Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 23

Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 23 Elísabet skoðar hrossin Elísabet Bretadrottning var í Jórdaníu í dag og fór allt hið besta fram. Hún átti viðræður við Hussein forseta og ýmsa ráðamenn og breskir diplómatar sem eru í föruneyti drottningar eru sagðir hafa rætt hugsanlegan vopnasölusamning við starfsbræður þeirra jórdanska. Var talað um að Bretar seldu Jórdönum 1500 Javelin-loft- varnareldflaugar. Síðdegis skoðaði drottning hrossastóð Husseins og fjölskyldu hans, en bæði hann og Elísabet eru miklir hrossaáhugamenn. Á meðfylgjandi mynd má sjá drottninguna í hinu besta yfirlæti á búgarði Husseins, virða fyrir sér eitt af hrossum hans. Drottningin er lengst til vinstri, næst henni situr Alía Jórdaníu- prinsessa, þá Filipus Bretaprins og loks Noor Jórdaníudrottning. Stokkhólmur: Palme réðst að Bildt að ósekiu Stokkhólmi, 27. mars. Frá Krik Liden, fréttaritara Mbl. FYRIR TÆPU ári varð dálítill hvellur í sænskum stjórnmálum þegar stjórn- in með Olof Palme í broddi fylkingar réðst með offorsi á einn þingmann stjórnarandstöðunnar, hægrimanninn Carl Bildt, og sakaði hann um að hafa lekið leyndarmálum um sænskar varnir í bandarísku leyniþjónustuna. Sendi- herra Svía í Washington hefur nú kveðið sér hljóðs í þcssu máli og sýknað Bildt af allri sök. Carl Bildt átti sæti í kafbáts- nefndinni svokölluðu og fór í ferð til Bandaríkjanna strax eftir að skýrsla hennar kom út í fyrra. Átti hann þar viðræður við ýmsa háttsetta menn en strax eftir heimkomuna, þann 26. maí, réðst Palme að honum og sakaði hann um að hafa gefið Bandaríkja- mönnum leynilegar upplýsingar um varnir Svía. Idag skýrði Bildt hins vegar frá því fyrir stjórn- arskrárnefnd þingsins, að Wil- helm Wachtmeister, sendiherra Svía í Washington, hafi sagt í skýrslu til stjórnarinnar, að Bildt hafi engar upplýsingar gefið og ekkert sagt, sem hann mátti ekki í Bandaríkjaferðinni. Þessi skýrsla Wachtmeister barst stjórninni tveimur dögum áður en hún réðst að Bildt. Wachtmeister hefur nú staðfest þetta og segist hafa verið við- staddur alla fundi Bildt með full- trúum bandarískra stjórnvalda. Viðræður Rússa og Kínverja: Enginn árangur Peking, 27. mars. AP. Aðstoðarutanríkisráðherra Kínverja, Qian Qichen, sneri heim frá Moskvu í dag og hefur augljósiega enginn árangur orð- ið af viðræðum hans við stjórn- völd þar. Var tilgangurinn með þeim að reyna að koma sam- bandi ríkjanna í eðlilegt horf á ný. Kínverjar hafa krafist þess í viðræðunum, að Sovétmenn dragi úr vígbúnaði sínum á landamærum ríkjanna, að þeir hætti að styðja hernám Víetnama í Kambódíu og þeir hverfi á brott frá Afganistan. Á þetta hafa Sovétmenn ekki viljað fallast. Næstu viðræður þjóðanna verða ekki fyrr en í október í haust. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Bangkok Berlín BrUssel Buenos Aires Chicago Dublin Genl Helsingfors Hong Kong Honolulu Jerúsalem Jóhannesarborg Lissabon London Los Angeles Madnd Mexfkóborg Miami Montreal Moskva New York Ostó Parfs Reykjavik Rfó de Janeiró Róm Stokkhólmur Tókýó Toronto Vancouver Vinarborg Þórshðln 0 úrk. i gr. 9 skýjaó 20 heióskirt 35 heiðskírt 11 heióskirt 10 rigning 25 heióskírt 9 rigning 8 skýjaó 9 heióskírt +1 snjókoma 22 heióskírt 31 rigning 14 heióskirt 25 skýjaó 16 skýjaó 11 skýjað 17 skýjaó 12 skýjaó 27 heiðskirt 30 skýjaó 1 heióskírt 1 skýjaó 11 heióskírt 0 skýjaó 11 rigning +1 snjókoma 34 heióskírt 18 heióskfrt 0 skýjaó 13 skýjaó 3 skýjaó 10 akýjaó 14 skýjaó 3 skýjað Jarðskjálftinn í Sovétríkjunum: Borgarbúar búa í tjaldbúðum Moskvu, 27. mars. AP. HVER EINASTI íbúi sovésku borgarinnar Gazli, sem hrundi nánast til grunna í feiknajaróskjálfta fyrir nokkrum dögum, býr í tjaldi, eftir því sem sovéskt dagblað greindi frá í dag. Það fylgdi þó fréttinni, að uppbygging sé í fullum gangi og miði vel áfram. Dagblaðsfréttin gat þess að vatnslagnir, rafmagnsleiðslur og símasamband væri komið í samt lag og unnið væri að því að koma upp bráðabirgðahúsnæði, en í millitíðinni búa allir í tjöldum. Börnin sækja skóla í tjöldum, það er etið og sofið í tjöldum, enda standa fá hús uppi og enn eru hræringar á svæðinu og því varla þorandi að vera innanhúss. Samkvæmt fréttinni, lést eng- inn í jarðskjálftanum sem var um 7 stig á Richter. Það er með því mesta sem gerist og telja ýmsir sérfræðingar að hafi enginn látið lífið, þá heyri það undir krafta- verk, sérstaklega þar sem þess er getið í blaðafregninni, að ekki hafi verið til það þak í borginni sem ekki hrundi. Fréttaritarinn klykkti út með því að geta þess hversu hugrakkt fólk búi í Gazli. „Það óttast ekkert og hefur sýnt sig sterkara en móðir náttúra," stóð orðrétt. Elsta atvinmigrein- in leyfð í Victoriu Melbourne, Astralíu, 27. mars. AP. STJÓRNVÖLD Victoria-rfkis í Ástralíu hafa gert heyrinkunnugt, aó vændi verði löglegt á nuddstofum í ríkinu á næstunni. Hins vegar veróur bannað að kalla fyrirbærið „hóruhús" þar eð almenningi þykir nafnið ósiðsamlegt. Nuddstofurnar verða þó að uppfylla viss skilyrði til þess að vændið verði leyft innan veggja þeirra. Til að myhda má engin nudd- stofa í ríkinu hafa vændi innan- dyra sé hún í 40 metra fjarlægð frá æskulýðsmiðstöðvum eða skátaheimilum, eða þaðan af nær. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í dag, að því færi víðs fjarri að hér væri um einhverja byltingu að ræða, það væri vitað að 149 nuddstofur hefðu starfrækt vændi og hefði það verið opinbert leynd- armál. „Almenningur amaðist ekki við þeim og starfsemin hefur verið látin óáreitt af þeim sökum. Ég vil heldur segja að með því að lögleiða starfsemina, séum við hér í Victoria að undirstrika að við er- um í takt við tímann," sagði tais- maðurinn. Veggjalýs keppa í spretthlaupi! Honiton, Englandi, 27. mars. AP. NÝSTÁRLEGT kapphlaup verður haldið í fyrsta sinn í breska smábænum Honiton á næstu dögum. Keppt verður á 60 sentimetra löngu bretti með tíu rásum. Keppendurnir eru tíu veggjalýs. Maðurinn sem fékk þessa und- arlegu hugdettu heitir Terry Glanvill, fyrrum bæjarstjóri Honiton. Hann vakti athygli á sjálfum sér og bænum í fyrra er hann gekkst fyrir músakapp- hlaupi, nú skal leyfa veggjalús- um að spreyta sig. „Ég hef raka dulu á endanum á brettinu til að eggja lýsnar áfram, þær eru sólgnar í rakar dulur," segir Glanville, sem fékk hugmyndina er hann gerði athugun á hegðun ýmissa skordýra í háskólanum í Nottingham á síðasta ári. Glanville segir: „Þetta gæti orðið spennandi keppni og það verða veðmál í fullum gangi. Veggjalúsum þykir gaman að keppa, held ég bara, og ég held ekki að athæfið verði kært vegna illrar meðferðar á dýrunum. Það eina sem þeim er í rauninni gert er að mála lítinn díl á bak þeirra, hver lús fær sinn lit til að aðgreina þær, enda er ekki víst að þær láti segjast og haldi sig á sinni rás.“ Talsmaður dýra- verndunarsamtaka Bretlands- eyja sagðist ekki reikna með því að gerð yrði athugasemd, nema þá að sannaðist að illa væri farið með lýsnar. Glanville skaut því að í lokin, að allar tekjur sem verða af lúsakapphlaupinu muni renna til góðgerðarstofnana. Fleiri BA-farþeg- ar fá matareitrun Jidda, Saudi Arabíu. 27. mars. AP. ÁITA SAUDI-ARABAR bættust í dag í hóp þeirra mörgu sem fengió hafa matareitrun um boró í farþegaþotum British Áirways síðustu vikurnar. Rétt- ur dagsins sem veitingamióstöó ein ónefnd í Lundúnaborg útvegaöi reyndist morandi í hættulegum salmonellupöddum. Greint var frá þessu í Jidda í dag, en mennirnir veiktust í flugi BA frá Lundúnum til Washington 13. þessa mánaðar. Meðal hinna sjúku var aðstoðarefnahagsmála- ráðherra Saudi-Arabíu og Ali Abdullah Ali Reza, 63 ára gamall fyrrum sendiherra Saudi Arabíu í Washington. Hann lést nýlega úr hjartaslagi, en fjölskylda hans segist sannfærð um að matareitr- unin hafi komið hinni banvænu hjartveiki af stað. Talsmaður fjöl- skyldunnar hefur látið að því liggja að farið verði fram á miklar skaðabætur fyrir fyrrum sendi- herrann. Talsmaður BA endurtók í dag fyrri yfirlýsingar fyrirtækisins þess eðlis að það gerði sér grein fyrir ábyrgðinni og skaðabóta- kröfur væru kannaðar gaumgæfi- lega. „Þeir sem eiga rétt á slíku munu fá sanngjarnar skaðabæt- ur,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.