Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 15
MORGUNBkAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 15 Kennari og nem- andi í sama bekk Spjallað við Sigurgeir Jónsson í Vestmannaeyjum Vetftmmnnaejjum, 21. nwrs. ÆTLI þad sé ekki harla fátítt að kennari sé jafnframt nemandi í eig- in bekk. Slfkt á sér engu að síður stað í Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum nú í vetur þar sem meðal nemanda á II. stigi er Sigur- geir Jónsson, 43 ára gamall, borinn og barnfæddur Vestmanneyingur. Sá hinn sami Sigurgeir er einnig einn af kennurum skólans, kennir íslensku, ensku, dönsku, vélfræði og skriflega sjómennsku. Nokkrar þessara greina kennir Sigurgeir ein- mitt á II. stigi og er þá í því óvenju- lega hlutverki að vera nemandi hjá sjálfum sér. Þetta vakti athygli okkar Mbl.manna hér á skerinu og feng- um við Sigurgeir til þess að spjalla við okkur. Fyrst lék okkur forvitni á að vita hvernig málin gengju fyrir sig, þegar að prófum kemur, er þá ekki nemandinn Sigurgeir Jónsson öruggur með að ná góðu prófi í þeim greinum sem kennar- inn Sigurgeir Jónsson samdi próf- verkefnin í. „Það hefur þegar reynt á þetta í einni grein, vélfræði. Þá samdi ég prófið fyrir mína nemendur, en skólastjóri Vélskólans var fenginn til þess að semja próf sem mér var ætlað að þreyta. Ég sat þá úti í bekk með öðrum nemendum en varð af og til að standa upp og útskýra eitt og annað varðandi prófið fyrir nemendum." — Og hvernig tókst til? „Þegar einkunnir komu þá kom í Bjarni Jón&sson með nemendum sínum í veðurfræði, Sigurgeir annar nem- endanna. Morgunblaðið/ Sigurgeir. Enskukennarinn Sigurgeir Jónsson. ljós að kennarinn hafði orðið lægstur, með rúmlega 8. Þetta bendir til þess að kennslan hafi verið þokkaleg og nemendurnir kannski ívið greindari en kennar- inn. I vor verð ég svo að taka próf í ensku og íslensku og ætla ég að láta skólastjórann ráða fram úr því máli.“ Við spurðum Sigurgeir hvort svona nokkuð væri ekki einsdæmi hér á landi. Taldi Sigurgeir það mjög fátítt að sami maður væri í senn bæði nemandi og kennari í sama bekk en sagðist vita til þess að Þorsteinn Gíslason fiskimála- stjóri hefði eitt sinn verið bæði nemandi og kennari við Stýri- Lóðarvandræði Bflasölu Guðfinns: „Við og hund- arnir bannað- u ir í borginni — en þó er von til að hundarnir fái und- anþágu, segir Guðfinnur Halldórsson „ÞETTA stefnir í að hvorki hundum né Bílasölu Guðfinns verði heimilt að vera í Reykjavík — en þó er von um undanþágu fyrir hundana. Það verður að segjast eins og er, að borg- aryfirvöld hafa hagað sér mjög óþægilega gagnvart mér,“ sagði GuðHnnur Halldórsson, bflasali, í samtali við blaðamann Mbl. Guð- flnnur hefur undanfarna mánuði verið á hrakhólum með fyrirtæki sitt og misst af einum fjórum lóðum, sem hann hafði áður fengið fyrirheit eða góðar vonir um. „Þetta hefur farið illa með mig og starfsemi fyrirtækisins," sagði Guðfinnur. „Það er alltaf verið að halda manni volgum, lofa manni þessari lóð eða hinni en siðan fær maður bara að heyra að þetta hafi verið mistök. Mér þykir þetta þeim mun undarlegra fyrir þá sök, að í vetur hefur tveimur bílasölum verið úthlutað lóðum í Reykjavík — og eigandi annarrar býr í Kópa- vogi! Nú síðast var mér sagt að ég fengi ekki lóð vestan Elliðaáa. Það þykir mér heldur lítil tillitssemi." Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarinnar, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að þegar Bílasala Guðfinns hefði misst að- stöðu sína í Ármúla hefði verið kannað hvort ekki væri hægt að útvega fyrirtækinu lóð við Skip- holt, neðan við Sjómannaskólann. Nemandinn Sigurgeir þungt hugsi yflr skræðunum. mannaskólann í Reykjavík. Sigur- geir sagðist frekar álíta sig nem- anda en kennara, taka nemandann framyfir, allavega í vetur. En hvernig er sambandið við nemend- ur? „Það er mjög gott. Ég hækkaði meðalaldurinn á II. stigi um 5—6 ár og gæti verið faðir allra bekkj- arfélaga minna, jafnvel afi sumra þeirra, aldursins vegna. Það hefur verið ágætis samkomulag á milli okkar, þetta eru allt fyrirtaks menn bæði sem félagar og nem- endur," sagði Sigurgeir Jónsson. Um ástæðu þess að hann gerðist nemandi á II. stigi sagði Sigurgeir að væri í og með vegna þess að hann hefði kennt 9. bekk undan- farin ár verklega sjóvinnu og sigl- ingafræði, hann hefði öðlast bæði vélstjóra- og matsveinaréttindi og því fundist tilvalið að bæta þess- um réttindum í safnið. Sigurgeir tók I. stig 1982 og taldi það þægi- legt að geta leyst af í öllum störf- um um borð í því skipi sem hann væri á. Sigurgeir Jónsson fór fyrst til sjós árið 1959 og hefur að segja má hvert ár síðan stundað sjóinn, ýmist sem aðalatvinnu eða þá sem sumarvinnu. — hkj. Það hefði reynst ókleift. Þá hefði verið athugað með lóð við Ármúla- skóla, sem einnig hefði reynst ókleift, síðan hefðu öryggissjón- armið vegna flugumferðar komið í veg fyrir að fyrirtækið fengi lóð við Umferðarmiðstöðina og loks hefði tillögu um lóð í Öskjuhlíð, neðan við styttuna Vatnsberann, verið hafnað af borgarráði. Þá var og bókað í borgarráði, að ekki væri hægt að leysa lóðarvandræði fyrirtækisins vestan við Elliðaár. „Manni sýnist að það sé sjálf- krafa komið í blindgötu að bílasöl- ur séu starfræktar vestan við Ell- iðaár," sagði Gunnar. „Með þess- ari afstöðu borgarráðs ,«r verið að reyna að snúa þeirri þróun við, að bílasölum fjölgi í sjálfri borginni. Málið er því strand í bili, fjórar tilraunir borgaryfirvalda til að út- vega fyrirtækinu lóð hafa verið árangurslausar, jafnvel þótt þrjár síðustu lóðirnar, sem talað var um, hefðu ekki átt að vera nerpa til skemmri tíma.“ „Þetta er vissulega óþægileg staða," sagði Guðfinnur Halldórs- son. „Nú er ég mest með þetta heima fyrir náð og miskunn ná- grannanna, sem ég reyni vitaskuld að halda friðinn við. Enda segja þeir, þegar ég sel fyrir þá bíla, að þeir útvegi sýningarsalinn sjálfir — það er að segja að ég fæ að sýna bílana í þeirra eigin bílskúrum." AFMÆUSVERÐ RVNINAIN IDAG ísfugl 1/4 pönnukjúklingur ............. kr. 55 Pönnuborgari...................... - 40 Pönnufiskur ...................... - 20 Franskar kartöflur ............... - 15 Salat ............................ - 10 Sósur ............................ - 10 Gos (með mat) .................... - 0 ís (eftir mat) ................... - 0 ísfugl Fuglasiáturhusið aö Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Simar 91-66103 og 66766

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.