Morgunblaðið - 23.03.1984, Page 36

Morgunblaðið - 23.03.1984, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 „Erum reiðubúnir til samstarfs við Umbótasinna“ í kosningum þeim sem fram fóru innan Iláskólans til Háskóla- og Stúdentaráös í síðustu viku fóru leikar þannig að Vaka, félag frjáls- Ivndra og lýðræðissinnaðra stúd- enta, fékk 6 menn kjörna til Stúd- entaráðs og 1 mann til Háskólaráðs. Félag vinstri manna hlaut einnig 6 menn kjörna til Stúdentaráðs og 1 Gunnar Jóhann Birgisson til Háskólaráðs, en Umbótasinnar fengu 3 menn kjörna til Stúdenta- ráðs. í Stúdentaráði sitja 30 manns og eru árlega kjörnir 15 manns til ráðsins, en í Háskólaráði eru 4 fulltrúar stúdenta og eru árlega kjörnir 2 fulltrúar til þess. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði tal af Gunnari Jóhanni Birg- issyni, formanni Vöku, og spurði hvernig hann mæti úrslit kosn- inganna. „Við erum ánægðir með þessi úrslit. Vinstri menn og Umbóta- sinnar ætluðu að klekkja á okkur með skýrslu menntamálaráð- herra, en kjósendur létu ekki kasta ryki í augu sér og bar þetta kosningabragð þeirra ekki tilætl- aðan árangur, sem sést á því að fylgi Umbótasinna rýrnaði um 2%. Vinstri menn missa nú einn mann úr Stúdentaráði sem er af- leiðing fylgistaps þeirra í kosning- unum 1983, þannig að Vaka og Vinstri menn hafa nú jafn marga menn í ráðinu. Vöku er það einnig ánægjuefni að kjörsókn jókst um 3%, var áður tæp 47%, en er nú tæp 50%. Þetta sýnir glögglega að áhugi stúdenta á sínum hagsmunamálum hefur aukist. Það er óráðið hvernig samstarfi verður háttað í Stúdentaráði eftir kosningarnar. Boltinn er hjá Um- bótasinnum og spurning hvort þeir vilja halda áfram samstarfi sínu með Vinstri mönnum ellegar taka upp samstarf við Vöku. Ef við náum baráttumálum okkar fram, þá erum við reiðubúnir til samstarfs við Umbótasinna í Stúdentaráði." Meirihlutinn vill sektir ef bflbelti eru ekki notuð MEIRIHLUTI fólks vill sektir við því að bílbelti séu ekki notuð, sam- kvæmt skoðanakönnun sem DV hefur framkvæmt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar reyndust 51,2% vera fylgjandi sektum, 38,7% voru á móti, 6% voru óákveðnir og 4,2% neituðu að svara. Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku eru 57% fylgj- andi sektum og 43% andvígir þeim. Úrtak í könnuninni var 600 manns, helmingur á Reykjavík- ursvæðinu og helmingur utan þess. Valerie Kaprisky og Kichard Gere sem skötuhjúin í Hugfangin. Kapr- insky kemst ágætlega frá sínu en Gere er enginn Belmondo þrátt fyrir grófan sjarma. ANDLAUS Kvíkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Hugfanginn („Breath- less“) Leikstjóri: Jim McBride. Handrit: McBride og LM. Kit Carson. Aðalhlutverk: Richard Gere, Valerie Kaprisky, William Tepper, John P. Ryan. Bandarísk, gerð 1983, frá Orion Pictures. Sýn.tími: 100 mín. Franskar myndir hafa löngum átt takmörkuðu fylgi að fagna meðal kvikmyndahúsagesta í Vesturheimi, þó til séu sárafáar undantekningar. Hafa Banda- ríkjamenn oftsinnis gripið til þess ráðs að gera eigin útgáfur af gallískum góðmyndum og eru t.d. einar þrjár slíkar í fram- leiðslu þar vestra um þessar mundir. Sem kunnugt er þá er Hug- fanginn gerð eftir hinni víðfrægu frumraun franska nýbylgju- meistarans Jean-Luc Godards. A Bout de Souffle og bera báðar nafnið Breathless á engilsaxn- esku. Sögusvið hinnar þekktu mynd- ar, sem opnaði augu minnar kyn- slóðar — og fleiri — (suður í Hafnarfirði, blessuð sé minning hans sem háborgar kvikmynda- menningar hérlendis!) fyrir ýmsum djörfum og nýstárlegum gjörðum franskra nýbylgjukvik- myndagerðarmanna, rétt uppúr 60, er nú flutt af götum Parísar vestur til LA. Það á að því leyti ekki illa við þar sem að mynd Godards var einmitt óður til hinna hröðu sakamála B-mynda, sem framleiddar voru á færi- bandi á uppvaxtarárum leik- stjórans. Hafði hann af þeim mikla ánægju og telur þær hafa haft mjög mikil áhrif á sig sem verðandi listamann auk þess sem hann dró af þeim vissan lærdóm. Að þessu sinni er smákrimm- inn Kani (Gere), en stúlkan frönsk (Kaprisky). Gere er myndarlegur, sjálfumglaður ónytjungur, hvers lifibrauð er bílastundir. Hin franska Kapr- insky stundar hinsvegar nám í arkitektúr í LA og setur markið hátt. Nokkrar ástarnætur af til- viljun, að því manni skilst, í Las Vegas, tengja þau saman. Myndin hefst á því að Gere er á leiðinni að heimsækja hina frönsku hjálægju sína — á stoln- um Porche, að sjálfsögðu — er hann verður lögreglumanni að bana. Á meðan jörðin logar und- ir fótum hans sækir hann fast eftir því að Kaprinsky komi með sér yfir landamærin til Mexíkó þar sem hann telur sér borgið. Á stúlkan í nokkru hugarstríði en velur loks rétta kostinn og segir til hins roggna skítseyðis. Hugfanginn er ósköp rislíti! mynd þar sem markið hefur greinilega verið sett hærra en geta kvikmyndagerðarmanna leyfði. Einkanlega fölnar þessi nýja mynd í samanburði við for- verann, sem var iðandi af lífi og tilfinningum, sársauka og trega- blöndnum kæruleysislegum gálgahúmor söguhetjunnar sem Belmondo túlkaði svo eftir- minnilega í sínu fyrsta stórhlut- verki að hann lagði Evrópu að fótum sér. Ég hallast jafnframt að því að þó að áhorfendur hafi ekki samanburðinn þá þyki þeim samt sem áður lítið til Hugfang- ins koma. Nýstirnið Gere er áberandi takmarkaður leikari, loftbóla sem eflaust verður löngu sprungin áður en „áratug hans“ lýkur. Annars hentar Gere hlut- verkið vel því hann hefur til að bera ruddalegan sjarma sem hér hentar vel. Kaprinsky vegnar mun betur í hlutverki stúlkunn- ar, (en Jean Seberg, sem New York Herald Tribune blaðasölu- stúlkan í A Bout de Souffle, var verðugur jafningi Belmondos), hún á vafalaust framtíð fyrir sér í betur skrifuðum myndum. Leikstjóranum og handrits- höfundum tekst þokkalega að halda bláþræði A Bout de Souffle, en eigin spuna skortir bagalega svo afraksturinn er heldur bág- borinn. Satt best að segja, stend- ur frumraun Godards mér mun skýrar fyrir hugskotssjónum eftir öll þessi ár en geld eftiröp- un McBrides — sem ég sá í gær- kveldi. Andófsmaður í Hollywood Andófsmaðurinn Frances Farmer (Jessica Lange) til meðferðar vegna andfélagslegrar hegðunar. Kvíkmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Frances. Handrit samkvæmt sjálfsævisögu Frances Farmer, unnu Christopher DeVore, Eric Bergen og Jonathan Sanger. Leikstjóri: Jonathan Kanger. Kvikmyndun: Laszlo Kovacs. Tónlist: John Barry. „Það merkilega við Hollywood er, að þar eru framleiddir draumar.“ Þessi ummæli er að finna í mynd Rainer Werner Fassbinders, Die Sehnsucht der Veronika Voss. Ég hef grein mína um nýjustu kvikmynd Regnbogans: Frances á þessari athyglisverðu tilvitnun, því mér finnst þessi kvikmynd um Frances Farmer — eina af skær- ustu stjörnum Garbó-tímabils- ins — snúast að mestu um draumafabrikkuna í Hollywood. Frances þessi var nefnilega prýðis efni í draumastúlku í ætt við Grétu Garbo, Constance Bennett, Betty Bacall eða Merle Oberon. Slíkar stúlkur verða auðvitað að vera sætar og stillt- ar. Frances Farmer var sæt, en stillinguna skorti gersamlega. Þannig lét hún ekki nægja að drekka og djöflast í laumi eins og hinar draumadúkkurnar, heldur vogaði sér að koma með athugasemdir við stjórnendur draumafabrikkunnar. Já, litla sæta Hollywood-stúlkan vogaði sér að opna munninn — ekki til að heimta hærri laun eins og hinar dúkkurnar — heldur til að benda draumaframleiðendunum á ýmsa agnúa er hún taldi vera á framleiðslunni. Draumastúlkan vildi sum sé ekki taka þátt í að framleiða ameríska drauminn fyrir heimsmarkað gagnrýnis- laust. Hún vildi rífa niður glysið og koma fram á hvíta tjaldinu sem mannvera gædd holdi og blóði. Frances Farmer er sem sagt það fyrirbrigði sem nefnt hefur verið á síðari tímum: and- ófsmaður. Við skulum nú líta ögn nánar á, hvernig tökum Hollywood tók þennan andófsmann á fimmta og sjötta áratugnum. í fyrstu fóru yfirmenn draumafabrikkunnar sér hægt, létu nægja að kalla til þá frægu slúðurdálkahöfunda Heddu Hopper og Louellu Par- son. Þessar ágætu konur, sem hefðu sómt sér vel sem bréfritar- ar í Pravda, tóku samt fljótlega til óspilltra málanna, og brátt varð lítið eftir af glæsipíunni Frances Farmer, gott ef stúlkan sú var ekki kommúnisti, (hún hafði farið ung með leikhóp til Sovétríkjanna), óforbetranlegur guðleysingi (hafði ritað fræga smásögu um dauða skaparans í gagnfræðaskóla), hin versta hórkerling, og guð veit hvað. En draumafabrikkustjórarnir létu ekki þar við sitja. Blessuð draumadísin var plötuð til Mex- íkó og síðan svift húsnæðinu og send í einskonar nauðungar- vinnubúðir, þar sem fangaverð- irnir voru þriðja flokks leikstjór- ar. En vald draumafabrikku- stjóranna teygðist víðar. Það náði alla leið inn í hugskot móð- ur Frances Farmer. Þessi kona virtist svo gersamlega heilluð af Hollywood-drauminum, að hún sendi andófsmanninn, hana dóttur sína, hiklaust inná geð- veikraspítala. Þar var stúlkan loksins læknuð af hinni andfé- lagslegu hegðun, og bjóst maður satt að segja við að hún mælti á rússnesku undir lok myndarinn- ar. Ég varð satt að segja felmtri sleginn er ég horfði á svo alvar- lega ásökun er þar var að finna á hendur hins vestræna lýðræðis- samfélags. Ef við lítum á Holly- woodfabrikkuna sem framleið- anda „ameríska draumsins" margfræga, þá fer ekki hjá því að við lítum á Frances Farmer sem andófsmann í svipuðum skilningi og skáldkonuna Marinu Tsvetajeva, sem einnig sættist við sitt mikla land að undan genginni kvöl og pínu, en lét að lokum lífið fyrir eigin hendi, frammi fyrir hinum bergmáls- lausu Kremlarmúrum. Þó er hér á einn grundvallarmunur. Því á sama tíma og Frances Farmer fær uppreisn æru á sjálfu hvíta tjaldinu, eru nöfn listamanna á þorð við Marinu Tsvetajeva, strikuð útúr sögubókum heima- lands hennar. Ég held ég hafi ekkert fleira um þessa nýjustu kvikmynd Regnbogans að segja. Ég hef reynt að draga upp grófa mynd þeirrar ádeilu sem ég tel að finna megi í myndinni. Ég læt áhorfendum eftir að túlka og upplifa hin fíngerðari, persónu- legri svið myndarinnar. Magn- þrungnum leik Jessicu Lange í hlutverki Frances verður heldur ekki lýst með orðum svo vel sé, né samleik hennar og Kim Stancey, sem lék móðurina. Að lokum vil ég fullyrða að hér sé að ferðinni mynd sem gersamlega missir marks á smávöxnum sjónvarpsskermi — hún er svo mögnuð að hún næstum sprengir utan af sér breiðtjaldið, ekki ósvipað og Frances Farmer gerði á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.