Morgunblaðið - 02.03.1984, Síða 20

Morgunblaðið - 02.03.1984, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ; FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakiö. Meirihlutinn samþykkur Meirihluti verkalýðsfélaga í landinu hefur samþykkt nýgerða kjarasamninga. Eins og málum var háttað síðdegis í gær höfðu 24 félög samþykkt samningana, þrjú frestað at- kvæðagreiðslu um þá og þrjú félög fellt þá, tvö í Vestmanna- eyjum og Dagsbrún. Þá hafa samningar tekist af hálfu ríkisins við Bandalag háskóla- manna og Bandalag starfs- manna ríkis og bæja. Vegna þeirrar athygli sem uppákom- an í Dagsbrún hefur vakið hef- ur hitt fallið í skuggann sem mikilvægara er, að meirihlut- inn er fylgjandi kjarasamning- unum. Allsherjaratkvæða- greiðsla fer fram í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja 19. og 20. mars. í allsherjarat- kvæðagreiðslu hjá Einingu á Akureyri féllu atkvæði á þann veg, að 712 samþykktu samn- ingana en 174 voru á móti. Þessi skýri meirihluti rennir stoðum undir þá skoðun sem áður hefur verið lýst hér á þessum stað, að líta beri á það sem gerðist í Dagsbrún fremur sem hluta af stjórnmála- baráttunni en kjarabaráttunni. Nú rembast þeir líka við sem fyrir því stóðu í Dagsbrún að samningarnir voru felldir að reyna að koma því á framfæri að þeir hafi þrátt fyrir allt ver- ið að hugsa um afkomu laun- þega þegar þeir mæltu gegn meirihlutavilja í verkalýðsfé- lögum um land allt. Þeim mun meira sem um samningana er rætt því betur kemur í ljós að þar var hagsmuna hinna verst settu gætt betur en tekist hefur um langt árabil og mun betur en nokkru sinni í stjórnartíð Alþýðubandalagsins. Gegn þessum staðreyndum eiga Dagsbrúnarforkólfarnir engin rök. Nú virðast þeir hinn vegar ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að spilla gerð- um samningum í því skyni að koma illu af stað. Þeir ætla að nota Dagsbrún til að brjóta meirihlutavilja í Alþýðusam- bandinu á bak aftur. Kæmi tii verkfalls hjá Dagsbrún yrði í fyrsta sinn í verkalýðssögunni efnt til vinnustöðvunar til að bylta forystumönnum Alþýðu- sambandsins. Frá sjónarhóli Fylkingarinnar væri hér um óskastöðu að ræða en félagar úr henni toga nú í strengina á forystuliði Dagsbrúnar og Al- þýðubandalagsins. Vinnuveitendasamband ís- lands hefur svarað nýrri kröfu- gerð Dagsbrúnar með afdrátt- arlausum hætti. Hið sama er að segja um Alþýðusamband íslands. Úrslitin í atkvæða- greiðslunum um land allt sýna að forysta Alþýðusambandsins hefur stuðning meirihlutans á bak við sig í þessum átökum og innan Verkamannasambands íslands þar sem Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar, er forseti er hið sama upp á teningnum: hann er í minnihluta. Málum er ekki þannig háttað í atvinnumálum að pólitíska misnotkun á öfl- ugu verkalýðsfélagi eins og Dagsbrún sé unnt að líða. Þeir sem þessa misnotkun stunda gera það ekki í þágu launþega. Dollarinn lækkar Verð á bandarískum dollur- um hefur lækkað á alþjóð- legum gjaldeyrismarkaði síð- ustu daga. Ástæðurnar fyrir lækkuninni eru margar en helst sú, að mönnum blöskrar hallinn á ríkissjóði Bandaríkj- anna. Talið er að um 40% af hallanum, sem nemur um 200 milljörðum dollara, séu fjár- mögnuð með erlendu lánsfé sem streymt hefur inn í Banda- ríkin vegna þess hve vextir hafa verið háir. Aðhaldssöm stjórn í peningamálum sam- hliða hallarekstri á ríkissjóði hefur leitt til þess að dollarinn hefur hækkað óeðlilega í verði. Sumir sérfræðingar segja að verðið á dollara sé í raun 30% hærra en það ætti að vera. Ýmislegt þykir nú benda til þess að utan Bandaríkjanna hafi menn ekki sama áhuga og áður á því að fjármagna hall- ann á bandaríska ríkissjóðnum þótt svo að vextir þar hækki aftur. Við þetta minnkar al- þjóðleg eftirspurn eftir doll- arnum og hann lækkar í verði. Hið háa gengi dollarans hefur aukið innflutning til Banda- ríkjanna en dregið úr útflutn- ingi. Nú á kosningaári leggja bandarísk stjórnvöld mikla áherslu á að auka atvinnu heima fyrir, það markmið næst tæplega nema dollarinn lækki töluvert í verði. Hið háa gengi dollarans hef- ur almennt mælst illa fyrir utan Bandaríkjanna og hinn gífurlegi halli á ríkissjóði er meðal helstu gagnrýnisatriða á Ronald Reagan. Lækki dollar- inn í verði svo verulega muni um það skiptir mestu að um- skiptin verði á þann veg að al- þjóðaefnahagslífið geti áfalla- laust lagað sig að breytingunni. Mjólkursamsalan: Starfefólk í setuverkfa STARFSFÓLK Mjólkursamsölunnar í Reykjavík felldi niður vinnu í gærdag, vegna kjaradeilu við fyrirtækið. Krafðist fólkið taxtatilfærslna til samræmingar töxtum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Einnig var krafizt hækkana í launaflokkum og aukins öryggis á vinnustað, hlífðarfatnaðar o.fl. Kröfurnar voru lagðar fram á þriðjudag og sögðu talsmenn starfsfólks að svörum hefði verið lofað á miðvikudag. I fyrradag barst svo svar frá Vinnuveitendasambandi Islands, þar sem kröfunum var hafnað. Flestir verkfallsmanna eru félags- bundnir í Verkamannafélaginu Dags- brún. Afleiðingar verkfallsins urðu þær að mjólk gekk víða til þurrðar í verzlunum í gær, t.d. um klukkan 14 í Hagkaup. Starfsfólkið var þrátt fyrir verkfallið á vinnustað, í eins konar setuverkfalli. Verkamannafélagið Dagsbrún taldi verkfallið sér algjörlega óviðkomandi, að því er Þröstur Olafsson fram- kvæmdastjóri þess tjáði Morgunblað- inu. Hann kvað félagið hafa fengið skeyti í gær frá VSÍ þar sem þess var farið á leit að Dagsbrún stöðvaði verkfallið. Þröstur sagði að Dagsbrún ■ll! IIIIJi Háhyrningur taminn í Sædýrasafninu: Draumurinn að stinga höfðinu inn f gapandi ginið — segir Sigfús Halldórsson tamningamaður „Tamningin hefur gengiö mjög vel hingaö til. Hann er farinn aö stökkva reglulega upp í boltann og skyrpa í tíma og ótíma,“ sagði Sigfús Halldórsson, starfsmaöur Sædýrasafnsins á Hvaleyr- arholti, en hann hefur undanfarnar þrjár vikur unniö aö því að kenna einum af þremur háyhyrningum Sædýrasafns- ins listir eins og þær aö stökkva og skyrpa út úr sér vatni. Þetta er í fyrsta sinn, sem reynt er að temja háhyrning hér á landi, en taminn háhyrningur er mun verð- mætari en ótaminn. Um sl. mánað- amót var hér staddur tamningamað- ur frá Kanada af hollenskum upp- runa, Case Chrage að nafni, og kenndi hann Sigfúsi helstu brellurnar, sem beitt er við tamningu þessara vitru sjávardýra. „Þetta er allt grundvallað á náms- sálarfræði, skilyrðingu og styrkingu," úrskýrir Sigfús. „Fyrst er byrjað á því að flauta í hvert sinn, sem honum er gefin síld að borða. Þannig tengj- um við saman í vitund dýrsins eftir- sóknarverðan hlut, sem sagt síldina, og ákveðið hljóð. Næsta skrefið er að kenna honum að þekkja boltann, sem hann á að hoppa upp í seinna meir. Það er ágætt að byrja á því að þrýsta boltanum á nefið á honum í hvert sinn sem hon- um er gefinn matur, en seinna er boltinn látinn vera í vatninu og í hvert skipti sem hann rekst af tilvilj- un í boltann er kastað til hans síldar- bita. Hægt og bítandi myndast tengsl milli boltans og síldarinnar og dýrið fer að nota boltann til að biðja um mat. Það hefur sem sagt lært að þeg- ar boltinn er snertur kemur síld í kjölfarið. Til að fá háhyrninginn til að hoppa er boltanum síðan smám saman lyft upp frá yfirborði vatnsins, nokkra sentimetra á dag, þannig að dýrið þarf að teyja sig lengra og lengra upp til að ná að snerta boltann og loks er boltinn kominn svo hátt að það verð- ur að stökkva. Það eru svipaðar aðferðir sem not- aðar eru við að kenna háhyrningnum að spúa út úr sér vatni. Það er dýrinu náttúrulegt að losa sig við vatn á þennan hátt, á meðan á máltíð stend- Sigfús glennir upp kjaftinn á skepnunni. Þaö er draumur Háhyrningurinn ste hans aö stinga höföinu inn við tækifæri. launum. ur, en með því að umbuna dýrinu með síld þegar það skyrpir er hægt að kenna því að skyrpa til að biðja um síld. Háhyrningurinn er í afgirtri laug með sæljóni, sem Sigfús er einnig að reyna að temja. „Það gengur hægara með sæljónið, enda er það hálfstyggt og viðkvæmt fyrir öllum breytingum. En við erum svolítið hissa á því hvað þeim semur vel, háhyrningnum og sæljóninu, því háhyrningar eru nefni- lega í eðli sínu töluvert grimmar skepnur og drepa seli sér til matar," segir Sigfús. Hinir tveir háhyrningarnir í Sæ- dýrasafninu eru eldri og sagði Sigfús að ekki stæði til að kenna þeim að leika listir. Hann væri þó að reyna að fá annan þeirra til að glenna út kjaft- inn samkvæmt skipun og það gengi ágætlega. „Það er draumurinn að stinga hausnum inn í gapandi ginið einhvern tíma,“ sagði Sigfús íbygg- inn. Háhyrningurinn skyrpir á Sigfús í fullri mestan áhuga á tunnunni með síldarbiti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.