Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 39 Tókum allir við peningum - segir Lárus Guðmundsson hjá Waterschei „ÞAD er nokkuö langt um liöiö síðan þetta geröist. Eg man þó vel eftir þessu," sagði Lárus Guömundsson, knattspyrnu- maöur hjá Waterschei í Belgíu er blm. Morgunblaösins ræddi viö hann í gær vegna mútu- málsins sem komið er upp í Belgíu. „Ronald Jansen, einn leik- manna Waterschei, kom til okkar á æfingu og sagöi aö Standard hefði boöiö okkur peninga fyrir að tapa leiknum á móti þeim, en staöan í deildinni var þannig aö heföu þeir tapaö leiknum heföu þeir misst af meistaratitilinum. Ég man eftir því aö við hlógum góölátlega aö þessu tilboöi þeg- ar það barst okkur og ég varö ekki var við þaö í sjáifum leiknum að viö legöum okkur ekki alla fram. Viö lékum allvel eftir því sem ég man best þrátt fyrir aö viö töpuöum leiknum. Skömmu eftir leikinn kom Ronald Jansen meö peninga til okkar á æfingu og sagðist vera aö greiöa okkur fyrir tapiö gegn Standard. Hver leikmaöur fékk sem nam fimmtán þúsund ís- lenskum krónum i greiöslu fyrir leikinn. Sannleikurinn er sá að ég var nýbyrjaður hjá Waterschei er þetta geröist — ég held aö þetta hafi veriö sjötti leikur minn meö liöinu — og ég geröi mér ekki almennilega grein fyrir því aö ég væri aö taka viö mútufé. Ég veit ekki hvort þetta á eftir að draga einhvern dilk á eftir sér,” sagöi Lárus. Standard var belgískur meist- ari árið 1982 og þá fór umrædd- ur leikur fram — í síóustu umferð deildarkeppninnar. Hann skipti sköpum eins og áöur sagöi — Standard sigraöi og varö þar með meistari — heföi liöiö tapaö heföi meistaratitillinn fallið And- erlecht í skaut. — ÞR/SH. • Lið Waterschei varð belgískur bikarmeistari vorið 1982, sama vor og ieikmönnum liösins var mútaö af Standard. Myndin var tekin eftir bikarsigur liðsins — Lárus er til vinstri í öftustu röð. „Skil ekki svona lagað“ — Mér er gjörsamlega óskilj- anlegt hvernig svona getur gerst, ég skil hvorki upp né niður í þessu máli. Um leiö kemur mér þetta mjög á óvart. í öllum svikamálum hlýtur bara aó vera tímaspursmál hvenær hlutirnir komast upp, þaó er með öllu ómögulegt aó skilja hvernig á því stóó aö Gerets fyrirliöi Standard fór út í þetta. Eg æföi aldrei undir stjórn Goethels þjálfara Standard þegar þetta skeður. Svona mútumál draga alltaf dilk á eftir sér og hafa slæm áhrif á alla þá sem nálægt hafa komiö, ég skii ekki svona lagað, sagöi Ásgeir Sigurvinsson er Mbl. ræddi vió hann í gær. — ÞR. Petit og Goet- hels hættu • Roger Petit, forseti Standard Liege og þjálfari liösins, Ray- mond Goethels, sögóu báðir af sér í gær í vegna mútumálsins í Belgíu. Petit hætti einnig sem varaforseti sambands belgískra knattspyrnuliöa. Verður Rush ekki með? Frá Bob Henneasy, fréttamanni Morg- unblaðsins í Englandi. lan Rush, miöherji Liver- pool, meiddist á ökkla í lands- leik Skota og Wales-búa á Hampden Park í Glasgow í vikunni og vafasamt er hvort hann geti leikiö meö Liverpool gegn Everton í 1. deildinni á morgun —, í leiknum sem sjónvarpað verður beint híngaó til lands. í leik liðanna á Goodison Park á síöasta keppnistímabili, en leikiö veröur á Goodison á morgun, kom Rush heldur bet- ur viö sögu: hann skoraði þá fjögur mörk í 5:0-sigri Liver- pool. Öruggt má lelja aö Liverpool vinni ekki svo stóran slgur á morgun — Everton hefur leikiö mjög vel aö undanförnu og er jafnvel sigurstranglegra liöiö leiki Rush ekki meó. Vissulega sorgarfréttir fyrir Liverpool- aödáendur geti hann ekki leikið meö — en gleðifréttir úr her- búöum liðsins eru hins vegar þær aó Kenny Dalglish lék sinn fyrsta leik meö varaliðinu i vik- unni. • Ónafngreindur enskur áhorfandi á Parc de I. Princes í París í fyrrakvöld — blóöugur á höndum og í andliti. Morgunblaöiö/ Símamynd AP Stuóningsmenn enska landsliósins samir við sig: Þrjátíu handteknir Michael Wetl og Andrew Warthaw, fréttamenn AP, tkrifa. ÁHANGENDUR enska knattspyrnulandsliðsins uróu sér enn einu sinni til skammar í fyrrakvöld er þeir létu öllum illum látum fyrir og eftir landsleikinn viö Frakka á Parc des Princes í París, og reyndar einnig meöan á leiknum stóö. Talsmaöur frönsku lögreglunnar sagöi aó 30 af þeim 500 Englendingum sem fylgdu liöinu yfir Ermarsundiö hefðu veriö handteknir vegna óspekta; vegna drykkjuskapar og slagsmála á miðvikudagskvöld eftir leikinn. Fimmtán Englendingar voru færöir á sjúkrahús eftir slagsmál viö franska áhorfendur og frönsku lögregluna. Uppþot enskra hófst á ferjunni yfir Ermarsundiö til Frakk- lands. Hnífar og flöskur voru brúk- uö sem vopn, sæti voru rifin úr farþegasölum og er komið var til Dunkirk eyöilögöu Englendingarnir tólf bifreiðir sem uröu á vegi þeirra. Michel Hidalgo, þjálfari franska landsliösins, sagöi eftir leikinn aó enska knattspyrnusambandið ætti aö setja bann á knattspyrnu- áhugamenn þar í landi: þaö ætti ekki aö leyfa þeim aö fara úr landi til aö fylgja landsliöinu. Rætt var um málið á enska þinginu í gær og sagöi Margaret Thatcher, forsæt- isráöherra, aö áhangendur lands- liösins heföu oröiö bresku þjóöinni til skammar. Sir Paul Bryan, einn þingmanna íhaldsflokksins, hvatti stjórnina til beinna aógeröa í þessu máli til að hægt yröi aö binda endahnútinn á ólæti enskra knattspyrnuáhugamanna erlendis. Englendingar sem komu heim frá París í gær kenndu frönskum áhorfendum á Parc des Princes um hvernig fór. „Þeir byrjuöu á því aö kasta tréstólum á svæöiö þar sem viö vorum," sagöi Steve Cash, 19 ára Englendingur. „Viö vissum ekki fyrri til en óeiröalögregla ruddist inn til okkar og lamdi hvern þann sem streittist á móti henni. Ég sá þó nokkra landa mína býsna illa meidda," sagöi Steve Cash. Englendingar hafa löngum haft slæmt orö á sér í tengslum við knattspyrnuna. Áhangendur enskra liöa hafa veriö iðnir viö aö brjóta og bramla ýmislegt í heim- sóknum sínum til annarra Evrópu- landa. Síöast í nóvember i haust varö her og lögregla í Lúxemborg aö grípa til örþrifaráöa til aö stööva uppþot enskra knatt- spyrnuáhangenda er landsliðið var þar á ferö. Enskir punktar Fré Bob Hennessey, fréttamanni Morg- unblaósins í Englandi. COLIN Todd, fyrrum miövöröur enska landsliósins, Derby og Nottingham Forest hefur geng- iö til liös viö 3. deildarlið Oxford United. Hann fékk frjálsa sölu frá Nottingham Forest. „Við þörfnumst svo sannarlega þeirrar reynslu sem hann hef- ur,“ sagði Jim Smith, fram- kvæmdastjóri Oxford United eftir aó hann hafói fengið Todd til liðs við félagið. Forráöamenn Arsenal gera sér vonir um að kaupa Graeme Souness, fyrirliöa Liverpool og enska landsliösins, þegar þessu keppnistímabili lýkur. Átján mán- uðir eru eftir af samningi Soun- ess viö Liverpool og hann er hinn ánægöasti meö aö vera samn- ingsbundinn á Anfield. „Mér líður vel hér og hef ekki hugsað mér til hreyfings," sagöi hann í vikunni. Souness er þrítugur og einn allra besti miövallarspilari á Bret- landseyjum. Ekki þykja miklar líkur á aö hann fari frá Liverpool. — • — FIFA — alþjóða knattspyrnu- sambandiö — á 80 ára afmæli í sumar og verður haldið upp á afmælið í Zúrich í Sviss. italía og Vestur-Þýskaland mætast í landsleik í knattspyrnu — úrslita- liöin í síöustu heimsmeistara- keppni — og dómarinn veröur sá sami og í síöasta úrslitaleik HM — brasiliumaðurinn Arnaldo A. Coelho. Nokkrir kunnir kappar úr knattspyrnuheiminum verða heiðraöir sérstaklega í tilefni af afmælinu, þeir eru Sir Stanley Rouse, fyrrum formaöur enska knattspyrnusambandsins, Helm- ut Schön, fyrrum landsliösþjálfari Vestur-Þýskalands, og leikmenn- irnir Pele, Franz Beckenbauer, Bobby Charlton og Cino Zoff. Þá veröa þau sjö lönd sem stóðu aö stofnun FIFA, alþjóöaknatt- spyrnusambandsins, sérstaklega heiðruö. Þau eru Frakkland, Belgía, Danmörk, Holland, Spánn, Svíþjóö og Sviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.