Morgunblaðið - 18.03.1984, Qupperneq 28
ut&Á|8ny
/
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
Herinn er með
fingurna í öllu
— segir austur-þýzkur
andófsmaður, sem var fluttur
nauðugur úr landi
Talið er að allt að 500.000 óaf-
greiddar brottflutningsumsóknir
hafi legið í skúffum austur-þýska
innanríkisráðuneytisins um miðjan
febrúar. Skömmu eftir það, eða
hinn 20. febrúar, varð kúvending í
stefnu austur-þýsku stjórnarinnar
og yfir eitt hundrað brottflutn-
ingsleyfum hefur verið úthlutað
daglega síðan þá. Þeim, sem hafa
sótt um brottflutningsleyfi, er allt í
einu tilkynnt að þeir megi fara úr
landi innan 24 tíma og (lestir, ef
ekki allir, fara til Vestur-I»ýska-
lands. Stefnubreytingin hefur
komið á óvart og menn spyrja
hversu lengi hún muni endast.
Fyrir tæpum fimmtán árum
minntist Willi Stoph, forsætis-
ráðherra Austur-Þýskalands, á
við Willy Brandt, fv. kanslara
Vestur-Þýskalands, hvort vest-
ur-þýska stjórnin gæti ekki gert
eitthvað til að hamla á móti
flótta fólks til Vesturlanda.
Brandt sagði að svo væri ekki,
það væri undir þýsku stjórninni
komið að framfylgja stjórnmála-
stefnu sem fældi fólk ekki í
burtu.
Frænka forsætisráðherrans,
Ingeborg Berg, komst í heims-
fréttirnar í lok febrúar þegar
hún kaus þá leið að aka með
manni sínum, tveimur börnum
og tengdamóður til Prag í
Tékkóslóvakíu og biðja um
brottflutningsleyfi frá Austur-
Þýskalandi í vestur-þýska sendi-
ráðinu. Hún neitaði að yfirgefa
sendiráðið þangað til austur-
þýskur lögfræðingur, sem hefur
gott samband við Erich Honeck-
er, forseta Austur-Þýskalands,
gekk í málið og frænkunni var
lofað brottflutningsleyfi fyrir
alla fjölskylduna ef hún sneri
aftur heim til föðurlandsins.
Berg-fjölskyldan beitti sömu
aðferð og 18 aðrir, sem vildu
komast burtu í janúar. Sex leit-
uðu þá hælis í bandaríska sendi-
ráðinu í Austur-Berlín og 12 í
hinu vestur-þýska. Þeir fengu
brottfararleyfi á nokkrum dög-
um, en yfirleitt tekur það mörg
ár að komast í burtu. Reglurnar
um brottflutningsleyfi eru bæði
strangar og flóknar og þeir, sem
einu sinni hafa sótt um að fá að
fara, eru ávallt litnir hornauga í
þjóðfélaginu.
Nokkuð stór hópur fólks í
borginni Jena, sem er á stærð við
Reykjavík, vakti athygli á sér á
síðastliðnu sumri. Hópurinn,
sem 500 til 2.000 manns til-
ROLAND JAHN
—háskólastúdent, sem kommún-
istastjórnin óttaðist.
heyrðu, vildi fá leyfi til að flytj-
ast úr landi og gerði allt sem
hann gat innan ramma laganna
til að vekja athygli og minna
stjórnvöld á sig. Fátt hefur frést
af þessum hópi undanfarnar vik-
ur og talið er að flestir meðlimir
hans hafi þegar verið sendir úr
bænum, hvort sem það var alla
leið úr landi eða ekki.
Roland Jahn, þrítugur maður,
er í nokkuð sérstakri aðstöðu
hvað brottflutninga frá Austur-
Þýskalandi snertir. Hann bjó í
Jena, starfaði í friðarhreyfing-
unni þar en hafði engan áhuga á
að flytjast úr landi. Hann barð-
ist ásamt félögum sínum gegn
hervæðingu landsins og vildi
minni afskipti hersins af dag-
legu lífi.
„Herinn er með fingurna í öllu
í Austur-Þýskalandi," sagði
hann nýlega í samtali. „Mikil-
vægi hersins er innprentað í
börn á skólaaldri og þeir, sem
ekki komast áfram í hernum,
komast heldur ekkert áfram í at-
vinnulífinu. Ég var að læra við-
skiptafræði í háskólanum en
fékk ekki að halda áfram, af því
að ég var hlynntur austur-þýsku
friðarhreyfingunni og um leið á
móti austur-þýska hernum. Ég
sat í fangelsi í nokkurn tíma
vegna andófsstarfsemi minnar,
sem fólst í mótmælaaðgerðum
og mótmælagöngum. Göngurnar
voru fámennar, en það er jafn
mikilvægt í Austur-Þýskalandi
þegar 50 mótmæla og þegar þús-
undir mótmæla í Vestur-Þýska-
landi. Aðgerðirnar fólust í ýmsu
smávægilegu, vökum og stöðu á
götum úti og við framleiddum
póstkort með boöskap á móti
hernum og hervæðingu og send-
um vítt og breitt um landið til að
minna á hreyfinguna. Mér gekk
illa að fá vinnu, en starfaði við
flutningaiðnað þegar lögreglan
handtók mig, setti mig um borð í
lest og flutti mig að landamær-
unum. Ég er eini Austur-Þjóð-
verjinn sem hefur verið skipað
út og sendur gegn vilja mínum
til Vesturlanda."
Jahn hefur búið í Vestur-
Berlín síðan í júní. Hann er at-
vinnulaus og hefur tekið þátt í
jsrúr
SPORUM VIÐ
PENINGA
Og smíðum sjálf!
Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar
þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús-
innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn-
fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur.
Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög
hjá okkur.
Bankastræti 10
Fallegt, eldfast gler, einföld og stílhrein hönnun.
Hentugt notkunargildi. Svona eiga góöir hlutir aö vera
Eigum fyrirliggjandi hin vinsælu • /
„Irish Coffee“-glös kr. 215 stk. > , o
Einnig eldfastar skálar og fleiri
fallegar vörur frá Boda-verksmiöjunum.
li