Morgunblaðið - 18.03.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.03.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984 7 HUGVEKJA eftir séra Guðmund Óskar Ólafsson „Ég er manneskja“ 2. sunnud. í föstu „hvað viltu að ég gjöri fyrir þig? ... að ég fái sjón mína (Mk. 10:51) Það muna eflaust margir eftir kvikmyndinni Fílamaður- inn, sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. Hún segir frá vanskapningi, sem var svo ógnarlega afmyndaður að fólk veinaði af skelfingu er það sá hann. Maðurinn var hafður til sýnis, svo að áhorfendur gætu hryllt sig og lifað spennu viðbjóðsins og hann var barinn og hæddur, allt þar til hann komst í kynni við mann, sem tók hann að sér og lét sér annt um hann. En þá loksins fékk fílamaðurinn málið, aldrei áð- ur hafði hann þorað að tala. Það kom nú í ljós að hann kunni 23. sálm Davíðs utan- bókar: „Drottinn er minn hirð- ir, mig mun ekkert bresta." Undir lokin þegar hann á skammt eftir ólifað, þá segir hann við velgjörðamann sinn: „Lífið er indælt, þegar maður er elskaður." Einu sinni var sú tíð, að þeir sem voru öðruvísi en gengur og gerist voru geymdir í hornun- um. Það varð eitt sinn fyrir augum mínum sjúklingur á Kleppsspítalanum, sem hafði verið geymdur í rimlabúri úti í skemmu heima hjá sér, þar hafði hann kalið svo illa að það vantaði á hann tær og suma fingurna. Holdsveikir voru i eina tíð reknir í afkima, blind- ir og aðrir skynskertir voru oft slíkar hornrekur að vesöldin og afskiptaleysið voru þeirra eina vísa hlutaskipti. Já, þeir hafa verið margir fílamenn- irnir, sárir og hrjáðir, sem sagan geymir. Og þó að sem betur fer tíminn sé orðinn á ýmsa grein annar en var, þá þurfum við tæpast að leita langt út í heim til að finna hugsunarhátt, sem lítur þann smáum augum, sem atgerfi skortir á einhvern veg, miðað við fjöldann. Þegar fílamaður- inn var aðþrengdastur og gerð- ur var aðsúgur að honum á alla vegu hrópaði hann í ör- væntingu sinni: „Ég er mann- eskja." Hver er manneskja? Hvað sker úr um það, hver telst mennskur eða ekki? Ræður það úrslitum hvort gengið er á tveimur fótum jafn löngum, hvort þú heyrir með báðum eyrum, eða hvort þú ert jafn fagur ásýndum og granninn? Hvert er hið kristna svar? Svarið er m.a. í orðum guð- spjallsins, sem hér er vitnað til í dag: Manneskja, er vera, sem Guði er annt um. Hann elskar hana ekki vegna fegurðar eða góðleika, heldur af því að það er eðli hans að bera hana fyrir brjósti, hvort sem hún er lýtt eða ljómandi kórrétt fyrir aug- um manna. Já, hvort sem þessi vera er yndisleg eða afskræmd ytra eða innra, þá er hún fögur af því að Guð gerir hana fagra, sér hana sem slíka og ann henni. Það er frá þessari vit- und í mannlegu hjarta, sem komin er sú líknarlund, sem hefur skilað okkur þangað sem við höfum náð í miskunnsemi og hollustu við fólk, hvernig sem það er að gerð og gæðum. En stundum eru þau teikn á lofti að menn fer að gruna að við séum einnig komin svo langt í sjálfsáliti og sjálfs- dýrkun að verða fátækari en beiningamaðurinn, sem sat við veginn til Jeríkó forðum. Hann hafði heyrt að Jesús færi um þann veg. Við getum orðið svo fátæk að vita hvergi um ferðir þess manns og farið að álíta að okkur sé sjálfgefin í brjóstið samúðin og samhjálpin við þá, sem smátt mega sin. En sagan kennir annað, bróðurkenndin við fílamanninn var ekkert eðlilegt viðbragð, heldur hitt að telja hann dýr, sem best væri að skemmta sér við eða í besta falli að láta sig engu varða. „Lífið er indælt ef mað- ur er elskaður", sagði hinn þjáði. Hvaðan tókum við það í arf að við ættum að elska þann, sem við ekki þurfum á að halda, þann sem okkur ekki líkar við, eða þann, sem ekkert gagn er að, sem við þurfum ekki að umgangast og lítur kannski ekki út fyrir að vera manneskja? Veistu um aðra uppsprettu arfsins en þessi orð: „Þú skalt elska Drottin Guð þinn og náunga þinn eins og sjálfan þig? En þessum arfi er unnt að glata, það gæti orð- ið veruleiki, sem unga reyk- víska skáldið kveður og kallar 5. guðspjallið: „Það var myrk- ur — ég kom og kveikti ljósið og kvaddi mér hljóðs — og ég opnaði augu ykkar — svo slökkti einhver ljósið á ný — og það er myrkur." Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu." Bartímeus blindi reyndi það. Hann nam staðar við hlið hans, þessi maður, sem birti Guð á jörðu, sem birti að það er ekki sérskapað vel útlitandi kyn, sem hann elskar, heldur manneskjan gölluð og blind, sem er barnið hans, sem hann vill öllu kosta til að bjarga. Hann vill bjarga henni og festa það í hennar sjúka hjarta, að hendur og hugar- megn eigi að brúka til þe'ss að hlúa að og græða í stað þess að hæðast að og skelfa. Þegar þetta týnist, þegar Guð hættir að tala inn í líf okkar og vitund þá er að koma myrkur á ný, þá hættum við fyrst að vera mennsk. Jesús sagði við Bartímeus: „Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig?“ Og hann svaraði: „Að ég fái sjón mína." Og það varð. Ennþá gerast þau stórmerki fyrir Guðs skuld, sem enginn fær skilið, hvort heldur þau gerast svo skjótt og torráðið, sem á augum Bartímeusar, eða það verður fyrir þá þekking og mannlega snilld, sem Guð hef- ur gefið þeim að heyja sér og beita, sem lækningar stunda. Aðrir ganga ævina út með bága sinn en eignast samt þá kennd innra að geta mælt: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta." Og það kraftaverk er óslitið allt frá hliðum Jeríkó þar sem Jesús gekk um, að kynslóðirnar hafa heyrt þessi orð snúa að sér: „Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig?“ Og bænirnar hafa stigið: Að ég fái meina bót, að ég fái séð hvert för minni er heitið, til hvers ég hrærist og lifi og hver er meiningin með sporum mínum, heill og hnökrum á göngunni og hvað það þýðir að vera manneskja. Það er ég sannfærður um að hver sá, sem les þessar línur hefur einhvern tíma á fyrr- greindan veg hlustað og spurt og verið í ýmsum atvikum dag- anna eins og beiningamaður í tötrum með tilliti til þess, hvað við megnum smátt í mörgu sem kemur í ljós í dag- anna rás. Fílamaðurinn er nefnilega ekki bara píslar- barnið einstæða, hann er líka þáttur í okkur öllum, brot af þeirri mannveru, sem þjáist, ef að hún á engan að, sem ber hana fyrir brjósti, þegar eymsli ára og daga bregða skugga á yndið allt. Glataði sonurinn, blindi maðurinn, hinn líkþrái, lamaði og skerti á einhvern veg, við þekkjum slík nöfn og áttum okkur kannski ekki á því að við gætum öll borið þau með réttu, því við erum í rauninni ekkert nema ofur smá korn í blindum leik, nema fyrir það eitt að augun opnist fyrir því að við erum elskuð eins og við erum og að við hvílum í varðveislu þess Drottins, sem gerir ekki upp á milli barna sinna hvernig sem þau líta út. Og þegar ljós þess- arar vitundar kviknar innra með manneskju af því að mað- urinn frá Nasaret hefur farið um veg og snortið, þá er það ekki minna kraftaverk, en þeg- ar blind augu greina ljós og nótt frá degi. ÐSTOÐ VERÐBRÉFA- IDSKIPTANNA Sparifjareigendur! RÍKISVÍXLAR Ný tegund af skammtímafjárfestingu sem ríkis- sjóður gefur út til 3ja mán. Tilboöum þarf að skila fyrir kl. 14 nk. mánudag 19. marz. DÆMI UM HUGSANLEGA ÁVÖXTUNARKRÖFU RÍKISVÍXLA Tilboðsmat: 1 stk. ríkisvíxill Nafnverö kr. 50.000. Verðbólgustig nú Áhætta vegna verðbólgu Raunávöxtunarkrafa Samtals ávöxtunarkrafa Gengi 94,97 Kaupverð víxils 12% p. ár 5% p. ár 5,08% p. ár 22,94% p. ár kr. 47.484,00 Til samanburðar er ávöxtun eftirtalinna sparnaðarkosta sem hér segir: Ríkisvíxlar (Dæmi VF) 22,94% p. ár Alm. sparisjóösreikn. 15% p. ár Sparisj.reikn. 3 mán. 17,7% p. ár Sparisj.reikn. 12 mán. 19,9% p. ár Ennfremur: Vanskilavextir 30% p. ár Yfirdráttarvextir Ríkissjóös hjá Seðlabanka 19,3% p. ár Verðbréfamarkaður Fjárfestingafélagsins mun gera tilboö í ríkisvíxla fyrír hönd viðskiptavína sinna. Þeir aðilar sem vilja notfæra sér þá þjónustu hafi samband við VF ffyrir kl. 12 nk. mánudag 19. marz. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA | 19. mars 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Ár-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávöxtun- arkrafa Dagafjöldi til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. í Se ðlab 5.02.84 1971-1 15.107,96 5,30% 1 ár 176 d. 1972-1 13.786,02 5,30% 1 ár 306 d. 1972-2 11.238,53 5,30% 2 ár 176 d. 1973-1 8.545,83 5,30% 3 ár 176 d. 1973-2 8.211,61 5,30% 3 ár 306 d. 1974-1 5.366,42 5,30% 4 ár 176 d. 1975-1 4.002,39 Innlv. i Seðlab. 10.01.84 1975-2 3.021,25 Innlv. i Seðlab. 25.01.84 1976-1 2.877,97 Innlv. í Seölab. 10.03.84 1976-2 2.273.74 Innlv. í Seðlab. 25.01.84 1977-1 2.122,16 Innlv. í Seðlab. 25.03.84 1977-2 1.740,96 5,30% 171 d. 1978-1 1.438,89 Innlv. í Seðlab. 25.03.84 1978-2 1.112,24 5,30% 171 d. 1979-1 951,45 Innlv. í Seðlab. 25.02.84 1979-2 722,74 5,30% 176 d. 1980-1 606,21 5,30% 1 ár 26 d. 1980-2 468,15 5,30% 1 ár 216 d. 1981-1 400,69 5,30% 1 ár 306 d. 1981-2 297.07 5,30% 2 ár 206 d. 1982-1 280,47 5,30% 342 d. 1982-2 207,83 5,30% 1 ár 192 d. 1983-1 160,22 5,30% 1 ár 342 d. 1983-2 103.15 5,30% 2 ár 222 d. 1974-D 1.063,90 Innlv. i S sðlab. 20.03.84 1974-E 3.600,88 5,50% 252 d. 1974-F 3.600,88 5,50% 252 d. 1975-G 2.362,30 5,50% 1 ár 252 d. 1976-H 2.187,49 5,50% 2 ár 11 d. 1976-1 1.706,39 5,50% 2 ár 251 d. 1977-J 1.539.73 5,50% 3 ár 12 d. 1981-1. fl 320,37 5,50% 2 ár 42 d. Veðskuldabréf — verðtryggð Sölugengi m.v. Nafnvextir Ávöxtun umtram 2 afb. á ári (HLV) verötr. 1 ár 95,69 ?Vfc% 8,75% 2 ár 92,30 2’4% 8,88% 3 ár 91,66 3’4% 9,00% 4 ár 89,36 3%% 9,12% 5 ár 88,22 4% 9,25% 6 ár 86,17 4% 9,37% 7 ár 84,15 4% 9,50% 8 ár 82,18 4% 9,62% 9 ár 80.24 4% 9,75% 10 ár 78,37 4% 9,87% 11 ár 76,51 4% 10,00% 12 ár 74,75 4% 10.12% 13 ár 73,00 4% 10,25% 14 ár 71,33 4% 10,37% 15 ár 69,72 4% 10,49% 16 ár 68,12 4% 10,62% 17 ár 66,61 4% 10,74% 18 ár 65,12 4% 10,87% 19 ár 63,71 4% 10,99% Í20 ár 62,31 4% 11,12% Veðskuldabréf óverðtryggö Sötug.m/v 1 afb. á ári 14% 16% 18% (Hlvj 21% 1 ár 87 88 90 91 92 2 ár 74 76 78 80 81 3 ár 63 65 67 69 70 I 4 ár 55 57 59 62 63 5 ár 49 51 54 56 57 Hlutabréf Hlutabréf Eimskips hf. óskast í umboössölu. Daglegur gengisútreikningur Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik Iðnaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.