Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 19

Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 19 Helgi Hálfdanarson: Gott er góðu að í Morgunblaðinu 24. þ.m. var fundið að framburði fólks á Veðurstofu íslands þegar það talar í útvarp. Það var að vísu gert af hófsemi og naumast drepið á önnur dæmi en rangar áherzlur. Raunar mætti æra óstöðugan að elta uppi hvers- konar málglöp manna sem tala í útvarp, jafnvel þó aðeins væri sinnt um framburð; og ekki hygg ég að starfsfólk veðurstof- unnar brjóti þar af sér meira en gengur og gerist. Hins vegar mættu nöldur- seggir eins og ég og mínir líkar einnig benda stöku sinnum á það sem vel er gert og er út- varpshlustendum til fyrirmynd- ar. Þó ætla ég ekki að fjölyrða um sjálfa þuli útvarpsins, sem vissulega eiga mikið lof skilið fyrir prýðilegan framburð. Eng- um er gert rangt til þó að þar sé einungis nefndur sá sem lengst allra hefur á teig staðið, Pétur Pétursson; en það hygg ég, að hann hafi flestum mönnum fremur mótað til góðs framburð íslendinga sem vaxið hafa úr grasi eftir stríð. En úr því rætt var um fólk sem les í útvarp fréttir frá Veð- urstofu íslands, vil ég minnast þess, að í þeim flokki hef ég heyrt að minnsta kosti eina konu og að minnsta kosti einn karl, sem ég hygg að óvenju-vel fullnægi kröfum þeim, sem með lögum eru gerðar til útvarps- mælenda um málfar. f útvarpi tíðkast að nafn- greina sí og æ hvern þann sem þar lýkur sundur vörum, ekki aðeins fasta starfsmenn sem koma fram daglega og hvert mannsbarn á landinu þekkir, heldur alla, jafnvel svokallaða „tæknimenn", sem ekki segja stakt orð, svo fæstir vita hvað þeir eru að bauka. Þeim mun undarlegra er það, að veður- stofufólk skuli fá að njóta nafn- leyndar og vera þó að tala í út- varpið dögum oftar. En fyrir bragðið get ég ekki sent per- sónulegt þakkarávarp þessu góða fólki sem unun er á að hlýða. Þessari að minsta kosti einu konu og þessum að minnsta kosti eina karli verður það aldrei á að segjast vera á „Veu- stou ísslas", eins og þau hefðu una drukkið kogara eða amiríkskt viskí eða étið skósvertu. Og aldrei mæla þau vindinn í „vinstigum", svo sem þau hefðu stungið mælinum í bróðurkær- leikann út um öll kjördæmi landsins. Og aldrei bera þau ís- lenzkt x fram eins og tvö g plús s, líkt og þau væru með hugann vestur í Texas, og segja því aldrei að klukkan sé „seggs", svo ekki sé á það minnzt, að Teggsas-eggsið færi út kvíarn- ar, og lægð myndist á milli ís- lands og „Noreggs". Og ekki bregður heldur fyrir neinni smámæltri þ-slikju á s-inu, svo sem það hafi verið fundið upp suður í Lundúnaþokunni. Og þau segja aldrei „norð-au- sturu-land“, samtals fimm at- kvæði með löngu au-i, eins og hjartað sé að dufla við Tjallann, hvað sem tungan tautar. Og aldrei kemur fyrir að þau segi, að vindur sé „hvas“, með einu s-i og löngu a-i, eins og þeim hafi einungis verið kennt að bera fram ensku en alls ekki ís- lenzku, og því færu þau seint að dæmi popparanna sem ríma saman sælubros og hakakros. Og kílómetrana kalla þau ekki „kílómeddra“, heldur eins og skrifað stendur: kílómetra; og Grænland kalla þau aldrei „Grannland", þó ekki væri þar miklu logið. Og svo mætti leng- ur telja skyssur þær, sem þess- um að minnsta kosti tveimur vandvirku veðurfregna-þulum verður aldrei á. Þó skal hér staðar numið og látið við það sitja að færa þeim þakkir fyrir afbragðs frammi- stöðu í mikilvægu starfi, þar sem beita þarf áhrifamesta fjöl- miðli þjóðarinnar af ábyrgð og háttvísi. Því miður er ekki hægt að benda á þau með nafni, öðr- um til fyrirmyndar. Ferðamöguleikar og þjónusta við farþegana fer sívaxandi Norröna á leið út úr höfninni I Þórshöfn, Smyrill er hægra megin við NorrÖUU. Maq(nblaiít/HG. Búumst viö að flytja allt ad 100.000 farþega með Norrönu í sumar, segir Óli Hammer, fram- kvæmdastjóri Smyril- Line „ÞAÐ er óhætt að segja, að mikill hugur sé í okkur nú. Þetta gekk mjög vel í fyrra og nú eru bókanir um 50% meiri en þá. 1982 flutti Smyrill um 32.000 farþega á áætlunarleiðum sin- um, í fyrra llutti Norröna 58.000 far- þega og í ár búumst við við því að þeir verði allt að 100.000. Þá höfum við breytt áætlun okkar og aukið ferða- mögulcikana í tcngslum við sigling- arnar svo þjónusta við ferðamenn okkar fer sívaxandi," sagði Óli Hammer, framkvæmdastjóri Smyril- Line, sem gerir út farþegaskipið Nor- röna, í samtali við Morgunblaðið. „Helztu breytingar á ferðaáætl- uninni eru þær, að nú verður hætt við siglingarnar til Scrabster í Skotlandi, en þess I stað verður komið við I Leirvík á Hjaltlandi. Þá verður nú mögulegt að fara beint frá Seyðisfirði til Hanstholm I Danmörku og þaðan bjóðum við upp á ýmsa ferðamöguleika, meðal annars til Frakklands og Italfu. Þá verður einnig hægt að fara beint frá Bergen til Seyðisfjarðar. í báð- um þessum tilfellum er aðeins um nokkurra klukkustunda stopp í Þórshöfn að ræða. Ferðir Norröna hefjast laugardaginn 26. maí frá Hanstholm og kemur hún í sína fyrstu ferð til Seyðisfjarðar fimmtudaginn 31. maí. Siglingun- um lýkur svo í septemberbyrjun. I tengslum við ferðir Norröna til Leirvíkur eru skipaferðir til Aber- deen í Skotlandi. I Hanstholm erum við svo í sambandi við ferðaskrif- stofu, sem býður upp á rútuferðir til Frakklands, Rínarhéraðanna og Garðavatns á Norður-Ítalíu. Við höfum þá meðal annars tryggt okkur talsvert af aðgöngumiðum á leiki í úrslitum Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í Frakk- landi í sumar. Þá getum við útvegað fólki gistingu í sumarhúsum og á hótelum í Danmörku, á Hjaltlands- eyjum, í Noregi og Skotlandi. Þar sem búizt er við mikilli aukn- ingu ferðamanna í ár hafa umboðs- aðilar okkar á Seyðisfirði í hyggju að byggja hús við höfnina með góðri aðstöðu fyrir farþega. Þar verður rúmgóður biðsalur og afgreiðsla auk almennrar upplýsingaþjónustu og aðstöðu fyrir starfsmann Ferða- málaráðs. Þar getur fólk komið og Óli ilammer, framkvæmdastjóri Smyril-Line. fengið þær upplýsingar, sem það æskir um ferðamöguleika og annað, sem máli skiptir og meðal annars höfum við látið gera kynningar- mynd um löndin, sem við siglum til. Við erum því bæði stórtækir og bjartsýnir enda teljum við verulega framtíð í þessum ódýra og þægilega ferðamáta. Skipið reyndist afburða vel í fyrra og við hlökkum til að hefja ferðirnar að nýju,“ sagði Óli Hammer. VEF0 FRÁ 410.000 KRÓNUM, MED RYDVÖRN Reynsluaksturíboói / SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.