Morgunblaðið - 23.03.1984, Side 46

Morgunblaðið - 23.03.1984, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 „Lítið spenntur“ „ÉG VAR hissa hvaö ég var lítiö taugaspenntur er ég stóö frammi fyrir því að taka vítaköstin þarna í lokin,“ sagöi Sturla Örlygsson, hetja Njarövíkinga í leiknum í gærkvöldi. Sturla skoraöi úr tveim- ur vítaskotum er aöeins sex sek- úndur voru til leiksloka — breytti stööunni þá úr 91:90 fyrir Val í 92:91 fyrir Njarövíkinga. , nEg hef oft imyndaö mér þessa stööu — hugsaö um hvernig þaö yröi aö lenda í henni ef mikiö lægi viö, en eins og ég segi: ég var hissa hve rólegur ég var. Ég var oröinn hrædd- ur um aö tapa er líöa tók á lelkinn, var orðinn viss um aö þessi leikur yrði algjör endurtekning á þeim fyrri i Njarövík, er Valsmenn höföu forystu allan tímann þar til á lokasekúndun- um,“ sagöi Sturla, en þaö var einmitt hann sem þá tryggöi Njarövikingum einnig sigur, meö skoti utan af velli í þann mund er flautaö var til leiks- loka, og einnig þá sigruðu Njarövík- ingar með eins stigs mun. — SH. • VID UNNUMII Valur Ingimundarson, með fótinn í gifsi, stekkur af varamannabekknum út á völlinn og sér á klukkunni aö leiktíminn er búinn. Árni Lárusson (no. 6 á miöri mynd) hélt knettinum síðustu fjórar sekúndurnar. Morgunblaölö/Friöþjófur Heldur sigurganga FH áfram? í kvöld hefst fyrsta umferðin af fjórum í lokakeppni ís- landsmótsins í handbolta; efri liöanna í 1. deild. Leikiö veröur í Seljaskóla um helgina; tveir leíkír á dag. í kvöld mætast Stjarnan og Víkingur kl. 20 og strax á eftir, kl. 21.15, mætast FH og Valur. Á morgun, laugardag, leika FH og Stjarnan kl. 14 og Valur — Vík- ingur kl. 15.15. Á sunnudag veröa síöustu leikir umferöarinn- ar: Víkingur — FH kl. 20 og Stjarnan — Valur kl. 21.15. Næstu þrjár, helgar veröur leikið meö sama sniöi og um þessa helgi — síöasta umferö lokakeppninnar veröur um miöj- an apríl í Hafnarfirði. FH-ingar hafa haft mikla yfir- buröi í 1. deildinni í vetur — og hafa reyndar ekki tapaö leik fyrir íslensku liöi í óratíma. Nú kemur í Ijós á næstu vikum hvort þeim tekst aö fylgja sínu góöa gengi eftir — eins og flestir búast viö — og tryggja sér fslandsmeist- aratitilinn, eöa hvort hin liöin þrjú geti gert þeim skráveifu. Blm. Morgunblaösins spjallaöi viö einn leikmann úr hverju þeirra liöa sem taka þátt í úrslitakeppn- inni. Guðmundur Magnússon: ,Erum með langsterk- asta liðið“ — VIÐ ætlum okkur ekkert annaö en sigur í úrslitakeppn- inni. Og vonandi vinnum viö alla leikina. Þaö er takmark okkar aö halda striki okkar og vinna meö fullu húsi stiga. Viö erum meö langsterkasta liöiö í dag, það hefur sýnt sig í vetur. Hin liöin hafa ekki átt neina möguleika í okkur, sagði Guö- mundur Magnússon fyrirliöi FH. — En viö gerum okkur grein fyrir því aö úrslitakeppnin veröur mun erfiöari en deildarkeppnin. Ég geri ráö fyrir því aö Valur og Víkingar veröi okkur erfiðr, en Stjarnan á litla möguleika i úr- slitakeppninni aö mínu mati. Ég spái FH íslandsmeistaratitli í ár. Þaö er tími til kominn aö bikar- inn fari aftur í Hafnarfjörö, sagöi Guömundur. Hann bætti því svo viö í lokin aö svona mótafyrir- komulag eins og veriö hefur væri alveg vonlaust, það yröi aö breyta til. — þr. Þorbjörn Jensson: „Ekki nægi- lega vel undirbúnir“ — ÞETTA er búið að vera létt hjá FH í vetur og ég hef trú á því að þeir verði meist- arar í ár. Við munum gera hvað viö getum til að sitja strik í reikninginn og sigra þá en þaö veröur bara aö koma í Ijós hvort það tekst eða ekki, sagði Þorbjörn Jensson fyrirliði Vals. — Meistaraflokkur Vals er ekki nægilega vel undir loka- keppnina búinn. Það vantar meiri samæfingu. Viö höfum verið á ströngum landsliðsæf- ingum og yngri leikmenn okkar hafa verið bundnir í 2. flokki. Ég spái FH sigri í úrslita- keppninni, en Valsmenn og Víkingar berjast um annaö sætiö. Ég reikna ekki með Stjörnunni sterkri í úrslita- keppninni og liðið á frekar litla möguleika á að blanda sér í baráttuna, sagði fyrirliöi Vals. _ þp Steinar Birgisson: „Stefnum að sjálfsögðu að sigri“ „MÉR sýnist é öllu að FH muni vinna þetta íslandsmót — þeir eru búnir aö sýna þaó mikla yfirburöi í vetur. En þó þeir séu ósigraöir eru þeir ekki ósigrandil" sagói Víking- urinn Steinar Birgisson. „Við urðum númer þrjú í deildar- keppninni sjálfri í fyrra og urðum þá meistarar, og nú uröum viö aftur númer þrjú í deildarkeppninni. En viö erum ekki eins vel undirbúnlr nú og í fyrra — en það hefur samt veriö góð stígandi í þessu hjá okkur. Viö misstum menn fyrir keppnistímabiliö og þjálfaramálin voru í ólagi. Kar' (Benediktsson) þurfti aö byrja frá grunni er hann hóf að þjálfa okkur eftir aö Havlék fór. Þaö sem kemur til með að skipta mestu máli er úthald. Þetta veröur gífurleg keyrsla — og ef viö missum mann frá vegna meiösla er ekki af mörgu aö taka í staöinn. En hjá FH er því ööruvísi fariö — breiddin er svo mikil aö næsti maöur gengi inn i liöiö.“ Steinar sagöi aö Víkingar stefndu aö sjálfsögöu aö því aö veröa ís- landsmeistarar i ár — þaö yrði þá fimmta áriö í röð. „Ég vona aö Valur taki nokkur stig af FH-ingum í úr- slitakeppninni til aó hjálpa okkur! Ég hef einnig trú á því aö Stjarnan geti gert góöa hluti," sagði Steinar. — SH. Eyjólfur Bragason: „Ekki eins mikill áhugi og í fyrra“ „Þaö er ekki eins mikill áhugi é þessu hjá okkur og í fyrra og undirbúningurinn hefur ekki veriö góður. Stjarnan hefur ver- iö meö 2. flokk í úrslitum is- landsmótsins og meiósli hafa eínníg sett strik í reikninginn — Hannes Leifsson er meiddur og þá hefur Brynjar Kvaran verió á æfingum meö landslióinu,“ sagói Eyjólfur Bragason, fyrir- liöi Stjörnunnar. „Ég á ekki von á því aö viö munum blanda okkur í baráttuna um Islandsmeistaratitilinn — ég held aö FH-ingarnir vinni mótiö; innst inni hef ég þaö á tilfinning- unni þó maöur megi auövitaö ekki ganga út frá því sem vísu! En mér finnst aö breyta þurfi fyrirkomulaginu á þessu móti. Nú höfum viö æft í níu mánuöi — sem er alltof langur tími — og menn orðnir þreyttir. Menn tóku sér ekki nema 1—2 mánuöi í fri eftir síöasta keppnistímabil og menn hafa bara ekki þrek í svona gífurlegar æfingar. Ég held aö best sé aö hafa 6 liöa deild, spila fjórfalda umferö og liö, sem er efst eftir slíka keppni, verði sig- urvegari." __SH. „Góður leikur“ „ÞETTA var mjög góóur og akemmti- legur leikur — eint og úrslitaleikir eiga að vera. Bæói lið duttu niður é milli — en bæði léku þau mjög vel í heild,“ sagði Torfi Magnússon, þjéllari og leikmaður Vals í gærkvöldi aftir tapið gegn UMFN í gærkvöldi. Torfi sagöi um slæma kaflann hjá Val undlr lok fyrri hálfleiksins, eftir aö liöiö haföi veriö búiö aö ná góöri forystu, aö þá heföi hittni Vals-liösins veriö nánast engin — og „Njarövikingar komust hvaö eftir annaö auöveldlega í gegn hjá okkur. Vió stigum þá ekki nægilega vel út,“ sagöi Torfi. — Relknaróu meö Njarövíkingum slakari en þeir voru í rauninni eftir aö hafa misst Val? „Ég hélt aó þaó myndi hafa meiri áhrif aó missa Val — en viö afskrifuöum þá aö sjálfsögöu ekki. Valur var pottur- inn og pannan í leik liösins í haust — en er liöa fór á veturinn fór hann aö spila meira meö liðinu en fyrir þaö, og margir leikmenn liösins hafa veriö mjög vax- andi í vetur. Þaö er augljóst aö Gunnar hefur byggt liö sitt hárrétt upp á keppn- istímabilinu," sagöi Torfi. — SH Morgunblaöið/Friöþjófur • Gunnar Þorvaröarson, þjálfari og leikmaður UMFN, hampar hér íslandsbikarnum glæsilega í gær — eftir aö hafa leitt sína menn til sigurs á Val og þar meö í mótinu. 101 þúsund fyrir að ná titlinum NJARÐVÍKINGAR fengu 101.000 krónur fyrir að tryggja sér ís- landsmeistaratitilinn í kröfuknattleik í gærkvöldi. Brynjar Sigmundsson, fyrrum leikmaöur með UMFN og nú stjórnarmaöur hjá félaginu, fór aö eigin sögn í „nokkur fyrirtæki í Keflavík og Njarövík" í gær og safnaöi áheitum. Eftir leikinn gegn Val í gærkvöldi kom Brynjar til Gunnars Þorvaröarsonar, þjálfara UMFN og færöi honum ávísun. Þaö var ekki fyrr en Gunnar hafði þurrkaö sér um augun og lesiö tvisvar á ávísunina aö hann trúöi þessu! Myndarlegur styrkur til ís- landsmeistaranna. — SH.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.