Morgunblaðið - 23.03.1984, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
Námskeið í upp-
lifun á tónlist
GUNNAR KRISTINSSON og Gerald Procter halda námskeid í upplifun a
tónlist laugardag og sunnudag þann 24. og 25. mars. Námskeiðið byggist á
því að þátttakendur tjái tónlistarskynjun og upplifun á táknrænan og líkam-
legan hátt með frjálsum dansi og hreyfingum sem tengjast eðlisþáttum hinna
ýmsu tilfinninga og reynslu.
Lifandi tónlist verður notuð og
er hún spiluð á ýmis ásláttar-,
blásturs- og strengjahljóðfæri.
Námskeiðið fer fram að Hring-
braut 119 og stendur fimm
klukkutíma hvorn daginn. Þeir
sem hafa áhuga á þátttöku mæti
kl. 10 árdegis á laugardag. Þátt-
tökugjald er eitt þúsund krónur.
Gunnar Kristinsson lærði mus-
ík-therapie, (therapie = þjálfun,
meðferð) og tónlist í Austurríki og
Sviss. Hann hefur haldið nám-
skeið sem þetta í Sviss og í skólum
á íslandi. Gunnar hefur unnið við
Musiktherapie síðastl iði n ár bæði
á Islandi og erlendis.
Gerald Procter er fæddur í
Suður-Afríku. Hann lærði lista-
therapie og hreyfilist í Vestur-
Þýskalandi og hefur starfað við
hvorutveggja bæði á íslandi og
erlendis.
(FrétUtilkynning.)
ALLTAFA LAUGARDÖGUM
LESBOK
HUN SKALDAR TÓNA
Mist Þorkelsdóttir hefur lagt stund á tónsmíöar í
Ameríku og er líklega yngsta tónskáld þjóöarinnar.
Illugi Jökulsson hefur hitt hana aö máli.
HEIMUR ÞAR SEM TÍMINN
STENDUR í STAÐ
Sumum finnst æskilegt að tíminn líöi sem hægast og
þeir kunna vel viö sig í heldrimannaklúbbunum í
London. Viö segjum frá þeim heimi.
SKYNSEMIN
ER OFT ÓSKYNSAMLEG
segir Gunnar Örn listmálari i samtali um uppstokkun
í lífinu, alkóhólisma og endurmat,
jafnvel á skynseminni.
ALDREI SKAL ÉG AF
ÍSLANDI FARA
sagöi Þóröur kakali úti í Noregi, en því miöur komst
hann ekki oftar til íslands. Hér líkur þáttunum af
Þóröi kakala.
Vöndud og menningarleg helgarlesning
Reykjavíkurhöfn ein afkastamesta höfn í Evrópu:
Afköst í hafnarvinnu
hafa fimmfaldast
— segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar
Keykjavíkurhöfn er afka.stame.sta
hofn í Evrópu að undantekinni
stærstu höfn Evrópu, Kotterdam og
ef til vill hluta hafnarinnar í Ham-
borg, að sögn Guðmundar J. Guð-
mundssonar, formanns Dagsbrúnar.
Segir hann nýja tækni við hafnar-
vinnu, sem aukið hafi hagkvæmni,
ekki hafa skilað sér til starfsmanna,
þrátt fyrir meiri framleiðni, en jafn-
framt hafi álag og hætta við hafnar-
vinnu mikið aukist. Sagði hann yfir
80% af innflutningi til landsins fara
um Reykjavíkurhöfn og að í þessari
atvinnugrein hafi orðið ein mesta
tæknibyltingin á undanfórnum árum.
Guðmundur sagði atvinnurek-
endur righalda sér í gömul og úrelt
ákvæði. „Afköst við hafnarvinnu
hafa fimmfaldast, en hafnarvinnu-
mönnum er neitað um einhvern
hagnað af því. Það er nú ekki al-
deilis eins og það hafi verið staðið
á móti þróun og nýrri tækni. Þetta
er alltaf að verða sérhæfðari vinna
og það er gífurlegur hraði í henni,
sem framkallar slysahættu og
kallar á meiri sérhæfingu. Því að
loka augunum fyrir þessum stað-
reyndum og neita að ræða við
menn með hliðsjón af þessum
tæknibreytingum. Vegna þessa yf-
irgefa menn starfsgreinina fyrir
aðrar starfsgreinar, toppmenn
glatast, sem skilar sér í verri nýt-
ingu á tækjum, minni framleiðni
o.fl. Þetta er dæmalaus skamm-
sýni,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði að mikil og
óregluleg yfirvinna væri unnin við
höfnina, sem m.a. kæmi til af því
að ef skipum seinkaði í hafi vegna
veðurs eða af öðrum sökum, sem
væri algengt, væri skipunum aftur
komið inn á áætlun með aukinni
vinnu hér heima, m.a. vegna þess
að hér væri ódýrast að gera það.
Þessi vinna væri iðulega unnin við
erfið skilyrði, myrkur og vont veð-
ur sem aftur yki á hættuna á
vinnuslysum.
Gunnar B. Guðmundsson, hafn-
arstjóri í Reykjavík, staðfesti að
Reykjavíkurhöfn væri mjög af-
kastamikil höfn, þó færi niðurstað-
an nokkuð eftir við hvaða mæli-
kvarða væri miðað. Hann sagði
óhætt að segja að bylting hefði
orðið í þessum efnum á síðustu
10—15 árum. Viðdvöl hefði styst
verulega, skip losuð og lestuð á ein-
um degi jafnvel og undantekning
að það tæki lengri tíma en tvo
daga. Sagðist hann þessa sjá Ijós-
lega merki í því að skipaflotinn nú
væri jafnvel minni en áður, en
samt sem áður afkastameiri, sem
kæmi til af því að nú væru skipin
hlutfallslega lengri tíma á siglingu
en áður.
Þessi manncskjulegu hús hurfu undir hraun í eldgosinu 1973, Háibær
er í forgrunni.
Astrid og Bjarni, hún í sýnishorni af eigin framleiðslu, hann með tvær
af myndum sínum frá Eyjum, karla að vinna við krær og mynd af
Litlabæ, húsinu sem Ási í Bæ ólst upp í. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
Þjóðlífs- og sagna-
myndir Bjarna í Eyjum
— 14 handprjónaðir kjólar úr eingirni
BJARNI JÓNSSON, teiknari og listmálari, og Astrid Ellingsen, kjóla-
hönnuður, sýna nú í Akoges í Vestamannaeyjum. Bjarni sýnir 115
myndir og Astrid sýnir 14 handprjónaða kjóla úr íslensku eingirni, allt
módelkjóla. Sýningu þeirra lýkur um helgina.
Þriðjungur mynda Bjarna er séu tengdar þjóðlífi frá gamla
myndefni frá Vestmannaeyjum,
margar gamlar myndir sem
Bjarni hefur stílfært og fært á
léreft með olíulitum, vatnslitum,
krít og penna. Sumar myndanna
eru unnar eftir ljósmyndum frá
1870 og er þar um að ræða
myndir úr safni Jóns Björnsson-
tímanum til lands og sjávar.
Bjarni bjó í Eyjum um árabil og
kenndi þar.
Astrid var hönnuður hjá Ála-
fossi um árabil og prjónaupp-
skriftir eftir hana hafa birst
m.a. í norskum blöðum. Hún hef-
ur sjálf unnið þá kjóla sem eru á
ar frá Bólstaðarhlíð. í hópi Eyja- sýningunni og er að jafnaði hálf-
myndanna eru sagnamyndir, at-
hafnalífsmyndir, landslags-
myndir og myndir af gömlum
húsum, m.a. húsum sem hurfu
undir hraun í eldogisnu 1973, en
segja má að flestar myndanna
an mánuð til þrjár vikur að
prjóna kjólinn. Margar islenskar
konur sem mest eru í sviðsljós-
inu hafa gengið í kjólum frá
Astrid.
Áfram fló FEF
um helgina
Flóamarkaður Félags einstæðra
foreldra heldur áfram nú um helg-
ina, og verður í Skeljanesi 6, laug-
ardag og sunnudag, frá klukkan
14—17. Bætt hefur verið við miklu af
fatnaði af öllum stærðum og gerð-
um, og segir í fréttatilkynningu frá
FEF að fjölskyldan geti fatað sig
þarna upp fyrir lítinn pening. Þá
verða sérstakir gramskassar með
ýmsum varningi sem kostar frá
1—10 krónur. Leikföng, bútar, list-
munir, svefnbekkir, stólar og „skó-
tau á hálfa þjóðina" svo eitthvað sé
nefnt. Tekið er fram að þeir sem
kaupi fyrir ákveðna upphæð fái kaffi
í kaupbæti, og minnt er á að leið 5
hefur endastöð við húsið.
Akureyri:
Tónleikar til
heiðurs Jakob
Tryggvasyni
Akureyri, 22. m»rs.
NK. sunnudagskvöld, 25. mars, efna
Kirkjukór Akureyrarkirkju, Söngfélag-
ið Gígjan, Geysiskvartettinn og Tón-
listarskóli Akureyrar til tónleika í Ak-
ureyrarkirkju til heiðurs Jakob
Tryggvasyni. Tónleikarnir eru þakk-
lætisvottur þessara aðila fyrir langt,
giftudrjúgt og fórnfúst starf Jakobs aó
tónlistarmálum á Akureyri, en hann
hefur verið organisti við Akureyrar-
kirkju í rúma fjóra áratugi, kennt við
Tónlistarskóla Akureyrar frá 1948 og
var skólastjóri hans í nær aldarfjórð-
ung auk þess sem hann stjórnaði
Lúðrasveit Akureyrar og drengjalúðra-
sveit um árabil. Þá stjórnaði hann
söngfélaginu Gígjunni frá stofnun
1967, æfði Smárakvartettinn og Geys-
iskvartettinn og lék undir hjá þeim.
Jakob Tryggvason, sem nú er 77
ára, mun stjórna og leika undir í
sumum laganna. Aðgangur verður
ókeypis. GBerg