Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 44

Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Vanþakklæti í velferðarþj óðfélagi — eða lifir fimm manna fjölskylda í vellystingum af 12 þúsund kr.? Rœtt við Sigrúnu Sigurðardóttur, einstœða móður með fjögur börn TEXTI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR „Kins og mínum málum er nú komið sé ég bókstaflega ekki fram á neitt. Ég get ekki unnió úti vegna þcss að ég er meil fjögur börn á aldrinum 2—7 ára, stend í skiln- aði, og er háð foður mínum sem hefur hjálpað okkur með húsnæði og alls konar kostnaðarliði sem ég réði ekki við ella. Þeir peningar sem ég hef til ráðstöfunar nú, er 12.447,- krónur á mánuði og það þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá að það hrekkur skammt til að framfleyta fimm manna fjöl- skyldu.“ Þetta segir Sigrún Sigurðar- dóttir, 32ja ára gömul húsmóðir, búsett í Breiðholti. Eins og al- kunna er hafa orðið miklar og heitar umræður um kjör og stöðu einstæðra foreldra í kiöl- far samkomulags ASÍ og VSI og væntanlegs félagsmálapakka sem ríkisstjórnin er að ganga frá. Þar eru lægstu laun hækkuð um þúsund krónur eða þar um bil, mæðralaun með þremur börnum verða eftir hækkunina 5.869 krónur og barnabætur verða tekjutengdar. Það er að segja, bætt er við svokölluðum barnabótarauka, sem er tólf þús- und krónur fyrir hvert barn, með því skilyrði þó, að foreldri hafi 150 þúsund krónur eða það- an af minna í árslaun. Mætti því ætla að þessi barnabótaauki kæmi tiltölulega fáum að gagni. Meðlag og barnalífeyrir eru í pakka ríkisstjórnar og túlkunum ASÍ og VSÍ, talið sem tekjur for- eldris og skulu hækka úr um 1.600 krónum á mánuði í rétt tvö þúsund. Að margra dómi er frá- leitt að reikna meðlag/barnalíf- eyri á þennan hátt inn í kaup foreldris og til þess fallið að villa um fyrir fólki, því að meðlag/- barnalífeyrir er ekki tekjur for- eldris heldur hálfur framfærslu- eyrir barns og væntanlega ekki aðrir hópar tekjulægri á landi hér, jafnvel eftir þessa „bót“. Og í þessum umræðum öllum hefur umræðan ekki beinst að einum hópi, sem Sigrún Sigurðardóttir er til dæmis í: þ.e. einstæðir for- eldrar, sem vegna ómegðar kom- ast alls ekki út á vinnumarkað- inn. Hún segir „Ég stend í skilnaði um þessar mundir, en var gift í sjö ár, þar af bjuggum við nokkur ár úti í Svíþjóð^ Þegar ég kom heim flutti ég inn til föður míns, sem er ekkjumaður. Hann varð síðan að stækka við sig þegar hann tók inn til sín fimm manna fjöl- skyldu og festi kaup á raðhúsi í Breiðholti og þar búum við nú saman öll. Ég greiði föður mín- um upp í húsaleigu 5.000.- krón- ur á mánuði, sem er auðvitað fáránlega lág upphæð og hrein- asti lúxus fyrir mig. Faðir minn hefur lagt á sig mikla vinnu til að hjálpa mér og ég kem ekki auga á hvernig okkur hefði reitt af ef hann hefði ekki getað hjálpað okkur. Eitt af börnum mínum er öryrki og mikill las- leiki hefur herjað á yngsta barn- ið. Meðal annars þess vegna hef- ur verið óhugsandi að ég gæti komist út að vinna í bráð og lengd. Ég kysi sjálf líka að vera heima hjá börnum mínum þegar þau eru svona ung, en ég vildi geta boðið þeim betra. Ég leitaði á náðir Félagsmálastofnunar- innar og fékk frá því í vor fjögur þúsund krónur á mánuði meðal annars til að greiða af þvottavél sem ég hafði ekki átt. Hjá Félagsmálastofnuninni eru menn að því er virðist, mjög heilsulausir og er afar erfitt að ná í menn vegna veikindafor- falla. Þessi veikindi tefja líka að mál séu tekin fyrir. Ég bað t.d. um aðstoð vegna tannviðgerða yngsta barnsins en var sagt að ekki væri hægt að lofa neinu og gafst upp á því að vera stöðugt að eltast við fólk sem aldrei var í kallfæri. Það telst varla munað- ur með fjögur börn á svo ungum aldri. Auk þess hefur læknis- kostnaður verið afar hár og hugsi maður til að fara að vinna úti verður náttúrulega að tryggja gæslu fyrir börnin og það kostar sitt. Satt að segja er ég full örvæntingar yfir því hvernig að öllu er búið. Er frá- leitt að foreldri með ung börn geti átt rétt á tekjutryggingu í ákveðinn tíma? Ég er ekki að meina einhverja aðstoð, sem veitt er af Félagsmálastofnun, heldur að maður hefði rétt til þess og þyrfti ekki að líta á það sem ölmusu. Mér finnst það verðugt verkefni að vinna heima og ala upp börnin mín, en við þessar aðstæður verður þetta ólýsanlega erfitt. Og ég fæ ekki séð að neinar stórbreytingar séu í vændum, þó svo að þær hækk- anir sem hátt er nú talað um af ýmsum komi til framkvæmda. Sigrún heldur heimilisbókhald og til að menn geti áttað sig á stöðu hennar, einstæð móðir með fjögur ung börn, getum við litið á dæmið. Það skal tekið fram að hún reiknar meðlög til tekna af illri nauðsyn og eitt af börnum hennar er á örorkubót- um. Sigrún hefur ekki fengið greiddan lífeyri frá fyrrverandi manni sínum. Febrúar 1984. Tekjur. Meðlag 6.460,- Mæðralaun 3.619,- Barnaörorka 2.368.- Samtals 12.447.- Febrúar 1984. Gjöld. Húsaleiga 5.000,- Sími 1.500,- Rafm./hiti 3.000.- Afb. af tannviðg. 8.210,- Skólagj. 700.- Þvottav. 1.500,- Meðul/læknissk. 2.000,- Matvæli/hreinl.v. 14.000.- Samtals 35.910.- þúsund króna lágmarkslaun. Og missti þar með rétt til fullra barnabóta, að minnsta kosti um 6,67 prósent ef ekki meira. Þá gæti dæmið litið út eitt- hvað á þessa leið: Mismunur í mínus er 23.463.-. Þess skal getið að liðurinn tannviðgerðir er tilkominn af því, að yngsta barnið var mjög veikt af eyrnabólgu á fyrsta ári og varð þá að vera á lyfjum, sem valda mjög miklum tann- skemmdum. Þegar mæðralaun og meðlag hafa hækkað eins og ætlunin er, verður meðlag á mánuði fyrir öll börnin fjögur um 7.800.- krónur og mæðralaunin 5.869.-. Þó hækkun yrði — sem mun ugg- laust verða einhver — á upphæð barnaörorkubóta, hefur Sigrún handa á milli í hverjum mánuði sem svarað gæti um 15—16 þús- und krónur. „Það er engin ástæða til að vanþakka neitt," segir hún. „En ég held ég geti ekki kallazt van- þakklát manneskja þótt ég sjái ekki fram á að það verði nein breyting á högum mínum og barnanna. Ef föður míns og hans mikla vinnuframlags, mest í okkar þágu, nyti ekki við, hvar værum við þá stödd?" Færi nú Sigrún, þrátt fyrir allt út að vinna fengi hún vænt- anlega þessi eftirsóttu rúmu tólf Mars 1984. Tekjur. Laun 12.500,- Meðlag 7.800.- Mæðralaun 5.869.- Samtals 26.169.- mLii**: Gjöld. 5.000.- Ljós/hiti/símí 4.500.- Afb. þvottav. 1.500.- Tannl. 8.210.- Meðul/læknissk. 2.000.- Strætisv.gj. 1.000,- Matvæli 10.000.- Barnagæzla 7.600,- Samtals 39.810,- Það skal tekið fram að upp- hæð barnaörorkubóta lá ekki fyrir en þar gæti væntanlega verið um nokkra hækkun að ræða. Eins og vænta má er ekki gert ráð fyrir neinum útgjöldum vegna fatnaðar, hvorki á móður né börn, né heldur óvæntum út- gjöldum af neinu tagi, að ekki sé minnst á skemmtanir. Og sé deilt í töluna 26.169,- með þeim fimm sem af þessari upphæð þurfa að framfleyta sér koma röskar fimm þúsund krónur í hlut hvers, þ.e. um 166 kr. á dag. Skyldu verkalýðsleiðtogar, hugsjónaríkir framkvæmda- stjórar, pólitíkusar, að ekki sé nú minnst á leiðarahöfunda, telja sig vel setta með það? Að ekki sé náttúrulega farið út í að velta fyrir sér því óhemju álagi sem slíkt útheimtir. f okkar hug- þekka velferðarríki nú um stundir er þetta staða fjöl- skyldna sem hér um ræðir. Oftar en ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.