Morgunblaðið - 23.03.1984, Page 10

Morgunblaðið - 23.03.1984, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 Morgunblaðið/KEG. llnnið að smíði hinna nýstárlegu festivagna í verksmiðjusal Sindrasmiðj- unnar hf. Þórir Einarsson, forstjóri, sýnir hvar púströrið er tengt við botn festi- vagnsins. Þverbitarnir undir vagninum eru holir og um þá leikur heitt útblástursloft bílsins. Sindrasmiðjan hf.: Festivagnar hitaðir upp með útblásturslofti „VIÐ LÖGÐUM út í það í haust að smíða fjóra upphitaða festivagna, 20 rúmmetra stóra, án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að þeir yrðu keyptir. En við höfðum góða reynslu af upphituðum vöru- bflspöllum, sem við höfum fram- leitt í hálft annað ár. Þeir hafa selst mjög vel og nú vilja menn helst ekki annað," sagði Þórður Einarsson, forstjcri Sindraverk- smiðjunnar hf., sem hefur í vetur smíðað sérhannaða festivagna, þar sem botn vagnsins er hitaður upp með afgasi frá bílnum. Það er gert til að koma í veg fyrir að efnið frjósi fast við botninn að vetrarlagi eða blaut mold sitji föst á pallinum að sumarlagi. Að sögn Þórðar hefur þetta tvo kosti: Það er hætta á því að festivagnar verði valtir af efni sem situr fast á þeim öðru meg- in, en sett er undir þennan leka með því að hita pallinn upp. Auk þess verður nýtingin á vagninum vitaskuld betri þegar komið er í veg fyrir að efni festist við hann. „Það er tiltölulega einfalt og alls ekki dýrara að framleiða slíka vagna en óupphitaða vagna,“ sagði Þórður. „Það eru smíðaðir holir þverbitar undir vagninn og heitt útblástursloft bifreiðarinnar látið streyma um þessi göng. Þverbitarnir gegna jafnframt hlutverki styrktar- bita, þannig að ekki þarf að smíða þá sérstaklega. Ég veit ekki til þess að festivagnar af þessu tagi séu smíðaðir annars staðar í heiminum, en það er al- gengt víða erlendis að smíða vörubílspalla sem eru hitaðir upp á þennan hátt.“ Festivagnarnir eru um 7 tonn að þyngd og kosta með hjólaút- búnaði, dekkjum, stuðningsfót- um og sílender rúmiega eina milljón króna. Einn slíkur vagn er kominn á göturnar, en Þórður taldi víst að þrír bættust fljót- lega í hópinn og væri nú verið að undirbúa smíði á fjórum festi- vögnum til viðbótar. Ólafsvík: Dró úr afla í stór- streyminu Ólafsvík, 20. mars. MIKIÐ DRÓ úr afla í stórstreym- inu um síðustu helgi, en þó er reit- ingsafli og góðar glefsur í milli. Gæftir hafa verið góðar og nýtist því fiskurinn vel. Bátarnir eru líka yfirleitt með færri net í sjó en áð- ur vegna aflamarkana og fækka þeim einnig um helgar. Það er eina ljósið á kvótamyrkrinu. — Helgi Ólafsvík: Orðnir langeygir eftir vorinu Ólafsvík, 20. mars. HÉR HEFUR nú sett niður all- mikinn snjó að nýju og er komin þæfingsófærð á götum og vegum. Hlákurnar á dögunum höfðu leyst allan snjó af jafnsléttu og gengið mikið á skafla. Það var líkt og frelsun að losna úr þessum snjó- fjötrum allt frá jólum. Nú eru menn aftur farnir að moka bíla sína lausa og snjó frá dyrum. Er- um við nú orðin býsna langeyg eft- ir vorinu. _ Helgi Siglufjöröur: Góð rauð- maga- og grá- sleppuveiði Siglufirði, 21. mars. MIKIÐ hefur lifnað yfir rauð- maga- og grásleppuveiðinni nú undanfarna dága. Hafa bátar ver- ið að koma inn með um 2.000 til 2.500 stykki og einn bátur aflaði í fjórar tunnur af hrognum. FrétUriUri Félög bæjar- starfsmanna samþykkja Auk starfsrnannafélags Reykja- víkur hafa starfsmannafélögin á Ak- ureyri, í Hafnarfirði og í Mosfells- sveit samþykkt aðalkjarasamninga sem eru samhljóða þeim sem BSRB og ríkisvaldið hafa gert með sér. Á Akureyri voru 540 á kjörskrá og 222 neyttu atkvæðisréttar. Já sögðu 171, nei 48 og 3 seðlar voru auðir. f Hafnarfirði sögðu 86 .iá, 54 voru á móti og 1 seðill var auður 212 voru á kjörskrá og 141 greiddi atkvæði. f Mosfellssveit voru samning- arnir samþykktir á félagsfundi með 16 atkvæðum gegn 4. Hjúkrunarfræðingar hjá Reykjavíkurborg samþykktu samningana í atkvæðagreiðslu á mánudag og þriðjudag. Talið var í fyrrakvöld og fóru ieikar óannig að já sögðu 72 en nei 70. Hjúkrun- arfræðingar á Akureyri iiafa einn- ig samþykkt aðalkjarasamning með miklum meirihluta. Hjúkrun- arfræðingar sem vinna hjá ríkinu, greiða atkvæði um aðalkjara- samning í atkvæðagreiðslu BSRB. Skiptinemarnir ásamt íslenskum fé- lögum sínum úr AUS. Fimmtán skiptinemar á vegum AUS hér á landi NÝLEGA VAR haldinn miðsársfundur lyrir erlenda skiptinema á Islandi, sem hér eru á vegum AllS, Alþjóðlegra ungmennaskipta, en fundurinn var naldinn í Keflavík. Skiptinemarnir dveljast hér á iandi f eitt ár, frá júlí til lúlí, en a þessu ári eru skiptinemarnir frá Japan, Hondúras, V-Þýskalandi, Sviss, Hollandi, Svfþjóð, Bandaríkjunum, Ítalíu, Bólivíu, Belgíu og Kanada og eru þeir 15 talsins. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Erling Ellingsen, einum forsvarsmanni samtak- anna, stóð fundurinn yfir helgi og var m.a. farið i skoðunarferð um Keflavíkurflugvöll. Skiptinem- arnir, sem hér eru, sinna ýmsum verkefnum á meðan A dvöl þeirra stendur, sumir ganga í skóla en aðrir taka þátt í atvinnulífinu. Megintilgangur samtakanna er að stuðla að friði á milli þjóða og einstaklinga, en samtökin voru upphaflega stofnuð eftir síðari heimsstyrjöldina til að efla sam- band á milli Þýskalands og Bandaríkjanna, en nú eiga 25 lönd aðild að samtökunum. Island liefur verið aðili að samtökunum óíðan 1961, en þátttakendur eru vestræn rfki og ríki þriðja heims- ins. Árlega koma hingað til lands um 20 skiptinemar að meðaltali, en eru færri í ár. ísland hefur stærsta „kvótann" hlutfallslega og árlega fara 22—25 íslendingar til ars dvalar ytra. Ilingað til hef- ur ekki skort umsóknir, cn árlega sækja á bilinu 70—80 um að fá að 'ara utan á vegum samtakanna. Þá sendir ísland fulltrúa sinn á fund alþjóðasamtakanna, en síð- ast var 3líkur fundur haldinn i Kólombíu. Það er skoðun forsvarsmanna samtakanna, að dvöl um (íma er- lendis geti komið hverjum ein- staklingi til góða og leitt til bætts lífs og aukins skilnings þjóða á milli. Nýlega hitti blm. Mbl. nokkra skiptinema sem hér eru nú og spjallaði stuttlega við nokkra þeirra um dvöl þeirra hér á landi. Victor Aguilar frá Hondúras sagði að ísland væri áhugavert land, en töluvert öðruvísi en oitt heimaland. Gott væri að komast í kynni við íslendinga. Nefndi hann að veðurlag væri hér kalt og hér á iandi ríkti friður og einnig væri það óvenjulegt að sjá vopn- lausa lögreglumenn. Þá nefndi hann að hugsunarhátturinn hér væri frábrugðinn því sem væri í heimalandi sínu, hér ynni fólk mjög mikið, hér væri mikið neysluþjóðfélag og peningaeyðsl- an slík að jafnvel leigubílar væru af gerðinni Mercedes Benz. Ines Bruckmeyer frá V-Þýska- landi sagði, að þegar hún kom hingað til lands hefði henni fund- ist þjóðirnar svipaðar, en þó ólík- ar á margan hátt. Nefndi hún að hér byrjaði fólk að vinna ungt, undir 16 ára aldri. Þá nefndi hún að hér þekktust margir, ólfkt því sem væri í stórborgum, eins og Múnchen, þar sem hún býr. I hópnum var einn skiptinemi frá Japan, Tohko Hirose, og sagð- ist hún hafa búið í Garðabæ og stundað nám í íslensku við Há- skóla íslands, í deild þar fyrir er- lenda stúdenta. Sagði hún að námið gengi þokkalega, enda var ekki annað á henni að heyra en að íslenskan lægi vel fyrir henni, enda sögðu félagar hennar að hún væri mikil málakona. Sagði hún að frekar fáir stunduðu nám á 1. ári í íslensku fyrir erlenda stúd- enta og lét hún þess getið að ís- lenskan væri erfitt tungumál, en skemmtilegt. Sagði hún að mikill munur væri á íslandi og Japan og nefndi hún m.a. matarvenjur og sagðist hún ekki borða svið og kom sú yfirlýsing viðstöddum 1 ekki á óvart. Jeane Meeilkod frá Hollandi 1 sagðist hafa verið á Egilsstöðum : og búið hjá fjölskyldu sem rak þar verslun. Sagðist hún hafa unnið í búðinni, við afgreiðslu og fleira tilfallandi. Kvaðst hún nú ætla til Akureyrar til að starfa i bar á skóladagheimili. Sagði hún að sér fyndist ís- í lendingar ólíkir þeim Evrópu- þjóðum sem hún hefði kynnst og i sagði að beir drægju meira dám af Bandaríkjamönnum en aðrar ; Evrópuþjóðir. Já nefndi hún að íslendingar væru almennt Iokaðir og erfitt að kynnast þeim. Þó hefði hún 'arið á dansleik og pá hafi ekki verið erfitt að kynnast ( fólki, en hins vegar hefði það lítið viljað við hana kannast eftirá!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.