Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Arnarflug gerir 2 samninga upp á 70 milljónir króna ARNARFLUG skrifarti í gær undir samning við ríkisflugfélag Túnis, Tunis Air, um 7 mánaða leigu á 727-vél félagsins, sem verið hafði í leiguverkefnum í Nígeríu. Flugvélin er komin til Túnis og hefst fyrsta flugið á laugardaginn. Flogið verður á áætlunarleiðum Tunis Air, sem eru á milli Túnis og ýmissa borga Evrópu, m.a. Parísar, Amsterdam, Frankfurt, Madríd og Rómar. Um er að ræða 200 klukkustunda flug á mánuði. Ennfremur standa yfir viðræður við Tunis Air um leigu á annarri flugvél fyrirtækisins í sams konar verkefni. Þá hefur Arnarflug samið við í þriðja lagi er áætlað að gera belgíska flugfélagið Sobil Air, breytingu á afgreiðslufyrirkomu- dótturfyrirtæki Sabena, um helg- arflug með ferðamenn í aprílmán- uði. Til þessa flugs verða notaðar 737-vélar Arnarflugs. Verður flog- ið frá Brússel til Aþenu og áfram til Alicante á Spáni, frá Brússel til Malaga og einnig til Mallorca. Að sögn Agnars Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra Arnarflugs, er verðmæti tveggja ofangreindra samninga tæplega 70 milljónir króna. Um innanlandsflug félagsins sagði Agnar, að á stjórnarfundi í hádeginu í gær hefði verið ákveðið að halda því áfram „til að minnsta kosti 31. ágúst nk., enda verði þá sýnt að þær ráðstafanir sem grip- ið verður til skili þeirri bættu af- komu sem vænst er, þannig að reksturinn verði hallalaus", eins og segir í samþykkt stjórnarinnar. Þær ráðstafanir sem hér er vís- að til eru í fjórum liðum. Það er í fyrsta lagi breyting á flugvéla- flota félagsins, en meiningin er að allar vélar félagsins verði af Cessna gerð í framtíðinni. Eins og sakir standa hefur félagið yfir þremur tegundum véla að ráða, Cheyenne, Twin-Otter, auk Cessna. Að sögn Agnars er Cessna ótvírætt ódýrust þessara þriggja vélategunda í rekstri. f öðru lagi á að breyta við- haldsfyrirkomulagi flugvéla fé- lagsins, en Agnar vildi ekki tjá sig að svo stöddu um hverjar þær breytingar yrðu. INNLENT lagi félagsins. Tekin verða upp ný og einfaldari vinnubrögð á Reykjavíkurflugvelli og starfs- fólki fækkað. Sagði Agnar að þetta yrði gert án þess að dregið verði úr þjónustu við viðskiptavini Arnarflugs. Ofannefndar þrjár breytingar miða að því að lækka rekstrar- kostnað félagsins, en einnig er áætlað að auka tekjurnar með því að ástunda öfluga markaðsstarf- semi. Nýjung í Noregi: HÚSIÐ sem áður stóð við Laugaveg númer 63, er nú komið á sinn frambúðarstað við Framnesveg. Ekki er annað að sjá en húsið hafi skekkst eilítið í flutningunum. „Friður og öryggi“ val- grein í framhaldsskólum FYRIR ALÞINGI íslendinga liggur eins og kunnugt er ályktunartillaga um að menntamálaráðherra hefji undirbúning að frekari friðarfræðslu á barna- heimilum, í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Þingmenn allra flokka standa að tillögunni sem menntamálaráðherra hefur sagt að sé „óljós“ en greinargerðin með henni þó „óljósari". Morgunblaðinu hefur nú borist fréttatilkynning frá kirkju- og skólamálaráðuneytinu í Noregi þar sem frá því er skýrt að þar verði stofnuð valgreinin „friður og öryggi“ í fram- haldsskólum þar sem meðal námsefnis verði hlutverk hersins í þágu friðar og öryggis. Kjell Magne Bondevik, kirkju- og skólamálaráðherra Noregs, skýrði frá því á fundi með skóla- stjórum framhaldsskóla, þriðju- daginn 20. mars síðastliðinn, að ráðuneyti sitt hefði samþykkt námsefni fyrir valgreinina „friður og öryggi" í norskum fram- haldsskólum. Verði unnt að bjóða tvær kennslustundir á viku í þess- ari grein frá og með haustinu 1984. Ráðuneytið hafnaði hins vegar hugmyndum um að „friðar- fræðsla" yrði gerð að skyldunáms- grein. Um efni e'r snerta frið, ör- yggi, mannréttindi og afvopnun- armál ætti sem fyrr að ræða í kennslu skyldugreina eins og t.d. samfélagsfræði, norsku og sögu. Áður en framhaldsfræðsluráðið í Noregi lagði fram tillögu um hina nýju námsgrein fyrir ráð- herrann leitaði það meðal annars álits utanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins og var tekið tillit til sjónarmiða ráðu- neytanna við gerð námsskrárinn- ar. f greininni „friður og öryggi" skal meðal annars miðlað fræðslu um orsakir átaka og styrjalda, friðarstarf og sættir í deilum, hlutverk hersins i þágu friðar og öryggis, afvopnun og takmörkun vígbúnaðar, mannréttindi og nýja efnahagsskipan í veröldinni. Meðal þess efnis sem skólum er skylt að leggja nemendum til vegna fræðslu um frið og öryggi eru alfræðiorðabækur, ítarleg mannkynssaga og saga Noregs. Þá á að útvega nemendum NATO- handbækur en að öðru leyti er kennurum og nemendum heimilað að leita fyrir sér í opinberum gögnum, norskum og útlendum tímaritum og dagblöðum. Anna Vilhjálms og Þröstur Bjarnason voru gefin saman við hátíðlega athöfn í efri sal veitingahússins Þórscafé í gærkvöldi. (Momunblaðifl: Kriatján) Hjónavígsla í Þórscafé ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem prestsvcrk eru unnin í veitingahús- um, en það átti sér stað í Þórscafé í gærkvöldi er þar voru gefin sam- an í hjónaband, Anna Vilhjálms og Þröstur Bjarnason Séra Valgeir Ástráðsson gaf brúðhjónin saman, en svara- menn voru Kristinn Guðmunds- son, veitingastjóri í Þórscafé, og Richard G. Jónsson, fram- reiðslumaður. Anna Vilhjálms hefur undánfarin ár sungið með húshljómsveitinni I Þórscafé, Dansbandinu, og voru félagar hennar úr ihljómsveitinni að sjálfsögðu viðstaddir athöfnina svo og flest allt starfslið veit- ingahússins. Að lokinni vígsl- unni var slegið upp starfs- mannaballi þar sem Lúdó og Stefán léku fyrir dansi fram eft- ir nóttu. Ríki og borg bjóða Að- alheiði nýjan samning „AF HÁLFU viðsemjenda Sóknar var lögð áhersla á, að hægt væri að semja á grundvelli efnis bréfsins, sem borgarstjóri og fjármálaráð- herra hafa sent formanni Sóknar, ef það yrði gert nú þegar eða á næst- unni,“ sagði Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, um fyrsta samningafundinn með nýrri samninganefnd Starfsmanna- félagsins Sóknar í gærmorgun. Fundurinn stóð í rúma klukku- stund og lauk án þess að til nýs fundar væri boðað. Samninga- nefnd Sóknar mun síðar í vikunni halda fund með 30—40 manna baknefnd sinni, þar sem tekin verður afstaða til tilboðs viðsemj- enda félagsins, þ.e. Reykjavíkur- borgar, fjármálaráðuneytisins og sjálfseignarstofnana ríkisins. „Þar munum við ræða tilboðið sem við fengum á fundinum, og taka afstöðu til þess hvort því verður tekið eða hvort knúið verður á um viðhlýtandi lausn fleiri ágrein- ingsefna, sem við tilgreinum í okkar kröfum," sagði Ólafur Gíslason, einn samninganefndar- manna Sóknar, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Ólafur sagði nefndina líta svo á, að í tilboðinu fælist viss sigur fyrir Sóknarfólk. „Þeir fallast á að fyrri samningsákvæði gildi öll frá og með 21. febrúar og að auki að unglingataxtinn falli út og að Sóknarfélagar fái launaflokks- hækkun eftir 15 ára starf," sagði hann. „En það þykir okkur athygl- isvert, að bréfið til formanns Sóknar, þar sem þessi atriði eru tíunduð, barst áður en samninga- nefndin kynnti nýjar kröfur sínar á mánudagskvöldið. Höfuðatriðið er þó það, að við viljum reyna að leysa þessa deilu sem fyrst," sagði Ólafur Gíslason. Alkóhólskattur á Campari of hár? ÞAÐ VAKTI athygli þegar ný verðskrá Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins var opinberuð fyrir skömmu að verð á Campari bitter hækkaði hlutfallslega mun meira en flestar aðrar tegundir, úr 320 krónum í 570, eða um 80%. Nú virðast allar líkur á því að skekkja hafi orðið í verðútreikningnum og vínið hefði átt að hækka um 47%, eða í 470 krónur. Síðasta áfengishækkun var reiknuð út frá nýjum reglum fjármálaráðuneytisins, þar sem aðalnýjungin var fólgin í því að leggja á sérstakan stighækkandi alkóhólskatt. Lét ráðuneytið út- búa sérstakt línurit sem sýnir skattlagninguna á hverju pró- senti af alkóhóli. Svo virðist sem þau mistök hafi átt sér stað við verðútreikning á Campari bitter, að of hár alkóhólskattur var lagður á vínið, 314 krónur í stað 230, sem línuritið gefur til kynna. Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, sagðist ekkert geta sagt um málið að svo stöddu, þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við hann í gær. Hann sagði að verið væri að yfir- fara verðútreikninginn og það kæmi í ljós innan tíðar hvort of hátt verð hefði verið reiknað eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.