Morgunblaðið - 02.03.1984, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
Draumabúseta
eftir dr. Pétur
H. Blöndal
I>au mistók urðu því miður í blað-
inu sl. miðvikudag, að síðari hluti
greinar l'éturs Blöndal, „Draumabú-
seta“, birtist á undan fyrri hlutan-
um. Fer hinn rétti fyrri hluti hér á
eftir, en síðari hlutinn verður birtur
aftur.
Þann 5. janúar 1984 reið fram á
ritvöllinn Jón Rúnar Sveinsson
formaður hins nýstofnaða hús-
næðissamvinnufélags Búseta.
Gagnrýni sú, sem fram kom í
grein eftir mig þann 17. des. sl.,
hafði farið fyrir brjóstið á honum.
Þessi gagnrýni er sú eina, sem ég
hefi enn séð í fjölmiðlum á þær
forsendur, sem notaðar eru til
þess að fegra og dásama nýtt form
á búsetu manna. Hér er um að
ræða húsnæðissamvinnufélög, þar
sem menn kaupa sér ævilangan
leigurétt fyrir 5% af verði íbúðar
og borga síðan leigu, sem standa á
undir afborgunum,' vöxtum og
kostnaði af íbúðinni. íbúðina
sjálfa eignast þeir aldrei. Þær
niðurstöður, sem birtar hafa verið
og byggja á ákveðnum forsendum,
benda til þess að hér sé um ákaf-
lega ódýra og þægilega lausn á
húsnæðisvanda þjóðarinnar að
ræða. Þessi lausn hefur verið prís-
uð í fjölda greina að undanförnu í
öllum dagblöðum, án þess nokkur
gagnrýnisrödd hafi heyrst um
þessar forsendur himnaríkis. Er
kannski ekki hægt að gagnrýna
þessar nýju leiðir? Sé svo, þá óska
ég þjóðinni til hamingju með
þessa einföldu og góðu lausn á
húsnæðisvandanum.
Ég er þakklátur fyrir þessi
viðbrögð við grein minni, því það
gefur þó tækifæri á því að ræða
þessa lausn, kosti hennar sem og
galla. Ekkert hefur verið minnst á
gallana í þeim ótal greinum, sem
birst hafa að undanförnu um
Pétur H. Blöndal
þetta nýja eignarform á íbúðar-
húsnæði. Vona ég, að fleiri finni
hjá sér hvöt til þess að tjá sig um
þessa nýju lausn áður en það skref
verður stigið, sem gerir alla ís-
lendinga að leigjendum hjá óper-
sónulegu kerfi þegar fram líða
stundir.
Gífuryrði
í hita baráttunnar taka menn
stundum sterkt til orða og mála
einatt sterkum litum til þess að
eftir sé tekið. En ég vona að ég
falli ekki í þá gryfju að segja Jón
hafa vaðið fram að óyfirveguðu
máli og látið hleypidóma og van-
þekkingu stýra penna sínum né að
ég dragi John Stuart Mill inn í
umræðuna til þess að sanna að
skoðanir Jóns séu fordómar. Slíkt
fékk ég á mig hjá Jóni. í minni
grein tók ég einmitt skýrt fram, að
ég virði skoðanir þeirra, sem hafa
þá lífsstefnu að hafa sitt húsnæði
á leigu. En jafnframt hlýt ég að
mega gera þá kröfu til annarra, að
ég megi hafa mínar skoðanir án
þess að þær séu stimplaðar for-
dómar. Og ekki vil ég gera látnum
mönnum upp skoðanir eins og Jón
gerir í grein sinni. Hvaða skoðun
forveri minn í formannssæti Hús-
„Hvernig geta menn við
slíkar aðstæður sett
fram svona forsendur?
Og kröfur? Ef reynt yrði
að verða við kröfum
Búsetamanna, þýddi
það einfaldlega enn
lægri lán til almennra
húsbyggjenda. Hvers
eiga þeir að gjalda?“
Óæskileg gagnrýni?
Fyrri grein
eigendafélags Reykjavíkur hefði
haft á Búseta fáum við víst aldrei
að vita. Gífuryrði sem þessi eru
algerlega óþörf í umræðunni um
húsnæðismál og eru einungis til
tjóns.
í lok fyrri greinar sinnar klykk-
ir Jón út með því að tilkynna al-
þjóð, að hann hafi nú hrakið öll
hagfræðileg rök mín (hvað sem
það nú er) gegn húsnæðissam-
vinnufélaginu Búseta. Mikill mað-
ur Jón. Ekki er það nú árennilegt
að takast á við slíkan mann. En ég
æla nú samt að reyna.
Aðalatriðið
Grein mína ritaði ég aðallega til
þess að vara við afleiðingum þess
að nýju búsetukerfi yrðu veitt for-
réttindi á sviði lána, vaxta og
skatta umfram venjulegar íbúð-
arbyggingar. Forréttindi, sem
þröngva myndu ungu fólki inn í
kerfi, sem það hugsanlega kærði
sig ekki um. Það ætti ekki annarra
kosta völ. Með lána- og skatta-
stefnu má hreinlega neyða menn
til inngöngu í húsnæðissamvinnu-
félög vegna þess ástands sem núna
ríkir á lánamarkaði. Þetta aðal-
atriði greinar minnar virðist Jón
ekki koma auga á og er sífellt að
vísa í lagafrumvörp og greinar-
gerðir með þeim. Það eru einmitt
þessi frumvörp, sem ég er að
benda á og biðja menn að gaum-
gæfa betur. Frumvörp eru nefni-
lega ekki orðin lög fyrr en alþingi
hefur samþykkt þau og forseti
undirritað. Enn má gera á þessum
frumvörpum breytingar. Fái Bú-
setamenn 95% lán til 31 árs með
0,5% vöstum og skattfrelsi að
auki, á ungt fólk ekkert val. Það
verður að taka þessum kosti, því
ekki virðast vera til fjármunir til
þess að lána nema brot af þessari
upphæð til almennra húsbyggj-
enda núna. Og ekki aukast pen-
ingarnir til þeirra, ef lána á svona
mikið til húsnæðissamvinnufé-
laga. Mér segir svo hugur, að ekki
líði á löngu áður en nánast hver
einasti maður sé orðinn leigjandi.
Mig hryllir við þessari hugsun og
býst við að fleiri finnist á Islandi,
sem er hún ógeðfelld.
Uppskrift að paradís
I þeim (halelúja-)greinum, sem
birst hafa um þetta nýja húsnæð-
isform, er ítrekað bent á mjög lág-
an kostnað, sem undirstrika á
ágæti hins nýja húsnæðisforms.
Jón talar um að greiðslur afborg-
ana og vaxta nemi kr. 3.707 (miðað
við 0,5% vexti) eða kr. 4.922 (mið-
að við 2,5% vexti) á mánuði miðað
við lán til 31 árs. Lánið nemi 95%
af verði vísitöluíbúðar (ca. 1.240
þús.) Svo talar hann um að annar
kostnaður nemi kr. 2.000 á mán-
uði. Vísitöluíbúðin er rétt rúmlega
þriggja herbergja. Alls nemur
kostnaðurinn tæpum 6 þús. til 7
þús. á mánuði. Og engar uppsagnir
á leiguhúsnæðinu né fallandi víxl-
ar vegna íbúðakaupa. Og íbúðin er
að sjálfsögðu fullfrágengin. Er
þetta ekki dásamlegt? Ætli marg-
ur húseigandinn, sem núna er að
kreista fasteignagjöldin upp úr
buddunni sinni og borgar ólíkt
stærri tölur í hússjóð, greiðslur af
lánum og víxlum þættist ekki hafa
himin höndum tekið, ef þetta væri
öll greiðslubyrðin. Nú ætla ég,
eins og Jón, að lofa öllum hús-
byggjendum þessu himnaríki. Ég
gef mér einfaldlega þær forsend-
ur, að almennir húsbyggjendur fái
95% af verði íbúða sinna lánuð til
30 ára með 0,5% vöxtum og
húrra!, við búum í himnaríki. Og
að sjálfsögðu yrðu engin fast-
eignagjöld greidd til borgarinnar
né eignarskattar til ríkisins. Og
við Jón verðum komnir á þing áð-
ur en við vitum af, eins og aðrir
boðendur fagnaðarerindisins.
En hversvegna er þetta ekki
gert? Af hverju erum við íslend-
ingar svona vondir við unga fólk-
ið?
Utan paradísar
Raunveruleikinn er æði napur
um þessar mundir hér á landi.
Fjármagn er af skornum skammti
og við þurfum að veita stórum
hluta þess til atvinnuveganna
(sem við lifum víst á) til þess að
örva atvinnu og koma í veg fyrir
aukið atvinnuleysi. Þorskurinn er
að hverfa og innlendur sparnaður
er í molum. Ríkið reynir að selja
spariskírteini með 5,08% vöxtum.
Slegist er um lán frá lífeyrissjóð-
um (sem sjaldan hafa verið lægri
að raunvirði) og menn vita jú um
getu bankanna. Hvernig geta
menn við slíkar aðstæður sett
fram svona forsendur? Og kröfur?
Ef reynt yrði að verða við kröfum
Búsetamanna, þýddi það einfald-
lega enn lægri lán til almennra
húsbyggjenda. Hvers eiga þeir að
gjalda? Jón bendir reyndar á leið
til fjáröflunar, sem ég kem að hér
á eftir.
Jón bendir í fyrri grein sinni á
frumvörp um húsnæðismál, sem
nú liggja fyrir Alþingi, og segir, að
Búseti eigi ótvíræðan rétt á 80%
láni til 31 árs með 0,5% vöxtum
samkvæmt þessum frumvörpum
(ef samþykkt yrðu). Nú liggur
fyrir yfirlýsing félagsmálaráð-
herra um að þetta sé ekki rétt. Það
verði að gera kröfu til lágra eigna
Vara við aukinni
miðstýringu hjá
Norðurlandaráði
segir Matthías A. Mathiesen, viðskiptaráöherra
Matthías Á. Mathiesen
Hér fer á eftir í heild ræða sú,
sem Matthías Á. Mathiesen, við-
skiptaráðherra og samstarfsráðherra
Norðurlanda, flutti á þingi Norður-
landaráðs sl. þriðjudag.
Ákvörðun forsætisnefndar
Norðurlandaráðs og forsætisráð-
herranna um skipan fimmmanna-
nefndar til heildarendurskoðunar
á starfsreglum og samstarfi Norð-
urlandanna var rökrétt framhald
af fyrri athugunum sem gerðar
höfðu verið, en á takmarkaðra
sviði.
Nefndin, sem skipuð var einum
fulltrúa frá hverju Norðurland-
anna hafði það hlutverk að yfir-
fara starfsreglur Norðurlandaráðs
og aðra þætti samstarfs Norður-
landa, lauk starfi sínu í desember
sl.
Fyrstu tíu árin byggðist starf-
semi Norðurlandaráðs alfarið á
samstarfi og viljayfirlýsingu þjóð-
þinga Norðurlanda, en frá 1962, er
Helsingforssamningurinn var
undirritaður af ríkisstjórnum
Norðurlanda hefur starfið í vax-
andi mæli færst á svið ráðherra og
embættismanna og málin meira
og minna verið í þeim farvegi síð-
an.
Nýjar hugmyndir, nýjar starfs-
aðferðir fylgja að sjálfsögðu í
kjölfar þeirra ótrúlega miklu
framfara, sem þekking nútímans
gerir kleift og leiðir af sér. Á því
leikur enginn vafi að í skýrslu
fimmmannanefndarinnar eru
margar góðar hugmyndir, sem
gætu bætt og aukið samstarf
okkar. Hitt liggur ljóst fyrir að
ýmsar hugmyndir munu þykja
orka tvímælis og mæta mót-
spyrnu. Við verðum að gefa okkur
tíma til þess að ná samstöðu, ella
er hætt við að undirstaðan verði
ekki nógu traust til langframa í
svo þýðingarmiklu samstarfi.
Þar sem mig greinir á við hina
nefndarmennina í þýðingarmikl-
um atriðum, hlýt ég að vekja at-
hygli Norðurlandaráðs á sérstöðu
minni, og vara við þeirri tilhneig-
ingu, að áhrif fulltrúa þjóðþing-
anna verði enn minnkuð og eins og
meirihluti nefndarinnar gerir ráð
fyrir — að miðstýring verði aukin
til hliðar við vaxandi áhrif skrif-
ræðisins. Slíkt er andstætt eðli ís-
lendinga og ég trúi, að þeir muni
standa fast á þeim sjónarmiðum
sem voru í upphafi grundvöllur að
samstarfi og áhrifum þjóðþing-
anna í Norðurlandaráði.
Það er engum vafa undirorpið,
að efling norræns samstarfs er
ekki einungis æskileg vegna
margra sameiginlegra hagsmuna,
heldur nauðsynleg í þeim heimi
sem við lifum í. Um sterk menn-
ingarleg og félagsleg tengsl efast
enginn og á þau verður ekki skor-
ið, en það eru hin daglegu sam-
skipti um efnaleg gæði, sem setja í
vaxandi mæli meiri svip á sam-
starfið. Efnahags- og viðskipta-
samvinna, samvinna á sviði iðnað-
ar og tækni hlýtur að verða veiga-
mikill þáttur í norrænu samstarfi,
enda „Norðurlönd sem ein mark-
aðsheild" mjög ofarlega á baugi.
Sú stöðnun og jafnvel samdrátt-
ur sem orðið hefur síðustu árin í
verslunarviðskiptum milli Norð-
urlandanna hefur valdið áhyggj-
um. Stjórnvöld svo og forystu-
menn á sviði viðskipta og iðnaðar
beita sér nú fyrir átaki til að snúa
þessari þróun við. Um þessi mál
þarf að nást gott samstarf og vil
ég í því sambandi láta í ljós
ánægju yfir frumkvæði viðskipta-
ráðherra Norðurlandanna. Fara
nú fram athuganir á gildandi
viðskiptahömlum á öllum Norður-
löndunum með það fyrir augum að
reynt verði að fjarlægja þær og
greiða þannig fyrir auknum við-
skiptum.
Ánnar þáttur í efnahagssam-
starfi Norðurlanda sem hefur haft
mikla þýðingu og á eflaust eftir að
fara vaxandi er starfsemi Nor-
ræna fjárfestingabankans. Þegar
má víða sjá árangur af starfsemi
hans.
Þá finnst mér vera ástæða til að
minnast á þá staðreynd að Noreg-
ur er orðinn stór olíuframleiðandi
sem verður hvati að auknu sam-
starfi milli Norðurlandanna í
orkumálum.
Þegar rætt er og unnið að því að
Norðurlönd verði að einni mark-
aðsheild hefur ísland að ýmsu
leyti sérstöðu vegna fjarlægðar
frá markaðinum og fámennis, ein-
hæfrar framleiðslu og síðast en
ekki síst hins gífuriega halla á
vöruskiptajöfnuðinum við hin
Norðurlöndin. Á árinu 1983 var
28,5% af heildarinnflutningi Is-
lands frá hinum Norðurlöndunum,
en aðeins 5,1% af heildarútflutn-
ingi landsins fór til þeirra. Von-
andi breytist þetta við það mark-
aðsátak, sem nú er unnið að, þar
sem íslendingar koma til með að
njóta aðstoðar Ráðherranefndar-
innar og Norðurlandaráðs.
fslendingar hafa enn ekki orðið
aðnjótandi þeirra auðlinda, sem
hafsbotninn gefur frændum okkar
Norðmönnum og okkar næstu
nágrönnum en vonandi verður það
í framtíðinni. Hitt er öllum ljóst
sem til þekkja að efnahagslega
hafa íslendingar verið háðari út-
flutningi sjávarafurða en flest
ríki. ísland leggur því megin-
áherslu á samstarf við nágranna-
löndin um verndun fiskistofnanna
í Norður-Atlantshafi.
Þörfin fyrir samstarf til vernd-
ar fiskistofnunum verður aldrei
nægilega undirstrikuð. Sjálfir
þekkjum við það af dýrkeyptri eig-
in reynslu hve mikla gát þarf að
sýna við sókn í fiskistofnana. Þau
úrræði sem notuð hafa verið við
stjórn á fiskveiðum við fsland
undanfarin ár hafa til dæmis ekki
dugað til að tryggja viðgang
þorskstofnsins og þess vegna hef-
ur nú verið tekin upp sú tilhögun
að sérhverju veiðiskipi er ætlaður
árlegur kvóti.