Morgunblaðið - 28.02.1984, Page 47

Morgunblaðið - 28.02.1984, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 27 Road Átta mörk á Vicarage — hraður og skemmtilegur leikur Watford og Everton Hjörtur Gíslason, blaöamaöur Morgun- blaösins, símar frá London: „Já, viö heföum átt aö vinna. En ég get ekki verið of haröur viö mína menn vegna þess hve vel þeir eru farnir aö leika á ný. Þetta er óþekkjanlegt liö frá því fyrir nokkrum vikum,“ sagði Graham Taylor, framkvæmdastjóri Wat- ford, eftir aö lið hans haföi gert jafntefli 4:4 gegn Everton á Vicar- age Road á laugardag í mjög hrööum og skemmtilegum leik. Þaö er ekki á hverjum degi sem áhorfendur fá að sjá átta mörk í einum leik — hvað þá sjö í einum hálfleik, eins og þarna geröist. Watford átti allan fyrri hálfleik- inn — leikmenn Everton voru þá mjög daufir. John Barnes skoraöi eina mark hálfleiksins á 24. mín. meö skalla eftir hornsþyrnu Nigel Callaghan. Úr hornspyrnunni kom boltinn á nærstöngina og Barnes skallaöi aftur fyrir sig í netiö. Hornspyrnur Callaghan áttu eftir aö valda Everton-vörninni miklum vandræöum hvaö eftir annað í leiknum. Áöur en Barnes skoraöi hafði hann í tvígang komist einn inn fyrir vörnina en Nevil Southall í markinu bjargaöi í bæöi skiptin vel meö úthlaupi. Leikmenn Everton gátu þakkaö honum fyrir aö vera ekki nema einu marki undir í leik- hléi. Óþekkjanlegt Everton-liö Þaö var óþekkjanlegt Everton- liö sem kom inn á völlinn í síöari hálfleikinn. Leikmenn liösins frá bítla/hafnar-borginni frægu viö ána Mersey settu þá strax í efsta gír og léku mjög vel. Þaö geröu heimamenn reyndar líka þannig aö úr varö mikiö fjör. Hraöi var geysi- legur í leiknum. Graeme Sharp náöi aö jafna fyrir Everton á 51. mín. meö fallegu marki úr víta- teignum. Hann tók boltann viö- stööulaust á lofti í meters hæö eftir fyrirgjöf frá hægri og Sherwood átti ekki möguleika á aö verja. Aöeins fjórum min. eftir aö Ev- erton jafnaði höföu heimamenn náð forystunni á ný og þar var enginn annar en Maurice John- ston. Þessi nýji markakóngur á Vicarage Road hefur nú gert sautj- án mörk í tuttugu leikjum eftir aö Graham Taylor keypti hann frá Skotlandi. Frábær árangur þessa smávaxna framherja. Þó ekki sé Johnston hár í loftinu er hann sleipur skallamaður og þaö var einmitt meö skalla sem hann skor- aöi á laugardag. En þaö var horn- spyrna frá Nigel Callaghan sem • Graeme Sharp skoraöi tvö mörk fyrir Everton kom Everton-vörninni í bobba. Johnston smeygöi sér á milli varn- armanna og skallaöi auöveldlega í netiö. Watford sótti mjög stíft eftir markið og á 63. mín. skoraöi John Barnes sitt annaö mark í leiknum. Staöan var þá oröin 3:1 og útlit fyrir öruggan sigur heimalisins. Barnes komst þá inn í lausa send- ingu Gary Stevens sem ætluö var Neville Southall í markinu og var ekki í vandræöum meö aö skora. Enn jafnar Everton En leikmenn Everton voru ekki á þeim buxunum aö gefast upp. Fjórum mín. eftir aö Barnes skor- aöi haföi Andy Gray minnkaö mun- inn. Hann skoraöi með lausum en hnitmiöuðum skalla í stöngina og inn. Wilf Rostron, vinstri bakvöröur Watford, kom liöinu tveimur mörk- um yfir á ný á 75. mín. meö hörku- skoti úr vítateignum eftir aö leik- mönnum Everton haföi en einu sinni mistekist að hreinsa frá eftir hornspyrnu frá Callaghan. Fimm- tán mín. tii leiksloka og staöan 4:2. En Everton-liðiö gafst ekki upp þrátt fyrir mótlætiö. Liöiö hefur leikiö sérlega vel aö undanförnu. Þaö hefur tryggt sér sæti í úrslita- leik mjólkurbikarkeppninar gegn Liverpool á Wembley 26. marz og á góöa möguleika á aö leika til úr- slita í FA-bikarnum einnig. En þaö er önnur saga. Graeme Sharp skoraði þriöja mark Everton á 79. mín. Hann fékk boltann inn aö vítapunkti og skor- aöi meö vinstrifótarskoti í hægra hornið. Algjörlega óverjandi. Andy Gray fékk á næstu mínútum nokk- ur góö marktækifæri en tókst ekki aö skora — skot og skallar hans fóru rétt framhjá. En Everton upp- skar mark eftir mikla pressu — Adrian Heath jafnaöi 4:4 meö þrumuskoti utan úr teig á siöustu mínútunni. Mikill hraöi Leikurinn var mjög hraöur "og skemmtilegur. Leikmenn geröu sig þó á köflum seka um mistök eins og alltaf vill veröa, en þaö spillti ekki ánægjunni. Áhorfendur kunnu vel aö meta leikinn — þeir fengu að sjá átta mörk. John Barnes lék sérlega vel hjá Watford, einnig varnarmennirnir Steve Sims og Wilf Rostron. Graham Sharp, Pet- er Reid og Kevin Sheedy voru bestir hjá Everton. Léku allir mjög vel. Liöin sem léku á Vicarage Road voru þannig skipuö: Watford: Steve Sherwood, Bardsley, Paul Franklin, Steve Sims, Wilf Rostron, Les Taylor, Kenny Jackett, Nigel Callaghan, Maurice Johnston, John Barnes og Atkinson. Watford beitti leikaöferöinni 4—2—4. Ev- erton: Neville Southall, Gary Stev- ens, Derek Mountfield, Kevin Ratcliff, John Bailey, Alan Irvine, Peter Reid, Adrian Heath, Kevin Sheedy, Graham Sharp og Andy Gray. Uppstilling Everton var 4—4—2. — SH. Meistaramót íslands í kraftlyftingum 23 ára og yngri: Hjalti Árnason maður mótsins FYRSTA meistaramót íslands í kraftlyftingum fyrir unglínga undir 23ja ára aldri, var haldiö í íþróttahúsi Hverageröis á laugardaginn. fbúar staöarins tóku þessu uppátæki lyftingasambandsins býsna vel og komu allmargir þeirra til aö fylgjast meö. Ýmis fyrirtæki á staönum veittu mótinu fjárstuöning og Hveragerðishreppur gaf til mótsins bik- ar, er vannst fyrir bestan árangur skv. stigatöflu. Sá keppandi fékk einnig blóm aö gjöf frá Eden, Hverageröi. Allir skráöir keppendur mættu til leiks, nema Seyöfiröingar, sem fengu ekki flugfar. Voru keppendur frá 4 héraðssamböndum og sýndu margir þeirra skemmtileg tilþrif. hioKKur or,o Kg. HB BP RL Samt. Björgúlfur Stefánsson ÍBV 160,0 100,0 170,0 430,0 Björgúlfur var eini keppandinn í flokknum, en árangur hans er mjög þokkalegur. Hann geröi 6 lyftur gildar af 9 og er mjög vel byggöur fyrir kraftlyftingar. Veriö getur aö Björgúlfur fylli síöar meir þaö skarö, sem Skúli Óskarsson skildi eftir sig í 75 kg flokki. Flokkur 75 kg. Gunnar Hreinsson ÍBV 170,0 100,0 210,0 480,0 Báröur B. Olsen KR 167,5 95,0 185,0 447,5 Ólafur Sveinsson KR 150,0 102,5 180,0 432,5 Keppnin í þessum flokki var nokkuð jöfn framan af, en í síöustu greininni, réttstööulyftu, voru yfirburöir Gunnars algerir og vann hann meö nokkrum mun. Keppinautur hans, Báröur Olsen, sem er kornungur náöi þó mjög þokkalegum árangri í þessum þyngdarflokki, sem hann á þó ekki eftir að vera lengi i, þar sem hann hefur alla byggingu fyrir 90 kg flokk. Ólafur Sveinsson, sem vann þriöju verðlaun, hefur undanfarið æft vaxtarrækt og hefur því ekki næga þjálfun í hnébeygjunni og réttstööu- lyftunni, en þær greinar má þó fljótt bæta meö auknu æfingarálagi. Flokkur 82,5 kg. Bjarni Jón Jónsson KR 200,0 112,5 210,0 522,5 Bjarni lyfti 6 gildum lyftum af 8 tilraunum, en þar sem engin keppni var • Hjalti Árnason, með bikarinn sem hann hlaut lyrir góöan árangur á mótinu í Hverageröi um helgina. Morgunbiaðiö/Friðþjófur í flokknum sleppti hann síðustu réttstööulyftunni. Árangur Bjarna er i nokkru innbyröis samræmi, en þó þyrfti hann aö leggja aukna áherslu á bekkpressuna. Flokkur 90 kg Birgir Þorsteinsson KR 207,5 122,5 215,0 545,0 Magnús Steindórsson KR 210,0 100,0 215,0 525,0 Mjög jöfn keppni var í þessum fiokki í hnébeygju, en dró heldur í sundur í bekkpressunni, þar sem Birgir haföi 22,5 kg betur. i réttstööu- lyftunni átti Magnús þó enn von á sigri, en Birgi tókst þaö vel upp þar, aö Magnús átti engin svör viö. Flokkur 100 kg Garöar Vilhjálmsson Höttur200,0 130,0 260,0 590,0 Ari Jóhannsson KR 170,0 110,0 185,0 465,0 Arngrímur Konráösson ÍBA — — — — Garðar haföi mikla yfirburöi í þessum flokki og var feröalag hans alla leiö frá Egilsstööum ekki til einskis. Hann lyfti öllum sínum tilraunum gildum og virtist alls ekki gera sér grein fyrir afli sínu. Árangur hans í réttstöðulyftu er sérstaklega athyglisveröur, 260 kg. Ari keppti þarna á sínu fyrsta móti og er greinilega á réttri leið í sínum æfingum. Arngrímur lyfti í fyrstu tilraun sinni í hnébeygju 140 kg, en geröi smávægileg mistök sem geröu lyftuna ógilda. í staö þess aö taka sömu þyngd til aö tryggja sig í keppninni lét aðstoöarmaður hans hann hækka um 20 kg, sem leiddi til þess aö hann féll úr keppni. Flokkur 110 kg Halldór E. Sigurbjörnsson KR 310,0 180,0 230,0 720,0 Enginn keppandi þoröi aö mæta Halldóri, sem best hefur lyft 800 kg. Hann varö því öruggur sigurvegari. Árangur hans í hnébeygju er 12,5 kg frá Heimsmeti unglinga. Halldór var í haröri keppni viö Hjalta Árnason um stigaverölaunin og í þeirri baráttu reyndi hann viö 277,5 kg í réttstööu- lyftu, sem mistókst. Meö ööruvísi vigtarvali heföi hans samanlagöi árang- ur getað oröiö betri. Flokkur 125 kg Hjalti Árnason KR 290,0 172,5 320,0 782,5 Matthías Eggertsson KR 230,0 150,0 270,0 650,0 Hjalti var besti maöur mótsins og fékk sérstök verölaun fyrir. Árangur hans er allur góöur og gott samræmi, en réttstööulyftan er þó sérstak- lega athyglisverö, 320 kg, aöeins 20 kg frá heimsmeti. Hjalti er enn eitt afarmenniö, sem upp kemur í kraftlyftingunum og mun þróunin hjá honum næstu mánuöina skera úr um þaö, hvort hann mun slá öllum viö. Matthías stóö sig mjög vel á mótinu og sýndi töluveröa keppnishörku, en framfarir hans eru ekki eins miklar og hjá.afarmenninu Hjalta (Ursus). Flokkur + 125 kg Torfi Ólafsson KR 270,0 130,0 300,0 700,0 Helgi Eövaldsson ÍBA 210,0 105,0 220,0 535,0 Torfi á best 815 kg i samanlögöu, en meiddist á hné fyrir 3 mánuðum og er ekki orðinn góöur. Hann á mörg ár eftir í unglingaflokki og á því framtíöina fyrir sér. Hann er Noröurlandameistari unglinga. Helgi lyfti af töluveröu öryggi og lyfti öllu sem hann reyndi viö, nema mistókst tvisvar í bekkpressunni. Hann mun fljótlega lyfta 600 kg. Þetta meistaramót var í alla staöi mjög vel heppnaö og vonandi hefur tekist aö glæöa lyftingaáhuga á ný i héraöinu, en fyrir 10 árum voru um 70 keppendur í HSK í lyftingum og mikil gróska. • Chris Woods Þrír semja við Norwich Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaösins í Engiandi KEN BROWN, framkvæmda- stjóri Norwich hefur gert nýj- an sex ára samning viö félag- ið. Þá hafa tveir af bestu mönnum liösins gert þriggja ára samning hvor, þaö eru þeir Dave Watson, miövörður og Chris Woods, markvöröur. Watson er 22 ára og Woods 24 ára. Brown hefur veriö hjá Nor- wich í 10 ár — en hann tók viö framkvæmdastjórastööunni er John Bond fór til Manchester City fyrir nokkrum árum. Brown hefur gert mjög góöa hluti meö liðið sem hefur leikiö vel aö undanförnu. „Þetta gæti verið þýöingar- mesti dagurinn í sögu félags- ins,“ sagöi formaöur þess kampakátur eftir aö þremenn- ingarnir höföu allir skrifaö undir samning fyrir helgina. „Ég vona aö þetta sé hornsteinninn að velgengni félagsins í framtíö- inni.“ Dave Watson sagöi aö hingað til hefðu flestir leik- manna Norwich sem skarað hefðu fram úr og veriö frama- gjarnir fariö frá félaginu en hann og Woods heföu ákveöiö aö vera um kyrrt. „Viö trúum því aö félagið geti veitt þeim stærstu haröa keppni á næstu árúm,“ sagöi hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.