Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
Um 3,3% framleiðsluaukning hjá Citroen á síðasta ári:
Við erum ágætlega bjart-
sýnir á afkomuna á árinu
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAtíSMÁL - ATHAFNALÍF
, — UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL —
GENGISÞROUNIN VIKURNAR 6 10 OG 13.-17. FEBRUAR 1984
—segir Alain Khoundadze, sölustjóri
mi |»r mbt nii þt witv llm tiíil
mi |» «A»4».Iéb.ib» þc wiW. fiw tlia.
11,00
1A90
mso
1ÞM.
„ /V
W.78 \/
10,60
W50
mé |k.nátv. Bm. htt. mi þr mSv fim fia
Dollaraverð lækkaði
um 0,60%
DOLLARAVERÐ lækkaAi um 0,6% í
síðustu viku, en í upphafi vikunnar var
sölugengi Bandaríkjadollars skráð
29,460 krónur, en sl. föstudag var sölu-
gengið hins vegar skráð 29,280 krónur.
Frá áramótum hefur dollaraverð hækk-
að um 1,67%, en í ársbyrjun var sölu-
gengi Bandaríkjadollars skráð 28,800
krónur.
BREZKA PUNDIÐ
Brezka pundið hækkaði um 1,09%
í verði í síðustu viku, en í upphafi
hennar var sölugengi pundsins skráð
41,826 krónur, en sl. föstudag var
það hins vegar skráð 42,282 krónur.
Frá áramótum hefur verð á brezka
pundinu hækkað um 2,00%, en í árs-
byrjun var sölugengi þess skráð
41,450 krónur.
DANSKA KRÓNAN
Danska krónan hækkaði um 1,14%
í verði í síðustu viku, en í vikubyrjun
var sölugengi dönsku krónunnar
skráð 2,9578 krónur, en sl. föstudag
var það skráð 2,9916 krónur. Frá
áramótum hefur danska krónan
hækkað um 3,13% í verði, en i árs-
byrjun var sölugengi dönsku krón-
unnar skráð 2,9008 krónur.
VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ
Vestur-þýzka markið hækkaði um
1,30% í síðustu viku, en í vikubyrjun
var sölugengi þess skráð 10,7752
Verulegur sam-
dráttur varð
VERULEGA dró úr innflutningi á ýmis
konar heimilLstækjum á síðasta ári,
eins og reyndar fleiri vörutegundum.
Sem dæmi um samdráttinn má nefna,
að alls voru flutt inn 4.452 kæli- og
frystitæki fyrstu ellefu mánuði ársins,
borið saman við 7.333 tæki á sama tíma
árið 1982. Samdrátturinn milli ára er
tæplega 40%.
Ef litið er á innflutning þvottavéla
fyrstu ellefu mánuði ársins, kemur í
ljós liðlega 30% samdráttur. Inn
voru fluttar samtals 3.704 þvottavél-
ar, borið saman við 5.329 vélar á
sama tíma árið 1982.
Ennfrekari samdráttur varð í inn-
flutningi á litsjónvörpum fyrstu ell-
efu mánuði síðasta árs. Alls voru
flutt inn 3.101 tæki, en til saman-
burðar voru flutt inn 5.516 tæki á
sama tíma árið 1982. Samdrátturinn
er tæplega 44% .
í sl. viku
krónur, en sl. föstudag var það skráð
10,9152 krónur. Frá áramótum hefur
verð á vestur-þýzku marki hækkað
um 3,91%, en í ársbyrjun var sölu-
gengi þess skráð 10,5048 krónur.
„MIÐAÐ við aðstæður er ekki hægt
að segja annað en að við séum
þokkalega ánægðir með útkomuna á
síðasta ári, en í maí og júní lentum
við í vandræðum vegna verkfalla
starfsmanna í verksmiðjum okkar,“
sagði Alain Khoundadze, einn sölu-
stjóra Citroen-bílaverksmiðjanna
frönsku, í samtali við Morgunblaðið.
„Heildarframleiðsla okkar var
570.000 bílar, en framleiðslan á ár-
inu 1982 var 552.000 bílar. Fram-
leiðsluaukningin milli ára er lið-
lega 3,3%, sem verður að teljast
ágætt miðað við aðstæður," sagði
Khoundadze ennfremur.
Það kom fram í samtalinu, að
BX-bíllinn, sem kynntur var á ár-
inu 1982, hefði komið betur út en
menn höfðu þorað að vona. Við-
tökur hefðu verið mun betri en
gert hafði verið ráð fyrir. „Á síð-
asta ári framleiddum við samtals
181.600 bíla af BX-gerð, sem er lið-
lega þriðjungur af heildarfram-
leiðslu Citroen."
Khoundadze sagði, að í ársbyrj-
un hefðu verið framleiddir um 370
bílar af BX-gerð á dag, en í des-
ember sl. hafi framleiðslan verið
komin upp í um 1.150 bíla á dag.
„Helzta nýjungin í BX-framleiðsl-
unni á síðasta ári var þegar við
kynntum dísilbil sl. haust, en við-
tökur hafa verið mjög góðar.
„Okkur tókst að auka mark-
aðshlutdeild okkar á heimamark-
aði í Frakklandi, sem er stærsti
markaður okkar. Markaðshlut-
deild Citroen fór úr 12,6% á árinu
1983 í 13,2%. Ánægjulegast er
reyndar, að hlutdeild GSA- BX- og
CX-bílanna á Frakklandsmarkaði
vex úr 4,7% í 7,3%,“ sagði
Alain Khoundadze, einn sölustjóra
Citroen.
. Khoundadze.
í viðtalinu kom ennfremur
fram, að um helmingur af fram-
leiðslu Citroen-verksmiðjanna fór
á erlenda markaði, eða um 288.000
bílar. „Um 90% af þeim voru seld-
ir í þeim tólf löndum, sem Citroen
rekur dótturfyrirtæki í. Fyrir
utan Frakkland tókst okkur að
auka markaðshlutdeild okkar í
löndum eins og Belgíu, Noregi,
Svíþjóð, Sviss, Vestur-Þýzkalandi,
Spáni, Bretlandi og í Hollandi."
Aðspurður um árangur Citroen
á íslandi, sagði Khoundadze að
erfitt væri að meta stöðuna hér á
landi, þar sem mjög erfitt efna-
hagsástand hefði sett verulegt
strik í reikninginn. „Það fer hins
vegar ekkert á milli mála, að við
höfum sótt okkur á seinustu miss-
erum, sérstaklega erum við
ánægðir með söluna á GSA-bíln-
um. Hvað framtíðin ber í skauti
sér er erfitt að segja, en við erum
ákveðnir í að herða róðurinn og
auka markaðshlutdeild Citroen í
framtíðinni."
Það kom fram í samtalinu við
Khoundadze, að rekstur Citroén
hefði verið tekinn til gagngerrar
endurskoðunar á síðustu árum.
„Mikilli hagræðingu hefur verið
komið á í framleiðslunni og kostn-
aður þannig skorinn niður eins og
kostur hefur verið til að bæta af-
komuna, sem hefur ekki verið
alltof góð undanfarin misseri. Það
horfir hins vegar til betri vegar í
þeim efnum."
Khoundadze sagði ennfremur í
samtalinu við Mbl., að Citroén
hefði mikinn áhuga á samningum
við þjóðir um að koma upp verk-
smiðjum í öðrum löndum. í því
sambandi nefndi hann að samn-
ingar hefðu tekizt við Rúmena um
framleiðslu þar í landi og væru
fyrstu bílarnir væntanlegir á
markað með vorinu. „Um er að
ræða bíl, sem svipar til VISA, en
er eigi að síður töluvert öðru vísi.
Ég geri mér miklar vonir um að
geta komið þessum rúmenska bíla
á markað víða, þar á meðal á Is-
landi, á samkeppnisfæru verði.
Bíllinn verður reyndar seldur í
Austur-Evrópu undir öðru nafni,
en Citroén."
Loks var Khoundadze inntur
eftir útlitinu á þessu ári. „Ég er
ágætlega bjartsýnn á afkomu
okkar á þessu ári. Gert er ráð fyrir
nokkurri aukningu framleiðslu og
sölu, auk þess sem gert er ráð
fyrir viðunandi rekstrarafkomu."
Aðalfundur Verzlunarráðs íslands haldinn 28. febrúar nk.:
Dr. Arthur Shenfield sér-
stakur gestur fundarins
Aðalfundur Verzlunarráðs íslar
febrúar í Átthagasal Hótel Sögu.
morguninn og lýkur honum klukka
Dagskrá fundarins verður
fjölbreytt. Auk venjulegra aðal-
fundastarfa og setningarræðu
formanns Vl verður fundurinn
helgaður samskiptum ríkisvalds
og helstu hagsmunahópa í þjóð-
félaginu og afskiptum ríkis-
valdsins af atvinnulífinu. Breski
hagfræðingurinn dr. Arthur
Shenfield mun flytja erindi um
atvinnulífið og stjórnmálin og
dr. Þorvaldur Gylfason flytur er-
indi um verkalýðsfélögin og
stjórnmálin, hlutverk ríkisvalds
og verklýðsfélaga í baráttunni
við verðbólguna.
Á fundinum verða einnig af-
hentir tveir styrkir úr nýstofn-
uðum Námssjóði VÍ og Guð-
mundur H. Garðarsson, blaða-
fulltrúi Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna mun kynna
hugmyndir um stofnun Fram-
farasjóðs íslands, en Verzlun-
arráðið hefur verið að kanna
undirtektir við stofnun slfks
sjóðs. Hlutverk hans yrði að efla
íslenskt atvinnulíf og stuðla að
einkarekstri.
í lok fundarins verða úrslit í
stjórnarkjöri tilkynnt og for-
maður Verzlunarráðsins til
næstu tveggja ára kosinn. Að
loknum aðalfundi er fundar-
mönnum boðið til móttöku í
Húsi verslu..arinnar.
ds verður haldinn þriójudaginn 28.
Fundurinn hefst klukkan 10.15 um
n 16.00 síðdegis.
Doktor Arthur Shenfield verð-
ur gestur á aðalfundinum eins og
áður sagði, en hann er þekktur
fræðimaður i heimalandi sínu,
Bretlandi. Hann er lögfræðingur
og hagfræðingur að mennt og
hefur víðtæka reynslu bæði sem
fræðimaður og á vettvangi at-
vinnulífsins. Á árunum
1955—1967 var hann forstöðu-
maður hagdeildar Federation of
British Industries, en áður hafði
hann starfað við hagfræði-
kennslu og lögfræðistörf.
Hann hefur átt sæti í stjórn
Institute of Economic Affairs í
London, en Harris lávarður, sem
var gestur á Viðskiptaþingi
Verzlunarráðsins 1983, veitir
þeirri stofnun forstöðu. Einnig
var Shenfield formaður Mont
Pélerin-samtakanna 1972—1974.
Undanfarin ár hefur Shenfield
verið gistiprófessor við ýmsa
þekkta bandaríska háskóla, svo
sem University of Chicago Grad-
uate School of Buisness og Uni-
versity of California.
Shenfield er i hópi þeirra hag-
fræðinga, sem vilja sem minnst
ríkisafskipti og hann er óhrædd-
ur við að ryðja nýjum hugmynd-
um braut. I riti sinu „Myth and
Reality in Anti-Trust" ræðst
hann á viðteknar hugmyndir
manna um að nauðsynlegt sé að
Dr. Arthur Shenfield
vernda markaðsskipulagið með
löggjöf til höfuðs auðhringum.
Hann heldur því fram, að auð-
hringalöggjöfin hafi haft skað-
leg áhrif þvert ofan í tilgang
hennar. Hún hafi dregið úr
krafti frjáls markaðsbúskapar,
sem naut sin hvað best í Banda-
rikjunum fyrir tima auðhringa-
löggjafarinnar. Shenfield telur,
að stórfyrirtæki geti aðeins
haldist stór i krafti hagkvæmni
þeirra, sem neytendur njóti góðs
af. Þeir gallar, sem menn kunni
að sjá við markaðsskipulagið,
séu oft ýktir og ekki bæti úr skák
nema síður sé, að ríkisvaldið
hlaupi í skarðið.
í riti sinu „ICARUS: or the
Fate of Democratic Sosialism"
gerir Shenfield úttekt á stöðu
þess sem hann nefnir hálf-sósí-
alisma í heiminum, einkum f
Vestur-Evrópu. Þar bendir hann
á, að flestir sósialdemókratar
geri sér ekki grein fyrir, að
hætta sé á, að hálfsósialismi
stefni í sams konar óefni og á sér
stað i löndum, þar sém alræðis-
skipulag sósíalismans ræður
ríkjum. Allt of fáir sósfaldemó-
kratar geri sér einnig ljóst, að
algjör sósialismi muni gera út af
við lýðræðisskipulagið, en ekki
fullkomna það. Sósialismi sé f
raun andstæða lýðræðis. Jafnvel
hálf-sósíalismi velferðarríkisins
lami stjórnmálalegt lýðræði og
takmarki frelsi fólks.
Niðurstaða Shenfields er sú,
að blandaða hagkerfið geti ekki
haldist óbreytt. Þróunin hljóti
annaðhvort að stefna í átt til al-
ræðisskipulags eða i átt til
frjálshyggju. Hann er tiltölulega
bjartsýnn á það, að seinni leiðin
verði ofan á. Greinileg hugar-
farsbreyting hafi orðið hjá þeim
sem móta skoðanir fólks og einn-
ig hafi fólk fengið sig fullsatt á
auknum afskiptum ríkisvaldsins.