Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 39 fclk í fréttum Hefur Larry Hagman fallið fyrir Victoriu Principal? Þannig er spurt í evrópskum blöðum. Larry og Victoria í leynilegu ástarævintýri? + Að tjaldabaki í „Dallas" logar nú allt af afbrýðisemi og brostn- um vonum og hjónaskilnaður ligg- ur í lofti ef marka má fréttirnar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er ástarævintýri þeirra Victoriu Principal og læknisins Harry Glassmans nú lokið og segja sumir, að Victoria hafi leit- að sér huggunar í raunum sínum hjá Larry Hagman. I fyrstunni bara vegna þess, að þau eru góðir vinir, en að síðan hafi sambandið á milli þeirra orðið annað og meira. í þessu sambandi er bent á, að þau Larry og Victoria sjást nú oft tvö ein saman á ákveðnu veit- ingahúsi í New York og hafa þar stöðugt frátekið borð að sögn eig- andans. Þau kyssast líka án þess að fara í felur með það og fara jafnan ein af veitingahúsinu í bíl Larrys. Ekki eru allir á því, að mikil alvara sé á ferðum þótt þau Larry og Victoria hagi sér dálítið grun- Victoria Princip- Larry Hagman al og Harry með Maj, hinni Glassman ætl- sænsku eigin- uðu að gifta sig konu sinni. en börnin hans sögðu nei. samlega og benda á það, að Holly- wood-leikarar verði stundum að gera fleira en gott þykir til að detta ekki út úr sviðsljósinu. Svona sögur auka líka vinsældir þáttarins og svo vill til að Dallas er nú aftur kominn í fyrsta sætið vestra og er búinn að skjóta „Doll- ars“ ref fyrir rass. Larry Hagman hefur verið hamingjusamlega kvæntur sömu konunni i fjöldamörg ár, hinni sænskættuðu Maj, og saman eiga þau næstum uppkomin börn. Caroline með Eddie Schlossberg fyrir einu ári og Caroline nú. Er Caroline búin aö missa stjórn á megruninni? + Hvað hefur komið fyrir Caroline Kennedy? Er hún haldin megrun- arsjúkleikanum svokallaða, sem staf- ar af því, að fólk neitar sér svo lengi um mat að það getur loksins ekki haldið honum niðri? Sumir halda það og benda því til sönnunar á myndir af henni, sem voru teknar með árs millibili. Á þeirri fyrri er hún vel í holdum en eins og tálguð spýta á hinni. Caroline var alltaf heldur feit sem barn og unglingur og móðir hennar, Jackie, reyndi oft að fá hana til að grenna sig. Nú hefur henni svo sann- arlega tekist það en mörgum finnst það fullmikið af því góða á jafn stutt- um tíma. Caroline er þó á öðru máli: „Ég var of feit sem unglingur en ég vissi alltaf, að ég grenntist einn góð- an veðurdag. Það gerðist líka þegar ég hitti Eddie.“ Þá átti Caroline við Eddie Schlossberg, unnusta sinn, sem hefur haft þessi góðu áhrif á Caroline.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.