Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
37
öll aðstaða fyrir hendi. Það er ekki
síður mikilvægt, að slík stækkun
mundi geta leitt af sér mikla hag-
ræðingu í rekstri núverandi verk-
smiðju.
Jafnframt vinnur samninga-
nefnd um stóriðju nú að því að fá
nýjan samstarfsaðila inn í Járn-
blendiverksmiðjuna samtímis því
að fjárhagsgrundvöllur hennar
verði treystur. Um starf samninga-
nefndarinnar hefur talsvert verið
fjallað í fjölmiðlum, og er því ekki
ástæða til þess að ræða það á þess-
um vettvangi.
Störf Stóriðjunefndar
Verkefni Stóriðjunefndar er aft-
ur á móti að vinna að nýjum stór-
iðjukostum. Eitt fyrsta verkefnið
var að taka þráðinn upp að nýju frá
því fyrir hálfum áratug og gera það
lýðum ljóst að íslensk stjórnvöld
hafi raunverulega áhuga á stóriðju
og samstarfi við alþjóðafyrirtæki á
því sviði. f því skyni hefur verið
gefinn út kynningarbæklingur, sem
lýsir skilyrðum til orkufreks iðnað-
ar á íslandi og veitir um leið al-
mennar upplýsingar um land og
þjóð. Þessum bæklingi var dreift
víða um heim. í kjölfar þessa hefur
verið leitað kerfisbundið eftir sam-
bandi við helstu álfyrirtæki í heim-
inum með tilmælum um að þau
kynntu sér aðstæður hér á landi
með það fyrir augum að taka hér
þátt í uppbyggingu áliðnaðar í
framtíðinni. Nokkur fyrirtæki hafa
þegar gefið neikvæð svör að svo
stöddu, en tvö af hinum stærstu
jákvæð svör. Um áhuga nokkurra
er ekki vitað enn.
Nauðsynlegt verður að halda
virku sambandi við nokkur fyrir-
tæki á sviði orkufreks iðnaðar á
næstu árum þótt ljóst sé, að ekki
verði tök á því að ganga til samn-
inga f fyrirsjáanlegri framtíð við
nema 2—3 í mesta lagi. Um leið er
sýnt, að nokkurn tíma mun taka að
leiða í ljós hvort um raunverulegan
áhuga er að ræða eða ekki og hvort
samningsgrundvöllur getur fund-
ist.
Af öðrum verkefnum Stóriðju-
nefndar má nefna leit að sam-
starfsaðilum við byggingu kísil-
málmvinnslu á Reyðarfirði og
trjákvoðuverksmiðju á Húsavík, og
könnun á áhuga hugsanlegra sam-
starfsaðila um kísilkarbíðverk-
smiðju á Suðurlandi og natríum-
klóratverksmiðju á Reykjanesi.
Staða þessara mála er í stuttu máli
þannig, að 6—7 aðilar vilja ræða
um hugsanlega aðild að kísilmálm-
verksmiðju og eru könnunarvið-
ræður að hefjast. Engu er á þessu
stigi hægt að spá um árangur.
Varðandi trjákvoðuverksmiðjuna
er það að segja að ráðgjafaraðili
hefur leitað til svo að segja allra
hugsaniegra samstarfsaðila og tel-
ur hann, að enginn þeirra muni
hafa áhuga á viðræðum nú, aðal-
lega vegna óhagstæðra aðstæðna á
markaði fyrir trjákvoðu. Málið hef-
ur því verið lagt til hliðar að sinni.
Sömuleiðis eru fyrstu viðbrögð að-
ila neikvæð gagnvart bæði kísilkar-
bíð- og natríumklóratframleiðslu
hér á landi.
Stóriðjusamningar
Á þessu stigi skal ekki spáð um,
hvaða árangri Stóriðjunefnd kann
að ná, en nefndin gengur að starfi
sínu með opnum hug og af nauð-
synlegri bjartsýni, en vonandi þó
með fullu raunsæi.
Erfitt er hins vegar að færa rök
fyrir því hvers vegna ekki verði
hægt að koma á fót frekari stóriðju
hér á landi. Athuganir benda ein-
dregið til að framleiðslukostnaður
vatnsaflsstöðva sé síður en svo
hærri hér en viðast hvar erlendis.
Auk þess liggur landið tiltölulega
nálægt löndum Efnahagsbanda-
lagsins, þar sem við njótum toll-
fríðinda umfram helstu samkeppn-
islöndin og þar sem gert er ráð
fyrir að loka þurfi mörgum álver-
um á næstu árum vegna hækkandi
orkuverðs. Á Islandi ætti því að
vera rökrétt að framleiða ál fyrir
Evrópumarkað. Þessu til viðbótar
eigum við að geta boðið upp á mjög
ódýra jarðgufu.
Erfiðasta vandamálið í sam-
bandi vð hugsanlega nýja stóriðju-
samninga yrði sjálfsagt niður-
greidd orka í öðrum löndum. Það er
ljóst að við höfum ekki möguleika
til þess að mæta slíkri samkeppni.
I stað þess verðum við að leggja
áherslu á önnur atriði, þar sem
staða okkar er og verður sterk. Það
verður líka að teljast hæpið, að
stóru álfyrirtækin treysti því, að
niðurgreiðslur á orku standi til
frambúðar, þegar þau ákveða stað
fyrir ný álver.
Niðurlag
Að lokum vildi ég undirstrika
það sem ég hef áður nefnt, að tak-
ast þarf á við orku- og stóriðjumál-
in af stórhug og horfa lengra fram
í tímann en menn eiga að venjast.
Til þess að við séum í stakk búin til
að ræða við erlend stórfyrirtæki
um stækkun í Straumsvík og eina
til tvær nýjar álbræðslur af hag-
kvæmri stærð þurfa að vera tiltæk-
ar fullhannaðar virkjanir sem
samanlagt hefðu a.m.k. sexfalda
orkuvinnslugetu á við þá í Búrfelli
og sem unnt væri að ráðast í á
næstu tveimur áratugum. Þegar
framkvæmdir af þessu tagi eru
annars vegar eru tveir áratugir
ekki ýkja langur tími.
Nauðsynlegt er því að flýta
hönnun nýrra virkjana, sérstak-
lega á Þjórsársvæðinu, Ijúka at-
hugunum á staðarvali fyrir álver
við Eyjafjörð, en þær eru nú langt
komnar, og hefja endanlegar at-
huganir á staðsetningu fyrir nýtt
álver á Suður- eða Suðvesturlandi.
Loks þarf að gera gangskör að því
að rannsaka frekar hagnýtingu
jarðgufu og ganga úr skugga um
hverra kosta Islendingar eiga völ í
því efni.
Veldur veira liða-
gigt í ungu fólki?
Washington, 23. mars. AP.
BANDARÍSKIR vísindamenn telja sig hafa komist aö
raun um, aö lítil veira geti valdið gigt í mönnum og rennir
sú uppgötvun þeirra styrkari stoðum undir fyrri kenning-
ar um sama efni.
í skýrslu, sem birtist í dag í
tímaritinu „Science", segja vís-
indamennirnir, að örsmá
veira, sem fundist hafi í illa
höldnum gigtarsjúklingi, hafi
valdið sams konar sjúkdómi í
ungum músum. Dr. Robert W.
Simpson, prófessor í veiru-
fræði við Rutgers-háskólann,
vildi þó taka fram, að þar með
væri ekki sannað sambandið
milli veirunnar og sjúkdóms-
ins en hins vegar beindi fund-
urinn rannsóknunum inn á
vænlegar brautir. í skýrslunni
sagði, að mótefni í 13 gigtar-
sjúklingum af 14 hefðu brugð-
ist þannig við veirunni, að lík-
legt væri að þeir hefðu smitast
af henni áður eða skyldum
veirum.
Umræddir sjúklingar þjást
af þeirri gigt, sem leggst á
ungt fólk og alla liði líkamans.
Telja vísindamenn, að sumt
fólk hafi arfgenga tilhneigingu
til að fá sjúkdóminn en að það
sé veira, sem valdi honum þó.
Önnur gigtartegund er sú, sem
leggst einkum á aldrað fólk og
stafar af liðasliti. Það kom
líka í ljós, að engin mótefni
fundust í blóði þess fólks við
veirunni.
Líkamsrækt
i
JSB
VORNAMSKEIÐ
6 vikna
vornámskeiö
2. apríl
—17. maí
Líkamsrækt og megrun fyrir dömur
á öllum aldri.
50 mín. æfingakerfi J.S.B. meö músík.
Morgun-, dag- og kvöldtímar.
Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku.
★ „Lausir tímar“ fyrir
vaktavinnufólk.
Byrjenda- og framhalds-
flokkar.
Fyrir þær
sem eru í megrun
3ja vikna kúrar.
Tímar fjórum sinnum í viku.
Mataræöi, vigtun, mæling.
Verið brúnar og hraustar allt árið.
Sólbekkirnir eru í Bolholti. Ath.: Einnig ný Ijós í Suðurveri.
Sauna og góð búnings- og baðaðStaða á báðum stöðum.
Stuttir hádegistímar í Bolholti.
mín. æfingatími — 15 mín. Ijós.
25
Kennarar í Suðurveri: Bára, Sigríður og
Margrét.
Kennarar í Bolholti: Bára og Anna.
Kennsla
fer fram
á báöum stööum.
INNRITUN OG UPPLYSINGAR I SIMUM
83730, SUÐURVER OG 36645, BOLHOLT.
Líkmsrækt JSB, ..jj
Hársqyrtitaeki
í verslunum Heimilistækja er
geysigott úrval hársnyrtitækja frá
ýmsum heimsþekktum framleið-
endum, svo sem Philips og Braun.
Gæðin eru óumdeilanleg og verðiö
engu siðra. T.d. kosta hárblásarar
aðeins frá 1.181.- krónu, krullu-
járn frá 1.405.- krónum og hár-
snyrtisett með blásara, bursta-
setti, greiðu og krullujárni frá kr.
8.261.-
Heimilistækí hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655
CHAMP \200