Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 19S4
21
Hringur Jóhannesson fyrir framan
eina myndina á sýningunni.
Ljósm. ÓI.K.Mag.
myndlistinni hér enda stór hóp-
ur sem fæst við myndlist. Nú er
á ferðinni ákveðin tíska sem er
dálítið gróf og ágeng. En það er
mjög gott fólk sem að þessu
stendur.
Myndlist er í hávegum höfð
hér á landi og ég hugsa að hvergi
í heiminum sé eins mikið um að
fólk sæki sýningar og kaupi
myndir — erlendis ^kaupir fólk
fyrst og fremst eftirprentanir,
en hér er algengt að fólk eyði
verulegu fé til málverkakaupa.
Þetta er auðvitað styrkur fyrir
myndlistina. Sumum finnst al-
veg nóg um hversu margir eru í
því að mála hér á landi — ég hef
hins vegar alltaf verið þeirrar
skoðunar að það sé jákvætt að
sem flestir leggi hönd á plóg.
Það eykur líkurnar á því að við
eignumst menn sem standa upp-
Viðtal: Bragi Óskarsson
Ævar R. Kvaran pre-
dikar í Dómkirkjunni
KIRKJUNEFND kvenna Dómkirkj-
unnar verður með sína árlegu kaffi-
sölu á Hótel Loftleiðum í dag,
sunnudag 11. mars, og hefst hún kl.
15.00 að lokinni messu í Dómkirkj-
unni.
í messunni, sem hefst kl. 14.00,
mun Ævar R. Kvaran prédika og
Kristinn Sigmundsson, óperu-
söngvari, syngja einsöng við und-
irleik Marteins H. Friðrikssonar,
dómorganista.
Ekki er að efa, að marga mun
fýsa að hlýða á mál Ævars R.
Kvaran, svo kunnur sem hann er
fyrir áhuga sinn á andlegum mál-
um bg sem þjóðkunnur leikari í
áratugi.
Þá er einnig ánægjulegt að fá
Kristin Sigmundsson í heimsókn,
en hann mun einna fyrst hafa
komið fram opinberlega á Sunnu-
dagstónleikum í Dómkirkjunni
fyrir nokkrum árum og vakti þá
verðskuldaða athygli áheyrenda.
Að undanförnu hefur Kristinn
sungið aðalhlutverkið í Rakaran-
um í Sevilla við góðan orðstír.
Forráðamenn Dómkirkjunnar
vilja hvetja fólk til að fjölmenna í
messuna á morgun kl. 14.00 til að
hlýða á mál Ævars R. Kvaran og
söng Kristins Sigmundssonr og
bregða sér síðan suður að Hótel
Loftleiðum og fá sér kaffisopa hjá
konunum í kirkjunefndinni.
óhætt er að mæla með kaffisop-
anum og ekki svíkur meðlætið.
Ævar R. Kvaran
Strætisvagn verður við Dóm-
kirkjuna að lokinni messu og flyt-
ur þá kirkjugesti að Hótel Loft-
leiðum, sem þess óska, og til baka
aftur.
Hjalti Guðmundsson
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Valgeir Guð-
jónsson á
vísnakvöldi
VÍSNAKVÖLD verður haldið 13.
mars á Hótel Borg kl. 20.30 á veg-
um Vísnavina. Valgeir Guðjóns-
son verður aðal gestur kvöldsins
og flytur frumsamið efni. Auk
þess koma Guðjón Guðmundsson
og Islandssjokkið fram, Þór
Sandholt les frumort ljóð og
Harpa Helgadóttir flytur eigin lög
og ljóð.
Rannsóknarþjónusta
Landspítala:
Tryggingar-
stofnunin
neitar greiðslu
reikninga
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
hcfur neitað greiðslu á reikningum
frá Landspítala fyrir rannsóknir,
sem unnar voru í þágu utanspítala-
sjúklinga. Heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið heimilaði gjaldtöku fyrir
þessar rannsóknir með bréfi dag-
settu 19. nóvember 1982, en sú
heimild var miðuð við ákveðið tíma-
bil. Stjórnarnefnd ríkisspítala ákvað
3. febrúar 1983 að stofna tækjasjóð,
sem fjármagna átti með tekjum af
þessari þjónustu út fyrir spítalann.
Tryggingastofnunin hefur hins vegar
ncitað greiðslu, þrátt fyrir heimild
heilbrigðisráðuneytis til gjaldtök-
unnar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins setur þessi neitun alvar-
legt strik í tækjakaupadæmi
Landspítala, viðhald og nauðsyn-
lega endurnýjun. Tvær milljónir
króna fengust af fjárlagafé til
tækjakaupa Landspítala 1983 sem
nægði til að leysa út tæki sem
vóru þegar komin til landsins um
áramótin 1982/1983. Ekkert fé
hefur fengist til að fjármagna
tæki sem vóru á forgangslista
tækjakaupanefndar spitalans
1983.
EIGNAÞJÓNUSTAN
FASTEIGNA- OG SKIPASALA
HVERFISGÖTU 98
(horni Ðarónstígs).
SÍMAR 26650—27380.
Opið í dag
1—3
Vantar sérhæð með bílskúr
helst í Kópavogi.
Vantar 3ja og 4ra herb. íbúð-
ir fyrir kaupendur sem eru búnir
að selja. Sterkar greiöslur.
Vantar góðar 5 og 6 herb.
íbuðir meö bílskúrum og góöu
útsýni, t.d. í lyftublokk. Mjög
fjársterkir kaupendur.
Nesvegur 2ja herb. íb. á 2.
hæð, mjög góð íbúð.
Laugavegur, 2ja—3ja herb.
ný innréttuö ibúö. Verð 1 millj.
Kríuhólar, 2ja herb. 75 fm
mjög góð íbúð á 4. hæð. Verð
1300 þús.
Ásbraut 3ja til 4ra herb. íb. á
1. hæð. Verð 1550 þús.
Orrahólar, 3ja—4ra herb.
íbúö á 2. hæö. Æskileg skipti á
íbúð með 4 svefnherb. Verð
1550 þús.
Álftahólar, góö 4ra herb.
ibúð á 3. hæð ásamt bílskúr.
Tvennar svalir. Verð 2 millj.
Hvannhólmi — einbýli,
196 fm ásamt innb. bílsk.
Möguleiki á tveim ibúðum.
Selás — einbýli, 189 fm á
einni hæð ásamt tvöföldum
bílskúr. Uppl. og teikningar á
skrifstofu.
Stórihjalli, 276 fm raöhús i
ákv. sölu. Verð 3,5 millj.
Einbýlishús í Mosfells-
sveit, til sölu eöa í skiptum
tyrir raðhús í Reykjavik.
Vantar allar atæröir og
geróir eigna á söluakrá
okkar. Skodum og verömet-
um þegar óakaö er.
Sölumenn Örn Scheving.
Steingrímur Steingrimsson.
Gunnar Þ. Arnason.
Lögm. Högni Jónsson, hdl.
Falleg lína
sem
fáir standast
MAXIS er burðarmikil og sterk samstæða.
Tilvalin sem skilrúm, þar sem MAXIS
er jafnfullkomin í bak og fyrir.
Með MAXIS má byrja smátt og byggja upp.
MAXIS er meiriháttar
K *:K
. i ' 31
AXIS
Hönnuóur Pétur B. Lúthersson.
SMIDJUVEGI 9 - SIMI 43500