Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
25
Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari, í Sakadómi:
Lögreglumennirnir gerðu
mistök dyravarða að sínum
• Telur handtöku Skafta Jónssonar
tilefnislausa og ólögmæta
• Telur framburð Skafta þess efnis,
að lögregluþjónn hafi viljandi slegið
andliti í gólf lögreglubifreiðar
„ótrúverðugan“
„SKAFTI Jónsson var handtekinn í Leikhúskjallaranum án nægilegra ástæðna
eða tilefnis. Lögreglumennirnir gerðu mistök dyravarða að sínum. Ákæran
beinist ekki gegn lögreglumönnunum þremur sem slíkum — þetta var slys.
Sakfellisdómur á ekki að hafa minnstu áhrif á störf þeirra. I'vert á móti — af
mistökum læra menn og þeir verða betri lögreglumenn eftir,“ sagði Bragi
Steinarsson, vararíkissaksóknari, i lok málflutnings síns í Skaftamálinu svo-
kallaða í Sakadómi Reykjavikur í gær.
Frá málflutningi í Sakadómi í gær; frá vinstri Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari, Sverrir Einarsson, sakadómari,
Hjördís horsteinsdóttir, dómritari, Jón Oddsson, hrl., Guðmundur Baldursson, Guðni Haraldsson, hdl., Jóhann
Valbjörn Ólafsson og Sigurgeir Arnþórsson. Morgunbiaðið/Friðþjóíur.
Sem kunnugt er kærði Skafti
Jónsson þrjá lögreglumenn fyrir
harðræði þegar hann var handtek-
inn í Þjóðleikhúskjallaranum 27.
nóvember síðastliðinn. í framhaldi
af kæru Skafta fór fram ítarleg
lögreglurannsókn og síðar dóms-
rannsókn og í kjölfarið fylgdi opin-
ber ákæra embættis ríkissaksókn-
ara. Þar er lögreglumönnunum
þremur, Guðmundi Baldurssyni, Jó-
hanni Valbirni Ólafssyni og Sigur-
geiri Arnþórssyni, gefið að sök að
hafa handtekið Skafta Jónsson án
nægilegra ástæðna eða tilefnis. Þá
var Jóhanni og Guðmundi gefið að
sök að hafa með harðræði orðið
valdir að því að Skafti hlaut áverka
í flutningi í fangageymslur og að
fatnaður Skafta hefði skemmst
vegna blóðbletta og óhreininda.
Ótrúverðugt að andliti
Skafta hafi verið slegið
viljandi í gólf
Bragi lýsti því yfir, að hann teldi
framburð Skafta Jónssonar þess
efnis, að Guðmundur hefði viljandi
slegið andliti hans hvað eftir annað
í gólf lögreglubílsins á leið í fanga-
geymslur, ótrúverðugan. Ekki væri
deilt um að Skafti gæti hafa meiðst
þegar hann féll framyfir sig inn í
lögreglubifreiðina, en hins vegar
væri deilt um hvort lögreglumenn
hefðu með ásetningi slasað Skafta
með því að slá andliti hans f gólfið.
Eiginkona Skafta, Kristfn Þor-
steinsdóttir, hefði tekið undir
ávirðingar. „Ég verð að lýsa þeirri
skoðun minni að ég tel framburð
Skafta Jónssonar og Kristinar
Þorsteinsdóttur um þetta atriði
ótrúverðugan," sagði Bragi og bar
fram ýmis rök máli sínu til stuðn-
ings.
I því sambandi nefndi hann, að
ásakanir þessar hefðu ekki komið
fram á lögreglustöð heldur undir
morgun á heimili tengdaforeldra
Skafta, svo alvarlegar sem þær
væru. Hann taldi að vætti Astu
Svavarsdóttur renndi stoðum undir
þessa skoðun sína. Ásta kvað Krist-
inu hafa fylgst með Skafta f lög-
reglubílnum. Kristfn hefði aldrei
haft á orði að andliti Skafta væri
slegið í gólfið og Kristín hefði ekki
haft þetta á orði eftir að til lög-
reglustöðvarinnar kom. Hún hefði
ekki heyrt um þessar ásakanir fyrr
en Skafti kom til heimilis tengda-
föður sfns úr fangageymslu. Einnig
nefndi Bragi, að lögregla hefði tæp-
ast farið að misþyrma mönnum f
lögreglubifreið eftir að hafa leyft
vitnum, Kristínu og Ástu, að vera f
lögreglubifreiðinni á leið í fanga-
geymslu.
„Hvenær þessar ásakanir koma
fram — undir morgun þegar meint
brot lögreglu voru dregin fram, ger-
ir framburðinn um misþyrmingar
marklftinn — ég vil segja mark-
lausan," sagði Bragi Steinarsson
meðal annars og bætti við: „Enda er
þetta alls ekki ákæruefnið."
Ákæruefnið væri ólögleg hand-
taka og lögreglumenn hefðu með
harðræði valdið áverkum Skafta,
sem hefði, þegar lögreglumennirnir
færðu hann nauðugan í bifreiðina,
kastast fram yfir sig, lent á grúfu á
gólfi bifreiðarinnar með hendur
fyrir aftan bak. Þetta hefðu lög-
reglumenn viðurkennt og þetta
væri hugsanleg skýring á meiðslum
Skafta. Báðir lögreglumenn hefðu
talið sig verða vara við blóðpoll á
gólfi áður en lagt var af stað í
fangageymslur. Ljóst þætti að
lögreglumennirnir hefðu ekki ætlað
að valda Skafta tjóni. Bragi taldi að
meta bæri þessi mistök lögreglu til
refsingar og þá vegna gáleysis.
En jafnframt nefndi Bragi, að
hugsanlegt sé að andlit Skafta hafi
rekist í gólfið vegna þeirra taka,
sem honum voru tekin — eða vegna
hreyfinga sjálfrar bifreiðarinnar.
Meginefni ólögleg handtaka
Bragi áréttaði að meginefni
ákæru embættis ríkissaksóknara
væri ólögleg handtaka og framhald-
ið — flutningur frá Leikhúskjallar-
anum í lögreglustöð, væri viðbót,
ekki aðalatriði.
I ákæru væru áverkar tilgreindir,
en þeir voru nefbeinsbrot og blóð-
nasir, glóðarauga á vinstra auga,
tvær rispur á enni og roði og húð-
mar í hársverði á hnakkasvæði,
rispur og húðmar á vinstri öxl og á
báðum upphandleggjum, hand-
járnaför á báðum úlnliðum og bólga
og eymsli á ökkla.
Ákæruefni eru talin varða við
131. grein almennra hegningarlaga
en til vara 132. grein og brot Guð-
mundar og Jóhanns auk þess talin
varða við 1. mgr. 218. gr. hegn-
ingarlaganna, til vara 217. gr. sbr.
138. grein sömu laga. Raunar kom
fram málflutningsyfirlýsing vara-
ríkissaksóknara eftir að hann hafði
lokið máli sinu þess efnis, að
ákæruefni um ólöglega handtöku sé
talið varða við 132. greinina, sem
kveður á um handtöku af gáleysi.
Bragi vék að rannsókn Rann-
sóknarlögreglu ríkisins, sem hann
kvað ítarlega og ágæta en takmark-
aða við atburði, sem fylgdu hand-
tökunni. Hann sagði að rannsókn
RLR hefði verið tortryggð af ýms-
um ástæðum, meðal annars vegna
þess að Guðmundur hefði verið í
starfi hjá RLR; rannsóknarlög-
reglumaðurinn, sem rannsakaði
málið, hefði verið á vöktum með
Guðmundi fyrir nokkrum árum; og
einnig nefndi hann að fréttatil-
kynning, sem gefin var út af hálfu
RLR, hefði valdið miklu fjaðrafoki.
í ljósi þessa hefði hann farið fram á
dómsrannsókn og henni markaður
víðari bás. Mikilvægt væri að al-
menningur tortryggði ekki niður-
stöður slíkrar rannsóknar. Hann
sagði að enginn nýr stórisannleikur
hefði komið fram í dómsrannsókn,
engin ný atriði sem máli skipta.
Þá tiltók vararíkissaksóknari
heimildir sem lögregla hefði til
handtöku borgara. Hann nefndi 61.
grein laga um meðferð opinberra
mála, en þar eru tiltekin sjö atriði
þar sem lögreglu er heimilt að
handtaka menn. „Ljóst er að hand-
taka þarf að styðjast við ótvíræða
lagaheimild og hún verður að vera
réttmæt. Lögregla verður að geta
sýnt fram á réttmæti þess að svipta
menn frelsi sínu,“ sagði Bragi.
Sex ástæður tilgreindar
fyrir handtöku
„Ef allt væri með felldu, þá ætti
lögregluskýrsla, þar sem skýrt er
frá handtöku Skafta Jónssonar, að
renna stoðum undir einn sjö tölu-
liða 61. greinar laga um meðferð
opinberra mála. En er svo — hvaða
ástæður eru tilgreindar fyrir hand-
tökunni?“ spurði Bragi og svaraði
að í skýrslunni mætti finna sex
ástæður fyrir handtökunni: 1.
Skafti hefði verið áberandi ölvaður.
2. Skafti hefði verið handtekinn að
kröfu dyravarðar, sem ætlaði að
gera bótakröfur á hendur Skafta. 3.
Dyravörður hefði beðið lögreglu-
manna utandyra og beðið þá að
fjarlægja æstan mann. 4. Skafti
hefði eftir komu lögreglu og dyra-
varðar niður ráðist á dyravörð. 5.
Lögregla hefði þá tekið Skafta, sem
„ÉG MUNDI gera ýmsar breytingar-
tillögur, bæði varðandi Seðlabankann
og viðskiptabankana. Ég tel til dæmis
að það hefði verið ástæða til að fjalla
meira um afstöðuna milli Seðlabank-
ans og ríkisstjórnarinnar. Ég tel líka
að ástæða hefði verið til að fjalla
ákveðnar um heimildir Seðlabankans
til að lána ríkissjóði og takmörkun
heimilda ríkisins til að taka lán hjá
Seðlabanka. Þá sakna ég tillagna um
endurskipulagningu bankakerfisins,
sameiningu banka og breytingar á
verkaskiptingu þeirra. Það tel ég að
þafi verið eitt meginvandamálið i
bankakerfi okkar um árabil," sagði
Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri, er
hann var spurður hvort hann myndi,
ef til hans væri leitað, gera margar
breytingartillögur við tillögur banka-
málanefndar, sem skýrt var frá í laug-
ardagsblaði Mbl.
Jóhannes sagði síðan, að tillögur
þessar væru til umfjöllunar í Seðla-
bankanum og að hann vildi því ekki
segja mikið um málið fyrr en af-
staða lægi fyrir af hálfu stofnunar-
hefði ærst svo beita þurfti hann
harðræði til að yfirvinna mótþróa.
6. Lögreglumenn höfðu eftir dyra-
verði að Skafti hefði ráðist á hann,
rifið bindi af honum og slitið tölur
af skyrtu.
Þetta væru ástæðurnar sem
greindi frá í skýrslu um ástæður
handtöku Skafta Jónssonar, en auk
þess nefndi Bragi að í blöðum hefði
sjöundu ástæðunni verið bætt við;
þetta hefði gerst á öldurhúsi og þvi
væri handtakan réttlætanleg —
maðurinn hefði verið fullur.
Bragi fór yfir skýringar lögreglu-
manna á handtökunni. Við nána
skoðun standist rök þeirra fyrir
handtöku ekki og færði hann rök
fyrir máli sínu. Skafti hafi ekki ver-
ið ölvaður. Lögreglu var ekki skýrt
frá af hverju til átaka hefði komið
— né spurðust lögreglumenn fyrir
um af hverju til átaka kom.
Málavextir séu, að Skafti fékk
ekki frakka sinn. Hann fékk leyfi til
að leita hans, en var stöðvaður. Til
átaka kom, en staðhæfing væri
gegn staðhæfingu um hver átti upp-
tökin. Ástæðulaust var að kalla til
lögreglu. Skafti var rólegur á leið út
þegar lögreglu bar að garði. Hann
missti stjórn á sér og ærðist þegar
hann var handtekinn — ólöglega.
innar. Hann sagði það sina per-
sónulegu skoðun, að margt væri at-
hyglisvert í tillögunum og kannski
væri stórtækasta breytingin stefn-
an að frjálsari vöxtum, sem hann
sagðist oft hafa tjáð sig fylgjandi.
Það væri aftpr á móti spurning
hvort nægilega vel væri skilgreint í
tillögunum, hvernig þróa ætti nú-
verandi kerfi yfir í hið nýja.
Seðlabankastjóri sagði ýmislegt
vera i tillögunum, sem ekki hefði
komið fram opinberlega. Hann
nefndi sem dæmi tillögu um að
heimila 5% innlánsbindingu i við-
bót við 28% innlánsbindingu inn-
lánsstofnana hjá Seðlabanka. Hann
sagði þetta gefa Seðlabankanum
meira svigrúm til að hafa áhrif á
útlánastarfsemi bankanna. Sér
hefði hinsvegar komið á óvart að
ekki væri gerð ákveðin tillaga um
að draga úr endurkaupum því gert
væri ráð fyrir því í málefnasamn-
ingi ríkisstjórnarinnar, að dregið
yrði úr þessum endurkaupum og
starfsemin flutt til viðskiptabank-
anna.
Ef dyraverðir vildu fá bætur, þá
áttu þeir að kæra Skafta og krefjast
bóta, en lögregla hafði ekki heimild
til að handtaka hann.
Sýndu af sér stórfellt gáleysi
„Það er eindregin skoðun mín að
lögreglumennirnir gættu ekki
réttra aðferða við handtökuna — að
minnsta kosti sýndu þeir af sér
stórfellt gáleysi," sagði Bragi og
bætti við, að lögregla verði að hafa
réttmætar ástæður til handtöku. Þó
Skafti Jónsson hafi ærst við að-
gerðir lögreglu og gert handtökuna
óhjákvæmilega, þá geri það hand-
tökuna ekki lögmæta. Handtakan
var ekki studd haldbærum rökum.
Fram kom að Skafti Jónsson hef-
ur lagt fram bótakröfur á hendur
lögreglumönnum fyrir tjón sem
hann telur sig hafa orðið fyrir —
alls liðlega 48 þúsund krónur
Málflutningi var frestað að lok-
inni ræðu Braga Steinarssonar.
Honum verður haldið áfram í dag.
Þá flytja verjendur lögreglumann-
anna, Jón Oddsson, hrl., og Guðni
Haraldsson, hdl., varnarræður.
Dómari í málinu er Sverrir Ein-
arsson, sakadómari.
Um nauðsyn þess að fjalla nánar
um afstöðuna milli Seðlabanka og
ríkisstjórnar sagði dr. Jóhannes að
þar hefði engin breyting verið gerð
á sl. 20 ár. Hann kvaðst álíta að
nauðsynlegt væri að athuga heim-
ildir bankans og rikisstjórnar um
lántökur hjá Seðlabankanum, þvi
hættan væri sú, þegar ríkið tæki
þar lán, að peningaþensla ykist i
þjóðfélaginu. t mörgum nágranna-
ríkjum okkar hefði verið reynt að
setja við því skorður. Hann sagðist
sakna þess mest í tillögunum að
ekkert væri fjallað um endurskipu-
lagningu bankakerfisins, þ.e. breyt-
ingar á verkaskiptingu og samein-
ingu, t.d. Búnaðarbanka og Út-
vegsbanka, en skipulag bankakerf-
isins hefði að hans mati verið eitt
meginvandamálið um árabil.
Seðlabankastjóri sagði að lokum:
„Mér finnst vanta þarna nokkuð á.
Það hefði verið æskilegra að kom-
ast lengra. Það er þarna margt at-
hyglisvert sem við þurfum að at-
huga betur og við munum gefa álit
okkar á tillögunum á næstunni."
HH
Seðlabankastjóri um tillögur bankamálanefndar:
„Sakna tillagna um endur-
skipulagningu bankakerfisins“