Morgunblaðið - 23.03.1984, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
▼ \#A DTA - OFURKRAFTUR -
▼ I " ÓTRÚLEG ENDING
FRAMLEIÐENDUR
BETRI BÍLA í EVRÓPU
VELJA
VARTA RAFGEYMA
í BÍLA SÍNA
Það segir meira en mörg orð.
Framleiðendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen
og fleiri, velja VARTA rafgeyma,
enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum
má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol,
eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir.
60 AMP-stundir kr. 1.494.00.
70 AMP-stundir kr. 1.788.00.
Hentar flestum gerðum bifreiða.
Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi,
og ísetningu á staðnum.
VARTA GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI
ávallt í leiðinni
Bladburóarfólk
óskast!
co
oo
Austurbær
Ármúli
Síöumúli
JlltfgmiMfiMfe
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Gripið var til þess ráðs að senda
sjötíu fólksflutningabíla í næsta
ríki til að vera á fundi forsætis-
ráðherrans, þar sem heimamenn
neituðu að sækja hann.
— Mótmæli bænda í Karnat-
aka í lok síðasta mánaðar urðu
langtum víðtækari en stjórnend-
ur þar höfðu gert ráð fyrir. Um
27 þúsund manns voru hand-
teknir.
— Tvær andstæðar fylkingar
innan stjórnarandstöðunnar
hófu fundaherferð og mótmæla-
fundi um miðjan febrúar víðs
vegar um landið og hefur fólk
flykkzt á fundina og mikil andúð
verið látin í ljós við stjórn Ind-
iru.
— Rán og morð á indverskum
diplómat í Bretlandi, að öllum
líkindum að undirlagi aðskilnað-
arsinna frá Kashmir.
Indira hefur hamrað á því að
ógnunin stafi ekki sízt af sundr-
ungu meðal Indverja sjálfra. Það
hefur ekki fengið umtalsverðan
hljómgrunn, sérstaklega vegna
þess að stjórn hennar hefur á
kjörtímabilinu getað gert fátt
það sem bætti bága stöðu megin-
hluta indversku þjóðarinnar.
Aftur á móti er það kannski ögn
vænlegra til árangurs að tala um
ógnun erlendis frá og eins og
vænta má hefur Pakistan verið
Friðartal Indiru mett-
ar ekki milljónir
Megininntakið í þeirri kosningabaráttu sem er að hefjast á Indlandi,
að minnsta kosti af hálfu Indiru Gandhi og (lokksmanna hennar, er að
stuðla að þjóðareiningu. í ræðum sem Indira Gandhi hefur flutt að
undanfórnu vítt og breitt um landið hefur hún lagt mjög þunga áherzlu á
að einingu þjóðarinnar sé ógnað, ekki síður innan frá en vegna áhrifa
erlendra ríkja. Áróður stjórnarandstæðinga hnígur í sömu átt, að vísu
með nokkuð annarri hljóðan eins og vænta mátti.
Síðustu mánuði hafa óeirðir,
verkföll og mótmælaaðgerð-
ir sett svip sinn á daglegt líf á
Indlandi. Frá Jammu og Kashm-
ir og Punjab í norðri til Assam í
austri og Karnataka og til Ma-
harashtra í vestri. Hvarvetna
hefur komið til átaka og það er
ekkert sem gefur vísbendingu
um að kyrrlátari tíð sé í vænd-
um. Indira Gandhi hefur sagt að
aðferð stjórnar hennar væri sú
ákjósanlegasta, að reyna samn-
inga í stað þess að grípa til
ofbeldisaðgerða eða neyðar-
ráðstafana. Hún hefur sagt að
hún muni leyfa öllum stjórnar-
andstæðingum að flytja mál sitt
óáreittir og muni stjórnin ekki
blanda sér í það, né beita fyrir
sig lögreglu né her. Sumum
indverskum fréttamönnum þyk-
ir málflutningur Indiru ekki
ýkja trúverðugur né hafi það
reynzt rétt að mótmælahópar
væru ekki beittir refsingum.
Þessu er svarað til á þann veg,
að lögregla verði að sjálfsögðu
að halda uppi lögum og reglu í
landinu. Og Indira hefur marg-
sinnis sagt að lýðræði hafi aldrei
fyrr staðið jafn traustum fótum
og nú. En þessu eru þeir vitan-
lega ekki sammála nema sem
fylgja henni að málum. Stjórn-
arandstæðingar gagnrýna for-
sætisráðherrann og stjórnina
óspart fyrir óreiðu, spillingu og
ósöórn og fullkomið stefnuleysi.
I Times og India, sem er
áhrifamikið blað í Delhi, skrifaði
aðalritstjóri þess, Giri Lal Jain,
fyrir nokkru grein þar sem hann
sagðist ekki hika við að fullyrða,
að Indland væri meðal þeirra
ríkja í heiminum, þar sem
ofbeldi væri einna mest nú um
stundir. „Við skulum horfast í
augu við það; indverska þjóðar-
skútan á í erfiðleikum og hrekst
til og frá. Við megum teljast
lánsöm ef okkur tekst að stýra
henni inn á lygnan sjó. Ef ekki
fer hún upp í kletta og ferst. Við
þurfum ekki að fjölyrða um öll
þau skip sem aldrei landi ná,“
skrifaði ritstjórinn.
Þetta drungalega viðhorf á
rætur sínar í ýmsu. Ekki aðeins í
þessari margnefndu óeirðaöldu
sem gengur yfir Indland, heldur
einnig vegna þess að þær raddir
gerast stöðugt háværari sem
saka stjórnina um spillingu, að
hún sé ósamkvæm sjálfri sér,
enda sundurþykkja innan henn-
ar og hver höndin upp á móti
annarri.
Menn benda á ýms atriði
þessu til stuðnings.
— Yfirráðherrann í Mahar-
ashtra, Vasantadada Patil, mun
hafa skýrt Indiru Gandhi frá því
nýverið að það hafi komizt upp
um samsæri til að steypa stjórn-
inni. Voru þar að verki ráðherr-
ar í fylkisstjórn hans.
— Indiru Gandhi var sent
bænaskjal frá nokkrum forystu-
mönnum í Sikkim, þar sem þeir
kröfðust þess að yfirráðherrann,
Nabahadur Bhandari, yrði lát-
inn víkja úr stöðu sinni.
— Yfirráðherra Manipur var
myrtur fyrir nokkru af neðan-
jarðarsamtökum sem gerast æ
aðsópsmeiri í fylkinu.
— Efnt var til verkfalls, vega-
tálmar voru settir upp og mót-
mælafundir voru haldnir í Ass-
am sömu daga og Indira Gandhi
hafði boðað heimsókn sína.
Indira Gandhi
einkum nefnt í því samhengi.
Rajiv Gandhi sagði á dögunum
að allt útlit væri fyrir að Pakist-
anar væru að flytja mikið lið til
landamæranna við Kashmir og
gæti brugðið til beggja vona á
þeim slóðum.
Það er trúlegt að Indira reyni
að halda því á loft, hve vegur
hennar hefur vaxið meðal for-
ystumanna hlutlausra ríkja í
heiminum. Fyrir tilstuðlan
hennar hefur tekizt að leiða
samningsaðila á Sri Lanka að
samningaborði, eins og sagt var
frá í erlendum vettvangi á dög-
unum. Óstaðfestar heimildir
segja að Indira hafi verið til-
nefnd til friðarverðlauna Nóbels
á þessu ári. Það er auðvitað
vegsauki í sjálfu sér og hún mun
væntanlega nota þessa nýju
ímynd sem boðberi friðar og
sátta út í æsar. En ímyndin ein
mettar ekki milljónir Indverja,
sem búa við sárustu örbirgð víðs
vegar um landiö. Og það er lóðið.
(Heimildir m.a. grein Salamat Ali f
Far Kaatern Kconomic Review.)