Morgunblaðið - 18.03.1984, Síða 5

Morgunblaðið - 18.03.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984 5 Glugginn kl. 20.50: Ballett, myndlist, tón- list, leiklist og kvikmynd Glugginn verður á dagskrá sjón- varpsins í kvöld kl. 20.50 og er um- sjónarmaður hans að þessu sinni Sveinbjörn I. Baldvinsson, en þetta er síðasti Glugginn sem hann sér um. í þættinum verða sýnd dans- atriði úr „Öskubusku", ballettin- um sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir og rætt er við Ás- dísi Magnúsdóttur sem dansar aðalhlutverkið, Öskubusku sjálfa. Rætt verður við Völu Jónsdótt- ur um nýja strauma og viðhorf í myndlist og brugðið verður upp myndum af verkum nokkurra ungra íslenskra myndlistar- manna. Þá verður hljómsveitin Pax vobis kynnt og flutt atriði úr sýningu vorkvenna Alþýðuleik- hússins, „Undir teppinu hennar ömmu“ eftir Nínu Björk Árna- dóttur. Einnig verður rætt við Ingu Bjarnason leikstjóra „tepp- isins“. Erlendur Sveinsson forstöðu- maður Kvikmyndasafns íslands kemur til viðtals um kvikmynd sem Loftur Guðmundsson ljós- myndari tók árið 1944. Sýnd verða atriði úr myndinni, sem nú hefur verið endurgerð og verður sýnd almenningi á næstunni. Nígeríu- flug Arnar- flugs ligg- ur niðri Málin munu skýrast á næstu dögum, segir Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri „MÁLIN munu skýrast á næstu dögum, en þeir aðilar sem við eigum viðskipti við, eins og reyndar fleiri í Níg- eríu, eiga í erfiðleikum með að fá gjaldeyrisyfirfærslu til að standa í skilum við aðila er- lendis,“ sagði Agnar Friðriks- son, framkvæmdastjóri Arnar- flugs, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvort félagið væri hætt flugi í Níg- eríu. „Þessi staða er hins vegar ekki ný af nálinni í Nígeríu. Þarlendir aðilar hafa iðulega átt í erfiðleik- um með að standa í skilum á rétt- um tíma, m.a. við íslenzka aðila, sem átt hafa við þá viðskipti. Það er hins vegar rétt að taka fram, að um fyrirframgreiðslu er að ræða, þannig að nú er verið að ræða um greiðslu fyrir marzmánuð," sagði Agnar ennfremur. Flug félagsins mun liggja niðri þar til niðurstaða fæst í málið. Aðspurður sagði Agnar að samningur félagsins við Líbýu- menn hefði runnið út um mánaða- mótin. „Samningaviðræður um áframhaldandi flug standa nú yfir og munu þau mál væntanlega skýrast á næstunni. Boeing 707-þota félagsins hefur hins veg- ar verið í stöðugu flugi fyrir aðila í Evrópu og verður væntanlega áfram, en samningar eru þar í burðarliðnum." Um frekari verkefni á erlendum vettvangi sagði Agnar Friðriks- son, að samningaviðræður stæðu nú yfir við nokkra aðila, m.a. í Evrópu, bæði um farþega- og vöruflug. Loks var Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, inntur eftir því hvernig áætlunar- flug félagsins milli ísland og Evr- ópu gengi. „Flutningar hafa verið mun meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona það sem af er árinu. Við vorum með um 50% aukningu farþega í janúar, yfir 100% aukn- ingu í febrúar og ef litið er á far- þega og bókanir í marz, þá er aukningin þegar um 60% frá fyrra ári. Við þetta bætist svo sú já- kvæða þróun, að við fáum stöðugt fleiri farþega, sem eru fullborg- andi, sérstaklega erlendis frá.“ ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 Kynnir: Magnús Axelsson. Stjómandi: Sigurður Haraldsson. Verð kr. 70 fyrir börn yngri en 12 og kr. 130 fyrir fullorðna. Sjá einnig auglýsingu um Ferðaveislu í Súlnasal á sunnudagskvöld. Samvinnuferdir - Lartdsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ara éO50 Stórglœsileg Hollandshátíð! Fjöldi góðra gesta frá Hollandi kemur með ýmislegt spennandi í pokahorninu, og íslenskir skemmtikraftar láta ekki sitt eftir liggja. í anddyrinu verða settir upp spéspeglar, lírukassaleikari sér um tónlistina, tréklossasmiður og gamaldags ljósmyndari verða að störfum, og allir íá pönnukökur sem hollenskur bakari bakar á staðnum. ★ Inni í sainum verður teiknimyndasýning á stóra tjaldinu. ★ Aíhent verða ókeypis bingóspjöld og allir taka þátt í glœsilegu íerðabingói þar sem aðalvinningurinn er að sjálísögðu dvöl í sœluhúsi í Hollandi íyrir alla fjölskylduna. ★ Allir taka þátt í nýstárlegum leikjum. ★ Bamaleikhúsið Tinna sýnir Nátttröllið - bráðskemmtilegt barnaleikrit. ★ Steini og Olli (Magnús og Ómar) mœta, og aldrei að vita hvað þeim dettur í hug. ★ Trúðurinn Skralli (Aðalsteinn Bergdal) leikur við krakkana. ★ Allir fá sœlgœti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.