Morgunblaðið - 23.03.1984, Síða 1
72 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
69. tbl. 71. árg.
FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Thatcher bíður með
aðgerðir gegn EBE
London, Brii.ssel, 22. mars. AP.
MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Breta, ákvað í dag að inna ekki af
hendi umbeðna fyrirframgreiðslu til Efnahagsbandalagsins en ætlar hins
vegar fyrst um sinn ekki að láta verða af þeirri hótun að hætta reglulegum
framlögum til bandalagsins. Vill hún nú bíða eftir skyndifundi utanríkisráð-
herra EBE í næstu viku. Talsmaður stjórnarnefndar EBE í Brússel gerði í
dag lítið úr hugsanlegum hefndaraðgerðum Breta.
Á fundi í neðri deild breska
þingsins í dag sagði Thatcher, að
beðið yrði með þá hótun að hætta
reglulegum framlögum Breta til
Efnahagsbandalagsins en hins
vegar yrði ekki orðið við þeirri
beiðni, að aprílgreiðslan, 100
milljónir punda, yrði innt af hendi
strax. Kvaðst Thatcher vilja bíða
eftir utanríkisráðherrafundi EBE
í næstu viku í þeirri von, að þá
fyndist lausn á málunum.
Mikil óánægja ríkir í hinum níu
aðildarlöndum EBE og er þver-
girðingshætti Breta kennt um
hvernig komið er. Bretar og
Vestur-Þjóðverjar eru einu þjóð-
irnar, sem greiða meira til banda-
lagsins en þær fá þaðan, og þykir
Bretum sinn hlutur allt of stór.
Höfðu hinar þjóðirnar fallist á að
endurgreiða þeim 450 milljónir
punda en Frakkar og Italir komu í
veg fyrir greiðsluna á fundinum í
Briissel þegar Bretar einir vildu
ekki samþykkja ný fjárlög fyrir
bandalagið.
Manuel Santarelli, talsmaður
stjórnarnefndar EBE, sagði í
Brússel í dag, að ástæðulaust væri
að gera of mikið úr hótunum
Breta og kvaðst hann ekki trúaður
á annað en að þeir sæju að sér.
Sagði hann hallann á EBE nema
tveimur milljörðum Evrópuein-
inga (1,7 milljarðar dollara), sem
væri vissulega mikið en ekki jafn
stóralvarlegt og af væri látið. Af-
staða Breta kæmi sér þó verst
hvað varðar fyrirhugaðar umbæt-
ur í landbúnaðarmálunum en sá
málaflokkur er mjög útlátasamur
fyrir Efnahagsbandalagið.
Barist í Beirút
Hermenn kristinna manna og múhameðstrúar börðust f gær við „grænu línuna“, sem skilur borgarhluta í
Beirút, og virðist ekkert útlit vera fyrir vopnahlé. Á myndinni er einn hermanna shíta að gera sig líklegan til að
skjóta eldflaug inn í hverfi kristinna.
Drúsar kveða
skjólstæðinga
Beirút, 22. mars. AP.
HERMENN drúsa réðust í dag til atlögu við vopnaða vinstrisinna, sem njóta
stuðnings Líbýumanna, og afvopnuðu þá eftir ákafan en stuttan bardaga.
Drúsar og shítar eru nú einráðir að heita í Vestur-Beirút. Kristnir menn og
múhameðstrúar börðust einnig við „grænu línuna“ svokölluðu.
Drúsar létu til skarar skríða
gegn Mourabitoun-sveitunum,
sem Líbýumenn styðja, skömmu
eftir miðnætti og kvað við í allri
Beirút-borg af skothríð og spreng-
ingum. Þegar eldaði af degi fjör-
uðu mestu bardagarnir út og
höfðu drúsar þá lagt undir sig all-
ar stöðvar Mourabitoun og hand-
tekið fjölda manna. í tilkynningu,
sem stjórnmálasamtök drúsa gáfu
út, sagði, að Mourabitoun-sveit-
irnar hefðu gerst sekar um fjár-
kúgun, þjófnað úr verslunum og
veitingahúsum og mannrán.
Hefðu liðsmenn sveitanna verið
undirrót að alls kyns lögleysu í
borginni og því óhjákvæmilegt að
uppræta þá. Drúsar og shítar ráða
nú lögum og lofum í Vestur-
Beirút.
Kristnir menn og múhameðs-
trúar börðust sem fyrr við „grænu
línuna“, sem skiptir Beirút milli
trúflokkanna, og var beitt stór-
skotaliðsvopnum og eldflaugum. Á
ráðstefnunni í Lausanne í Sviss
niður
Líbýu
var komist að þeirri einu niður-
stöðu að koma á varanlegu vopna-
hléi í Beirút og nágrenni en ekki
virðist þó neitt útlit fyrir, að það
takist. I tveimur líbönskum blöð-
um hefur verið skýrt frá því, að
Gemayel, forseti, hafi í ráðstefnu-
lok hótað að segja af sér og af-
henda hernum völdin en hinir
þátttakendurnir hafi talið hann af
því, þ.á m. Jumblatt, leiðtogi
drúsa, og Berri, leiðtogi shíta. Ef
satt er þykir það góðs viti og
benda til, að afstaða þeirra síðast-
nefndu hafi breyst en þeir hafa
lengi heimtað afsögn Gemayels og
helst, að hann yrði leiddur fyrir
rétt.
Fylgst meö kafbátnum
Bandarísk flugvél flýgur hér yfir sovéska kafbátinn, sem lenti í árekstri
vid bandaríska flugmóðurskipið Kitty Hawk. Kafbáturinn er af Victor-
gerð og kjarnorkuknúinn. Sjá frétt á bls. 23.
ísrael:
Stjórnin beið
ósigur á þingi
Jerusalem, 22. mars. AP.
KÍKISSTJÓRN Yitzhak Shamirs beið
í dag ósigur á þingi þegar greidd voru
atkvæði um tillögur stjórnarandstöð-
unnar um þingrof og nýjar kosningar.
Tillagan verður nú tekin til meðferð-
ar í þingnefndum og að því búnu
verða um hana þrjár aðrar atkvæða-
greiðslur. Þykir ólíklegt, að stjórnin
muni standa þær af sér.
Fjórir flokkar stjórnarandstöð-
unnar fluttu hver sína tillöguna
um þingrof og nýjar kosningar og
voru þrjár þeirra samþykktar en
einni hafnað. Þrátt fyrir þessi úr-
slit er stjórnin ekki þar með fallin
heldur hefur hún dálítinn gálga-
frest. Tillögurnar verða fyrst tekn-
ar fyrir í þingnefndum og síðan
áfram við þrjár umræður á þingi.
Litlar líkur1 þykja þó á að þær
atkvæðagreiðslur muni fara á ann-
an veg og ef tillögurnar verða sam-
þykktar sem lög er það í fyrsta sinn
sem ísraelsk ríkisstjórn er neydd
til þingrofs og kosninga.
Laganefnd ísraelska þingsins er
þegar farin að velta fyrir sér kjör-
degi en stjórnarandstaðan vill, að
hann verði í maí. Víst er hins veg-
ar, að stjórnin muni reyna að fá
honum frestað fram í nóvember.
Shamir gæfist þá nokkur tími til
koma einhverju lagi á efnahags-
málin og draga ísraelsher að ein-
Skákin í bið
Moskvu, 22. mars. AP.
SJÖTTA skák þeirra Vasily Smys-
lovs og Garri Kasparovs fór í bið í
dag eftir 43. leik Smyslovs, sem
stýrði hvítu mönnunum.
Smyslov hóf taflið á drottn-
ingarbyrjun með nokkrum til-
brigðum en Kasparov svaraði
fyrir sig með afbrigði, sem alþekkt
cr í skákfræðum og stundum
kennt við Emanuel Lasker. Þegar
skákin fór í bið hafði hvor um sig
hvitan biskup og sex peð.
hverju leyti frá Líbanon.
Shimon Peres, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði við umræð-
ur í dag, að ef flokkurinn kæmist
til valda myndi hann beita sér fyrir
„þjóðlegri endurreisn" í ísrael,
ráða bót á gífurlegum efnahags-
vanda þjóðarinnar og höggva á
gordíonshnútinn, sem væri herseta
ísraela í Líbanon.
E1 Salvador:
Kosninga-
baráttunni
er lokið
San Snlvndor, 22. mnra. AP.
Kosningabaráttunni í El Salva-
dor lauk í gærkvöldi, en kosið
verður á sunnudag. Skæruliðar
vinstrimanna hafa hótað að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til
að spilla kosningunum.
Átta frambjóðendur sækjast
eftir forsetaembættinu og eru
flokkarnir, sem að þeim
standa, sumir fyrir miðju í
litrófi stjórnmálanna, en aðrir
lengst til hægri. Vinstrimenn
höfnuðu boði um að taka þátt í
kosningunum. Segjast þeir
standa í stríði við stjórnina og
hafa hótað að hindra fólk í að
kjósa. Hafa þeir sums staðar
gripið til þess að ræna fólk
persónuskilríkjum, sem sýna
þarf á kjörstað, en stjórnvöld
hafa gefið út önnur ný fyrir þá,
sem þess óska. Háttsettur yfir-
maður lögreglunnar sagði í
dag, að vafalaust gætu skæru-
liðar hrætt fólk til að kjósa
ekki sums staðar á landsbyggð-
inni en ekki á stærri stöðum.