Morgunblaðið - 23.03.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.03.1984, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 Opið bréf til bænda — eftir Elinbjörtu Jónsdóttur í rúmlega 20 ár hafa staðið yfir merkar tilraunir til ræktunar al- hvíts fjárstofns á tilraunastöðinni að Reykhólum. Reykhólaféð er nú hreinhvítt og gefur af sér tæpu 1 kg meiri ull en núverandi iandsmeðaltal eftir hverja kind. Skilar fallegum hvít- um gærum vel föllnum til hvers konar skinnaverkunar, t.d. pelsa, loðskinna og mokkavinnslu. Stofn- inn er yfir meðaliagi frjósamur og kjötið heidur fituminna en gerist og gengur. Féð er nokkuð háfætt og stórgert en gefur af sér lömb yfir landsmeðaltali að þyngd. Ég vil fyrst lýsa ánægju minni með þann árangur sem náðst hef- ur í ræktun alhvíts fjárstofns í til- raunastöðinni á Reykhólum. Það er ljóst að á bak við slíkan árang- ur liggur þrotlaust starf og miklir fjármunir. Mér hefur gefist kostur á að sjá þann mun, sem er á hlutum unn- um úr Reykhólaullinni og hlutum unnum úr blöndu af úrvals- og 1. flokks ull. Munurinn er það mikill að hlutirnir frá Reykhólum þekkj- ast úr við fyrstu sýn. Okkur er mikil þörf á að ullarframleiðslan í landinu sé sem mest og best. Að ræktun og meðferð sé ávallt við það miðuð að arðsemi verði sem mest fyrir alla þá er hlut eiga að máli. Nú munu fást að meðaltali 1,94 kg ullar af hverri kind á land- „Það má vera Ijóst að framleiðsla á tískuvörum úr íslenskri ull verður ekki mikil ef markvissum tilraunum og ræktun á sauðfé með úrvalsull er ekki haldið uppi og stund- aðar samhliða tilraunir með nýja framleiðslu, þar sem einkenni íslenskrar ullar njóta sín.“ inu eftir árið. Fjárstofn sem skilar af sér 2,86 kg eða tæpu 1 kg meiri ull af kind hlýtur að vera hag- kvæmur í rekstri. Ræktun fjárstofns eins og þess sem er á Reykhólum virðist því vera fundið fé. Þar fæst mikil og hvít ull eftir hverja kind og kjötið er fituminna en gerist og gengur. En fita í kindakjöti er það sem fælir æ fleiri frá neyslp þess. Nú hafa borist þær fréttir að ákveðið sé að loka Reykhólabúinu og hætta markvissum tilraunum með stofninn. Þennan stofn sem verið hefur helsta von ullar- og skinnaiðnaðarins í landinu. Iðnaður sem skilaði þjóðarbúinu 854,6 milljónum króna í beinhörð- um gjaldeyri á síðasta ári. Það eru 53% af verðmæti útflutnings iðn- aðarvara að frátöldu áli og kísil- járni. Það hlýtur að vera þjóðhagslega óhagkvæmt að láta slíkt starf niður falla og eyða eða tvístra stofninum þegar hann er farinn að skila marktækum árangri. Það má vera ljóst að framleiðsla á tískuvörum úr íslenskri ull verð- ur ekki mikil ef markvissum til- raunum og ræktun á sauðfé með úrvaisull er ekki haldið uppi og stundaðar samhliða tilraunir með nýja framleiðslu, þar sem ein- kenni íslenskrar ullar njóta sín. í tískuheiminum skipast fljótt veð- ur í lofti. Okkur er mikil nauðsyn á að vera alltaf tilbúin með nýja fram- leiðslu. Það hefur oft hvarflað að mér að lítil tilraunaverksmiðja í tengslum við ríkisbúin væri kjörin til að taka sér tilraunaverkefni fyrir uilarverksmiðjurnar og aðra sem standa að ullarframleiðslu. Bændum hefur tekist að bæta svo meðferð og mat á mjólk að vel verður við unað. Kjötframleiðslan og mat á kjöti virðist í framför. Hvers á ullin að gjalda? Hún er sú eina af þessum afurðum sem skilar þjóðarbúinu umtalsverðum gjaldeyristekjum. Á venjulegu heimili í borg eða bæ er reynt að nýta alla tekjumöguleika sem bjóðast. Eru bændur svo ríkir að þeir geti látið notkun og meðferð ullar- innar reka á reiðanum? Munar það engu í tekjum fyrir bónda með 100 fjár að fá 70—90 kg meiri ull eftir árið? Og munar það ekki enn meiru ef ullin er vel hvít og óskemmd? Það er mikið vandamál hjá ullarverk- smiðjunum hvað trassað er að senda ullina til ullarþvottastöðv- anna. Ástandið hefur farið versn- andi á síöustu árum. Ullin kemur til þvottastöðvanna allt að % ári frá rúningi og er þá alltof oft hlandbrunnin og fúin. Hefur legið óhreyfð og blaut í bing í fjárhús- görðum eða í skemmum kaupfé- laganna. Hvers vegna láta bændur bjóða sér að ullin sé metin eftir dúk og disk? Hvernig líst þeim á að þannig væri farið með mjólk- ina? Það er okkur til mikillar van- sæmdar að nú á síðustu árum hef- ur verið talið nauðsynlegt að blanda íslensku ullina með er- lendri. Sú íslenska er of gul vegna lélegrar meðferðar og vanrækslu. Við seljum ámóta magn af úr- gangsull sem notuð er til flóka- gerðar úr landi og við kaupum af nýsjálenskri til að blanda með ís- lensku ullina. Svo hneykslumst við á því að samkeppnisaðilar erlendis telja sig geta búið til íslenska ull. Ullin var aðalhráefni okkar til iðnaðar um aldir. Hún var notuð í aðalútflutningsvörur okkar, vefn- að til forna en síðan prjónles. Hvar er nú íslenska bændamenn- ingin? Hún sem ekki aðeins bygg- ist á ritfærni og skáldskap, heldur ekki síður á listfengi og verkþekk- ingu. Ég vil skora á bændur að vinna gegn slíkri aðför að land- búnaði sem lokun Reykhólabúsins er. Það yrði bændastéttinni til mik- illar vansæmdar ef svo færi. Með baráttukveðju. Eflum íslenskan landbúnað og ullariðnað. Elinbjört Jónsdóttir er vefnaðar- kennari og kennari í tórinnu við Heimilisiðnaðarskólann. „Brýn þörf á að bæta varnar- garðana“ — segir Matthías Bjarnason, samgöngu- málaráðherra eftir að hafa kannað vegsum- merki við Markarfljót eftir flóðið í febrúar „VIÐ skoðuðum öll vegsummerki við Markarfljót og flóðvarnar- garðana og það er Ijóst að brýn þörf er á að bæta þá,“ sagði Matthías Bjarnason, samgöngu- málaráðherra, í samtali við blm. Mbl. Samgöngumálaráðherra fór 16. mars sl. ásamt Snæbirni Jón- assyni, vegamálastjóra, og fleir- um, í Fljótshlíðina. Ferðuðust þeir niður með Markarfljóti að Selja- landsvegi til að kanna skemmdir sem urðu á varnargörðum í flóð- inu þar um miðjan febrúar sl. „Það er nauðsynlegt að styrkja varnargarðana," sagði samgöngumálaráðherra, „og nú er unnið að því að finna fjár- magn til þeirra framkvæmda. Eins mun ég láta gera áætlun um það hvernig best verði stað- ið að gerð varnargarða við Markarfljót. í ferðinni skoðuð- um við ennfremur brúarstæði, þar sem ráðgert er að reisa nýja brú yfir Markarfljót. Brúar- stæðið er neðar en gamla brúin er nú og tengist það Seljalands- vegi. Brúarsmíðin er inni í lang- tímaáætlun í vegagerð á þess- um slóðum, en ég hef mikinn hug á að framkvæmdum við hana verði hraðað," sagði Matthías Bjarnason, samgöngu- málaráðherra. Ui n mi llist ter ki vín i eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson „Sterku vínin fara illa með hús- gögnin, en þau veiku með heils- una.“ Þessi óborganlega setning, eign- uð lækni nokkrum hér í borg, er ein þeirra djúphugsuðu uppljóstr- ana sem skolað hefur á land í málflutningi bjórandstæðinga síð- ustu vikurnar. Það dregur síst úr giidi þcssarar speki að maður sem á annað borð gerist ofurölvi gerir víst lítinn mun á húsgögnum og heimilisfólki, hún á erindi við þjóðina eigi að síður. Né heldur breytir það miklu þótt tíð ofurölvun — skilgetið afkvæmi sterku drykkjanna — sé einmitt ein helsta undirrót alkohólismans, alvarlegasta fylgifisks áfengis- neyslunnar. Og ekki er við boðskapinn aö sakast þótt óharðnaðir unglingar, jafnvel börn, sötri svartadauða á klósettum öldurhúsanna í stað þess að læra á borðvín og bjór heima hjá sér. Það getur svo sem verið að stundum sé hún stutt leiðin frá brennivíni í skúmaskoti yfir í kókaín og heróín í húsasundi ... en ekki er kenningin neitt verri fyrir það. Hún skýrir nefnilega ekki að- eins hvers vegna við sitjum nú uppi varnarlaus gagnvart fjöldafram- leiddum fíkniefnum, heldur líka hvers vegna við erum fræðslulaus í ofanálag. Árangurinn er sá að íslendingar eru oftast blessunarlega lausir við að vita nokkuð í sinn haus um vímuefni, hvort heldur er um fram- leiðsluhætti eða áhrif á heilsu. Samt kemur fyrir að ég spyr sjálfan mig að því hvernig á því stóð að þeir sem áttu að vera boð- berar heilbrigði og hollustu gengu í lið með sölumönnum svartadauða og eiturlyfja. Hvaða vín? Léttvín og áfengt öl hefur maðurinn þekkt í amk. 8.000 ár. Millisterk og sterk vín eru miklu nýrri af nálinni, enda þurfti fyrst að finna upp nýja vinnslu- aðferð: eiminguna. Millisterkt vín eru mun óæski- legri en veiku drykkirnir, enda helmingi sterkari en léttvín og 4—5 sinnum sterkari en bjór. A hinn bóginn eru þau yfirleitt helm- ingi veikari en sterku vínin. Millisterk vín eru yfirleitt fram- leidd með því að blanda saman léttvíni og sterku víni. Það síðar- nefnda er yfirleitt vínberjabrenni- vín (brandy). Loks er oft sykri, lit o.fl. bætt í. Vín og saga Léttvín og bjór og aðrir gerj- aðir drykkir eru hið náttúrulega áfengi mannkynsins og höfðu flesta kosti fram yfir annað áfengi nema einn: þau geymdust illa. Þess vegna komu sterku vínin til sögunnar. Talið er að Kínverjar hafi verið farnir að eima hrísgrjónavín fyrir um það bil 2.800 árum. Hippókrates hinn gríski — faðir læknisfræðinnar — ráðlagði soð- FÆÐA HEILBRIGÐI ið vín til lækninga 400 árum síð- ar. Síðar áttu Arabar mikinn þátt í að auka útbreiðslu sterku drykkjanna þrátt fyrir áfengis- bann Kóransins. Koma 3 orð yfir áfengi úr arabísku: arrak, elixír og alkohól. Það var þó ekki fyrr en á 16. og 17. öld sem sterku drykkirnir „slógu í gegn“. Þá fór brennivín að flytjast til íslands. Þá þegar voru millisterk vín komin fram á sjónarsviðið. Nú á tímum er geymsluþol veiku drykkjanna ekki lengur vandamál. Eimingin er því óþörf. Við getum því „horfið aft- ur til náttúrunnar" að þessu leyti ef við kærum okkur um. Helstu drykkir Sherry er merkust þessara veiga. Ér það spænskt að upp- runa (eftir borginni Jerez) frá tímum Máranna (Arabanna) og nýtur mikilla vinsælda í ensku- mælandi löndum. Framleiðsluaðferðin er svo flókin að ógerningur er að búa til ódýra eftirlíkingu af þurru (ósætu) sherry. Fyrsta skrefið er þó hefðbundið: gerjun á hvítvíni. Því næst fer fram afar ein- kennileg yfirborðsgerjun sem Sherry er merkust þessara veiga. gefur víninu sérstakan keim. Því næst fer fram mjög sérstæð blöndun og loks er bætt í kara- mellulit og brandy. Púrtvín er yngri uppfinning (um það bil 200 ára) og er upp- runnið í nánd við borgina Oporto í Portúgal. Er yfirleitt fyrst búið til rauðvín og það svo styrkt með brandy. Púrtvín — eins og sherry — eru yfirleitt blönduð og þá látin liggja í ámum í nokkur ár áður en þau eru seld. Á góðum árum er einnig framleitt óblandað púrtvín sem er miklu dýrara. Madeira kemur frá portú- galskri eyju með sama nafni. Er það talsvert drukkið í Skandina- víu, einkum Svíþjóð. Önnur millisterk vín eru marsala (ít- alskt) og malaga (spánskt). Vermouth var upphaflega MMMHNMMMMMMNHHNMHRNHHHHHHHI ævafornt kryddvín, þ.e. létt en ekki millisterkt vín, en það dreg- ur nafn sitt af kryddjurtunni sem gefur því bragð: malurt (þ. Vermut). Nútíma Vermouth er yfirleitt fremur ódýr stæling af þessu forna víni unnið úr ódýru létt- víni, spíra, sykri, karamellulit og kryddi. Ér franskt vermouth oftast þurrt, en ítalskt sætt. Bitterdrykkir eiga tæpast heima í þessum flokki, en þeir samsvara nokkurn veginn drykkjum sem áður fyrr voru kallaðir elixírar. Vinsælastur hér á landi er Campari. Það var metnaðargjarn ítalsk- ur barþjónn sem blandaði Camp- ari fyrst fyrir yfir 100 árum úr spíra, sírópi, kryddi, kokkínal (litarefni úr skordýri) ... og vatni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.