Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 43 Minning: Atli Þorbergs- son skipstjóri Fæddur 4. október 1911. I)áinn 15. mars 1984. Nú er hann afi farinn frá okkur til ömmu, sem honum þótti svo vænt um. Þegar við kveðjum afa í hinsta sinn leita minningarnar á hugann. Okkur er það huggun, að hann skyldi fara í friði, svo hljóðlega á þann hátt, sem best er. Við börnin sem eldri erum, minnumst hans sem góðs félaga, við hin yngri munum hann góðan, ljúfan og umhyggjusamiin. Hann afi var svo hress, við munum seint gleyma skemmtilegu sögunum hans frá prakkarastrik- um yngri ára. Lengst af var afi dugnaðar- sjómaður. Hann byrjaði sem ungl- ingur að fara á sjó með föður sín- um, en seinna varð hann skipstjóri og eignaðist sína eigin báta. Það lýsti dugnaði hans og atorku, að alla tíð var hann sjóveikur, en það aftraði honum ekki frá að stunda sjóinn. Eftir að hann hætti sjó- mennsku, vann hann sem vakt- maður hjá Björgun hf. Nú gat hann verið meira heima með ömmu og strákunum sínum. Þá kom hjálpsemi hans í ljós, ef á þurfti að halda. Þeyttist hann um allt með drengina sína, jafnt sem aðra fjölskyldumeðlimi. Hann vann upp allan þann tíma, er hann var að heiman á sjómannsárun- um. Nú gafst tími til að fara á völlinn og fylgjast með knatt- spyrnunni, sem hann hafði svo mikinn áhuga á, þó sérstaklega sínum drengjum og félögum Fæddur 30. janúar 1898. Dáinn 1. mars 1984. Sigfús Páll Þorleifsson, útgerð- armaður á Dalvík, var fæddur 30. janúar 1898 og lést 1. mars 1984. Ætt, uppruna og athöfnum Sig- fúsar hafa verið gerð góð skil hér í Morgunblaðinu. Sigfús var einn af þessum kjarngóðu aldamóta- mönnum sem unnu sig upp úr eymd þeirra ára til vegs og virð- ingar og lifði lærdómsríkar tíðir tvennar og vitnaði oft til þess. Á unga aldri varð hann með fram- sýnni mönnum og staldraði stutt við hefðbundna atvinnuhætti þeirra tíma en tileinkaði sér fljótt nýjungar, þróun og tækni er upp komu hverju sinni. Þurfti hann þó ekki að sækja allt til annarra í þeim efnum, því handlagni og hugdettur hafði hann nógar og hvatti öðrum fremur unga menn hér um slóðir til átaka og áræðis í atvinnulífinu, bæði til sjós og lands. Átti hann því samleið með ýmsum atorkusömum einstakling- um í gegnum árin. Sigfús var ekki gjarn á að dylja viðhorf sín til samfélagsins. Hann sagði gjarnan sína meiningu um- búðalaust hver sem í hlut átti og var jafnan ekki aldeilis sammála síðasta ræðumanni, þótt sam- vinnuþýður væri í raun og við- þeirra. Var hann þeim sem besti vinur. Árið 1971 fékk afi slæmt hjarta- áfall og varð hann aldrei sami maður eftir það. En hann var svo lánsamur að eiga góða konu, sem með dugnaði sínum hjálpaði hon- um að öðlast krafta á ný. Hún athugaði hvort eitthvað væri hægt að fá að gera til að stytta honum stundirnar. Þá fékk afi taumabúnt til að hnýta öngla á og minnumst við stundanna þegar við sátum andspænis honum og hjálpuðum til við að leysa alla önglaflækjuna. Þegar amma dó flutti afi á Hrafnistu í Reykjavík. Eins og honum var líkt leið honum vel þar og kvartaði aldrei. Sprellikarlinn í afa var enn til og fréttum við af því er hann gantaðist við fólkið og fékk það til að hlæja. Afi hafði alla tíð haft gaman af að spila á spil og dansa. Hann eignaðist ágætis spilafélaga og var oft grip- ið í spil honum til mikillar ánægju. Dömurnar voru heldur ekki lengi að komast að því hversu góður dansari afi var og fékk hann lítinn frið í dansinum á skemmti- kvöldum. Fyrir stuttu kom í ljós, að hann var haldinn sjúkdómi, sem en eng- in lækning er enn til við. Við þökkum afa okkar fyrir góð- vild og umhyggjusemi í okkar garð og munum við ávallt minnast hvað hann var jákvæður og þakk- látur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Guð blessi hann og leyfi að hann hvíli í friði. Barnabörnin mótshlýr. Oft var gaman að heyra hann færa rök fyir sínu máli því hann átti gott með að koma fyrir sig orði og urðu þá oft snarpar umræður. Hrein það ekki svo mjög á honum þó ýmsir yrðu til and- svara. Hvort honum hefur verið það meðvitað eður ei að hann hefði ýmsa yfirburði og sér væri óhætt alla jafna að standa á sínu veit ég ekki, en hitt er víst, eins og berlega kom í ljós á lífsleið hans, að hann hafði hæfileika sem ekki er öllum gefinn. Sigfús Þorleifsson var greindur vel, góðviljaður umbótamaður og gamansamur og sá margt spaugi- legt í daglegri önn sér til gagns og gamans sem flestum var með öllu hulið. Athafnasemi var honum eðlislæg og alltaf eygði hann nýja möguleika og viðfangsefni. Ein- hvern veginn fannst mér það myndi ekki skipta Sigfús miklu máli, hvort hann hefði afrakstur sem erfiði af afskiptum sínum í atvinnulífinu, heldur hitt að haf- ast eitthvað að og leysa það af hendi öðruvísi en áður hafði þekkst, þó það kostaði hann átölur ýmissa er sáu ekki hlutina í sömu mynd og hann. Hann var liðlegt hraustmenni og undraðist ég oft átök hans við lestun og losun á vörubíl sínum. En þó honum veitt- Það er gjarnan svo, þegar vinir og vandamenn kveðja þennan heim, að maður fer að velta því fyrir sér, hvaða þættir séu skýr- astir í þeirri mynd, sem maður dregur upp af hinum látna. Slíkar vangaveltur um frænda minn, Atla Þorbergsson, sem nú er horf- inn á vit feðra sinna, kalla ávallt fram í huga mínum tvo þætti, sem öðru fremur einkenndu hann, ann- ars vegar hið hlýja viðmót hans og hins vegar glettnina og lífsfjörið, sem hann ávallt bjó yfir. Atli var fæddur í Gerðum í Garði. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Meðalfelli í Kjós og Þorbergur Guðmundsson frá Valdastöðum í Kjós. Atli ólst upp í stórum systk- inahópi á Jaðri í Garði, en systk- inin voru alls sex auk eins fóst- urbróður. Lífsbaráttan var hörð og margir munnar að fæða og vandist Atli því fljótt á að taka til hendinni við hin ýmsu störf, sem til féllu, bæði til sjós og lands. Þorbergur, faðir Atla, var um ára- bil formaður á fiskibátum og síðar útgerðarmaður, fyrst í Garðinum og síðar í Sandgerði. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni og Atli fékk snemma að kynnast hinum harða húsbónda, sjónum. Fljót- l«!ga eftir fermingu hóf hann að stunda sjóróðra frá Sandgerði með föður sínum. Hugur hans leit- aði frekari þekkingar á sínu sviði, sjómennskunni, og lauk hann vél- stjóraprófi frá Skóla Þorsteins Loftssonar árið 1941 og síðan fiskimannaprófi frá Stýrimanna- skólanum árið 1943. Eftir það var hann lengst af skipstjóri eða stýri- maður á bátum frá Sandgerði auk þess sem hann fór á síld fyrir norðan, svo sem þá var háttur. Margir munu minnast hans sem skipstjóra á mb. Faxa GK 90, en þann bát átti Atli í félagi við föður sinn og nokkra fleiri ættingja. Þann bát seldu þeir árið 1960 og var Atli eftir það nokkrar vertíðir með mb. Ásgeir, litlum bát úr ist það létt varð hann fyrstur manna hér til þess að nota vél til þeirra hluta og við fleiri störf. Það var ekki heiglum hent að aka full- lestuðum vörubíl milli Akureyrar og Dalvíkur um og uppúr 1940 í vorleysingum og þegar klaki var að fara úr vangerðu vegakerfi þeirra tíma. En þetta gerði Sigfús í fleiri ár, sótti loðnu og smásíld til Akureyrar til beitu línuútgerð- ar sem hér var þá allsráðandi. Enginn annar fékkst til að taka að sér þetta vanþakkláta starf þó eins góðar eða jafnvel betri að- stæður hefðu. Sannleikurinn var sá að þeir höfðu hvorki kjark, vilja eða hagsýni Sigfúsar til þess. Það var ekki fyrir nein vesalmenni að losa einn meirihlutann af beitu- ílátunum af bílnum jafnvel oftar en einu sinni í ferð, þegar holklaki féll niður undan honum og bíllinn festist, láta þau síðan upp aftur eftir mikið bras og tilfæringar. Slíkar tafir breyttu mjög ferða- áætlun beitubíisins eins og hann var gjarnan nefndur, þessa eftir- minnilegu vordaga fyrir rúmum fjörutíu árum. Margri skipshöfn- inni leiddist biðin og brúnin var farin að síga á ýmsum og voru'oft margar getgátur um hvað tefði og var sjaldan þess rétta getið þó sumir vissu betur og voru mörg hnýfilyrðin látin falla á bak fram- kvæmdastjóra og fyrirtækis. Ekki bætti það geðsiag þeirra er biðu eftir beitunni ef þeir fengu ekki umbeðið magn sem ekki reyndist til í kaupstaðnum. Þá var allri skuld og skömmum skellt á Sigfús Garðinum. Á þessum árum starf- aði hann einnig á haustin í slát- urtíðinni hjá Sláturfélagi Suður- lands. Árið 1965 ræðst hann síðan sem vaktmaður til Björgunar hf. við sanddæluskipið Sandey, auk þess sem hann var stýrimaður á skipinu í afleysingum á sumrin. Gekk svo allt til ársins 1971, en í ágúst það ár varð hann fyrir mjög alvarlegu hjartaáfalli. Baráttan við þann vágest var um tíma æði tvísýn en eftir hetjulega baráttu hafði Atli sigur, sem þó var dýru verði keyptur og varð hann aldrei nálægt samur maður eftir. Atli kvæntist árið 1934 Kristínu Jóhannesdóttur frá Gauksstöðum í Garði. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Ingibjörgu, fædd 1944, og Helgu, fædd 1936. Þær dætur eru báðar búsettar í Bandaríkjunum. Þau Atli og Kristín slitu samvist- ir. Atli kvæntist öðru sinni árið 1944, Þórhildi B. Hallgrimsdóttur úr Reykjavík. Þau eignuðust þrjá syni, Jóhannes, fæddur 1944, Þorberg, fæddur 1947 og Kristin, fæddur 1956. Þeir eru allir búsett- ir í Reykjavík. Barnabörn Atla eru alls orðin 15. Þau Atli og Bíbi, eins og var oft í meiralagi róstusamt í kring um beitubílinn og gekk, og gengur enn, það máltæki hér, og mun sennilega seint fyrnast yfir, „að þau séu viðkvæm beitumálin". Þessar athafnir og orðaskipti stóð Sigfús af sér og fór létt með. Sagði ef til vill stuttu seinna með sinni léttu kímni: „Heyrðirðu í honum Palla þegar hankinn slitnaði úr kassanum," eða „tókstu eftir hon- um Helga." Oftast fyrntist fljótt yfir þessi orðaskipti, jafnvel strax og búið var að beita og bátarnir rónir. Svona verkefni tókst Sigfús á við frekar en aðrir hér til þess að halda uppi útgerð og atvinnu. Á þessum árum gerði Sigfús út tvo og Þórhildur var kölluð, bjuggu jafnan í Reykjavík, fyrst á Þórs- götu 28, þá Sundlaugarvegi 24, síð- an í Stórholti 43 og loks á Snorra- braut 35. Þau voru samrýmd hjón og á heimili þeirra ríkti góður andi og þar var jafnan gott að koma. Eftir áfallið mikla árið 1971 annaðist Bíbí um mann sinn af einstakri alúð og kostgæfni og hef ég það fyrir satt að þá heilsu, sem Atli náði eftir áfallið, megi að verulegu leyti rekja til þeirrar umhyggju, sem kona hans veitti honum við mjög erfiðar aðstæður. Það var því mikið reiðarslag er Bíbí féll frá hinn 23. apríl 1980, aðeins 56 ára að aldri. Eftir fráfall hennar dvaldi Atli fyrst í u.þ.b. hálft ár hjá Þorbergi syni sínum, en í október sama ár flutti hann á Hrafnistu, þar sem hann dvaldi síðustu æviárin. Atli Þorbergsson var vinmargur með afbrigðum. Einhvern veginn var það svo, að þar sem hann kom varð hann ósjálfrátt hrókur alls fagnaðar, enda þeir kostir hans, sem fyrst eru taldir í greinarkorni þessu, sjaldnast til þess fallnir að fæla menn frá. Hann mótaði sér einarölegar skoðanir á hlutunum og lét þær óspart í ljós, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Þessa kosti hygg ég að vinnuveit- endur hans i gegnum tíðina hafi kunnað að meta, enda kom hann sér vel, hvar sem hann starfaði. Ég undritaður átti því láni að fagna að vera undir verndarhendi þessa frænda míns allt frá upp- hafi. Ég leit fyrst dagsins ljós á heimili hans, átti þar heimili í heilan vetur 1963—64 og var þar tekið með kostum og kynjum alla tíð hvernig sem á stóð. Skuld mín er því stór. Helgustu minningarn- ar um hann kýs ég þó að eiga í hljóði með sjálfum mér en vona og bið, að hann sé sæll á því tilveru- stigi, sem hann dvelur nú. Guð blessi minningu Atla Þor- bergssonar. Guðmundur Jóelsson báta, Björgvin, 10 tonn, gerði hann út á línu vor og haust en síld á sumrin með Baldri sem var 24 tonn. Á vorin gerði hann Baldur út á línu hér heima en í Sandgerði og í Njarðvíkum á vetrum. Með útgerðinni höfðu þau hjón Sigfús og Ásgerður Jónsdóttir, sem lifir mann sinn nær níræð, nokkurn búskap, kýr, kindur og jafnvel svín um tíma sem hvergi sáust á Dal- vík á þeim árum. Þar hafði Sigfús fyrstur frumkvæði eins og oft áð- ur. Geta má nærri að í ýmsu var að snúast og næg verkefni fyrir þessi dugmiklu og framfarasinn- uðu hjón og fjölskyldu þeirra, sem vann einhuga að öllum tilfallandi störfum meðan í heimahúsum voru og jafnvel eftir það hvert sumar meðan þessir atvinnuhætt- ir héldust hér. Við konan mín voru svo lánsöm að ráðast til þeirra hjóna að útgerðinni vorið 1940 og bjuggum í næsta húsi við heimili þeirra. Vorum við hjá þeim í nokk- ur ár, bæði hér heima og á vetr- arvertíðum á Suðurlandi. Höfum við svo sannarlega margs góðs að minnast af samskiptum við þau. Ásgerður var og er einstök kona og húsmóðir og minnumst við hjónin enn leiðbeininga hennar og ráðlegginga okkur til handa og allt var það okkur til góðs í gegn um árin. Höfðingsskapur, reisn, þrifnað- ur og reglusemi hafa verið eðlis- kostir Ásgerðar allt lífið og ber hún þá reisn enn. Heimili fjöl- skyldu hennar bar þess vitni bæði úti og inni að þar voru engar með- almanneskjur að verki og ekki mun Ásgerður hafa dregið úr um- svifum manns síns. Það er sann- arlega sjónarsviptir að Sigfúsi héðan úr bæ, eins og fleiri alda- mótamönnum, þar sem hver virð- ist hafa borið sitt ákveðna ein- kenni sem eftirtekt vakti. Það munu margir sakna þess að mæta Sigfúsi ekki oftar hér á götu og eiga við hann viðræður. Við hjónin þökkum Sigfúsi, Ás- gerði og börnum þeirra góða við- kynningu í gegnum árin og vottum Ásgerði og eftirlifandi aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Guðlaugsson t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför dóttur minnar og stjúpdóttur, BÁRU AÐALSTEINSDÓTTUR fré Akureyri. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Heilsuhælis NLFÍ, Hverageröi. Fyrir okkar hönd og annarra ættingja, Amalía Valdimarsdóttir, Garöar Sigurjónsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ANGANTÝSJÓHANNSSONAR, Hauganesi. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki B-deildar Fjóröungssjúkra- húsinu Akureyri. Þóra Angantýsdóttir, Árni Ólason, Arnþór Angantýsson. Kolbrún Ólafsdóttir, börn og barnabörn. Sigfús Páll Þorleifs- son — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.