Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 37

Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 37 • Nefndarmenn hafa í viðræðum lagt sérstaka áherzlu á nýtingu hafnarsvæða, frágang og merkingu stiga, aukinn öryggis- útbúnað við hafnir og um borð í skipum, t.d. landganga og allan frágang við þá. • Leitað var samstarfs við hafn- arstjóra og hafnarverði og beðið um ábendingar og svör við fyrir- spurnum í ellefu liðum, auk þess sem skoðuð var úttekt í máli og myndum um frágang hafnar- mannvirkja sem gerð var 1978. ••Nefndarmenn telja nauðsyn- legt að að skipta verkefnum eftir landshlutum og heimsækja ýmsar hafnir, en hafa ekki fengið fjár- veitingu til að fullvinna umbeðið verk. Ráðherra lagði áherzlu á að nefndin lyki störfum sem fyrst og taldi koma til álita að Hafnar- málastofnunin legði út nauðsyn- legan kostnað. Hér er annað dæmi um þings- ályktun, viljayfirlýsingu Alþingis, sem náð hefur skemur eða gengur hægar fyrir sig vegna þess, að henni var ekki fylgt eftir af fjár- veitingavaldinu, þ.e. þeim, sem er að henni stóðu í atkvæðagreiðslu. Stuðningurinn er í orði en ekki fylgt eftir á borði. Þingmennirnir og embættismennirnir Hér hefur verið staldrað við tvær fyrirspurnir og tvær þings- ályktanir, sem varða mikilvæg mál sem eru verð umfjöllunar. Það getur verið gagnlegt að vekja athygli á máli með þessum hætti, fyrirspurn á þingi. Hinsvegar má ofgera á þessum vettvangi og veruleg fjölgun fyrirspurna hin síðari árin bendir til þess að svo sé. Umræður utan dagskrár og fyrirspurnir, sem geta átt rétt á sér, verða oft, vegna ofnotkunar þessa verklags, bragðlitlar og lit- lausar í vitund almennings. Fyrir- ferð þeirra tefur og fyrir megin- verkefni þingsins, löggjafarstarf- inu. Tillögur til þingsályktunar, sem oftast ganga út á það að þingið feli ríkisstjórn framgang eða rann- sókn eins og annars, geta verið gagnlegar sem viljayfirlýsing þessarar æðstu stofnunar þjóðfé- lagsins. Þegar slíkar þingsálykt- anir kosta fjármuni, án þess að fjárveiting á fjárlögum fylgi, eru þær á stundum „sýnd veiði en ekki gefin", ef nota má slíkt orðalag. Frumkvæði hins almenna þing- manns við löggjafarstarf hefur, því miður, farið minnkandi. Hann velur sér í æ ríkara mæli það verklag sem felst í fyrirspurnum til ráðherra um „vinsæl mál“ — og tillögum til þingsályktunar, sem fela ríkisstjórnum að setja nefnd í hitt og þetta. Ef allt frumkvæði í löggjöf færist yfir til ríkisstjórna, benda líkur til, að stafróf löggjaf- ans verði samið af embættis- mönnum hins margrædda „kerf- is“. Ábendingar sérhæfðs aðstoð- arliðs eru, ótvírætt, af hinu góða. En þjóðkjörnir þingfulltrúar eiga að ákveða stefnuna og ráða ferð- inni. Það er að vísu auðveldara að ganga niður í móti, en stundum er nauðsynlegt að vera brekkusæk- inn. 3. sæti 19 stig, 4. sæti 16 stig, 5. sæti 11 stig, 6. sæti 9 stig, 7. sæti 9 stig, 8. sæti 8 stig, 9. sæti 7 stig, 10. sæti 6 stig. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 6. mars hófst ný keppni Board a Match-sveita- keppni. Eftir þrjár umferðir eru þessar sveitir efstar: Sigmars Jónssonar 71 Sigrúnar Pétursdóttur 63 Guðrúnar Hinriksdóttur 57 Guðna Kolbeinssonar 57 Næsta þriðjudag verður gert hlé á keppninni í eina viku en þess í stað spilað við Bridgedeild Húnvetninga, í Drangey klukkan 19.30 stundvíslega. Bor útihurðir teak - fura Bílskúrshurðir f t Tilbúnar til afhendingar strax, biðjið um myndabækling. Vald Poulsen Suöurlandsbraut 10 Innréttingadeild 2. hæð. Túlípap? Við ræktum 'aukWom.nsa ^dsins. íullkomna .frskum og ssssaafi-________________ 5 átúlípönum'. ínterfk>ra Gróðurhúsinu við Sigtún: Simar 36770-8634 Metsölublad á hvetjum degi! » ro

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.