Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
39
—
talað um Svíþjóð sem aðalathvarf
rúnaristu upp úr 11. öld, þá hefði
verið gaman að geta um afleiðing-
ar þess, því að rúnaletur varð þar
langlífast (Dalekarlien); og í
stafrófi frá árinu 1599 þrífast enn
6 rúnir.
Orðið Söngleikur er hér notað í
of takmarkaðri merkingu. Sú var
tíðin, að Islendingar kölluðu allar
óperur söngleiki. Hreinstefnu-
menn (púristar) höfnuðu orðinu
ópera. Söngleikur er orðrétt þýð-
ing á þýzka orðinu Singspiel og
var upphaflega (og er í sögu-
kennslu enn) viðhaft um öll leik-
sviðsverk með músík, þar sem
söngur var rofinn af munnmæltri
samræðu (dialog). í þessum skiln-
ingi eru allar óperettur söngleikir,
sömuleiðis jafnvel Freischútz og
Zauberflöte. Annars eru textar
óperettu yfirleitt svo lítilsigldir,
að bókmenntagildi þeirra stendur
á núllpunkti. Dramatísk bygging
fyrirfinnst þar alls ekki, því að
hér er um að ræða aðeins borgara-
lega afþreyingarmúsík.
Musical heitir fullu nafni musi-
cal play eða musical comedy og út-
heimtir aðeins litla hljómsveit
með fjölbreyttu slagverki. Kostur
þess má heita, að horfin er öll til-
finningavæmni óperettu, og texti
er betri, enda oft sniðinn eftir
klassískum skáldverkum (Dickens:
Oliver Twist; enskur músíkgam-
anleikur eftir L. Bart: Oliver).
Nú hefir verið drepið á ýmislegt,
er betur skyldi fara. Fleira mætti
þó til koma, t.d. skortur á þýðing-
um útlendra verka og á skýringum
(öfugmælavísur Kormáks). Finna
má stílfræðilega að tíðri ofnotkun
á viðhengdum ákveðnum greini,
þegar rætt er um almennt en ekki
sérstakt efni. Sömuleiðis færi bet-
ur á því að rita í nefnifalli skýr-
ingarorð innan sviga, einnig upp-
talningu á verkum (t.d. bls. 251,
Narfi í stað Narfa).
Nokkurn keim af nesja-
mennskulegum oflátungshætti ber
sú tilhneiging að umrita heiti
klassískra verka eftir framburði
(t.d. Fást í stað Faust) eða fall-
beygja erlend fagheiti (t.d. vaude-
villunnar, en í uppslætti ritast
hún vaudeville en ekki vaudevilla).
íslenzk stafsetning á sígildum
hugtökum virðist heldur ekki vera
til bóta (díþýrambos í stað dith-
yrambos). Öll slík viðleitni verkar
ekki málhreinsandi eða málauðg-
andi, ef sá er tilgangur, heldur
villir mönnum sýn og fjarlægist
uppruna. Hér má hæglega ofgera,
svo að hlálegt verður; t.d. ef sagt
væri: Ráðstefnan var haldin í
Kösublönku í stað Casablanca).
Prentvillur eru fáar (bls. 309,
1930 í stað 1830), en nokkurs mis-
ræmis gætir í notkun forsetninga
með landanöfnum (á Englandi, í
Bretlandi, ýmist á eða í Þýzka-
landi). Stundum hæfir betur, að
orðið sjónleikur en ekki leikrit
standi í texta (bls. 205; leikrit =
ritverk; sjónleikur = sýnd upp-
færsla þess). Leiðinlegt er að rek-
ast á málvillur eins og beggja
megin (í stað báðum megin, eða
beggja vegna; bls. 279).
Þrátt fyrir téða annmarka (við-
eigandi notkun viðtengingarhátt-
ar mundi prýða texta), er rit þetta
hið eigulegasta og geymir mikinn
fróðleik um bókmenntir allra tíma
meðal allra helztu þjóða, form
þeirra, innihald og þróunarbraut.
Um upptöku efnisatriða geta verið
skiptar skoðanir, en þó finnst mér,
að hér ættu að vera greinar um
málfræði, orðabók, skrift, nýyrði,
pathos og Kæmpeviser, svo að fátt
eitt sé nefnt. — Persónulega
ánægju hafði ég af að rekast á
gamlan lærimeistara, Emil Staig-
er, frá háskólanum í Zúrich, og
lesa um þýðingu hans fyrir New
Criticism og innviða-greiningu
verka.
Að síðustu óska ég þess, að
þetta brautryðjendaverk megi
stuðla að því að opna augu sem
allra flestra fyrir gildi skáldlistar,
lögmálum hennar og þroskaferli,
því að hún lýsir sjálfum mannin-
um betur en öll heimspeki og
sagnfræði.
Dr. Hallgrímur llclgason er þjód-
kunnugt tónskíld og prófcssor rið
Háskóla íslands.
fremur frá fundi Hafskipsmanna í
Luxemborg í byrjun marz. Voru
þar um 25 manns, þ.á m. um-
boðsmenn Hafskips og starfsmenn
Cosmos-fyrirtækisins, flutnings-
firma, sem Hafskip keypti í
Bandaríkjunum í fyrra eins og
kunnugt er. Aðalskrifstofa þess í
Evrópu var nýlega opnuð í Rott-
erdam, en skrifstofur Cosmos í
Bandaríkjunum eru í New York,
Baltimore, Miami, Chicago og New
Orleans. Cosmos er algerlega í
eigu Hafskips á íslandi, en starfar
að öllu leyti sjálfstætt. í dag er
starfsemi þess mest flutnings-
miðlun milli Bandaríkjanna og
Suður-Ameríku og Asíu. í fram-
tíðinni er gert ráð fyrir því, að
fyrirtækið auki starfsemi sína á
vöruflutningum milli Bandaríkj-
anna og Evrópu, ekki sízt eftir
opnun skrifstofunnar í Rotter-
dam. í framhaldi af þessu má geta
þess, að starfsmenn Hafskips og
dótturfyrirtækja erlendis í dag
eru um það bil 80. Sýnir það nokk-
uð umfang útrásar fyrirtækisins,
sem þó er alls ekkijpkið.
Hólmfríður Gunnarsdóttir hef-
ur unnið hér frá opnun skrifstof-
unnar í fyrra eins og áður sagði.
Annast hún gerð útflutnings-
skjala og segist vinna sömu störf
og áður hjá skipafélaginu heima,
aðeins á hinum endanum. Er
Hólmfríður hin ánægðasta með
hinn sólrfka vinnustað og aukna
þj ónustumögu lei ka.
Nýfarinn utan er Guðmundur
Baldur Sigurgeirsson, en hann
hefur unnið hjá Hafskip í 20 ár.
Guðmundur sér um „operation"
skipa, þ.e. annast um samskipti
við skipin og sér um vörumeðferð
og vöruhús. Guðmundur hefur
unnið fyrir Hafskip í Hamborg og
hyggur gott til starfsins hér, enda
vanur vel. Hann sá um allan Haf-
skipsflotann heima að sama leyti,
en það eru 7 skip í föstum ferðum
og eru þar af 5 í eigu félagsins.
Peter Fahl er þýskur að upp-
runa, en hefur lengi átt heima í
Danmörku. Hann er nýkominn til
starfa hjá Hafskip, en er félaginu
og íslenzkum flutningum kunnur,
því að hann vann áður hjá fyrr-
verandi umboðsmanni Hafskips,
E.A. Bendix, á sjöunda ár. Hann
hefur því mikla þekkingu á sviði
skipaflutninga og er hinn bezti
starfsmaður að sögn forstjórans.
Rómaði Peter samstarf við Haf-
skip og bar fram hamingjuóskir
félaginu til handa á þessum tíma-
mótum.
G.L. Ásg.
141 hefur hlotið starfs-
laun listamanna ’69—’83
SAMTALS hefur 141 listamaöur
hlotiö starfslaun samkvæmt reglum
nr. 165/1969. Borgar Garöarson,
leikari, og Kinar Þorláksson, mynd-
listarmaöur, hafa oftast notiö starfs-
launa, eöa alls í 18 mánuöi. Frá því
starfslaunum listamanna var fyrst
áthlutað áriö 1969 og fram til síðasta
árs hefur verið úthlutaö launum í
877 mánuði, eöa sem svarar 73 ár og
1 mánuö.
Skipting starfslauna listamanna
eftir listgreinum er svohljóðandi: 73
myndlistarmenn hafa hlotið starfs-
launin í alls 449 mánuöi, 43 rithöf-
undar hafa hlotið starfslaun í 270
mánuöi, 18 tónlistarmenn og höf-
undar hafa hlotiö launin í 115 mán-
uði, firam leikarar hafa hlotið
starfslaun í 34 mánuöi og loks hafa 2
kvikmyndageröarmenn hlotiö
starfslaun í samtals 9 mánuði.
Eftirfarandi listamenn hafa hlotiö
starfslaun á árunum 1969 til 1983 aö
báöura árum meðtöldum.
Starfslaun í 18 mánuði:
Borgar Garðarsson, leiklist
(12 mán. 1973; 6 mán. 1983).
Einar Þorláksson, myndlist
(12 mán. 1974; 6 mán. 1983).
Starfslaun í 15 mánuöi:
Hringur Jóhannesson, myndlist
(3 mán. 1976; 12 mán. 1982).
Jón Óskar, ritlist
(12 mán. 1972; 3 mán. 1979).
Vilhjálmur Bergsson, myndlist
(12 mán. 1972; 3 mán. 1982).
Starfslaun í 14 mánuði:
Leifur Þórarinsson, tónlist
(6 mán. 1971; 8 mán. 1981).
Starfslaun í 13 mánuöi:
Einar Hákonarson, myndlist
(3 mán. 1969; 10 mán. 1983).
Starfslaun í 12 mánuði:
Árni Páll Jóhannsson og
Magnús Kjartanss., myndlist
(1980)
Björg Þorsteinsd., myndlist (1977)
Guðbergur Bergsson, ritlist (1976)
Guðmunda Andrésd., myndl. (1971)
Gurún S. Svavarsd., ritlist (1979)
Hildur Hákonard., myndlist (1973)
Indriði G. Þorsteinss., ritlist (1969)
Jóhannes Helgi, ritlist
(6 mán. 1973; 6 mán. 1981)
Kristján Davíðsson, myndlist(1978)
Oddur Björnsson, ritlist
(6 mán. 1971; 6 mán. 1983)
Ólafur Jóhann Sigurðss., ritl. (1975)
Thor Vilhjálmsson, ritlist (1970)
Tryggvi Ólafsson, myndlist
(4 mán. 1977; 8 mán. 1981)
Starfslaun í 11 mánuði:
Gylfi Gíslason, myndlist
(8 mán. 1974; 3 mán. 1982)
Þorbjörg Höskuldsdóttir, myndlist
(8 mán. 1975; 3 mán. 1982)
Starfslaun í 10 mánuöi:
Hjálmar H. Ragnarss., tónlist (1983)
Jóhannes Jóhanness., myndl. (1979)
Starfslaun í 9 mánuði:
Ágúst Petersen, myndlist
(6 mán. 1972; 3 mán. 1981)
Áskell Másson, tónlist
(3 mán. 1977; 6 mán. 1982)
Áslaug Ragnars, ritlist
(3 mán. 1981; 6 mán. 1983)
Bragi Ásgeirsson, myndlist (1978)
Einar Bragi, ritlist (1973)
Hafliði Hallgrímsson, tónlist
(3 mán. 1972; 6 mán. 1983)
Jón Engilberts, myndlist (1970)
Karl Kvaran, myndlist (1983)
Karólína Eiríksdóttir, tónlist(1980)
Nína Björk Árnadóttir, ritlist
(6 mán. 1972; 3 mán. 1982)
Ólafur Haukur Símonarson, ritlist
(3 mán. 1973; 6 mán. 1982)
Sigurður örlygsson, myndlist
(6 mán. 1976; 3 mán. 1982)
Steinar Sigurjónsson, ritlist
(6 mán. 1972; 3 mán. 1981)
Starfslaun í 8 mánuði:
Arnar Herbertsson, myndlist(1975)
Atli Heimir Sveinss., tónlist (1974)
Erlingur E. Halldórss., ritlist (1975)
Gunnar Reynir Sveinss., tónl. (1975)
Ingimar Erl. Sigurðsson, ritl. (1974)
Jón Þórarinsson, tónlist (1981)
Jökull Jakobsson, ritlist (1974)
Starfslaun í 7 mánuði:
Arnar Jónsson, leiklist (1977)
Jón Gunnar Árnason, myndlist
(3 mán. 1969; 4 mán. 1977)
Kjartan Guðjónss., myndlist (1977)
Kristján Guðmundss., myndl. (1980)
Starfslaun í 6 mánuði:
Ásgerður Búad., myndlist (1981)
Edda Erlendsdóttir, tónlist (1983)
Einar G. Baldvinss., myndlist (1983)
Eyjólfur Einarsson, myndlist
(3 mán. 1973; 3 mán. 1982)
Guðmundur Emilss., tónlist (1982)
Guðný M. Magnúsd., myndl. (1982)
Gunnar Ö. Gunnarss., myndl. (1976)
Hafst. Austmann, myndl. (1982)
Hallsteinn Sigurðsson, myndlist
(3 mán. 1976; 3 mán. 1983)
Helgi Þ. Friðjónss., myndl. (1981)
Jón frá Pálmholti, ritlist (1974)
Jón Reykdal, myndlist (1981)
Kristinn Reyr, ritlist (1982)
Magnús Pálsson, myndlist (1983)
Magnús Tómasson, myndlist (1972)
Níels Hafstein Steinþórsson,
myndlist (3 mán. 1978; 3 mán. 1983)
Ólafur Lárusson, myndlist
(3 mán. 1978; 3 mán. 1981)
Ragnar Kjartansson, myndl. (1983)
Ragnhildur Óskarsdóttir,
kvikmyndagerð (1979)
Sigrún Guðjónsdóttir,
myndlist (1983)
Sigurður Örn Brynjólfsson,
myndlist (1975)
Sigurþór Jakobsson,
myndlist (1981)
Snorri Sigfús Birgisson,
tónlist (1981)
Steinunn Marteinsdóttir,
myndlist (1983)
Svava Jakobsdóttir, ritlist (1982)
Þorgeir Þorgeirsson, ritlist (1976)
Þorsteinn frá Hamri, ritlist (1969)
Þórarinn Eldjárn, ritlist (1983)
Þórður Ben Sveinsson, myndl. (1982)
Þórður Hall, myndlist
(3 mán. 1978; 3 mán. 1982)
Örn Bjarnason, ritlist
(3 mán. 1979; 3 mán. 1982)
Starfslaun í 4 mánuði:
Ragnar Björnsson, tónlist (1976)
Starfslaun í 3 mánuði:
Alfreð Flóki, myndlist (1983)
Ása Ólafsdóttir, myndlist (1983)
Ásgeir Jakobsson, ritlist (1983)
Baldur Óskarsson, ritlist (1982)
Bjarni Bernharður Bjarnason,
ritlist (1982)
Brynhildur Þorgeirsdóttir,
myndlist (1983)
Edda Jónsdóttir, myndlist (1980)
Einar Guðmundsson, ritlist (1983)
Einar Jóhannesson, tónlist (1980)
Erlendur Jónsson, ritlist (1982)
Eyborg Guðmundsdóttir,
myndlist (1973)
Friðrik Þór Friðriksson,
kvikmyndagerð (1980)
Guðjón Ketilsson, myndlist (1983)
Guðmundur Elíasson, myndl. (1970)
Guðmundur L. Friðfinnsson,
ritlist (1983)
Guðm. Halldórsson frá Bergstöðum,
ritlist (1983)
Fyrirlestur um
prótein í fóðri
jórturdýra
GUNNAR Ríkharðsson mun flytja
fyrirlestur í Bændaskólanum á
Hvanneyri fimmtudaginn 29. mars
og ber hann heitið „Samanburður á
nýrri og eldri aöferöum viö mat á
próteini í fóðri jórturdýra". Fyrir-
íesturinn veröur haldinn í setustofu
Guðmundur Thoroddsen,
myndlist (1983)
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir,
myndlist (1983)
Gunnar Dal, ritlist (1983)
Gunnar Hjaltason, myndlist (1982)
Gunnar R. Bjarnason,
myndlist (1981)
Gunnlaugur St. Gíslason,
myndlist (1981)
Hallmundur Kristinsson,
myndlist (1980)
Haukur Dór Sturluson,
myndlist . (1981)
Helga Ingólfsdóttir, tónlist (1982)
Helgi Gíslason, myndlist (1981)
Hjalti Rögnvaldsson, leiklist (1983)
Hjörtur Pálsson, ritlist (1982)
Indriði Úlfsson, ritlist (1981)
Jakob Jónsson, myndlist (1983)
Jóhanna Bogadóttir,
myndlist (1981)
Jón E. Guðmundsson,
leikbrúðugerð (1981)
Jón Helgason, ritlist (1979)
Jónas Guðmundsson, ritlist (1983)
Jónas Tómasson, tónlist (1973)
Jónína Guðnadóttir,
myndlist (1982)
Kristín G. Magnús, lerklist—(1979)
Manuela Wiesler, tónlist (1978)
Ólafur Gunnarsson, ritlist (1982)
ólafur Ormsson, ritlist (1983)
Olga Guðrún Árnadóttir,
ritlist (1982)
Ómar Þ. Halldórsson, ritlist (1983)
Pétur Gunnarsson, ritlist (1978)
Ragna Róbertsdóttir,
myndlist (1982)
Sigfús Halldórsson, tónlist (1983)
Sigríður Björnsdóttir,
myndlist (1981)
Sigríður Guðjónsdóttir,
myndlist (1983)
Sigrún Eldjárn, myndlist (1982)
Sigurður Egill Garðarsson,
tónlist (1982)
Sigurður Þ. Sigurðsson,
myndlist (1983)
Sigurlaug Jóhannesdóttir,
myndlist (1981)
Sigþrúður Pálsdóttir,
myndlist (1983)
Steinunn Sigurðardóttir,
ritlist (1983)
Steinunn Þórarinsdóttir,
myndlist (1981)
Sveinn Björnsson, myndlist (1983)
Valgerður Þóra Benediktss.,
ritlist (1983)
Veturliði Gunnarsson,
myndlist (1983)
Þorbjörg Þórðardóttir,
myndlist (1983)
Þórunn Sigurðardóttir, leiklist (1981)
Þráinn Bertelsson, ritlist (1977)
Bændaskólans á Hvanneyri og hefst
hann kl. 15.00.
Fyrirlesturinn er lokaáfangi í
fjórða árs námi Gunnars við bú-
vísindadeild Bændaskólans á
Hvanneyri. Rannsóknarverkefni
hans er á sviði fóðurfræðr----
Gunnar Ríkharðsson lauk námi
frá Búvísindadeild á Hvanneyri
1981 og starfaði síðan sem hér-
aðsráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Suður-Þingeyinga til 1982.
Haustið 1982 hóf hann fram-
haldsnám sitt en hefur jafnhliða
náminu starfaö hjá Rannsókna-
stofnun Landbúnaðarins.
í GÆR víxluöust þessar myndir af þessum heiöursmönnum sem eru
nafnar og áttu sjötugsafmæli í gær, þriöjudag. Um leið og þetta er
leiörétt er beöist afsökunar á mistökunum. Það er Sigurður Kinarsson á
Öldugötu 14 í Hafnarfiröi til vinstri. Til hægri er Siguröur Jónsson bóndi
og hreppstjóri í Köldukinn í Haukadal í Dalasýslu.