Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 35
Við Finnar erum
ekki verri en aðrir
— eftir Marjatta
Isberg
í allan veturinn hefi ég nú
fylgst með, hvernig þeir, sem eru á
móti bjór, draga okkur Finna
fram sem vont daemi um það,
hversu mikið böl bjórinn er. Síðast
nú í sjónvarpsþætti í kvöld (13.
marz), þegar Páll nokkur vitnaði
tvívegis til þess, hversu illa Finn-
ar (og Svíar) hefðu farið út úr
þessu. Og svo segist hann vera
hræddur um að bjórframleiðendur
myndu auglýsa framleiðsluna sína
og að þjóðin gæti ekki kosið rétt.
Eigum við þá ekki að afnema lýð-
ræðið, fyrst lýðurinn er svona
óupplýstur! Því að í öllum kosn-
ingum er alltaf rekinn mikill áróð-
ur.
Já, en hvað um það. En nú skildi
maður þannig, að hann Páll hefði
verið með sannleikann og ekkert
nema sannleikann í munninum,
engan falskan áróður, þegar hann
upplýsir aumingja íslendinga um
það, hversu illa „frændur okkar
Svíar og svo Finnar“ fóru út úr
þessu. Þar jókst víst áfengisneysl-
an, bæði sterkra og léttra drykkja,
eftir að bjórinn var leyfður. Og
svo þessir unglingar, blessaðir
unglingar. Þeir fara auðvitað að
drekka. Fá sér flösku heima hjá
sér í matarbúrinu.
Er þetta ekki falskur áróöur?
Aldrei, þegar um bjórneyslu
Finna (og Svía) hefur verið talað,
hefur nokkur bann-unnandi viljað
upplýsa þennan óupplýsta ís-
lenska lýð, að bölið í Finnlandi og
Svíþjóð byrjaði eftir að leyft var
að selja milliöl í matarbúöunum og
að aldurstakmark til að geta keypt
það varð 16 ára. En þangaö til hafði
bjór aðeins fengist í áfengisversl-
unum, eins og ráðgert er hér á
landi. Og ekki bara í kössum og
hálfum kössum, heldur flösku og
flösku, eins og um annað áfengi
væri að ræða. Samtímis þessu varð
stefnubreyting í áfengismálum
þannig að í næstum hverju litlu
þorpi var leyft að opna matsölu-
stað með áfengissölu. Þannig varð
miklu auðveldara að ná í bjór og
annað áfengi.
En hver hefur talað um það
hér á landi?
Hafa þessar upplýsingar e.t.v.
aldrei náð hingað? Eða halda Páll
og samherjar hans þessum upp-
lýsingum vísvitandi leyndum? Af
því að enginn þeirra, sem hefur
talað fyrir afnámi bjórbannsins,
„En af reynslu segi ég, að
frekar vildi ég sjá börnin
mín stelast í bjórflösku en
að drckka sig full af
sterku brennivíni.“
hefur nokkurn tíma minnst á það,
að bjór ætti að selja annars staðar
en í ríkinu? Jón Ottar t.d. marg-
ítrekaði í sjónvarpsviðtalinu, að
verðið á bjórnum ætti að vera
nógu hátt og salan eingöngu í
áfengisverslunum.
Hefur aðalatriöiö gleymst?
Það heyrist vel, að þeir sem eru
á móti, skilja ekki eðli málsins frá
sjónarmiði þeirra, sem fyrir bjór-
inn tala. Reyndar finnst mér
óskiljanlegt, hversu lítið bjórunn-
endur hafa gert úr þessu máli.
Þeir tala bara alltaf, um það,
hversu gott væri, ef fólk notaði
frekar hollara og léttara áfengi.
En hvaö um bragðiö? Ég hefi nú
aldrei verið mikill bjórdrykkju-
maður, keypti líklegast 6—10
flöskur á ári, þegar ég ennþá átti
heima í Finnlandi. En ég keypti
hann aldrei, ja, aldrei í þeim til-
gangi að verða drukkin. Eg keypti
hann vegna þess, hversu bragð-
Marjatta fsberg
góður drykkur hann var. Alveg á
sama hátt og ég vel gott vín með
mat, vín sem passar vel við bragð
matarins. Eða alveg eins og ég vil
fremur borða jarðarberja- en
súkkulaðitertu, bragðsins vegna.
Þaö þýðir ekkert að stinga
hausnum í sandinn
Hvað svo sem því líður, er stað-
reynd, að unglingarnir okkar, eins
og allir aðrir sem vilja hafa, munu
fýrr eða seinna ná í áfengisflösku.
Ég skil vel, að góðtemplarar hafi
áhyggjur af þessu. Af því að
áfengið getur verið góður þjónn en
lélegur húsbóndi. En af reynslu
segi ég, að frekar vildi ég sjá börn-
in min stelast í bjórflösku en að
drekka sig full af sterku brenni-
víni. En ég veit, að svo er sorglega
oft hér á landi. Þegar ég var kenn-
ari í Finnlandi sá ég stundum
(sjaldan þó) hvernig unglingum á
13—14 ára aldri hafði tekist að
útvega sér milliölsflösku úr mat-
arbúðinni. En hér á landi sé ég
hversu börn, jafnvel undir þeim
aldri, hafa drukkið sig meðvitund-
arlaus út af sterku brennivíni. Af
því að þau hafa ekki skilið, hversu
sterkir þessir drykkir eru og
hvernig áhrif þeir hafa. En það er
erfitt að drekka svo mikið magn af
öli, að maður verði meðvitundar-
laus.
Er ekki tími til kominn að -
taka vitið í lófana?
íslendingum hættir oft til að
vera ofstækismenn, en er ekki tími
til kominn að láta þjóðina skera
úr, fyrst þingmennirnir eru svo
ragir, að þora það ekki? En ekki
að tala um neitt milliöl þá. Það
var heima kallað „drulluöl", sem
maður gat e.t.v. drukkið við versta
þorsta. Sterkur bjór á það að vera,
af því að þar er bjórbragðið. En
verðið á áfenginu í honum á að
vera jafnhátt og í brennivíninu.
Og það á að selja hann í ríkinu,
flösku og flösku, ekki bara í köss-
um.
Ef þjóðin hafnar þessu, þá ættu
allir að vera ánægðir, af því að hér
ætti að vera lýðræði, a.m.k. að
nafninu til. Og það er nú hvort
sem er alltaf hægt að útvega sér
bjór, ef maður á bara næga pen-
inga. Já, og íslenska þjóðin, hún er
nú vel fjáð, þrátt fyrir alla krepp-
una. A.m.k. flestir.
Reykjavík, 13. mars 1984.
Marjatta ísberg er tll.mag., Finni
búsettur i íslandi.
Á svig við sannleikann
eftir Eið Guðnason
í stjórnmálaskrifum er Morg-
unblaðinu stundum næsta lagið
að halla réttu máli, án þess að
beinlínis sé hægt að segja að blað-
ið sé að ljúga að lesendum sínum.
Staksteinafrásögn blaðsins á
fimmtudag af sjónvarpsþætti um
fjárlagagatið er býsna gott dæmi
um þetta. Þar kom fjármálaráð-
herra og þar voru fulltrúar allra
stjórnarandstöðuflokka. Allir
stóðu þeir stjórnmálamenn á gati,
segir Staksteinahöfundur.
Nú er það alþjóð kunnugt, að
fjármálaráðherra hefur engar til-
lögur fram haft að færa um það
hvernig skuli bregðast við þessum
vanda ríkissjóðs. Eðli máls sam-
kvæmt þættu þær fyrst að koma
frá honum. Er það ekki svolítið
öfugsnúið, þegar fjármálaráð-
herra og ríkisstjórnin öll stendur
ráðþrota, að segja sem svo:
Stjórnarandstaðan hefur engar
tillögur. Vond stjórnarandstaða.
Þetta er að snúa hlutunum við. Er
það ekki slök ríkisstjórn, sem læt-
ur sér nægja að benda á vandann,
en veit síðan ekki hvernig bregð-
ast skal við?
Tillögur Alþýöuflokksins
Nú er það hinsvegar svo í þessu
máli, að strax sama daginn og
fjármálaráðherra gerði fjárlaga-
gatið að umtalsefni á Alþingi
setti Kjartan Jóhannsson formað-
ur Alþýðuflokksins fram tillögur
af hálfu flokksins um hvernig
brugðist skyldi við.
Hann lagði til að þessum vanda
yrði mætt með þrennum hætti.
Að einum þriðja með samdrætti
og sparnaði í ríkiskerfinu, að ein-
um þriðja með auknum tekjum,
og síðan yrðum við að láta okkur
lynda að fresta einum þriðja
vandans til næsta árs.
í sjónvarpsþættinum með fjár-
málaráðherra ræddi ég þessar
leiðir nokkru nánar.
Um sparnað: Fara ítarlega ofan
í fjárlögin að nýju og draga úr
framkvæmda- og rekstrarkostn-
aði ríkisins. Ég nefndi fyrirtæki
eins og Bifreiðaeftirlit ríkisins,
Landsvirkjun og Rafmagnsveitur
ríkisins þar sem áreiðanlega
mætti ná fram hagræðingu og
sparnaði. Ég nefndi landbúnað-
arkerfið, sem skilar neytendum
sífellt hærra vöruverði og bænd-
um stöðugt lægri launum. Ég
nefndi milliliðavaldið í landbún-
aðarkerfinu, sem ætíð hefur allt
sitt á hreinu og virðist hagnast
bærilega, sbr. byggingu nýrrar
mjólkurstöðvar í Reykjavík. Ég
nefndi og hugsanlega frestun
Blönduvirkjunar, þar sem land-
eigendur gera nú kröfur vegna af-
greiðslu fyrir vatnsréttindi. Hver
á annars það regn, sem fellur á
Kjöl?
Um auknar tekjur: Skattleggja
Seðlabankann gæti þar verið ein
leið. Önnur væri sú að hætta við
þær stórkostlegu skattalækkanir
til fyrirtækja, sem nú eru á döf-
inni. Sú þriðja gæti verið að ráð-
Eiður Guðnason
ast gegn skattsvikunum, sem eng-
in ríkisstjórn hefur gert af alvöru
til þessa. Sú gæti, ef rétt væri á
haldið, örugglega verið áhrifarík-
ust og skilað ríkissjóði mestu. En
til þess þarf kjark, sem ég efast
um að sé fyrir hendi hjá núver-
andi fjármálaráðherra og ríkis-
stjórn.
„Loksins, loksins“
Almenningur hefur á undan-
förnum mánuðum tekið á sig gif-
urlega kaupmáttarskerðingu. Al-
bert Guðmundsson hefur marg-
sagt, að hann bíði þess að verslun-
in í landinu taki þátt í erfiðleik-
unum og lækki vöruverð. Þess
bíða fleiri. Þess bíður þjóðin öll.
Það sem eftir stendur, eftir
sjónvarpsþáttinn og Staksteina-
skrifin, er sú staðreynd, að fjár-
málaráðherra hafði ekkert til
málanna að leggja í þættinum,
nema að taka, fremur dauflega
þó, undir tillögur Alþýðuflokks-
ins. Morgunblaðið reynir síðan að
breiða yfir úrræðaleysi ríkis-
stjórnarinnar með því að segja að
stjórnarandstaðan hafi ekki getað
sagt ríkisstjórninni hvað hún ætti
að gera og hvernig væri skyn-
samlegast að bregðast við. í
Staksteinum var farið á svig við
sannleikann, án þess að beint
væri kannski logið.
Sjálfsagt er það svo rétt hjá
Staksteinahöfundi að lokasetning
fjármálaráðherra: „Loksins, loks-
ins hefur litli maðurinn eignast
vin í ríkisstjórninni," verður fleyg
og fræg. Fræg að endemum.
Eiöur Cudnason er formaAur þing-
flokks Álþýdutlokksins.
íocrl i>’y '(!Ol2 T9 inugTii
. iiiclBJeiois/ l J ;■11;i