Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 22

Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Unnt að auka lífe- líkurnar á öllum aldri eftir Earl Ubell Samkvæmt niðurstöðum þeirra er fólki ráðlegast að nota þrítugs- og fertugsaldurinn til að byggja sig upp til líkama og sálar og treysta sér sess í atvinnulífinu. A næstu tveimur áratugum á það að viðhalda því, sem það hefur byggt upp, og eftir sjötugt á það að hafa umframorku til að lifa góðu lífi. Ef fólk nýtir ekki manndómsárin til að byggja sig upp og gæta heilsunnar, eru auknar líkur á því, að ellin verði því illbærileg sökum veikinda og örkumla. Fólk á Vesturlöndum nýtur nú þegar ávaxta af framförum í læknavísindum og heilsuvernd, og á nú lengri og betri ævi en áður hefur þekkzt. Barn, sem fæddist á þriðja áratug þessarar aldar gat vænzt þess að lifa til 54 ára ald- urs. Nú má búast við því, að ný- fætt sveinbarn geti lifað góðu lífi fram á áttræðisaldur, en stúlku- barn á yfirleitt enn lengra líf fyrir höndum, því að konur lifa að jafn- aði sjö og hálfu ári lengur en karlmenn. En það sem er enn merkilegra, er, að fólk á níræðis- aldri getur búizt við að komast á tíræðisaldur og halda heilsu, og þetta er í fyrsta sinn í sögu mannsins, sem hann getur horft fram á svo langa og góða ævi. Þessi þróun hefur breytt sjón- armiðum margra, t.d. dr. Irvin Wright, sem er hjartasérfræðing- ur í New York. Hann segir: — Þegar ég var tvítugur, taldi ég að 35 ára menn væru gamlir. Þegar ég varð fimmtugur hélt ég að mað- ur væri búinn að vera við 65 ára ald^jr. Þegar ég varð 65 ára hélt ég að eg myndi ekki ná áttræðisaldri, en nú er ég áttræður og tveim ár- um betur og enn við beztu heilsu. Svo virðist sem hámarksaldur manna sé 110 ár. Afar fáir ná því marki. Hins vegar eru til frásagn- ir um fólk, sem hefur orðið eldra en 110 ára í Sovétlýðveldinu Grúsíu, en á það hefur ekki verið unnt að færa sönnur. Obbinn af körlum og konum á Vesturiöndum ná sjötugsaldri og jafnvel enn hærri aldri, ef þeir vita hvað bezt er að gera til að halda lífi og heilsu. Þrítugsaldurinn Fólk um tvítugt telur, að það sé ódauðlegt og ónæmt fyrir öllum sjúkdómum. Það þarf ekki lengur að óttast barnasjúkdóma, hættan , á krabbameini og hjartasjúkdóm- um er langt undan og yfirleitt er það þá við betri heilsu en nokkru sinni á ævinni. En samt eru ungl- ingsárin og árin fram yfir tvítugt mjög hættuleg. Á þeim aldri er drukkið stíft og ekið hratt. Á þeim aldri er kynlífið oft hömlulítið, fólk reykir, neytir fíkniefna og lendir í vandræðum. Aðeins fimmtungur þeirra sem deyja á þessum aldri verður sjúkdómum að bráð. Gríðarlegur fjöldi ung- menna lætur lífið í bílslysum, og fellur fyrir eigin hendi eða ann- arra á hverju ári. Það sem varast ber í fyrsta lagi of mikinn hraða í akstri og á lífsins vegi. Fólk þarf að nota bílbelti, því að það er ein helzta trygging þess að það geti haldið áfram ferðinni til elliára. Umferðarslys svipta konur og karla fleiri æviárum en nokkur dánarorsök önnur. Ástæðan er sú, að fleira ungt fólk en aldrað lætur lífið í bílslysum. Þegar tvítugur maður deyr, hverfa í einu vetfangi 50 ára lífslíkur, en látist fimmtug- ur maður, glatast einungis tuttugu ár. í öðru lagi er fólki á þrítugs- aldri hættara en öðru við skakka- föllum af völdum áfengis og fíkni- efna. Áfengissýki er almennari hjá ungu fólki en rosknu, en þar eð ungt fólk er yfirleitt vel á sig kom- ið líkamlega, finnur það ekki fyrir afleiðingunum fyrr en það er kom- ið á miðjan aldur. Sterk eiturlyf, svo sem heróín og kókaín, skaða líffærin eins og áfengið, þannig að þau ganga úr sér langt um aldur fram. Krabbameins í eistum og kyn- sjúkdóma verður oft vart á þrí- tugsaldri, því að fólk er oft taum- laust i kynlífi á þeim árum og hef- ur mök við marga. Ef fólk hefur tamið sér óheilsusamlega lifn- aðarhætti fram á þrítugsaldur, skiptir miklu máli að það söðli um sem fyrst. Eftir það verður stöð- ugt erfiðara að taka upp aðra hætti. Fertugsaldurinn Hnignun hefst á fertugsaldri. Vísindamenn á sviði öldrunarmála í Maryland hafa í aldarfjórðung rannsakað helztu liffæri manna á öllum aldri og komizt að þeirri niðurstöðu, að það fari að halla undan fæti eftir að þrítugsaldrin- um er náð. Á þessum árum hægj- um við yfirleitt á okkur og tökum síður áhættu en á þrítugsaldri. Við eignumst börn og önnumst þau, höslum okkur völl í atvinnu- lífinu og skipuleggjum framtíðina. En á þessum árum virðast margir vanrækja líkama sinn, og veitast örðugt að viðhalda styrk og krafti æskuáranna. Karlar safna á sig aukakílóum vegna þess að þeir stunda ekki líkamsæfingar, og konum gengur illa að halda kjör- þyngd vegna barnsburða. Hafi fólk haft slæmar matarvenjur fyrr á ævinni, heldur það þeim yf- irleitt á þessum árum og tekur nú að súpa af þeim seyðið. Konur neyta yfirleitt ekki nógu kalkauð- ugs matar. Karlar eru oft sólgnir í feitmeti, en það veldur æðaþrengslum. Margt bendir til, án þess þó að það sé sannað, að breyti fólk um mataræði á fertugsaldri og gæti þess að borða fitusnauðan og trefjaríkan mat, gæti það bægt frá hættunni af hjartasjúkdómum, krabbameini og öðrum sjúkdóm- um, sem herja á roskið fólk. Á fer- tugsaldri þarf fólk að hefja lík- amsæfingar, sem styrkja hjartað og bezt er að geta æft reglulega 20 mínútur á degi hverjum. Að öðr- um kosti má búast við þvi að hjarta og æðakerfi hrörni um 10% á hverjum áratug, en með æfing- um er hægt að hægja verulega á hrörnuninni. Fimmtugsaldurinn Þegar hér er komið sögu, nýtur fólk góðs af hollu mataræði og lík- amsæfingum fyrr á ævinni — eða sýpur seyðið af því að hafa van- rækt líkama sinn. Hafi fólk engar líkamsæfingar stundað fram að þessu, má búast við því, að bak- verkir taki að angra það. Karl- menn látast oft af hjartaáföllum áður en þeir verða fimmtugir. Á þessum aldri verður og krabba- meins vart. Konur fá brjóstkrabba og bæði kynin krabbamein í enda- þarm og lungu. Vilji fólk á fimm- tugsaldri eiga lengri ævi fyrir höndum, er því ráðlagt að borða fitulítinn mat, hætta að reykja og reyna á líkamann. Lyf, sem lækka blóðþrýsting, gætu komið að veru- legu gagni, ef illa horfir, en duga þó oft ekki ein sér nema skamma hríð. Mjög algengt er að þunglyndi þjaki fólk á fimmtugsaldri. Til eru lyf sem vinna gegn þunglyndi og koma að góðu gagni. Sálarástand manna hefur að öllu jöfnu mikil áhrif á líkamlega líðan, og þar getur skipt sköpum, hvort þeir eru ánægðir í starfi. Sextugsaldurinn Á þessum aldri er algengt að menn verði bráðkvaddir. Nú er komið að skuldadögunum hjá þeim sem hafa haft slæmar mat- arvenjur og drykkjusiði, reykt og ekki skeytt um að gera líkamsæf- ingar. Á meðal afleiðinganna má nefna lungnakrabba, hjartaáfall, lifrarsjúkdóma. Karlmenn á þess- um aldri þurfa oft að gangast und- ir skurðaðgerðir vegna kransæða- sjúkdóma og liggja á gjörgæzlu- deildum vegna alvarlegra hjarta- sjúkdóma. Körlum og konum er mjög hætt við krabbameini í ristli á þessum árum, þótt tíðni þess sjúkdóms sé minni á Vestur- löndum en annars staðar vegna þess að hér er meira um trefjaefni í mat en víðast hvar. Bæði karlar og konur ættu að fara í árlega ristilskoðun, en þar er hægt að greina krabbamein á frumstigi. Einnig er unnt að greina brjóstakrabba og legkrabba á frumstigi hjá konum, og því er bráðnauðsynlegt fyrir þær að fara reglulega í krabbameinsskoðun. Karlmenn þurfa að láta skoða blöðruhálskirtilinn árlega, því að algengt er að krabbamein hafi bú- ið þar um sig á árunum um og yfir fimmtugt. Sjötugsaldurinn og þar á eftir Ef menn hafa haft skynsamlega stjórn á sjálfum sér fram að sex- tugu — gætt hófs í mat og drykk, starfi og leik og stundað hollar líkamsæfingar, geta árin eftir sex- tugt verið mjög ánægjurík. Ýmsir hafa haldið því fram, að þá fari hættan á hjartaáfalli dvínandi, en það er ekki fullsannað. Hins vegar er bæði körlum og konum stöðug og vaxandi hætta búin af krabba- meini. Eina úrræðið sem völ er á til þess að sá vágestur nái ekki undirtökunum, er að fara í árlega krabbameinsskoðun, þannig að unnt sé að greina sjúkdóminn á frumstigi og sigrast á honum. Nýjar rannsóknir benda til þess að roskið fólk geti bægt krabba- Enginn maður er ódauðlegur, enda þætti fáum slíkt fýsilegt. En flestum finnst fýsilegt að lifa lengi, og staðreyndin er sú, að í flestum tilvikum getum við ráðið nokkru um það sjálf. Vísindamenn treysta stöðugt þekkingu sína á því, hvað fólk getur gert til að eiga lengra, heilsusamlegra og ánægjuríkara líf fyrir höndum. Hafa þeir komist að raun um, að sérhver áratug- ur ævinnar gefur okkur tækifæri til að vinna að þessu marki, en með mismunandi hætti þó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.