Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
5
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Þrettándu tónleikarnir á starfsárinu
Sinfóníuhljómsveit íslands
heldur 13. áskriftartónleika sína
á starfsárinu í Háskólabíói á
morgun, fimmtudag kl. 20.30.
Hljómsveitarstjóri verður Rob-
ert Henderson og einleikari
Roger Woodward, píanóleikari.
Á efnisskránni er Andante
spianato e Grande Polonaise
Brilliante, op.22 eftir Chopin,
Píanókonsert nr. 1 í Des-dúr,
op.10 eftir Prokofíeff, konsert
fyrir hljómsveit eftir Bartók og
Þjóðvísa eftir Jón Ásgeirsson.
Þjóðvísa var fyrst flutt á tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitarinnar
1967, undir stjórn B. Wodiczko,
en tónskáldið endurskoðaði
verkið sl. sumar og verður það
frumflutt eftir þær breytingar.
Robert Henderson hóf fjög-
urra ára gamall nám í hljóð-
færaleik, fyrst á fiðlu, þá píanó
og síðan horn. Hann hefur einn-
ig unnið að tónsmíðum og hlaut
Bandaríkjamaðurinn, Robert Hend-
erson, sem verður hljómsveitarstjóri
í tónleikunum á morgun.
Ráðstefna Landverndar:
„Landnám Ingólfs, land-
nýting og landnotkun“
„LANDNÁM Ingólfs, landnýting og
landnotkun'* er yfirskrift ráðstefnu
sem Landvernd, landgrsðslu- og nátt-
úruverndarsamtök Islands, gengst
fyrir á morgun, fimmtudag. A ráð-
stefnunni verða flutt sex erindi er
varða landnot á því svaeði er tilheyrir
landnámi Ingólfs, vandamál sem að
því steðja og leiðir til úrbóta. Að lokn-
um erindunum verða umræður, bæði
almennar og í hópum. Hefur öllum
fulltrúum frá öllum baejar- og sveitar-
stjórnum, þingmönnum og öðrum
hagsmunaaðilum úr þessum lands-
hluta verið boðið til ráðstefnunnar.
Ráðstefnan hefst í Borgartúni 6
kl. 10.00 og að lokinni setningu
verða erindi flutt. Framsögumenn
verða Hákon Sigurgrímsson, sem
fjallar um stöðu landbúnaðarins,
Páll Sigurðsson, sem ræðir um lög-
fræðileg álitaefni, Stefán Thors,
sem flytur erindi um skipulag og
landnotkun, Svanhildur Halldórs-
dóttir, sem flytur erindi sem ber
heitið „Leikmannsþankar", Þorleif-
ur Einarsson, sem ræðir um efnis-
töku og jarðrask og Gísli Gíslason,
sem flytur erindi um friðlýsingu og
skráningu náttúruminja. Að loknu
matarhléi skipast ráðstefnugestir í
umræðuhópa og að þeim umræðum
loknum verður greint frá niðurstöðu
hópanna. Þá verða almennar um-
ræður, en ráðstefnunni verður slitið
um kl. 18.00.
Varði doktorsrit-
gerð í jarðverkfræði
Björn Oddsson varði doktorsritgerð
í jarðverkfræði (engineering geology)
við Eidgenössische Technische
Hochschule í Ziirich í Sviss, þriðjudag-
inn 20. mars sl.
Björn er fæddur 1. nóvember
1951, í Reykjavík, sonur þeirra Odds
Sigurðssonar, iðnrekanda, og Guð-
finnu Björnsdóttur. Hann varð
stúdent frá stærð- og eðlisfræði-
deild MR árið 1971 og lauk prófi í
jarðfræði frá Universitát Zurich ár-
ið 1976. Síðan hefur Björn unnið að
sjálfstæðum rannsóknum til dokt-
orsritgerðar við Eidgenössische
Technische Hochschule og jafn-
framt stundað kennslu í jarðfræði
við jarðfræði- og verkfræðideild
sama skóia.
Á ensku ber ritgerðin heitið:
„Geology and geotechnical behavior
of the young icelandic volcanics
with special consideration of the
petrographic control of their prop-
erties." Ándmælendur voru Prof. C.
Schindler (fyrir hönd jarðverk-
fræðideildar), Prof. J.G. Ramsay
(jarðfræðideild) og prof. K. Kovári
(verkfræðideild). Athöfninni stýrði
Prof. R. Trúmpy, en hann er forseti
alþjóðasambands jarðfræðinga.
Ritgerðin fjallar annars vegar um
jarðfræði „Plio-Pleistocene og
Upper-Pleistocene myndana tslands
með sérstöku tilliti til þeirra þátta
sem mikilvægir eru viðvíkjandi
mannvirkjagerð og hins vegar um
tæknilega eiginleika bergsins, sem
hér kemur fyrir (móberg, basalt,
hraun og innskot, bólstraberg og
jökulberg). í dæmigerðum bergsýn-
um voru mældir ýmsir tæknilegir
eiginleikar bergsins, sem ýmist eru
notaðir beint eða hafðir til hliðsjón-
ar við hönnun og mannvirkjagerð f
bergi og lausum jarðvegi. Rann-
sóknir þessar innihalda m.a. mæl-
ingar á styrkleika og elastiskum
eiginleikum í einása-, þriása- og
togbrotþolsprófunum, hörkuprófan-
ir (abrasivity), hljóðhraðamælingar
fyrst verðlaun fyrir þær 13 ára
gamall. Hann er stjórnandi sin-
fóníuhljómsveitarinnar í Little
Rock, Arkansas í Bandaríkj-
unum, en stjórnaði áður sin-
fóníuhljómsveitinni í Utah.
Einleikarinn á tónleikunum á
morgun, Roger Woodward, kom
fyrst fram á tónleikum í Lund-
únum 1971, bæði sjálfstætt og
með Konunglegu Fílharmoníu-
hljómsveitinni. Hann hefur síð-
an leikið víða m.a. með hljóm-
sveitarstjórunum Kurt Masur,
Lorin Maazel, Zubin Mehta og
Pierre Boulez. 1982 tók Wood-
ward þátt í afmælishátíð ástr-
alska útvarpsins, flutti þar og
tók upp alla fimm píanókon-
serta Beethovens og píanósónöt-
urnar, 32 að tölu. A síðasta ári
flutti hann síðan öll píanóverk
Chopins á tólf tónleikum, en auk
tónleikahalds hefur Woodward
leikið inn á 20 hljómplötur.
Björn Oddsson hefur unnið að
sjálfstæðum rannsóknum við Eid-
genössische Technische Hochschule
í Sviss, og varði þar doktorsritgerð
sína.
o.s.frv. Brotþolsmælingarnar eru
gerðar í afar fullkomnu tæki (stiff
servo-controlled device) svo unnt er
að mæla styrkleika bergsins eftir að
brot hefur átt sér stað. Við þríása
brotþolsprófanirnar er notuð ný að-
ferð, svokallað „continuous failure
state test“, en með henni fást mun
meiri niðurstöður út úr hverju sýni
en áður var mögulegt. Niðurstöður
mælinganna eru siðan túlkaðar með
tilliti til bergfræðilegrar gerðar
(m.a. poruhlutfall, míneralsamsetn-
ing, kornastærð og -lögun, strúktúr,
ummyndun) sýnanna. Slíkar túlkan-
ir gefa mikilvægar hagkvæmar upp-
lýsingar, t.d. um það hvernig frá-
brugðið berg muni haga sér við svip-
aðar aðstæður svo og hvernig og að
hve miklu leyti niðurstöður mæl-
inga á bergsýnum geta verið víkkað-
ar út i mælikvarða bergsins eins og
það kemur fyrir við mannvirkja-
gerð.
Eiginkona Björns er Gabriella
Richter.
Munið Útsýnarkvöldið næstkomandi sunnudagskvöld í Broadway
Sjá nánar auglýsiningu í Morgunblaðinu á morgun.
Borðapantanir í síma 77500.
Páskaferðir
Utsýnar >
Vorið í Evrópu, einn yndislegasti tími ársins,
bíður þín í páskaferöum Útsýnar.
Við bjóöum þér ánægjulega og ódýra valkosti.
GLASGOW
Wmm
-■
■■
17. til 24. apríl. Gisting á
Hotel Ingram í hjarta borgarinnar, sem alltaf er jafn vin-
sæl meöal íslendinga.
Verð frá kr. 14.150.-
GOLF-FERÐ TIL SKOTLANDS
17. til 24. apríl. Gisting á Pond Hotel, ákjósanlegum dval-
arstaö fyrir golfunnendur.
Verö frá kr. 14.150.-
KAUPMANNAHÖFN
18. til 23. apríl. Gisting á Hotel Marienlyst i Helsingör,
einhverju glæsilegasta hóteli Danmerkur. Nýtískulegar og
vel búnar íbúðir eöa hótelherbergi. Tíöar lestarferöir til
Kaupmannahafnar sem taka aðeins um 45 mín.
Verö frá kr. 11.210.-
16. til 23. apríl.
LUXEMBORG
Gisting á Hotel Cravat sem er vel staðsett og stutt frá
verslunum, veitinga- og skemmtistööum. Hér er upplagt
aö leigja sér bíl.
Verð frá kr. 15.400.-
17. til 24. apríl.
AMSTERDAM
Gisting á Hotel Pulitzer sem er afar aölaöandi og sér-
kennilegt fyrsta flokks hótel, staðsett í hjarta gamla borg-
arhlutans, sem býr yfir einstöku andrúmslofti.
Verö frá kr. 17.120.-
KANARIEYJAR
18. apríl til 2. maí. Gisting á hóteli eða í íbúðum á ensku
ströndinni, á þessum sannkallaða sælureit sóldýrkenda
og annarra sem kunna aö meta lífsins lystisemdir.
Verð frá kr. 24.436.-
COSTADEL SOL
18. til 29. apr^#Jy~^L^ynd aö Útsýn hefur haldiö uppi
feröum til Có^^^r#V^ijmur viö sívaxandi vinsæld-
ir, er e.t.v. bestríísi^^Olj^<hrifningu og ánægju
þeirra, sem notiö hafa^þs^gr^^Jr^ntunar og marg-
háttaöra ævintýra fyrir tilstinr
Verö frá kr. 17.900.-
Reykjavík: Austurstræti 17, simi 26611.
Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911.
Umboðsmenn um land allt.