Morgunblaðið - 18.03.1984, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Ördeyða Alþýðu
bandalagsins
Bæði hérlendis og erlend-
is hefur reynslan yfir-
leitt verið sú, að stjórnmála-
flokkar styrki stöðu sína í
stjórnarandstöðu en veiki
með stjórnaraðild.
Flokkar sem axla stjórn-
arábyrgð þurfa einatt að
grípa til aðgerða, einkum á
tímum efnahagsþrenginga,
sem ganga tímabundið á
meinta hagsmuni einstakra
þrýstihópa, þó þær þjóni
heildar- og langtíma sjón-
armiðum. Stjórnarandstöðu-
flokkar róa oft á slík
óánægjumið og lofa gulli og
grænum skógum — þar eð
þeir hafa hvorki vald né að-
stöðu til að brúa bil óraun-
hæfra orða og stundum tor-
sóttra efnda.
Fjórir stjórnarandstöðu-
flokkar hafa róið stíft á
hverskonar óánægjumið í ís-
lenzku þjóðfélagi sl. tvö
misseri. Ekki hefur þá skort
farkostina, því við margs
konar erfiðleika hefur verið
að kljást: 12% samdrátt
þjóðartekna með tilheyrandi
kaupmáttarrýrnun, helm-
ingsminnkun þorskafla,
lækkun fiskverðs á helzta
markaði okkar, óðaverð-
bólgu (sem að vísu hefur
hjaðnað verulega), við-
skiptahalla og erlent skulda-
fen.
Ekki vantar á að Alþýðu-
bandalagið, sem farið hefur
fyrir stjórnarandstöðunni,
eða málgagn þess, Þjóðvilj-
inn, hafi notað hin breiðu
spjótin, þó vígfimin hafi
ekki verið meiri en Guð gaf.
Þrátt fyrir efnahagslægð og
efnahagsaðgerðir, sem
vissulega hafa bitnað hart á
launafólki, og þrátt fyrir
nokkur átök á vinnumark-
aði, sem stundum hafa gagn-
ast Alþýðubandalaginu, hef-
ur það „ekki náð vopnum
sínum" nú, ef marka má ým-
is kennileiti í þjóðfélaginu.
Þrátt fyrir þessháttar „byr“,
sem oft fleytir stórnarand-
stöðuflokkum áleiðis, hefur
Alþýðubandalagið ekki ein-
ungis staðið í stað, heldur
hrakist aftur á bak. Þess
munu fá dæmi, ef nokkur, að
stjórnarandstaða hafi klúðr-
að málum sem forkólfar Al-
þýðubandalagsins hafa gert
síðan þeir hrökkluðust úr
ríkisstjórn og skildu við
þjóðarbúskapinn í kaldakoli.
Þeir hafa raunar ekki dregið
bein úr sjó á þessu tímabili,
ef undan er skilinn ódráttur
einn, „Fylkingin".
Dag eftir dag og viku eftir
viku hefur Þjóðviljinn og
talsmenn Alþýðubandalags
á Alþingi hamast gegn hóf-
legum kjarasamningum ASÍ
og VSÍ. Þrátt fyrir þessi læti
öll, eða máske einmitt vegna
þeirra, hafa velflest verka-
lýðsfélög í landinu staðfest
samningana og markað
launastefnu í þjóðfélaginu
til næstu framtíðar.
Öll sólarmerki benda og
til þess, að Alþýðubandalag-
ið hafi tapað nokkru fylgi,
þrátt fyrir þá vígstöðu sem
stjórnarandstaða og ríkj-
andi kringumstæður í þjóð-
arbúinu hafa veitt. Bandalag
jafnaðarmanna, sem skákað
hefur í skjóli Alþýðubandal-
agsins, eins og raunar aðrir
smáflokkar á þingi, hefur
hríðhorast. Það verður ekki
sagt að stjórnarandstaðan
ríði feitum hesti frá víg-
stöðu, sem fyrrum gagnaði
oftlega í pólitískum átökum
í landinu.
Það er einkum tvennt sem
veldur. Hið fyrra er vaxandi
skilningur fólks á lögmálum
atvinnu- og efnahagslífs og
ávinningar, sem það hefur í
hendi, í hjöðnun verðbólgu,
vaxtalækkun, stöðugra gengi
og verðlagi. Það síðara er
„herstjórn" Alþýðubanda-
jóðviljinn gekk hart
fram í kosningum til
stúdentaráðs og háskóla-
ráðs. Sér í lagi beindi blaðið
brandi sínum að mennta-
málaráðherra, Ragnhildi
Helgadóttur, sem það taldi
stefna að því að leggja Lána-
sjóð íslenzkra námsmanna í
rúst, hvorki meira né minna!
Nú var það vitað að
Ragnhildur Helgadóttir
sneið ýmsa vinstri stjórnar
vankanta af LÍN, strax og
hún fékk aðstöðu til.
Greiðslur úr sjóðnum, sem
inntar vóru af hendi árs-
fjórðungslega, fara nú fram
mánaðarlega. Áður þurftu
aðstandendur námsmanna
erlendis að standa í því að fá
námslán yfirfærð í gjald-
eyri. Nú eru þau borguð út í
gjaldmiðli þess lands sem
nám er stundað í. Fyrrum
virkuðu lánareglur sem refs-
ing í garð námsmanna, sem
unnu á almennum vinnu-
lagsins. Hún heyrir til tíma,
sem er nokkrum áratugum
að baki. Það dugar ekki
lengur að tala eins og
„hríðskotabyssa", hvorki á
Alþingi né annars staðar,
allra sízt þegar ekkert „púð-
ur“ er lengur í „skotunum".
Félaga flokksformanni,
Svavari Gestssyni, dugar
ekki „leikgerfi" Einars
Olgeirssonar. Hann verður
að temja sér nýjan „leikstíl"!
markaði í námsfríum, en
ráðherra rýmkaði þær regl-
ur, sem um þetta efni fjalla.
Áróður sá sem Þjóðviljinn
hélt uppi gegn menntamála-
ráðherra í háskólakosning-
unum missti gjörsamlega
marks, eins og vopnaskak
hans í garð Félags lýðræð-
issinnaðra stúdenta, Vöku,
sem bætti við sig manni í
kosningum til stúdentaráðs.
Þjóðviljinn kallaði afstöðu
menntamálaráðherra
„svæsnar atlögur að náms-
mönnum" og kvatti stúdenta
til að „fylkja sér um lista
vinstri manna í háskólan-
um“. Eina breytingin, sem
stúdentaráðskosningarnar
leiddu í ljós, var ávinningur
Vöku, sem Þjóðviljinn ham-
aðist mest gegn. Árangur
Þjóðviljans var hér, sem víð-
ar, sá, sem heitir á alþýðu-
máli „að detta oní kjaftinn á
sjálfum sér“.
Kosningar
í háskólanum
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
:
j Reykjavíkurbréf
1......... Laugardagur 17. marz ..............
Forréttindi sam-
vinnuhreyfingar
Sl. fimmtudag efndu Kaup-
mannasamtök íslands til aðal-
fundar og voru þar saman komnir
smákaupmenn úr öllum landshlut-
um. Gestur á þessum fundi veitti
því sérstaka eftirtekt, að nánast
hver einasti ræðumaður gerði að
umtalsefni forréttindi samvinnu-
hreyfingarinnar og krafðist að-
gerða til þess að jafna samkeppn-
isstöðu einkaverzlunar gagnvart
samvinnuverzlun.
Þessi ræðuhöld minntu höfund
þessa Reykjavíkurbréfs á annan
fund, sem haldinn var á vegum
Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesj-
um sl. haust, þar sem útgerðar-
menn og fiskverkendur komu hver á
fætur öðrum í ræðustól og spurðu
utanríkisráðherra, sem þar var
staddur, hvernig einkafram-
taksmenn í útgerð og fiskvinnslu
ættu að geta keppt við Sam-
bandsveldið vegna margvíslegra
sérréttinda þess.
Það fer ekkert á milli mála, að
vaxandi reiði er meðal einka-
framtaksmanna í öllum atvinnu-
greinum vegna þess misréttis, sem
þeir búa við í samkeppni við það
ofurveldi, sem Samband ísl. sam-
vinnufélaga og dótturfyrirtæki
þess eru orðin. I ræðu Sigurðar E.
Haraldssonar, formanns Kaup-
mannasamtakanna, á aðalfundi
þeirra í fyrradag kom fram, að
samtökin hafa nýlega sent ríkis-
skattstjóra bréf og spurt, hvort
stórverzlun Sambandsveldisins,
Mikligarður, sé sjálfstæður skatt-
aðili og ef svo sé ekki, hvernig það
megi vera, að stórfyrirtæki geti
komið ár sinni fyrir borð með
þeim hætti.
Þessari fyrirspurn er raunar
svarað af forstjóra Miklagarðs í
Morgunblaðinu í gær, föstudag, en
hann staðfestir, að Mikligarður sé
ekki sjálfstæður skattaðili. Skatt-
ar Miklagarðs séu gerðir upp í
sköttum eigenda fyrirtækisins,
sem séu SÍS, KRON og kaupfélög-
in í Hafnarfirði, Mosfellssveit og
Keflavík.
Innlánsdeildir
kaupfélaganna
Annað dæmi um þá forréttinda-
stöðu, sem samvinnuhreyfingin
hefur orðið sér út um, kom fram í
Morgunblaðinu sl. miðvikudag.
Þann dag var birt í heild bréf, sem
Guðmundur Sigurðsson, bóndi að
Áslandi, Hrunamannahreppi í
Árnessýslu, hefur skrifað land-
búnaðarnefnd neðri deildar Al-
þingis.
í bréfi þessu fjallar bréfritari
um skuldbreytingar bænda og seg-
ir, að sá háttur hafi m.a. verið
hafður á þeim, að bændur hafi
fengið í hendur skuldabréf frá
veðdeild Búnaðarbanka íslands,
sem þeir hafa síðan þurft að koma
í peninga. Síðan segir bréfritari:
„Nú hefur það verið svo í undan-
förnum skuldbreytingum, að
Seðlabankinn hefur tekið við veð-
deildarbréfum frá innlánsdeildum
kaupfélaga og smærri sparisjóð-
um upp í bindiskyldu, þannig að
stór hluti bréfanna hefur að lok-
um hafnað í Seðlabankanum. Hins
vegar hefur Seðlabankinn ekki
verið fáanlegur til að taka við
þessum bréfum frá viðskiptabönk-
unum eða stærri sparisjóðum."
Hvað er hér að gerast? Hvernig
stendur á því, að Seðlabanki ís-
lands leyfir innlánsdeildum kaup-
félaga að greiða bindiskyldu með
skuldabréfum, þegar aðrar lána-
stofnanir verða að greiða hana í
beinhörðum peningum? Banka-
stjórn Seðlabanka Islands hlýtur
að gefa opinberlega skýringu á
þessu furðulega háttarlagi. Inn-
lánsstofnanir einkarekstrarins
geta ekki greitt bindiskyldu sína
með skuldabréfum en innláns-
deildir Sambandsveldisins geta
það. Hvers vegna? Hver eru rök-
in? Það er beðið eftir svari. Eru
engin takmörk fyrir því, hversu
langt er hægt að ganga í því að
skapa SÍS-veldinu forréttindi?
Milljardur
í forgjöf
Enn má taka fleiri dæmi úr
Morgunblaðinu síðustu daga. 1
gær, föstudag, birti Morgunblaðið
grein eftir Gísla Blöndal, verzlun-
armann, þar sem hann fjallar um
sérréttindi samvinnuhreyfingar-
innar og segir í upphafi: „Upp-
bygging nýrra kaupfélagshalla
vítt og breitt um landið, hefur ver-
ið með undraverðum hætti síðast-
liðin ár. Á sama tíma veit ég, og
reyndar er það viðurkennt af öll-
um aðilum, hefur verslunin á
landsbyggðinni barizt í bökkum,
svo vægt sé til orða tekið. Hvaðan
kemur þeim fé til þessara fram-
kvæmda? hefur verið spurt ...
lengi hefur mig, eins og sjálfsagt
marga fleiri, grunað að sérstaða
SÍS í íslenzku atvinnulífi, s.s. ein-
okunaraðstaða með landbúnaðar-
afurðir á heildsölustigi, væri mis-
notuð ... Með greinargerð Þor-
valdar Búasonar, sem birt var sl.
haust um fjárstreymi í vinnslu-
stöðvum iandbúnaðarins hefur
orðið breyting á í þessu efni. Þar
er þessi grunur staðfestur."
Gísli Blöndal vitnar síðan til
Þorvaldar Búasonar og segir hann
hafa fært rök fyrir því, „að svo-
kallaðar niðurgreiðslur vaxta-
kostnaðar hafi um nokkurt skeið
verið hreinar gjafir, sem kostaðar
eru af neytendum og skattgreið-
endum. Hér er ekki um neinar
smáupphæðir að ræða. Árið 1983
námu þessar niðurgreiðslur vaxta-
kostnaðar nær 200 milljónum
króna. Reikna má með því, að á
síðustu fjórum árum hafi slíkar
gjafir numið um 1000 milljónum
króna, reiknað á gengi í febrúar
1984. Hlutur SÍS og kaupfélag-
anna í þessum gjöfum er nærri
85% eða um 850 milljónir króna.“
í framhaldi af þessu segir Gísli
Blöndal: „Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga seilist nú æ meira til
yfirráða í íslenzku atvinnulífi,
ekki vegna yfirburða í rekstri
heldur í krafti fjármagns, sem á
uppruna sinn í sérréttindastöðu.
Það er augljóst, að fyrirtæki, sem
rekin eru á venjulegum viðskipta-
grundvelli, verða undir í sam-
keppni við þá, sem slíka sérstöðu
hafa.“
Þrjú dæmi
Hér hafa verið nefnd þrjú dæmi
úr umræðu einnar viku um for-
réttindi samvinnuhreyfingarinn-
ar. Mikligarður nýtur sérstöðu í
skattamálum langt umfram sam-
keppnisaðila í smásöluverzlun á
höfuðborgarsvæðinu. Innláns-
deildir kaupfélaganna njóta fyrir-
greiðslu í Seðlabankanum langt
umfram innlánsstofnanir einka-
rekstrarins. Sterk rök hafa verið
færð fyrir því, að Sambandsveldið
hafi yfirráð yfir miklum fjármun-
um vegna þess að slátrun og sala
landbúnaðarafurða er að miklu
leyti á þess vegum.
Slík dæmi um forréttindi Sam-
bandsveldisins hafa skotið upp
kollinum hvað eftir annað á und-
anförnum árum. Að auki hefur
komið berlega í ljós, að forráða-
menn Sambands ísl. samvinnufé-
laga og dótturfyrirtækja þess
kunna sér ekkert hóf í útþenslu.
Þessir aðilar kaupa upp hvert það
fyrirtæki, sem þeir koma höndum
yfir. Enn muna menn er SÍS
keypti frystihúsið á Suðureyri við
Súgandafjörð og yfirlýsingar for-
ráðamanna Sambandsins um að
sjálfsagt sé að þeir hafi í sínum
höndum a.m.k. þriðjung smásölu-
verzlunar á höfuðborgarsvæðinu!
Hvad gerir
Sjálfstæöis-
flokkur?
Sterk undiralda er meðal einka-
framtaksmanna um þess.ar mund-
ir vegna forréttinda samvinnu-
hreyfingarinnar, eins og glögglega
má sjá af framangreindu. Nú
háttar svo til, að Sjálfstæðisflokk-
urinn, sá stjórnmálaflokkur, sem
hefur hvað harðast barizt fyrir
málstað einkarekstrar í landinu, á
aðild að ríkisstjórn um þessar
mundir. Bæði fjármálaráðherra
og viðskiptaráðherra eru nú úr
röðum Sjálfstæðismanna en ráðu-
neyti þeirra fjalla um flesta þá
málaflokka, sem hér koma við
sögu.
Vafalaust segja margir sem svo,
að vonlítið sé, að Sjálfstæðisflokk-
urinn beiti sér fyrir umbótum í
þessum efnum og afnámi forrétt-
inda Sambandsveldisins, vegna
þess að flokkurinn sé í samvinnu
við Framsóknarflokkinn. Vel má
vera að svo sé. Hins vegar hlýtur
Sjálfstæðisflokkurinn að gera sér
grein fyrir því, að stuðningsmenn
hans gera miklar kröfur til hans
að þessu leyti og sætta sig ekki við
aðgerðaleysi.
Framsóknarmenn verða líka að