Morgunblaðið - 02.03.1984, Side 5

Morgunblaðið - 02.03.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 5 Bridgehátíð 1984 hefst í kvöld í kvöld klukkan 19.45 verður Bridgehátíð 1984 sett. I*aö verður borg- arstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, sem setur mótið. Strax á eftir eða um í Betaníu: Kristniboðs- fréttir Á morgun, laugardaginn 3. marsz, heldur Kristniboðsfélag kvenna í Rcykjavík sína árlegu fjáröflunar- samkomu í Betaníu, Laufásvegi 13. A samkomunni verða kristniboðsfréttir, númeraborð, tvísöngur og hugvekja. Allir fjármunir sem inn koma á þessari samkomu renna til Sam- bands ísl. kristniboðsfélaga, en sam- bandið rekur kristniboð og margs konar líknar- og skólastarf í Eþíópíu og Kenýa. Fjórar fjölskyldur starfa nú ytra, þar sem kristin trú hefur víða kveikt ljós vonar í miskunnar- lausum heimi heiðni og fátæktar. Samkoman í Betaníu hefst kl. 20.30 og eru allir hjartanlega velkomnir. kl. 10 hefst spilamennskan. Bridgehá- tíðin hefst með tvimenningskeppni þar sem fjöldi erlendra para verður með ásamt okkar sterkustu bridgepörum. Spiluð verða 2 spil milli para, alls 43 umferðir, og er áætlað að því verði lok- ið um kl. 18 á laugardeginum. Sveitakeppnin hefst á sunnudag og verða spilaðar 4 umferðir en á mánudag verða 3 umferðir. Spilað verður eftir Monrad-kerfi 16-spila- leikir. Keppnisstjóri Bridgehátíðar verð- ur Agnar Jörgensson en reiknimeist- arar í tvímenningi Vigfús Pálsson og Hallgrímur Hallgrimsson. Að Bridgehátíð 1984 standa Flug- leiðir, Bridgesamband íslands og Bridgefélag Reykjavíkur. Merkjasala kvennadeild- ar SVFÍ ÁRLEG mcrkjasala kvennadeildar Slysavarnafélags íslands í Reykjavík fer fram í dag og á morgun, laugardag. Verða merkin afhent skólabörnum kl. 10.00 í dag og eru foreldrar beðnir að sjá til þess að börnin séu vel klædd við merkjasöluna. Kvennadeild SVFÍ var stofnuð í aprílmánuði 1930 og er hún elsta kvennadeildin innan samtakanna. Deildin hefur á starfsferli sínum lagt ýmsum málefnum lið sitt í slysavarnastarfinu sem og í þágu björgunarstarfs. Hillel Tokazier við píanóið í Broadway í gær. Popp - rokk - píanó- tónlist í Broadway POPP/ROKK píanóleikarinn finnskí Hillel Tokazier skemmtir gestum í veitingahúsunum Broad- way og Hollywood frá og með kvöldinu í kvöld og fram til 11. þessa mánaðar. Tokazier, sem er hagfræðing- ur að mennt, hóf pínaóleik sinn tíu ára að aldri og hefur leikið alla tíð síðan. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum, finnskum og ísraelskum, m.a. með Eero Raittinen og Jukka Tolonen í hljómsveitinni Help. Þá lék hann einnig í Country Boys með Jussi Raittinen og nýtti þar hæfileika sína í að líkja eftir Floyd Kramer og Jerry Lee Lewis. Tokazier stofnaði hljómsveitirnar Rotox og Ball, auk þess sem hann starfaði lengi með dægurlagasöngvaranum Tapani Kansa. Fyrir Kansa samdi Tokazier lagið „Veikko Nieminen" sem átti vinsældum að fagna meðal Finna. Þá samdi hann mörg af lögum ofangreindra hljómsveita. 1982 gaf hann út sólóplötu, „Hillel Tokazier and the Piano" og seinna það ár kom út eitt vinsælasta lag hans, „Smugglerá Charleston". Auk dægurlaga- tónlistar hefur Tokazier samið tónlist við sjónvarpsleikrit. Sæludagar í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti: Ræðukeppni og skemmtidag- skrá í kvöld Sæludagar hafa staðið yfir í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti frá því á miðvikudag. Þeim lýkur í kvöld með ræðukeppni og skemmtidagskrá í há- tíðarsal skólans. Nemendur og kennarar hafa valið menn í ræðulið og verður ræðu- keppni á milli nemenda og kennara í kvöld í hátíðarsal fjölbrautaskólans. Keppnin hefst klukkan 18 og er um- ræðuefnið: „Á að taka upp hýðingar í skólum?". Nemendur mæla með því að það verði gert en kennaraV mæla á móti. Skemmtidagskrá hefst í hátíðar- salnum kl. 20 í kvöld og munu þar skemmta meðal annarra Laddi og Jörundur, Ómar Ragnarsson, Val- geir Guðjónsson, hljómsveitin Hrím og fleiri. Kynningarfund- ur málfreyja Útbreiðslunefnd 1. ráðs málfreyja á íslandi gengst á morgun fyrir kynn- ingarfundi í félagsheimilinu Seli á Sel- fossi. Hefst fundurinn kl. 14.00 Samskonar kynningarfundur var haldinn í Sjallanum á Akureyri fyrir viku og voru í framhaldi af honum stofnaðar tvær málfreyjudeildir þar. Málfreyjudeildir eru nú 14 talsins á landinu. Forseti 1. ráðs málfreyja á tslandi er Kristjana Milla Thor- steinsson. fermingarfötin okkar slá svo sannarlega í gegn, enda eru þau hönnuö meö útlit og hagsýni í huga, og þau eru nú fáanleg í öllum verslunum okkar. KARNABÆR LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 45800 Þ au w slá n 1 áegn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.