuninni er ætlað að sjá um
úthlutun á senditíðnum og að
tæknilegum skilyrðum sé full-
nægt.
Ætlast er til að sveitarstjórnir
mæli með veitingu leyfa til út-
varpssendinga, hver á sínu
svæði.
Erlendir aðilar fá ekki leyfi til
útvarpsreksturs.
Óheimilt er að senda út efni
sem ekki hefur verið aflað leyfis
eða útsendingarréttar fyrir, auk
þess sem fara ber að gildandi
lögum um eftirlit með dagskrár-
efni.
Oft er útvarp um þráð bundið
við móttöku mjög fárra, t.d. inn-
an einnar og sömu byggingar.
Þykir þá ekki ástæða til að setja
um það öll þau almennu skilyrði
sem 3. gr. fjallar um. Er lagt til
að um útvarp um þráð með mót-
töku í 36 íbúðum eða færri, eða
innan stofnunar (t.d. sjúkrahúsa,
skóla eða gistihúsa) eða vinnu-
staðar, gildi einfaldari skilyrði
en um stærri stöðvar.
Lagt er til í 4. gr. að útvarps-
stöðvar (hljóðvarps- og sjón-
varpsstöðvar) sem leyfi fá til
þráðlausra útsendinga geti aflað
sér tekna með auglýsingum, og
verði hlutur auglýsinga í dagskrá
slíkra stöðva svipaður og hjá
Ríkisútvarpinu. Er þetta í raun
gert til að auðvelda stöðvunum
að vanda til dagskrárefnis.
Stöðvar sem senda um þráð,
þ.e. kapalstöðvar, fá ekki leyfi til
að birta auglýsingar. Þykir ekki
ástæða til að stöðvar, sem inn-
heimt geta afnotagjöld með auð-
veldum hætti, gangi á hlut þráð-
Ragnhildur Helgadóttir
lausra útvarpsstöðva á auglýs-
ingamarkaðinum.
I lok 1. kafla, þ.e. í 6. gr., eru
tekin upp almenn ákvæði, er
tryggi að sendingar um gervi-
hnetti fari að alþjóðasamþykkt-
um sem Póst- og símamálastofn-
unin er aðili að, enda þótt enn sé
að ýmsu leyti erfitt að ráða í til-
högun slíkra sendinga til fram-
búðar.
1 2. kafla er fjallað um Ríkis-
útvarpið. Þar eru í upphafi hlut-
verki þess gerð skil með ákveðn-
ari hætti en gert er í núgildandi
lögum. Einnig er veitt heimild til
að auka starfsemina, verði í
framtíðinni veitt til þess nauð-
synlegt fjármagn. Kæmi þar til
greina dagskrá 2, landhluta- eða
héraðsútvarp, auk þess sem vak-
in er sérstök athygli á fræðslu-
útvarpi.
Bent skal á, að Ríkisútvarpið
skal samkvæmt 9. gr. senda út
eina sjónvarpsdagskrá árið um
kring. Sumarleyfi sjónvarps, sem
orsakað hefur lokun þess í júlí-
mánuði, fellur þá niður, enda
liggja þegar fyrir tillögur stofn-
unarinnar um að svo verði fram-
vegis. Ekki er talið að orðalag
greinarinnar komi í veg fyrir
fimmtudagslokun sjónvarps um
sinn, enda þótt lokamarkmiðið
sé, að sjónvarpið sé alla daga.
Ríkisútvarpinu er nú heimilað,
takist samningar við rétthafa
efnis, að hafa til útlána eða sölu
dagskrárefni sem flutt hefur ver-
ið. Engu skal um það spáð hvern-
ig gengur að ná slíkum samning-
um, en heimildin er í samræmi
við þingsályktun um íslenskt efni
á myndsnældum, sem samþykkt
var á Alþingi 3. maí 1982 (fylgi-
skjal 1).
Loks má nefna að hlutverki út-
varpsráðs er breytt í þá átt, að
ráðið móti fyrst og fremst
dagskrárstefnuna í höfuðdrátt-
um, en þurfi ekki að leggja bless-
un sína yfir einstaka dagskrár-
liði áður en þeir komi til fram-
kvæmda.
Formenn stjórnarflokka um hliðarráðstafanir:
Tengjast heildarsamn- ^
ingum milli ASÍ og VSÍ
Formenn stjórnardokkanna komu
báðir inn á hliðarráðstafanir, sem
ríkisstjórnin undirgekkst, samhliða
heildarsamningum ASÍ og VSÍ í
utandagskrárumræðu á Alþingi í
fyrradag.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði orð-
rétt:
„Þegar samningsaðilar kynntu
samninginn fyrir fulltrúum ríkis-
stjórnarflokkanna og óskuðu eftir
aðgerðum af hálfu ríkisstjórnar-
innar kom greinilega fram, svo
sem tekið fram í samningnum, að
hann er gerður á milli ASÍ fyrir
hönd aðildarsamtaka þess og VSÍ
fyrir hönd aðildarfélaga þess og
einstakra meðlima. Yfirlýsing rík-
isstjórnarinnar er gefin í þeirri
trú að báðir þessir samningsaðilar
hafi haft umboð og traust sinna
félagsmanna til þess að gera þessa
samninga og það er ákaflega mik-
ilvægt, að þær aðgerðir, sem fjall-
að er um í þágu þeirra verst settu,
séu þáttur í heildarlausn samn-
inga, þannig að það gerizt ekki
Þorsteinn
Pálsson
Steingrímur
Hermannsson
eins og oft áður, að einstök félög
sem hafa sterkasta aðstöðu á
vinnumarkaðinum hafi á stundum
knúið fram meiri launahækkanir
sér til handa en þeir sem lakast
eru settir hafi fengið ... Ef það
kemur hins vegar á daginn að ein-
stök verkalýðsfélög og einstök
fyrirtæki eða samtök vinnuveit-
enda lýsi yfir vantrausti á samn-
inganefnd ASÍ eða samninganefnd
VSÍ, þá er komi upp ný aðstaða og
eðlilegt eins og hér hefur komið
fram að yfirlýsingin sé tekin til
endurskoðunar í því ljósi...“
Steingrímur Hermansson, forsæt-
isráðherra og formaður Fram-
sóknarflokks, sagði um sama at-
riði:
„Það er eindreginn skilningur
ríkisstjórnarinnar að umrætt
samkomulag muni stuðla að heild-
arsamningum á vinnumarkaði,
þ.e. á milli VSÍ og aðildarfélaga
ASÍ. Þessi skilningur er að sjálf-
sögðu byggður á því sem kom fram
á umræddum fundi (viðræðufundi
fulltrúa ASÍ, VSÍ og fulltrúa
stjórnarflokkanna). Ríkisstjórnin
lítur á þennan skilning sem mikil-
vægan þátt og grundvallaratriði í
samþykkt sinni. Bregðist þetta
mun ríkisstjórnin taka þessa sam-
þykkt til endurskoðunar. Ég vona
að það bregðist ekki og til þess
komi ekki. Én vitanlega ef aðstæð-
ur á markaðnum breytast með því
að samningurinn er felldur af ein-
stökum félögum, hlýtur ríkis-
stjórnin að skoða afstöðu sína til
málsins í heild.“
Endurútgáfa „Fatlafóls“ Megasar:
Lögbann á mánudag?
_______ Punktar_________
frá bæjarstjórn Akureyrar
Akureyri, 22. febrúar.
Beðið eftir að Megas
leggi fram 350 þús-
und króna tryggingu
„LÖGBANN verður sett á um leið og
350 þúsund króna áskilin trygging hef-
ur verið sett fram. Það ætti að geta
orðið á mánudaginn og þá verð ég fús
til að láta lögbannið ná fram að
ganga," sagði Þorsteinn Thorarensen,
borgarfógeti, í samtali við blaðamann
Mbl. um lögbannskröfu Magnúsar
Þórs Jónssonar, tónlistarmanns, Meg-
asar, við sölu platnanna „Tvær í tak-
inu“, sem Steinar hf. hefur nýlega gef-
ið út. A annarri plötunni undir þessu
samheiti er lagið „Fatlafól" eftir Meg-
as, sem út kom sl. vor á plötunni
„Fingraför" með Bubba Morthens.
Megas kveðst ekki hafa veitt leyfi
ti) endurútgáfu lagsins og krafðist
lögbanns við frekari dreifingu og
sölu plötunnar. Af hálfu Steina hf.
var krafist tveggía milljón króna
tryggingar, næði lögbannskrafan
fram að ganga og var þar miðað við
allt að 8000 eintaka sölu, en fógeti
ákvað að tryggingin skyldi verða 350
þúsund krónur.
Gerðarbeiðandi, Megas, verður að
höfða staðfestingarmál fyrir borg-
ardómi innan viku frá því að lög-
bannið tekur gildi. Þar verður tekin
endanleg afstaða til efnisatriða
málsins og skorið úr um réttarsam-
band aðila, þ.e. Megasar, Steina hf.
og Bubba Morthens. Steinar hf. hef-
ur haldið því fram, að þátttaka Meg-
asar í gerð plötunnar „Fingraför"
hafi verið á ábyrgð Bubba og að
Megas hafi þegar fengið allar
greiðslur fyrir endurútgáfu verksins.
Þorsteinn Thorarensen borgarfóg-
eti sagði úrskurð sinn byggðan á því,
að af hálfu Steina hf. hafi ekki verið
sýnt fram á að lögbannsaðgerðin
mætti ekki fara fram; í lögbanns-
málum væri sönnunarbyrðin öfug.
En þar sem tryggingin hefur enn
ekki verið sett verður hægt að halda
áfram að dreifa plötunum og selja
þær a.m.k. þar til á mánudaginn.
MEIRIHLUTI tíma bæjarfulltrúa
á fundi bæjarstjórnar í gær fór að
sjálfsögðu í umræður um fjár-
hagsáætlun sem var til fyrri um-
ræðu. Þó kom þar ýmislegt fleira
til umræðu.
íbúum á Akur-
eyri fækkar
Samkvæmt bráðabirgðatöl-
um þjóðskrár voru íbúar Akur-
eyrar 13.742 þann 1. des. sl.,
6.740 karlar og 7.002 konur.
íbúum hefur samkvæmt þess-
um tölum fækkað um 16 frá 1.
des. 1982 og er það í fyrsta sinn
í áraraðir að slíkt gerist.
Atvinnuleysi
Fram kom að 31. jan. sl. voru
295 skráðir atvinnulausir á Ak-
ureyri, 189 karlar og 106 konur.
Skráðir voru 5.160 heilir at-
vinnuleysisdagar sem svarar til
þess að 235 hafi verið atvinnu-
lausir allir mánuðinn.
Kvennaathvarf
Félagsmálastofnun Akureyr-
ar hefur samþykkt að verða við
ósk samtaka um kvennaathvarf
um að samtökunum verði útveg-
að leigulaust íbúð til þriggja
mánaða, þar sem könnuð yrði
þörf á slíkri aðstöðu.