Morgunblaðið - 18.03.1984, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
Gönguferð í stigum sjúkrahússins er einn þáttur endur-
haefingarinnar. Hér eru þeir að leggja í’ann Guðmundur
Á. Björnsson, Sveinn Skaftason og Aðalsteinn Eiríks-
son.
Sjúkraþjálfarinn leggur sjúklingunum lífsreglurnar áð-
ur en haldið verður heim. Sveinn Skaftason, Guðmund-
ur Á. Björnsson, Aðalsteinn Eiríksson og Gísli Jónsson
hlýða á með andakt.
„Fannst mér ég
byrja nýtt líf
á öðrum degi“
Rætt við hjartasjúklinga á Bromton-
sjúkrahúsinu, sendiherrann í Lundúnum
og sóknarprestinn á Stóra- Bretlandi
LENGI hafa íslenzkir hjartasjúklingar feng-
ið bót meina sinna á sjúkrahúsum í Lundún-
um, meinum, sem ekki hefur verið hægt að
vinna bug á hér heima. Allflestir þeirra
koma aftur heim eftir árangursríka aðgerð
og stuttan tíma til að byrja nýtt líf. Byrja að
nýju í nánast sömu sporum og þeir voru áður
en sjúkdómurinn fór að þrengja að þeim.
Lengi hefur þetta fólk notið frábærrar um-
önnunar enskra heilbrigðisstétta og síðast
en ekki sízt ómetanlegrar aðstoðar þeirra
íslendinga búsettra í Lundúnum, sem helgaö
sig hafa þeim starfa. Þar er helzt að minnast
Önnu Cronin, sem helgað hefur sig aðstoð og
líkn þessa fólks um árabil og nýráðins sendi-
ráðsprests, séra Jóns A. Baldvinssonar.
Anna Cronin lætur nú af störfum í kjölfar
ráðningar Jóns og hafa íslenzk stjórnvöld
ákveðið að heiðra hana meö því að veita
henni heiðurslaun, 1.000 pund á ári. Þeir
sjúklingar, sem undirritaður hefur rætt við
vegna þessa, eru á einu máli um að störf
þeirra Jóns og Önnu séu og verði ómetanleg.
Undirritaður var á ferð í Lundúnum fyrir
skömmu og átti þá þess kost að kynnast
störfum þessa fólks og heyra viðhorf sjúkl-
inga og sendiráðsins við ferðum íslenzkra
hjartasjúklinga þangaö. Fara hér á eftir við-
töl við sjúklinga, sendiherrann, Einar Bene-
diktsson, og sendiráðsprestinn, séra Jón A.
Baldvinsson. Morgunblaðið hefur áður birt
viðtal við Önnu Cronin. HG
Get kannski farið
að draga golfkerr-
una fyrir konuna
það gat ég ekki áður, segir
Guðmundur Á. Björnsson
„ÞAÐ hefur allt gengið svo miklu
betur en maður þorði að vona og
móttökur hér og þjónusta hafa verið
með miklum ágætum. Þetta er miklu
léttara en ég bjóst við og því finnst
mér engin ástæða fyrir væntanlega
„kandídata” að vera hræddir. Hér
er ekkert hægt að setja út á, meira
að segja maturinn er góður og and-
rúmsloftið mjög frjálslegt. Við köll-
um sjúkrahúsið oftast hótelið okkar
á milli,“ sagði Guðmundur Á.
Björnsson frá Reykjavík.
„Mér finnst það nauðsynlegt
fyrir fólk, sem gengur í gegnum
þetta, að njóta aðstoðar sendi-
ráðsprestsins við undirbúning
ferðarinnar, aðstoð meðan á henni
stendur og skipulagningu heim-
ferðarinnar. Þá er gott að hafa
nána ættingja með sér, í því felst
mikið öryggi. Þá hefur það mikið
að segja hve margir íslendingar
eru hér og hve mikil samstaða er
meðal þeirra.
Nauðsyn aðstoðarmanna og
sendiráðsprestsins er svo mikil, að
Tryggingastofnun ætti tvímæla-
laust að kosta ferð aðstoðar-
mannsins hingað og tryggja það
fyllilega, að starf séra Jóns falli
ekki niður.
Mér finnst ég hafa byrjað nýtt
líf strax á öðrum degi. Ég get
kannski farið að draga golfkerr-
una fyrir konuna, það var ekki
möguleiki fyrir mig áður,“ saeði
Guðmundur Á. Björnsson. HG
Guðmundur Á. Björnsson ásamt konu sinni, Sigríði Flygenring, og dóttur
sinni, Bryndísi.
„Ævintýri líkast að fylgjast með
árangrinum og framförunum"
segir séra Jón A. Baldvinsson
„ÉG VAR sendur hingað í júlí síðast-
liðnum til reynslu í 6 mánuði og nú
hefur verið ákveðið, að áfram skuii
vera prestur við sendiráðið hér, sér-
staklega til aðstoðar sjúklingum auk
annarra prestsstarfa.
Upphaf þessa má rekja allt aft-
ur til ársins 1982. Hvatamaður
þessa var séra Jónas Gíslason,
lektor. Hann kom hingað í upp-
skurð þá, en hann var meðal ann-
ars fyrsti sendiráðspresturinn í
Kaupmannahöfn. Hann fann
nauðsyn þess, að sama þjónusta
væri veitt hér og þar, en á hans
tíma var talsvert um það, að sjúkl-
ingar væru sendir til Kaupmanna-
hafnar. Þrátt fyrir að Anna Cron-
in hefði starfað hér með miklum
ágætum í mörg ár, fannst honum
nauðsynlegt að starfsmaður
Tryggingastofnunar, prestur, væri
í beinum tengslum við sendiráðið
og gæti það auðveldað honum
störfin," sagði séra Jón A. Bald-
vinsson, sóknarprestur í Stóra-
Bretlandi, er blm. Morgunblaðsins
ræddi við hann um embætti hans
fyrir skömmu.
Aöstoð Einars Benedikts-
sonar ómetanleg
„Jónas Gíslason ræddi þessa
hugmynd sína við ráðmenn heima.
Þeir tóku henni mjög vel og var þá
haft samband við mig vegna þess
að ég hafði lært í þessum efnum í
Edinborg áður, meðal annars
þjónustu við sjúklinga. Fram-
kvæmdin dróst hins vegar á lang-
inn og það var fyrst síðastliðið
vor, sem tilraunin var ákveðin.
Henni er nú lokið og ákveðið er að
halda mér hér áfram, ekki sízt
fyrir ákveðna framgöngu Einars
Benediktssonar, sendiherra. Hann
hefur bæði veitt mér alla aðstöðu
og aðstoð, sem hægt er að hugsa
sér og hefur það reynzt ómetan-
legt. Alþingi samþykkti rétt fyrir
síðustu jól að veita fé til þessa
starfa. Sjúkraflutningarnir hafa
verið kveikjan að því, að þetta er
orðið að raunveruleika, en þeira
hafa farið mjög í vöxt á undan-
förnum árum. Sem dæmi má
nefna að 1982 komu hingað tæp-
lega 100 sjúklingar, í fyrra 160 og
búizt er við rúmlega 200 í ár, fari
svo sem horfir.
Öðrum þræði starfsmaður
Tryggingastofnunar
Starf mitt felst aðallega í því, að
greiða götu þessara sjúklinga og
aðstoðarmanna þeirra og öðrum
þræði er ég því starfsmaður
Tryggingastofnunar. Starfið hefst
gjarnan áður en sjúklingarnir
koma, því þeim og aðstoðar-
Séra Jón A. Baldvinsson á skrifstofu
sinni í sendiráðinu.
mönnum þeirra þarf að útvega
húsnæði og fleira áður en þeir
koma á staðinn. Oft hefur upplýs-
ingaskortur heima gert þessu fólki
erfitt fyrir, en það hefur lagazt
verulega með tilkomu Félags
hjarta- og æðasjúklinga, en það
myndar fólk, sem gengið hefur í
gegnum slíkar aðgerðir. Þegar
sjúklingar og fylgdarmenn þeirra
koma á flugvöllinn hér, þarf að
taka á móti þeim, því þeir eru mis-
munandi hressir og oft á tíðum
gjörsamlega ókunnugir í borginni.
Eftir að þeim hefur verið komið á
áfangastað þarf síðan að aðstoða
bæði sjúklinga og fylgdarmenn á
ýmsan hátt meðan á dvölinni
stendur. Þess vegna hef ég mikið
samband við sjúkrastofnanir hér
Inga Huld Markan, söngstjóri og
organisti, gefur tóninn.
og er milligöngumaður milli
þeirra og stofnana heima á fs-
landi. Að lokinni sjúkravistinni
þarf síðan að gæta þess, að sjúkl-
ingar komizt heilu og höldnu út í
flugvél og gæta þess, að þar verði
hugsað um þá eins og þörf er á. í
því sambandi hefur samstarfið við
starfsfólk Flugleiða verið með
ágætum.
Sóknarprestur í
Stóra-Bretlandi
Fyrir utan þetta, sem reynzt
hefur aðalstarfið, er ég svo auðvit-
að starfandi sendiráðsprestur og
fæ því oft til meðferðar mál af því
tagi, sem upp koma við sendiráð,
þarf að leysa úr ýmis konar vand-
kvæðum fólks. Síðan er ég safnað-
arprestur íslendinga hér og hef
fengið nafnbótina sóknarprestur í
Stóra-Bretlandi og hér hefur í
raun verið stofnaður íslenzkur
söfnuður og kosin sóknarnefnd, þó
löggilding hafi ekki fengizt. Sókn-
arnefndina skipa Vigdís Pálsdótt-
ir, sendiráðsritari, formaður, en
hún var eitt sinn formaður sókn-
arnefndarinnar í Kaupmanna-
höfn, Sverrir Guðmundsson,
námsmaður og Inga Huld Markan,
námsmaður, en hún er jafnframt
organisti og söngstjóri kirkjukórs-
ins. Söfnuðurinn er bæði dreifður
og sundurleitur. I honum eru aðal-
lega námsmenn, sem auðvelt er að
ná til og íslendingar búsettir hér,
sem búa dreift og því löng heið
fyrir marga á samkomur. Engin
skrá er til yfir íslendinga búsetta
hér, en það eru um 300 manns í
Lúndúnasöfnuðinum og á fyrstu
formlegu guðsþjónustu okkar hér
um jólin komu um 100 manns. Sú
guðsþjónusta var í norsku sjó-
mannakirkjunni, en síðan höfum
við fengið aðstöðu í dönsku kirkj-
unni við Regents Park og nú
stendur til að koma reglu á guðs-
þjónustuhaldið. Það hefur verið
mjög ánægjulegt að starfa að upp-
byggingu safnaðarins hér vegna
jákvæðra undirtekta, sérstaklega
unga fólksins, en uppistaða
kirkjukórsins eru til dæmis ungir
námsmenn, sem eiga vel heiman-
gengt.
„Pubbinn“ eini reglulegi sam-
komustaður íslendinga hér
Þar sem söfnuðurinn hefur enn
ekki fengið löggildingu, eru mér
ekki leyfð öll venjuleg prestsstörf.
Ég má til dæmis ekki vígja fólk í
hjónaband, en það má hvergi á