Morgunblaðið - 18.03.1984, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.03.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984 23 Ólýsanlegt öryggi aÖ hafa séra Jón hér — segir Aðalsteinn Eiríksson Sveinn Skaftason og kona hans, Elísabet Hannesdóttir. Kraftaverki líkast — segir Sveinn Skaftason „ÞAÐ NÁ nánast engin orð yfir þaö, sem hér er gert. Það er kraftaverki líkast og þjónusta alls starfsfólksins, frá þeim hæsta til hins lægsta, er hreint stórkostleg,“ sagði Sveinn Skaftason úr Kópavogi er Morgun- blaðið ræddi við hann á Bromton- sjúkrahúsinu eftir að hann hafði gengizt undir hjartauppskurð þar. „Sjúkleiki minn olli mér fyrst í stað ekki verulegum áhyggjum, en það sló mig talsvert, þegar mér var sagt að ég þyrfti að fara í að- gerð. Eg áttaði mig síðan á nauð- syn þess og eftir það liðu þrír mánuðir áður en að aðgerðinni kom. Elísabet kona mín gerði sér varla grein fyrir alvörunni fyrr en ég var kominn inn á sjúkrahúsið. Það er mikill léttir að þessu skuli vera lokið. Mér er sagt, að leitt hafi verið framhjá fjórum krans- æðum og með áfallalausu líferni eigi ekkert að vera því til fyrir- stöðu að lifa eðlilegu lífi í framtíð- inni. Starf séra Jóns A. Baldvinsson- ar hér er stórmerkilegt. í því felst það mikil vinna að það samsvarar örugglega tveggja manna starfi. Þá er þáttur Ónnu Cronin mikill og séra Þorleifs Kristmundssonar, sem leysti Jón af um stund. Þetta er alveg ómetanlegt starf og mað- ur skilur varla hvernig þetta hefur gengið áður. Það er algjör nauðsyn að þessari þjónustu verði viðhald- ið og hún njóti skilnings heima fyrir. Það er einnig mjög þýð- ingarmikið að það skuli vera prestur, sem veitir hana. Séra Jón er mjög vel til starfans fallinn og virðist manni hann vinna tvöfalt dagsverk flesta daga. Hann er ætíð boðinn og búinn alla tíma sólarhringsins," sagði Sveinn Skaftason. HG „MÉR finnst ótrúlegt hve fljótt þetta gengur fyrir sig hér. Það er aðeins vika frá uppskurði til heim- ferðar. Ég kveið þessu dálítið í upp- hafi, en vissi að það var óumflýjan- legt og aðstoð prestanna og Önnu Cronin hefur verið ómetanleg. Mér hefur fundizt mjög gott aö vera á þessu sjúkrahúsi, fólkið er elskulegt og maður er nánast eins og heima," sagði Aðalsteinn Eiríksson frá Reyð- arfiröi. „Starf séra Jóns finnst mér það mikilvægt að það verður á engan hátt metið til fjár. Öryggi sjúkl- inga vegna þess er feikilegt og það er sama hvað maður biður hann um, hann leysir það á augabragði. Það er ólýsanlegt öryggi að hafa hann hér. Mér finnst þó höfuð- atriði fyrir okkur sjúklingana að hafa með okkur nána aðstoðar- menn að heiman, því ekki getur Jón séð um alla smásnúninga fyrir okkur, sem eru þó nauðsynlegir. Mér finnst sjálfsagt að Trygg- ingastofnun sjái nauðsyn þess og taki þátt í ferðakostnaði aðstoð- armannsins. Það eru ekki allir, sem geta greitt fyrir slíka ferð. Það getur varla talizt rétt, þó það komi sér vel, að Landspítalasjóð- urinn hafi tekið atð sér að létta undir með fólki vegna þessa. Ég veit ekki hvernig það hefði farið, hefði Kristín dóttir mín ekki verið mér til halds og trausts meðan á þessu stóð. Það verður jafnframt að leggja mikla áherzlu á starf sendiráðs- Einar Benediktsson, sendiherra í London: Hér eru allir ánægðir með störf séra Jóns „ÞAÐ hefur orðið stöðug aukning á sjúkraflutningum hingað til Lund- úna og þá einvörðungu vegna sér- hæfðra aðgerða, sem ekki er völ á heima, mest hjartaaðgerða. 1982 voru þetta um 100 sjúklingar, 160 í fyrra og enn stefnir í fjölgun á þessu ári. Það virtist því mjög ákveðin þörf á sérhæfðum starfsmanni hér við sendiráðið til að þjóna þessu fólki og aðstandendum þess. Því var það, að ákveðið var að ráða hingað sendi- ráðsprest og varð séra Jón A. Bald- vinsson fyrir valinu," sagði Einar Benediktsson, sendiherra fslands í Lundúnum, í samtali við Morgun- blaðið. „Við leggjum mikla áherzlu á að sú aðstoð og sálusorgun, sem prestur hér getur veitt, sé nauð- synleg. Þetta er stór og ókunnug borg fyrir flesta og framandi um- hverfi eykur á áhyggjur fólks. Þeir, sem hingað koma í aðgerðir, eru oft haldnir áhyggjum og streitu, sem prestur getur linað og leyst úr. Ég heyri hvaðanæva, bæði frá sjúklingum, aðstandend- um og öðrum, sem til þekkja, að þetta starf sé ómetanlegt. Reynslan af þessu starfi frá síð- astliðnu sumri hefur sýnt að það er bæði annríkt og erilsamt. Frá þvi sjúklingarnir koma á flugvöll- inn fer mikill tími í að koma koma þeim á sjúkrahús eða hótel og mikill tími fer í snúninga milli sjúkrahúsanna og flugvallarins. Því er vinnudagur og vinnuvika prestsins svo og akstur mjög mik- ill. Það er mjög mikilvægt að séra Jón hefur reynzt öllum frábærlega vel. Það finnum við, sem störfum prestsins og gæta þess, að það falli ekki niður. Einnig finnst mér koma til greina að hafa hér starf- andi á sjúkrahúsinu íslenzkumæl- andi mann til að túlka fyrir sjúkl- ingana og útskýra fyrir þeim dag- legan gang mála,“ sagði Aðal- steinn Eiríksson. HG með honum, hve traustur hann er og ötull, ég get því staðfest það, að hér eru allir ánægðir með störf hans. Anna Cronin sinnti sjúklinga- þjónustunni áður með miklum ágætum og erum við þakklátir henni og henni fylgja góðar óskir nú, er hún lætur af þessu starfi. Við fögnum því, að hafa séra Jón hér vegna aðstoðarinnar við sjúkl- ingana auk annarra mála, sem upp koma við sendiráðið, en auk þeirra er tími hans mjög ásetinn af öðrum embættisverkum. Hann hefur komið hér á reglulegu guð- sþjónustuhaldi og kirkjukór mönnum til óblandinnar ánægju og við síðustu guðsþjónustu í dönsku kirkjunni voru fleiri en safnaðarheimili hennar rúmaði, líklega um 100 manns. Þá má skjóta því inn hér að lokum, að mér finnst sjálfsagt að Jón fái leyfi til að vígja fólk í hjónaband hér, mér finnst ekkert sjálfsagð- ara en að fólk fái að gifta sig hér, ef það óskar þess,“ sagði Einar Benediktsson. HG Séra Þorleifur Kristmundsson, prestur á Kolfreyjustað, var um þessar mund- ir í Lundúnum við framhaldsnám. Hann leysti séra Jón af í nokkra daga og brá sér svo meðal annars á æfingu hjá kirkjukórnum. Hann situr hér á milli Sigurðar Þorbergssonar og séra Jóns. Séð yfir hluta kirkjukórsins á æfingu í safnaðarheimili dönsku kirkjunnar. erlendri grund nema í Kaup- mannahöfn. Með löggildingunni mun þetta hins vegar breytast og vonast ég til að svo verði sem fyrst. Það hefur flogið fyrir hjá okkur sú hugmynd að komast yfir lítt notaða kirkju, en talsvert er af þeim hér. Þeim fylgja gjarnan safnaðarheimili og prestssetur og gæfist þá möguleiki til reglulegs samkomuhalds í stað þess að hitt- ast á „pubbnum", sem nú má heita að sí eini reglulegi samkomustað- ur íslendinga hér í Lundúnum. Þá er hér starfandi íslenzkur skóli, sem hefur verið á hrakhólum og hafa börnin aðeins getað komið saman á hálfs mánaðar fresti, en úr því mætti bæta, ef kirkjan fengist. Vinnuvikan 60 til 70 stundir Mér hefur verið mjög vel tekið af norrænum starfsbræðrum mín- um, sem hafa verið mér hjálplegir. Þá hef ég kynnzt Sambandi lúth- erskra hér og hefur formaður þess, Robert Patkai, lýst miklum áhuga á þessu starfi okkar. Ég hef einnig áhuga á því að þjóna og hitta íslendinga víðar í landinu, en vegna anna hér, sérstaklega vegna sjúkraflutninganna, hefur mér ekki gefizt tækifæri til að fara út úr borginni. Þetta er oft mikill erill þar sem sjúklingarnir eru á stofnunum víða um borgina og mikill timi fer í ferðir á milli sjúkrahúsanna. Manni þótti langt að fara í sjúkravitjanir frá Stað- arfelli til Akureyrar eða Húsavík- ur, en vitjanir, sem taka álíka langan tíma eru daglegt brauð hér. Það eru um 10 sjúkrahús í allt, sem ég hef heimsótt í starfi mínu, en það eru þó aldrei íslend- ingar á öllum þeirra í einu. Algeng er að þeir séu á fjórum til fimm húsum samtímis og þá 10 til 15 í senn. Vinnuvikan er því oft 60 til 70 klukkustundir, en þakklæti fólksins bætir það upp. Fólki þykir gott að fá þessa þjónustu og sam- starf okkar önnu Cronin hefur verið með miklum ágætum. Ég lít á þetta sem prestsþjónustu, þó þetta sé að miklu leyti félagsleg aðstoð. Ég hef ekki predikað mikið í orði, en hef þess í stað reynt að gera það í verki og mættum við prestar sjálfsagt gera meira af því. Hef aldrei átt eins mikið af harðfiski Það er alltaf erfitt fyrir fjöl- skyldufólk að rífa sig frá átt- högunum og flytja búferlum til framandi landa, sérstaklega fyrir börnin, en ég og kona mín, Mar- grét Sigtryggsdóttir, eigum tvær dætur, Sigrúnu og Róshildi, sem eru 15 og 11 ára. Það var erfitt fyrir þær að byrja í skóla hér, þó þær hafi reyndar áður verið í skóla í Skotlandi. Þær sakna skól- ans heima og vinanna, en við kom- um hingað beint frá Staðarfelli í Kinn. Þær hlakka mjög til þess að skreppa heim um páskana og þetta lagast allt með tímanum. Það er aldrei svo, að maður sakni einskis að heiman, þó lærdómsríkt sé að dvelja í stórborginni. Hún býður upp á söfn, tónlist og fleira, sem áhugavert er auk blessaðrar veðurbliðunnar. Þá er gott að kynnast þvi, sem verið er að gera í öðrum kirkjudeildum. Maður saknar þó alltaf fólksins síns, æskustöðvanna, sveitarinnar og hreina loftsins og það er ekki frítt við að mig hafi langað á skíði eða í veiði að undanförnu. Margir sakna íslenzka matarins, súrmatsins, harðfisksins og alls þess, en fólk hefur verið mjög greiðvikið við okkur og séð til þess, að við líðum ekki skort á þessu sviði. Ég held til dæmis að ég hafi aldrei átt jafn- mikið af harðfiski eftir að ég flutti út. Menn eru óþreytandi við að færa okkur eitthvað að heiman. Það má því segja, að þessir hlutir vegi salt, en ég vildi þó gjarnan hafa meiri tíma til að njóta þess, sem stórborgin hefur upp á að bjóða og með bættri skipulagn- ingu sjúkraflutninganna mætti laga þetta mikið. Nákominn fylgdarmaður nauösynlegur sjúklingunum Það hefur fyllilega sýnt sig, að sjúklingum er nauðsynlegt að hafa með sér nákominn fylgdar- mann að heiman. Það er útilokað fyrir einn mann að komast yfir það, að þjóna sjúklingunum eins og þörf krefur. Það skiptir þá meira máli að fylgdarmennirnir séu nánir sjúklingnum en ein- hverjir sérstakir enskuhestar eða hjúkrunarlærðir vegna þess hve tilfinningalíf hjartasjúklinga er viðkvæmt. Því er sjálfsagt að tek- ið sé tillit til þessa og yfirvöld heima viðurkenni það með kostn- aðarþátttöku. Við höfum glögg dæmi þess, að útilokað er fyrir sjúklinga að koma hingað einir. Með bættri skipulagningu mætti lækka kostnaðinn, til dæmis með samningum við gististaði hér og Flugleiðir. Slíkir samningar yrðu eflaust öllum aðilum til góðs. Áhættuþátturinn varla meiri en 1% til 2% Tækni lækna við þær stofnanir, sem fslendingar eru á hér, hefur fleygt fram með undraverðum hætti og áhættuþátturinn við hjartaaðgerðirnar varla meiri en 1 til 2%. Dvöl á sjúkrahúsum vegna hjartaaðgerða hefur nú verið stytt úr hálfum mánuði niður í allt að 10 daga. Öryggið eykst ár frá ári og sjúklingar verða alltaf fljótari og fljótari að ná sér. Við þessar aðgerðir vinnur samhæfður hópur fólks, sem hefur geysilega þjálfun og er alltaf að finna nýja hluti til úrbóta. Því ætti enginn, sem þjá- ist af hjartasjúkdómum af því tagi, sem hér eru læknaðir, að hika við að koma sér á framfæri. Það er ævintýri líkast að fylgjast með þeim árangri og framförum, sem hér eiga sér stað,“ sagði séra Jón A. Baldvinsson. — HG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.