Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 ► ► KVÖLD fyrir aldraða var haldið á skemmtistaðnum Broadway fimmtudaginn 23. mars. Stjórnandi var Hermann Hagnar Stefáns- son. Pétur Sigurðsson, al- þingismaður, var gestur kvöldsins og flutti ávarp, en síðan tók við viðamikil dagskrá og komu ýmsir að- ilar fram. Skemmtuninni var mjög vel tekið og fara hér á eftir viðtöl við nokkra gesti. Helga Jónsdóttir, sem er 82 ára, var í sjöunda himni með skemmtunina og sagði að sér litist mjög vel á staðinn og alla hans ljósadýrð. „Ég er af Skaganum og það er vegna veiðibjölluskíts í vatninu og síldar- og sementsverksmiðju- ryks í loftinu sem Skagamenn eru svo fjörugir og lifsglaðir að þeir lifa örugglega af kjarn- orkustyrjöld," sagði Helga að lokum. Sverri Bjarnasyni, 77 ára Skagamanni, fórust svo orð: „Þetta er þarft framtak og mjög skemmtilegt. Staðurinn finnst mér ekki tiltölulega ný- stárlegur, enda hef ég séð svip- aða staði erlendis, en þessi skemmtun er ánægjuleg til- breyting við dauflegt framboð á skemmtunum fyrir aldraða." Helena Halldórsdóttir var ánægð með skemmtunina og sagði að hér væri um starfsemi að ræða sem þarft væri að halda áfram. Það væri ekkert um slíkar skemmtanir fyrir aldraða, en undirtektir þessar- ar skemmtunar væru slíkar að vissulega væri grundvöllur Helena Halldórsdóttir fyrir fleiri skemmtunum af þessu tagi. Ólafur Laufdal, sem rekur skemmtistaðinn Broadway, kvað skemmtunina hafa tekist sérstaklega vel, það hefði verið fín stemmning, öll umgengni hefði verið til fyrirmyndar og aldrei hefðu jafn þakklátir gestir komið á Broadway frá upphafi vega. Hann bætti við að þetta væru bestu gestir sem nokkru sinni hefðu komið á Broadway, það hefði verið fullt hús og 400 gestir. Ólafur Laufdal skýrði þessar miklu undirtekir þannig að lítið sem ekkert væri um skemmtanir fyrir aldraða þar sem boðið væri upp á mat, dagskrá og vínveitingar og sagði að næst- komandi fimmtudag, 29. mars, yrði haldið annað kvöld fyrir aldraða í Broadway þar sem Davíð Oddsson, borgarstjóri, myndi ávarpa gesti. V erkamannabústöðum Ljósm. Mbi. c.Berg. Aðalgeir Finnsson, framkvæmdastjóri, afhendir Sigurði Hannessyni, formanni stjórnar verkamannabústaða, lyklana að nýju íbúðunum. Húsavík: Varanlegt slitlag óæskilegt? Ilusavík, 26. mars. EINMUNATÍD hefur verið hér síðan í byrjun febrúar og fært um allar sveitir og milli héraða. í vet- ur hefur vegurinn um Víkurskarð verið ekinn í stað Dalsmynnis og hefur það þótt hin mesta vegabót og svo að Vaðlaheiði má teljast úr sögunni bæði sumar og vetur. Eitt er mjög athyglisvert í sam- bandi við veginn um Víkurskarð, að bílstjóri, sem hefur ekið hann mikið í vetur, hefur tjáð mér, að hann telji að varanlegt slitlag eigi alls ekki að setja á þennan veg. Hann teldi að slitlagið orsakaði meiri hálku og gæti skapað bæði erfiðleika og aukna slysahættu fram yfir malarveginn. Hann taldi svo stutt yfir skarðið, að öllum væri vorkunnarlaust að taka á gömlu vegagerðinni og síðast af öllu sagði hann að slitlag ætti að koma á þennan kafla leiðarinnar frá Húsavík til Akureyrar. Hann taldi og, að brekkan að vestan gæti orðið ófær á varanlegu slit- lagi, þegar fært væri með gömlu malarkampana á báðum vegar- brúnum. Fréttaritari Hió nýja hús við Keilusíðu 10. Akureyri: Akureyrí, 20. marH. A FIMMTUDAG í síðustu viku afhenti byggingafyrir- tækið Aðalgeir og Viðar hf. stjórn verkamannabústaða á Akureyri fjölbýlishús, sem fyrirtækið hefur byggt fyrir stjórnina að Keilusíðu 10. í húsinu eru 3 einstakl- ingsíbúðir, 3 tveggja her- bergja íbúðir, 4 þriggja her- bergja íbúðir og tvær fjög- urra herbergja. Að auki eru í kjallara sérgeymslur fyrir hverja íbúð, reiðhjóla- og barnavagnageymsla, íþrótta- og hvíldarherbergi, sauna, baðaðstaða, snyrting og að- staða húsvarðar. Allur frá- gangur er til hinnar mestu fyrirmyndar og eru nýir íbú- ar þegar flyttir inn í húsið. Framkvæmdir við bygg- inguna hófust 12. október 1982 og er arkitekt hússins Haraldur V. Haraldsson en verkfræðilega hönnun ann- fjölgar aðist Teiknistofan Glerár- götu 34. Rafljós hf. annaðist raf- lagnir, Magnús Gíslason hf. múrverk, Þórarinn Thorlaci- us og Þórir Magnússon önn- uðust málningarvinnu og Haukur Adólfsson pípulagn- ir. G.Berg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.