Morgunblaðið - 02.03.1984, Síða 15

Morgunblaðið - 02.03.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 15 og tekna til þess að hljóta þessi niðurgreiddu lán. Verða menn ekki að ætla, að lagasmiðurinn viti betur en Jón, hvað hann vill kalla félagslegar íbúðir? Er ekki ástæða til þess að taka af allan vafa ef Alþingi ætlar sér að samþykkja þessi frumvörp? Jón telur lífeyrissjóðina fullvel geta lánað þessi 15% sem á vantar tii þess að 95% markið náist. Hvernig ætlar hann að leysa vandann með veðið? Lán lífeyris- sjóða auk annarra iána mega ekki fara yfir 50% af mati íbúðar. Á þar að koma til ríkisábyrgð eða hvað? Ég heid að þeir Búsetamenn ættu að fara að upplýsa sitt fólk um stöðuna. Hvort það standi inn- an paradísar eða utan. Niðurgreiddir vextir Almenn lán frá Húsnæðisstofn- un bera núna 2,25% vexti. Fjár til þessara lána er m.a. aflað hjá líf- eyrissjóðunum og með útgáfu spariskírteina. Fyrir hvort tveggja eru greiddir rúmlega 5% vextir. Ársgreiðsla (annúitet) af 5% láni til 30 ára er 6,5% af láns- upphæðinni á ári á móti 4,6% af 2,25% Iáni til sama tíma. Eða 40% hærri. Þannig borgar maður jafn- mikið af 100 þús. kr. láni með 5% vöxtum og af 140 þús. kr. láni með 2,25% vöxtum. Þegar stofnunin lánar 140 þús. með 2,25% vöxtum er hún að gefa með því 40 þús. eða 29% af láninu. Almennir lántak- endur fá þessi niðurgreiddu lán fyrir um 30% af íbúðarverði. Þessa niðurgreiðslu á vöxtum borga skattgreiðendur. Ef miðað er við 0,5% lán, verður niður- greiðslan um 44% af lánsupphæð- inni. Þessa niðurgreiðslu vilja Búsetamenn fá á sín 95% lán. Og hana eigum við hinir að greiða með sköttunum okkar bara af því að þeir kalla sínar íbúðir „félags- legar". Hvað segja menn við eftirfar- andi hugmynd: 20 eigendur einbýl- ishúsa stofna með sér húsnæðis- samvinnufélag. Samvinnufélagið kaupir af þeim villurnar og fær lánuð 95% af verðinu til 30 ára með 0,5% vöxtum. Hinir fyrrver- andi eigendur borga síðan 5% fyrir búseturéttinn (þeir fá sem sagt 95% eða allt lánið greitt út). Þeir búa síðan áfram í húsunum sínum sem leigjendur en kaupa spariskírteini með 5% vöxtum fyrir ódýra lánið. Eins og fram kemur hér að framan fá þeir 44% af láninu gefið. Og sleppa við eign- arskatt og fasteignagjöld og geta dregið helming leigunnar frá skattskyldum tekjum. Félagsleg íbúö Jón notar orðið „félagsleg íbúð“ í nokkuð öðrum skilningi en ég á að venjast. Hann segir orðrétt: „... að þar sem Búsetaíbúðir koma til með að standa utan þess braskmarkaðar sem mestallt hús- næði á fslandi nú gengur kaupum og sölum á, þá teljast þær vera félagslegar íbúðir". Jón tekur fram, að engin krafa sé gerð til tekna og jafnvel ekki til eigna við inngöngu í húsnæðissamvinnufé- lag. Þannig geta auðmenn hæg- lega búið í félagslegum íbúðum. Lordar á Englandi geta sennilega skilgreint hallir sínar sem félags- legar íbúðir á sama hátt. Þeir Bú- setamenn, margir langskóla- gengnir og eflaust einhverjir með ágætislaun, vilja sitja við sama borð og þeir, sem fá íbúðir í verka- mannabústöðum. Fá vextina niðurgreidda af almannafé og þá frá hinum sem ekki kæra sig um að vera leigjendur heldur vilja eiga sína íbúð sjálfir. Og þeir vilja meira. Þeir vilja losna við að greiða opinber gjöld af sínum „fé- lagslegu" íbúðum. Ég er sannfærður um að ein- hverjir íslendingar leggja annan skilning í orðið félagslegar íbúðir en Jón. Nefnilega að það séu íbúð- ir til handa fólki með lágar tekjur og litlar eignir. í seinni grein minni mun ég fjalla um eignarhald á íbúðum, koma með nokkrar spurningar til Búsetamanna, tala um sparnað og ræða um kosti húsnæðissam- vinnufélaga. Dr. Pétur H. Blöndal er trygg- ingastærðíræðingur og formaður Húseigendafélags Reykjavíkur. Ástæða er til að benda á, hvern- ig Norðmenn og íslendingar hafa með átaki verndunaraðgerða eflt síldar- og loðnustofna á nýjan leik. Þó hafa íslendingar enn nokkrar áhyggjur af því að full- fljótt sé sótt í síldarstofninn í Norður-Atlantshafi. Sérhver þjóð hlýtur að leggja á það megin- áherslu að hafa stjórn á lífsbjörg sinni og tryggja vernd hennar, vöxt og viðgang. íslendingar vilja eiga gott og náið samstarf við granna sína um fiskvernd. Það er allra hagur að samræmi sé í sókn í þá fiskistofna sem þar er að finna. Nágrannaþjóðir hljóta að þróa með sér samskiptareglur um nýtingu sameiginlegra auðlinda þar sem tekið er mið af gagn- kvæmum hagsmunum. Slíkir samningar eru af svipuðum toga og þeir sem þjóðir gera til að tryggja öryggi sitt gegn ágengni annarra með hervaldi. Eins og málum er háttað er óskynsamlegt að láta nokkurn vafa leika um stefnu og ákvarðanir í öryggis- málum. Það er jafnframt ástæða til að minna á, að ekki er við hæfi, að þeir sem vilja leggja stund á tilraunastarfsemi í öryggismálum og tala í nafni Norðurlanda eða um Norðurlönd auðveldi sér leið að óljósu markmiði með því að gleyma íslandi viljandi eða óvilj- andi. Enginn má skilja orð mín þann- ig að ég taki undir óljósar hug- myndir um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum; á Norður- löndum eru engin kjarnorkuvopn. Ég tel hins vegar með öllu ótíma- bært að hefja slíka tilraunastarf- semi nema hún sé liður í víðtækari aðgerðum sem samið er um milli austurs og vesturs og taki mið af raunverulegum aðstæðum í Evr- ópu allri og með fullu samkomu- lagi allra Norðurlandanna. Alvarleg vélarbilun í Birtingi NK: Skipið frá veiðum í vikur eða mánuði Neskaupstaó, 29. febrúar. ALVARLEG vélarbilun varö í Birt- ing NK þegar skipið var að veiðum á laugardag. Enn er ekki vitað hversu alvarleg bilunin er, en von er á sér- fræðingum til að kanna skemmdirn- ar. Fyrirsjáanlegt er, að skipið verð- ur frá veiðum í nokkrar vikur eða mánuði. Bjartur NK kom með skipið í togi inn til hafnar. Bjartur var nýlega farinn aftur á veiðar eftir fjögurra mánaða stopp vegna vél- arskipta í Bretlandi. Hjá Síldarvinnslunni hf. er nú allt tilbúið til móttöku á loðnu- hrognum. Komið hefur verið upp mjög fullkomnum tækjabúnaði til móttökunnar og vinnslu á hrogn- unum. Von er á Beiti NK með full- fermi af loðnu á morgun og gera menn sér hér vonir um að búnað- urinn fari að nýtast. Alls hefur Síldarvinnslan hf. tekið á móti 17.500 tonnum af loðnu það sem af er vertíðar. Mikil veðurblíða hefur verið hér sl. þrjár vikur. Jörð hefur verið snjólaus og hefur hiti komist upp i 12—14 stig, sem er mjög óvenju- legt á þessum árstíma hér eystra. { gær snjóaði þó og er hér nú al- hvít jörð, þótt logn sé og blíða. — Sigurbjörg. Bútasala Fimmtudag — föstudag — laugardag til kl. 4. Teppaverzlun Friðriks Bertelsen hfM Síöumúla 23, inngangur Selmúla megin. Sími 86266. sunnudagskvölds) gegn einu daggjaldi auk venjulegs km. gjalds. livað ertu að gera um helgina?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.