Morgunblaðið - 23.03.1984, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
Ný tekjuskattslög:
600 m.kr. lægri skatt-
heimta en ad óbreyttum
fyrra árs lögum
— Fullyrðingar um skattahækkanir rangar, settar
fram til að vekja óróa, sagði fjármálaráðherra
Frumvarp um skattprósentu var samþykkt á Alþingi í gær. Samkvæmt
upplýsingum Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra, þýðir framkvæmd
skattstiga, eins og hann nú liggur fyrir, 600 m.kr. lægri skattheimtu en að
óbreyttum skattalögum frá fyrra ári. Hinsvegar þýðir skattstiginn 70 m.kr.
hærri skattheimtu en ráðgeröur skattstigi fyrr á árinu, þegar miðað var við
minni brúttólaunahækkanir milli ára en raun varð á í nýgerðum kjarasamn-
ingum. Niðurstaðan er, að dómi fjármálaráðherra, sama skattbyrði 1984 og
1983, sem hlutfall af tekjum greiðsluárs.
Norraent umferöaröryggisár
IUMFEROAR
RÁD
LÁTNIR I UMFERÐARSLYSUM
ÁiSLANDI ÁRIN 1978 —1983
Fjármálaráðherra sagði fullyrð-
ingar stjórnarandstæðinga um
skattahækkanir rangar og til þess
eins fram settar að reyna að skapa
óróa í landinu. Orðrétt sagði ráð-
herra:
„Stefna ríkisstjórnarinnar hef-
ur verið sú að skattbyrði beinna
skatta til ríkissjóðs skuli óbreytt
sem hlutfall af tekjum greiðsluára
milii áranna 1983 og 1984. Til þess
að ná þessu marki þurfti m.a. að
lækka skatthlutföll, lengja skatt-
þrep umfram skattvísitöluhækkun
og hækka persónuafslátt nokkuð
umfram skattheimtuvísitölu. í
samræmi við þá stefnu lagði ég
fram frumvarp um tekju- og
eignaskatt fyrir sl. áramót. Hefði
verið látið duga að hækka eldra
skattkerfi á hefðbundinn hátt með
beitingu skattvísitölu um 54%,
hefði það leitt til stóraukinnar
skattbyrði á næsta ári; heildar-
álagning orðið nærfellt 600 millj.
kr. hærri en miðað var við í fyrr-
nefndu frumvarpi.
Upphaflegt frumvarp tók mið af
þjóðhagsspá þar sem gert var ráð
fyrir því að meðaltekjur hvers
manns hækkuðu um 20% milli ár-
anna 1983 og 1984. í samræmi við
fyrrgreinda stefnu var frumvarp
ríkisstjórnarinnar því við það
miðað að krónutala álagðra skatta
hækkaði um sama hlutfall. í janú-
ar sl. var spá um tekjuþróun milli
áranna 1983 og 1984 endurskoðuð í
framhaldi af upplýsingum um
minnkandi fiskstofna. Var nú
áætlað að meðaltekjur hækkuðu
um 16,5% á hvern mann í stað
20% áður. f samræmi við stefnu
um óbreytta skattbyrði milli ára
sem hlutfall af tekjum greiðslu-
árs, lagði meirihluti fjárhags- og
viðskiptanefndar til, að skattstig-
ar yrðu lækkaðir frá því sem var í
frv., þannig að krónutöluhækkun
skatta hvers gjaldanda yrði að
meðaltali 16,5%, eða hin sama og
tekj uhækkanirnar.
Eftir nýgerða kjarasamninga
var áætlun um tekjuþróun milli
áranna 1983 og 1984 enn endur-
skoðuð. Var hún nú áætluð nánast
hin sama og var í upphaflegri
tekjuspá þjóðhagsáætlunar, eða
Tillaga til þingsályktunar:
Urbætur í umferðarmálum
Albert Guðmundsson
19,5% á mann. 1 samræmi við
margnefnda stefnu um óbreytta
skattbyrði lagði þingnefnd því til,
að frumvarpinu yrði aftur þreytt,
þannig að krónutala skatta hækk-
aði um 19,5% milli ára, eins og
tekjurnar."
GUÐMUNDUR Bjarnason o.n.
þingmenn Framsóknarflokks hafa
lagt fram tillögu til þingsályktunar
um framkvæmdaáætlun til úrbóta í
umferöarmálum. Tillagan hljóðar
svo:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta gera fram-
kvæmdaáætlun til þriggja ára um
úrbætur í umferðarmálum. Áætl-
unin nái til eftirtalinna atriða:
1. Almennrar kynningar og
fræðslu í umferðarmálum með
bætta umferðarmenningu að
leiðarljósi.
2. Umferðarslysavarna og bætts
öryggisbúnaðar farartækja.
3. Frekari fræðslu ökumanna áð-
ur en þeir fá fullnaðarökuskír-
teini.
4. Kennslu- og leiðbeiningar-
starfa á sviði vélhjólaaksturs.
5. Rannsókna á sviði umferðarör-
ýggis."
I greinargerð segir að árlega
verði mikið eignatjón af völdum
umferðarslysa hér á landi. Meiru
skipti þó mannslífin, sem glatist,
og aldrei verði metin til fjár.
Fyrirbyggjandi aðgerða sé þörf.
Árni Johnsen um friðarfræöslu:
„Gefum börnunum frið
til að lifa lífi barnsins"
— Vekjum ekki ótta þeirra
niÞinGi
ÞAÐ GERIST ekki oft að þing-
menn gangi með biblíu í hönd í
ræöustól Alþingis. Það gerðist
þó í gær, er Arni Johnsen (S) tók
þátt í framhaldsumræðu um
friðarfræðslu, þ.e. tillögu til
þingsályktunar um „fræðslu um
friðarmál á dagvistarstofnunum
í grunnskólum og framhalds-
skólum landsins“, sem Guðrún
Agnarsdóttir (Kvl.) og þingmenn
úr öllum þingflokkum flytja.
Guðrún Agnarsdóttir mælti fyrir
þessari tillögu sl. þriðjudag. f‘á
tóku til máls, auk hennar, Guð-
rún Helgadóttir (Abl.) og Hall-
dór Blöndal (S).
Árni Johnsen (S) sagði friðar-
fræðslu þegar sinnt, bæði í
kirkjum, skólum og heimilum
landsins. Kristindómurinn væri
hinn sanni friðarboðskapur,
bæði í lífi og samskiptum þjóða
og einstaklinga. Það er ekki boð-
legt að tala eins og engin friðar-
fræðsla eigi sér stað í skólum
landsins, sagði þingmaðurinn.
Ég hefi í starfi mínu sem kenn-
ari og í kynnum mínum af kenn-
urum landsins, sagði hann efn-
islega —, komist að raun um, að
friðurinn er í öndvegi allrar um-
ræðu, þegar grannt er gáð. Árni
vitnaði til texta víða í biblíunni,
sem hann sagði að ættu erindi
til ungra sem aldinna. Hitt væri
hæpið, að kynna alþjóðastjórn-
mál á dagvistarstofnunum, eða
nútíma vígtækni. „Við skulum
ekki vekja ótta barna, við skul-
um gefa þeim frið til þess að lifa
lífi barnsins, án þess að rugla
þau í ríminu."
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) sem
mælti fyrir tillögunni, lagði
áherzlu á hættur nútíma víg-
búnaðar; rangráðstöfun fjár-
muna til hernaðar í stað mann-
úðarmála; nauðsyn þess að
breyta hugsunarhætti og við-
horfum fólks. Rætur tillögunnar
stæðu í þeirri viðleitni að breyta
átökum í samstarf.
Halldór Blöndal (S) gagnrýndi
það að framsögumaður hefði
lagt samtök Vesturlanda og
Austurblokkina að jöfnu, er hún
fjallaði um vopnaskak í heimin-
um. Annars vegar væru frjálsar
þjóðir, sem virtu lýðræði og
mannréttindi, og stæðu vörð um
lýðræðislegar hefðir; hinsvegar
lögregluríki, sem træðu á mann-
réttindum heima fyrir og færu
með her á hendur nágrönnum,
sbr. innrás Sovétríkjanna í Afg-
anistan. Halldór taldi það sam-
starf, sem tekizt hefði milli
landa eins og Þýzkalands ann-
arsvegar og Englands og
Frakklands hins vegar, innan
Atlantshafsbandalagsins, „lang-
samlega mesta framlag til frið-
ar í veröldinni, sem manninum
hafi til þessa tekizt að leggja
frarn".
Valt í hálkunni
Lýst eftir bifreið
MIÐVIKUDAGINN 14. marz var
Lada station-bifreið með einkennis-
númerin R-46569 stolið frá óðins-
götu/Þórsgötu. Bifreiðin er gul að
lit, árgerð 1980. Þeir sem kunna að
vita hvar bifreiðin er niðurkomin,
vinsamlega láti lögregluna í Reykja-
vík vita.
Tónleikar
á Akranesi
Tónlistarfélagið á Akranesi heldur
nk. þriðjudag, þann 27. mars, þriðju og
síðustu tónleika sína á þessu starfsári.
Á tónleikunum koma fram þeir Krist-
inn Sigmundsson, bariton-söngvari og
Jónas Ingimundarson, píanóleikari.
Á efnisskránni eru m.a. sönglög
eftir Árna Þorsteinsson, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Schubert og Britt-
en, auk aría úr frægum óperum.
Tónleikarnir verða haldnir í Bíó-
höllinni á Akranesi og hefjast þeir
kl. 20.30.
í)r frétUlilkvnningu.
ÖKUMAÐUR Mercedes Benz-
sendibifreiðar missti stjórn á bif-
reið sinni í hálkunni á Nýbýlavegi
í hádeginu í gær með þeim afleið-
ingum að hún valt. Vörur í bifreið-
inni köstuðust út. Ökumaðurinn
var einn í bifreið sinni og hlaut
ekki alvarleg meiðsl.
Morgunblaðið/Júlíus.
Samtök sykursjúkra í Reykjavík:
Fræðslu- og
umræðufundur
SAMTOK sykursjúkra í Reykja-
vík gangast fyrir fræftslu- og um-
ræftufundi í fundarsal Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga
kl. 14.30 á morgun, laugardag.
í fréttatilkynningu sem
Mbl. hefur borist frá samtök-
unum segir að sérfræðingar í
málefnum sykursjúkra, lækn-
ir, næringarráðgjafi og hjúkr-
unarfræðingur taki þátt í
fundinum, sem sé ætlaður öll-
um sem hafi áhuga á að fræð-
ast um sykursýki og daglega
meðferð hennar.
í lok tilkynningarinnar er
greint frá því að samtökin hafi
nýverið opnað skrifstofu að
Gnoðarvogi 88 og hún sé opin
á mánudögum frá kl. 17—19.
Hveragerði:
Fræðsludag-
skrá JC
JC HVERAGERÐl gengst fyrir dagskrá
í félagsheimilinu Bergþóru dagana 23.
og 24. mars undir nafninu Andóf gegn
eiturefnum.
Á dagskrá verður skemmti- og
fræðsluefni. Á föstudeginum verður
samkoman sett kl. 16.
Á laugardaginn verður dagskráin
sett kl. 14.