Morgunblaðið - 18.03.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
25
Merkasta fréttin? er spurt í
útarpsþætti á sunnudögum. Ein
af merkari fréttum þessa vetrar
á voru landi eru kannski
skreiðartöflurnar sem farið er
að framleiða fyrir hjálparstarfið
í hungruðum heimi. Að gera
þannig úr skreiðinni töflur með
eggjahvítuefninu, sem þetta
hungraða fólk skortir mest. Svo
auðveldar í flutningi og hand-
hægar í dreifingu að auðvelt er
að koma þeim við frumstæðustu
samgöngur til þeirra sem þurfa.
Þetta mátti sjá í fréttamynd í
sjónvarpinu um daginn, þar sem
íslenskir fulltrúar hjálparstarfs-
ins sýndu dreifingu þessara
proteinríku fæðu tii viðtakenda í
Eþíopíu í litlum 15 töflu plast-
pokum með hálfs mánaðar
skammti af eggjahvítuefni.
Stórkostleg lausn á góðu máli.
Flutningur á fyrirferðarmik-
illi skreiðinni og óhönduglegu í
pökkun er æði dýr alla leið frá
þessu landi norður á 64. breidd-
argráðu suður undir miðbaug í
Nígeríu og svo á áfangastað inn í
skógana. Fyrr hafa menn velt
því fyrir sér að mala hana. Þegar
undirrituð fór á árinu 1962 með
skreið á vörusýningu í Lagos,
hafði einn útflytjandinn, Magn-
ús Andrésson, mikinn hug á að
draga úr kostnaðinum á þennan
sama hátt. Hafði látið mala
skreið og móta í kökur, stærri og
lausari en þessar nú, en líka í
plastpokum. Er skemmst frá að
segja að ekki tókst að fá Nígeríu-
mennina svo mikið sem að líta
við þessari skrýtnu skreið. f
þeirra huga var matvaran skreið
allt annað en eitthvert mjöl.
Hún er hefðbundinn réttur.sem
fólkið hafði í áratugi lært að
borða vegna þess að harður
vökvalaus fiskurinn er næstum
eina eggjahvíturíka fæðan sem
unnt er að varðveita fyrir skor-
dýrum og skemmdum í hitabelt-
issvækjunni nægiiega lengi til að
koma henni á áfangastað inni í
landi. Og þeir höfðu líka lært að
matreiða hana á áfangastað aft-
ur, bleytta upp og soðna í olíu í
herramannsmat með sterku
kryddi og gjarnan grænmeti.
Með þessu er svo gjarnan, eins
og með öllum öðrum mat, músað
yam, sem er gríðarstór rótar-
ávöxtur og gegnir þar í landi
sama undirstöðuhlutverki sem
hrísgrjón í Austurlöndum, flat-
kökur í Mexíkó og kartöflur á
meginlandi Evfopu áður fyrr. Er
magafylli með öllum mat. Mér
hefur oft dottið í hug þegar verið
er að skrifa um það hér að Níg-
eríumenn séu óhressir með að
við kaupum ekkert af þeim á
móti skreiðinni, sem þeir kaupa
af okkur fyrir harðan gjaldeyri,
hvort ekki mætti í staðinn flytja
yam í skipunum tii baka til þess-
arar þjóðar, sem alltaf skortir
kartöflur og kann að borða þær
músaðar.
Hvað um það, Nígeríumenn
vildu ekkert duft í stað þessa
herramannsmatar, skreiðarinn-
ar. Eina sem bagaði var að haus-
ana vantaði á sýningarskreiðina
okkar, en þar í landi grunar fólk
gjarnan að eitthvað sé bogið við
það ef það fær ekki að sjá haus-
inn — þá geti þetta nefnilega
verið fiskur með mannshöfuð
sem verið er að senda þeim. Átt-
um við í mesta basli þar til
norskur vinur gerði herför á
sýningu Norðmannanna, sem
höfðu vaðið fyrir neðan sig, og
stal handa okkur nokkrum fisk-
um með haus til að hafa á sýn-
ingarbásnum. En mest skamm-
aðist sölukonan frá íslandi sín
þó þegar þeir spurðu: Borðið þið
þetta sjálf? Grunaði að við legð-
um okkur ekki skreiðina til
munns sjálf. Þetta rifjaðist
óþægilega upp þegar í vetur sást
í sjónvarpinu hjá okkur ónýt
skreið, sem einhverjir höfðu ætl-
að að smygla fram hjá eftirlitinu
í skip. Láta þetta fátæka fólk
kaupa fisk og fara með heim til
sín til að finna þar að enginn
fiskur var innan í, bara beinin
innan í harðri skelinni, og ekkert
sást að utan. Það er meiri
skepnuskapur en svo að það eigi
nokkrar málsbætur. Þó virtist
bóla á þeim.
Við erum komin dulítið á ská
við efnið. Skreiðartöflur hjálpar-
stofnananna eru stórkostleg
lausn á þeim vanda að bjarga
fólki frá hungurdauða. Og
drýgja söfnunarféð svo ekki fari
of mikið í flutningskostnað. Þótt
það geti ekki verið aðalsjónar-
miðið, þá er gott þegar saman
geta farið kaup á matvælum frá
okkur og eins mikil hjálp við
hungraða og hægt er að fá fyrir
féð. í Eþíopíu er fólk líka óvant
fiskmeti og á þar ekki mat-
reiðsluhefð. Því er hægt að leið-
beina fólki með að borða töfluna
með korni, sem bætt er út í, eða
sem súputeninga til að sjóða úr
skreiðarsúpu og sjúkraskýlin
gefa þeim verst settu hana með
lýsi. Og nú áður en skreiðartöfl-
urnar fara aftur þangað og einn-
ig til Ghana, má skipuleggja
dreifinguna eftir viðhorfum þar
suður frá en ekki hér, eins og
fram kom hjá Jóni Ormi sem var
þarna fyrir Hjálparstofnun
kirkjunnar. Hjálparstarf er vit-
anlega ekki til að losna við óseld-
an varning. Það er til þess að
nýtá til hins ýtrasta í þá fæðu
sem drýgst er. Það uppfylla töfl-
urnar úr skreiðinni.
Stundum hefur skotið upp
öðru viðhorfi hjá okkur og öðr-
um líka. T.d. þegar á sínum tíma
kom fram á Alþingi tillaga um
að leysa offramleiðslu á mjólk
hér á landi með því að gefa
mjólkurduft, sem ríkið keypti,
það til hjálparstarfs. Hækka þar
með hinn vesæla kvóta okkar til
þróunarhjálpar. Hljómaði nógu
fallega og sjálfsagt í góðri mein-
ingu fram sett. Um sama leyti
var ég að koma úr flóttamanna-
búðum Kambódíumanna á
landamærum Thailands. Það
eina sem nóg barst af handa
þessu illa haldna flóttafólki var
einmitt mjólkurduft. Höfðu bor-
ist boð um mjólkurduft í tonna-
tali frá Efnahagsbandalagslönd-
unum og frá Nýja Sjálandi. Af
hverju? Af því að umframbirgð-
ir voru alls staðar svo miklar í
heiminum og engin leið að selja
þær. Auk þess voru menn að átta
sig á því um allan heim að
mjólkurduftsgjafirnar gátu ver-
ið mesta hermdargjöf til þeirra
sem þær voru sendar. Mæðurnar
héldu gjarnan að þetta væri það
besta fyrir vesælu börnin og
hættu að gefa þeim brjósta-
mjólkina, sem einmitt ver þau
best fyrir pestum. Þar eru engir
sýklar, eins og þau fengu svo úr
menguðu vatninu sem mjólkur-
duftinu var í blandað. Ef nokk-
urt vatn var þá að fá, sem var
miklu algengara og þá reynt að
borða duftið, sem maginn þoldi
ekki. í flóttamannabúðum
Kambódíufólksins var þess
vandlega gætt að hjálparfólkið
blandaði sjálft mjólkina á
hreinlegan hátt og léti stærri
börnin drekka glas á staðnum og‘
að því ásjáandi.
Hreint vatn er víðast á hjálp-
arsvæðunum það sem skiptir
sköpum. Við hér á íslandi, þar
sem vatnið gusast og lemur lá-
rétt og lóðrtt allan ársins hring,
og hríslast niður yfir landið, eig-
um erfitt með að gera okkur í
hugarlund hvílíkt böl vatnsleysi
er. Því er kannski einna mikil-
vægast að gefa fólki „vatn“, þ.e.
brunna til að fá úr vatn. Það
verður viðvarandi hjálp. Hér á
landi eru margir sem einmitt
veita slíka hjálp. Ýmiskonar
samtök, sem eru hluti af al-
þjóðastarfi, leggja til brunna. Af
tilviljun veit ég t.d. að kvenna-
klúbbar leggja fram fé á hvern
félaga í því skyni. Zontakonur til
4000 brunna til vatnsöflunar í
Shri Lanka og Soroptimistakon-
ur fyrir borunum eftir vatni í
Senegal. Kvenfélagasambandið
hefur líka lagt til brunna í
Zambíu, ef ég man rétt, gegn um
norræna húsmæðrasambandið.
Stuðlar þannig að því að fólk í
vatnslausum löndum fái þúsund-
ir varanlegra brunna. Sjálfsagt
eru fleiri í þessu en maður veit,
enda kemur það ekki fram á
myndum í blöðum.
ViA Breiðdalsvík.
Ljósm. Snorri Snorrason
Siðan var smalað stíft á Iðjufund-
inn og fór ekkert á milli mála, þar
komu fleiri við sögu en Iðjumenn
einir. Ekki tókst að fella samning-
ana þar og þá beindu þessir
áhugamenn um að fella ASÍ-
samningana athygli sinni að Sókn
og þar náðu þeir árangri. Síðan
hafa þeir einbeitt sér að opinber-
um starfsmönnum og mest unnið
meðal kennara, sem að vonum eru
ekki ánægðir með launakjör sín.
Hin nýju vinnubrögð eru í því
fólgin, að Alþýðubandalagið er
ekki haft á oddinum. Því er er
haldið í felum og Svavar Gestsson
fær lítið að hafa sig í frammi. Hin
opinbera forysta Dagsbrúnar með
Guðmund J. í fararbroddi hefur
líka hægt um sig. Hins vegar eru
huldumenn á ferð, sem skjóta upp
kollinum hér og þar, og leitast við
að hafa áhrif í félögum, sem þeim
koma ekki við. Mörgum þykja
þessi vinnbrögð keimlík þeim, sem
samtök stúdenta beittu eftir 1968,
þegar Þröstur Ólafsson var einn
helzti forystumaður þeirra. Hann
er nú forstjóri Dagsbrúnar og hef-
ur skipt um hlutverk frá því að
hann sat í fjármálaráðuneytinu
fyrir nokkrum misserum og barði
niður kaupkröfur opinberra
starfsmanna. Það er mat manna í
verkalýðshreyfingunni, að nú þeg-
ar hafi verið tekin pólitísk
ákvörðun um það á vinstri vængn-
um að fella Ásmund Stefánsson
sem forseta ASÍ á næsta þingi
samtakanna.
horfast í augu við þá staðreynd, að
þetta misrétti gengur ekki lengur.
Þau forréttindi, sem flokkur
þeirra hefur notið um áratugi
vegna ranglátrar kjördæmaskip-
unar eru senn á enda. Það er
skynsamlegra fyrir þá, að standa
með sjálfstæðismönnum að
sanngjörnum breytingum á stöðu
samvinnufélaganna, sem jafni
samkeppnisstöðu hinna ýmsu
rekstrarforma heldur en að berj-
ast með kjafti og klóm gegn af-
námi sérréttinda, sem verða fyrr
eða síðar þurrkuð út. Hins vegar
er sjálfsagt til of mikils mælzt, að
SÍS-kóngarnir fallist á nauðsyn
þess að fella niður forréttindi
þeirra.
Forsvarsmenn Sjálfstæðis-
flokksins verða að gera sér ljóst,
að sérréttindi Sambandsveldisins
er meiri háttar pólitískt mál.
Reiðin er orðin svo mikil og
óánægjan svo djúpstæð, að þeir
sem berjast við risann, hver á sín-
um stað, munu ekki una aðgerða-
leysi og áhugaleysi af hálfu þeirr-
ar stjórnmálahreyfingar, sem
jafnan hefur sett einkaframtakið
á oddinn.
Huldufólk á ferð
Kjarasamningar þeir, sem gerð-
ir voru af ASÍ og VSÍ hafa verið
samþykktir af meginþorra laun-
þega. Nú eftir helgina fer fram
atkvæðagreiðsla meðal opinberra
starfsmanna um þessa samninga
og skiptir hún að sjálfsögðu miklu
máli.
Andstæðingar þessa samkomu-
lags í hópi verkalýðsmanna hafa
beitt nýjum vinnubrögðum í bar-
áttunni gegn samningunum. Upp-
hafið var á Dagsbrúnarfundinum.
Bæði opinberir starfsmenn og
aðrir launþegar, sem ekki hafa
gengið frá samningum enn, verða
hins vegar að íhuga vandlega þá
kosti sem fyrir hendi eru. Verði
ASÍ-samningarnir ekki samþykkt-
ir almennt í landinu er fyrir-
sjáanlegt, að sá mikli árangur,
sem náðst hefur í efnahagsmálum
á nokkrum mánuðum þurrkast út.
Vilja menn heldur 130% verð-
bólgu eins og við bjuggum við
fyrir ári og 50—60% vexti?