Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 17 Ijóam. Mbl. KÖE. Gestir fundarins voru Ragnhildur Helgadóttir menntamilaráðherra, Örnólf- ur Thorlacius rektor MH, Guðmundur Magnússon rektor HÍ og Guðmundur Arnlaugsson, fyrrv. rektor MH. í ræðustól er Sigurrós Þorgrímsdóttir, for- maður Öldungaráðs. urðu nokkrar umræður. I þeim kom m.a. fram að kostnaður á hvern nemanda í öldungadeild MH væri um það bil 5.000 krónur á ári, en kostnaður á hvern nem- anda í dagskóla MH væri 28.000 krónur á ári. Rætt var um fjár- hagsvanda sumra deildanna og að brýnt væri að leysa hann sem fyrst. í lok fundarins afhenti formað- ur Öldungaráðs menntamálaráð- herra ályktun frá fundi öldunga- ráðs og Hagsmunaráðs, sem hald- inn var hinn 10. mars síðastliðinn. Þar er meðal annars skorað á menntamálaráðherra að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneytis- ins, skólayfirvalda og nemenda. Nefndinni skyldi falið að semja lagaákvæði um tilhögun öldunga- deilda í framhaldsskólakerfinu og færu ákvæðin inn í tilvonandi frumvarp um framhaldsskóla. Þá skyldi nú þegar verða sett reglu- gerð sem staðfesti núverandi fyrirkomulag öldungadeilda. Guðmundur Magnússon rektor Háskóla íslands var inntur eftir því hvort ákveðnar deildir innan Háskólans, eða hluti þeirra yrði fluttur til Akureyrar og svaraði hann því til að það mál væri í athugun og ítrekaði það sem kom fram í framsöguerindi hans um opinn háskóla. Hann kvaðst ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að menn brautskráðust frá Háskóla íslands þó þeir stunduðu nám sitt utan skólans. Landssamtök öldunga- deilda stofnuð Að fundinum loknum héldu full- trúar sjö öldungadeilda með sér fund þar sem rætt var um vænt- anlega stofnun landssamtaka öld- ungadeilda. Þar kom meðal ann- ars fram að um 2.000 manns stunda nám í öldungadeildum í tíu framhaldsskólum vítt um landið. Þriggja manna nefnd var valin til að vinna frekar að undirbúningi stofnunarinnar, semja drög að lögum samtakanna og starfs- grundvelli. Þá var samþykkt að samtökin yrðu formlega stofnuð í upphafi næsta skólaárs. „Þær geta nú verið margvísleg- ar, bæði stórar og smáar, en þó yfirleitt alltaf tengdar bygginga- iðnaðinum. Við höfum til dæmis haldið mjög fjölmenna ráðstefnu, 15. Norræna byggingardaginn, fjölmennustu ráðstefnu á íslandi, við höfum fjallað um þök á Is- landi, og margt fleira. I sambandi við ráðstefnur látum við okkur ekkert óviðkomandi varðandi byggingaiðnaðinn hér heima sem erlendis.“ Kaunhæf kjarabót — Og hver eru svo verkefnin framundan? „Hér verður í stórum dráttum unnið áfram á sömu braut og gert hefur verið í aldarfjórðung. Við vonumst þó vissulega til að geta enn aukið starfsemina, húsbyggj- endum og þjóðinni allri þar með til hagsbóta. Við viljum gera meira í fræðslu- og upplýsingastarfseminni, og ég vil benda á, að takist okkur vel upp þar er eftir nokkru að slægj- ast. Takist okkur til dæmis, með leiðbeiningum og ráðgjöf, að spara fólki útgjöld um 10%, þá er verið að tala um 300 þúsund krónur af hverri þriggja milljóna króna eign. Hliðstæðar tölur mætti nefna varðandi endurbætur á eldra húsnæði, viðbyggingar og fleira. Hér er því um raunhæfa kjarabót að ræða, og í mínum huga er ekki vafi á því að starf- semi eins og sú, sem Bygginga- þjónustan innir af hendi, er bráð- nauðsynleg og mjög hagkvæm, hvort heldur er litið til einstakra húsbyggjenda eða þjóðarbúsins í heild. Aukin þekking og rannsókn- ir, sem tekst að miðla út til þeirra sem á þurfa að halda, er mjög arðbær fjárfesting," sagði ólafur Jensson að lokum. — AH. Fjöldi manna leitar til Byggingaþjón- ustunnar daglega, bæði fagmenn og húsbyggjendur, og öll þjónusta er lát- in í té án endurgjalds. # r 1 0 ,___, UMBORNIN PAÐ GBRIR (€LKO) OG FRAMLEIÐIR TENGLA MEÐ „BARNAVERND“ Reynslan hefur sýnt að þörf er á að fyrirbyggja slys á heimlluni — Maður veit aldrei á hvcrju bömin taka uppá. uppá. FAGMENN ættu að hugleiða öryggið sem Elko veitir börnunt. 'RÖNNING Sundslsa simi 84000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.