Morgunblaðið - 23.03.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
19
Athugasemd við
tölvutæknimál
— eftir Baldur
Jónsson
Fyrir nokkrum dögum birtist í
Morgunblaðinu auglýsing frá
Stjórnarfélagi Íslands um nám-
skeið í tölvuvæðingu á skrifstof-
um. í auglýsingu þessari var efni
námskeiðsins kynnt á ensku, en ís-
lenskar þýðingar hafðar við.
í fréttagrein, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær (20. mars),
er að þessu vikið undir fyrirsögn-
inni „Ryður enskan í burt íslensku
í tölvumáli?" (bls. 27). Blaðamanni
þótti kynlegt, að efni námskeiðs-
ins skyldi fyrst kynnt á ensku og
síðan á íslensku. Hann fékk þá
skýringu hjá varaformanni
Stjórnunarfélagsins, að kennarinn
á námskeiðinu væri Bandaríkja-
maður (sem kann ekki íslensku,
geri.ég ráð fyrir) og hefði því ensk
heiti á umræðuefnum sínum.
Varla er það í frásögur færandi.
En það, sem haft er eftir varafor-
manninum í framhaldi af þessu,
er þeim mun athyglisverðara.
Sagt er, að Stjórnunarfélagið hafi
áður auglýst tölvunámskeið á ís-
lensku eingöngu, en sú auglýsing
hafi að nokkru leyti misst marks,
því að fólk hafi „augljóslega ekki
skilið íslensku heitin almenni-
lega“.
Þá er von, að spurt sé: Hefði
fólk skilið ensku heitin? Er okkur
ætlað að trúa því, að þeir Islend-
ingar, sem hafa þörf fyrir nám-
skeið í tölvunotkun á skrifstofum
— af því að þeir vita svo lítið um
hana —, skilji betur, ef efnið er
kynnt á ensku, en ef þeir eru
fræddir um það á íslensku? Getur
slíkt átt við um mann, sem kann
íslensku betur en ensku? Eða
kunna íslendingar ensku betur en
íslensku? Líklega er gott, að menn
hugleiði þetta, hver í sínu skoti, og
skal útrætt um það efni að sinni.
I fyrrnefndri Morgunblaðsgrein
er að lokum vitnað til samtals,
sem blaðamaðurinn átti við mig í
sima. Vegna þess, sem á undan
fór, er ég hálfhræddur um, að það,
sem eftir mér var haft, gæti valdið
misskilningi. Þess vegna þykir
mér rétt að bæta nokkrum orðum
við til skýringar.
I greininni 20. mars er minnst á
tölvuorðasafn, sem ég nefndi í
samtali mínu við blaðamanninn.
Ég átti þá við bók, sem heitir því
nafni, Tölvuorðasafn, og kom út í
haust. Á sínum tíma var sagt frá
útkomu hennar í blöðum og út-
varpi, m.a.s. tvisvar í Morgunblað-
inu, 30. okt. (bls. 79) og 12. nóv.
(bls. 12).
Myndlist
Valtýr Pétursson
Sigurður Eyþórsson sýnir í
Ásmundarsal við Freyjugötu
þessa dagana. Þar hefur hann
komið fyrir tæpum fimmtíu
myndum, bæði teikningum og
málverkum, sem flest munu unnin
í eggja-temperu, en það er gömul
og góð aðferð það, sem menn kalla
sígilda aðferð. Sigurður er hér
með sína fjórðu sýningu, ef ég
man rétt, og minnisstæðust af
þeim er sýning, sem hann hélt í
eina tíð í Djúpinu meðan það gall-
erí hét og var.
tíaldur Jónsson
Eins og frma kom í fréttatil-
kynningu, sem útgefandinn, Hið
íslenska bókmenntafélag, sendi
frá sér, er þetta orðasafn ekki ein-
göngu enskt, heldur bæði ís-
lenskt-enskt og enskt-íslenskt.
Þar er að finna heiti á rösklega
700 hugtökum, rúmlega 1000 ensk
og tæplega 1000 íslensk. Þetta
Þessi sýning Sigurðar Eyþórs-
sonar er nokkuð einstæð í sinni
röð. Hann vinnur af mikilli natni í
anda hinna gömlu meistara.
Myndefnið er meira að segja
stundum dregið úr helgum ritum,
og má láta sér til hugar koma, að
um Renaissance-málara sé að
ræða. En gallinn er bara sá, að
Sigurður er ekki samtíðarmaður
þeirra gömlu. Hann er fæddur
1948. Ekki veit ég, hvað sagt
mundi verða, ef t.d. tónskáld kæmi
fram með tónverk algerlega í anda
Beethovens eða einhvers annars
horfins meistara. Tæknilega gæti
það verið ágætt, en ég er hræddur
um aö líðandi stundar yrði saknað.
orðasafn er árangur af margra
ára starfi Orðanefndar Skýrslu-
tæknifélags íslands. Flest þessara
700 hugtaka og hin ensku heiti
þeirra eru sótt í alþjóðlega staðla.
íslensku heitin, sem fylgja, eru
ýmist orð, sem komin voru í notk-
un, eða ný heiti, sem orðanefndin
lagði til.
Því fer sem sé fjarri, að ekki séu
orð af innlendum vettvangi í
Tölvuorðasafni, eins og einhver
gæti haldið eftir lestur greinar-
innar í Morgunblaðinu.
Hitt er annað mál, að orðum úr
íslensku tölvutæknimáli hefir ekki
verið safnað skipulega, enda stutt
síðan farið var að skrifa nokkuð
að ráði um það efni á íslensku. Á
þessum vettvangi er allt málfar í
deiglunni, og sum orðin, sem birt
voru í Tölvuorðasafni, hafa jafn-
vel ekki sést fyrr en þar. Þau eru
sett fram í tilraunaskyni.
Orðanefnd Skýrslutæknifélags-
ins er að sjálfsögðu ljóst, að orða-
safnið, sem kom út í haust, nær
allt of skammt. En svo fast var
eftir því leitað, að nefndin gæfi út
það, sem hún hafði tiltækt, að ekki
Ætli það yrði ekki kallað tíma-
skekkja?
Ég veit ekki um neinn málara
hér á landi sem vinnur í eins
hnitmiðuðum tæknilegum sveifl-
um og Sigurður Eyþórsson gerir.
Hann hefur hlutina algerlega á
valdi sínu og kann það handverk
er freistar hans. Það er hrein un-
un að kynnast þeim árangri er
Sigurður hefur náð á þessu sviði,
en óneitanlega vaknar sú spurn-
ing, hvort þetta eitt nægi til að
gæða þessi verk því seiðmagni,
sem svo einkennir allt gott mál-
verk. Öll list á sér sínar forsendur
og uppruna. Þannig getur mál-
verk, ættað frá Sienna, ekki fallið
undir það, sem skapað var í Flór-
ens. Constable hefði ekki málað
sínar frábæru landslagsmyndir
eins og hann gerði, ef hann hefði
búið í Madríd. Ætli þetta sé ekki
þótti stætt á því að draga útgáf-
una lengur.
Orðanefndin heldur störfum
sínum áfram og mun nú snúa sér
að því að stækka safnið. m.a. með
söfnun orða, sem lúta að tölvu-
tækni og sjálfvirkri gagnavinnslu,
hvort sem hugtökin eru komin í
alþjóðlega staðla éða ekki, og
einnig er stefnt að því að geta haft
orðskýringar í næstu útgáfu.
Hér er um að ræða mikið starf,
tímafrekt og vandasamt, sem
fram til þessa hefir verið unnið i
stopulli sjálfboðavinnu að miklu
leyti. Og þannig er það í flestum “
greinum; hagfræði, verkfræði,
stæröfræði, eðlisfræði, læknis-
fræði, uppeldisfræði, sálarfræði
o.s.frv. íslensk málnefnd hefir af
veikum burðum reynt að örva og
styrkja þetta merka menningar-
starf á síðustu árum, og víst miðar
í rétta átt. En ég er hræddur um,
að fáir geri sér ljóst, hvílíkt
feiknaverk við eigum fyrir hönd-
um.
21. mars 1984.
tíaldur Jónsson er dósenl við Há-
skóla íslands.
auðskilið mál, og þá ætti ekki að
vera torskilið, að tækni 16. aldar
er vart gjaldgeng á seinni hluta
þeirrar tuttugustu. Og auðvitað
eru viðfangsefnin gerólík í eðli
sínu.
Líklegast er ég alæta á mynd-
list, og ég hafði vissa ánægju af að
líta inn á sýningu Sigurðar Ey-
þórssonar í Ásmundarsal. Þar er
ýmislegt eftirtektarvert að sjá, og
ég er viss um, að margur maður-
inn á eftir að dást að handverki
þessa unga manns. Hann hefur
margar leiðir til myndgerðar á
valdi sínu, og framvinda mála er
algerlega í hans valdi. Um það
verður ekki deilt, hér er á ferð sér-
stakur myndlistarmaður, sem
kann betur til verka en margur af
samtíðarmönnum hans.
í Ásmundarsal
HEKLAHF
BILASYNINC
UM HELCINA - íNÝJUM GLÆSILEGUM SÝNINGARSAL OKKAR
Laugardag frá kl. 10 - 5 — Sunnudag frá kl. 1-5
1984 ÁRGERÐIRNAR FRÁ
I T S U B I S H I
MITSUBISHI
MITSUBISHI
COLT - COLT TURBO
SPACE WACON
CALANT TURBO - GALANT STATION______
LANCER - SAPPORO - TREDIA
PAJERO TURBO DIESEL - PAJERO SUPER WACON
L 300 SENDIBÍLL - L 300 MINI BUS
HEIMILISDEILDIIM VERÐUR OPIIM
SAMTÍMIS BÍLASÝIMIIMCUIMIMI
HF
Laugavegi 170 -172 Sími 21240
Komid og skodiö glæsilega bíla í glæsilegu umhverfi