Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 48
ETTT KORT AiiS SIAÐAR MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. N-Atlantshafsflug Flugleiða: 26,6% fjölgun farþega á fyrsta hluta ársins — miöaö við sama tíma FJÖLGUN farþega Flugleiða fyrsU hluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra nemur 26,6% á Norður- AtlanLshafsfluginu, 1,4% í Evrópu- fluginu og 2,6% í innanlandsflugi. Miðað er við tímabilið frá ára- mótum til 17. marz sl. Samtals flugu 75.491 með Flugleiðum á í fyrra þessu tímabili í ár, en 69.165 í fyrra. Á Norður-Atlantshafsflug- leiðinni voru farþegar nú 24.768 en 19.558 í fyrra og nemur aukningin 26,6% eins og fyrr greinir. Á Evr- ópuflugleiðum eru farþegar 17.400 á móti 17.160 í fyrra, en innan- lands 33.323 á móti 32.465 í fyrra. Vestmannaeyjar: Eldingu laust í stuttbylgjustöð — skemmdir á tækjum, tæki í Loftskeytastöðinni óvirk um tíma Vestmannaeyjum, 27. mars. SKÖMMU fyrir hádegi í dag sló niður eldingu við stuttbylgjustöð Pósts og síma á Klifi með þeim af- leiðingum að allar línur í jarðstreng, Tillaga banka- málanefndar: Bindiskyldan aukin um 5% í TILLÖGUM bankamálanefndar er m.a. gert ráð fyrir að bindiskylda inn- lánsstofnana hjá Seðlabanka verði aukin um 5 prósentustig, þ.e. úr 28% í 33%. Þetta kemur fram í viðtali Mbl. við dr. Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóra, sem birt er í dag. Dr. Jóhannes segir að þessi tilhög- un myndi gefa Seðlabankanum meira svigrúm til að hafa áhrif á útlánastarfsemi bankanna. Sér hefði hinsvegar komið á óvart að ekki væri gerð ákveðin tillaga til að draga úr endurkaupum, þvf gert væri ráð fyrir því í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar, að dregið verði úr þessum endurkaupum og starfsemin flutt til viðskiptabankanna. Sjá nánar á miðsíðu: „Sakna tillagna um endurskipulagninu bankakerfisins" sem liggur frá stöðinni niður af fjall- inu, duttu út, öll öryggi sló út og skemmdir urðu á tækjum í stöðinni. Tæki Loftskeytastöðvarinnar í Vest- mannaeyjum urðu óvirk en skemmdir urðu ekki á sendum út- varps og sjónvarps. Loftskeytastöðin varð þó ekki með öllu sambandslaus þvi hún gat notast við minni stöð, sem staðsett er í Sæfelli. Viðgerðar- menn Pósts og síma fóru strax á fjallið til viðgerða og tókst fljót- lega að koma tveimur rásum loftskeytastöðvarinnar í lag. Síð- degis í dag var þó ekki vitað hve- nær fullnaðarviðgerð lyki. Hér var vonskuveður í morgun, hvasst og slydduhríð, og gekk á með þrum- um og eldingum. Jón Sighvatsson, annar tveggja viðgerðarmanna Pósts og síma, sem ekki er óvanur að leggja á fjallið í óblíðu veðri, sagði í sam- tali við Mbl. að það væri frekar fátítt að skemmdir yrðu á tækja- búnaðinum á Klifinu af völdum eldinga. Hann sagðist þó minnast þess, að slíkt hefði skeð þrisvar sinnum þau fimmtán ár, sem hann hefði starfað hjá Pósti og síma og oftast hefði þá aðkoman verið verri en núna. -hkj. 1 Frá slysstað í gær. Eins og sjá má er Mini-bifreiðin ónýt eftir áreksturinn. Morgunbiaðið/Arnór Ragnarsson. Harður árekstur á Keflavíkurveginum TVENNT var flutt á slysadeild eftir mjög harðan árekstur á Keflavíkurveginum á móts við Hvassahraun, rétt innan sýslumarka Gullbringusýslu, um kl. 17 í gær. Ökumaður Mini-bifreiðar missti þá stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum, að hún hafnaði þversum framan á vörubifreið, sem var á leið suður eftir Keflavíkurveg- inum. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar voru báðir fluttir á slysadeild. Fólksbifreiðin er talin gerónýt. Vörubifreiðin skemmdist frekar lítið. Ökumann hennar sakaði ekki. Gæsluvarðhalds krafist yfir feögum í Kópavogi: Grunur um tíu millj. króna söluskattsvik Forstjóra bókhaldsfyrirtækis í Reykjavík sleppt eftir yfirheyrslur TVEIR forráðamenn innflutnings- og framleiðslufyrirtækis í Kópavogi hafa verið handteknir, grunaðir um stór- felld söluskatts- og bókhaldssvik. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lagt fram kröfu um allt að einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim og verð- ur tekin afstaða til kröfunnar í Saka- dómi Kópavogs í dag. Grunur leikur á, að fyrirtæki þeirra hafi komið sér | hjá að greiða um eða yfir tug milljóna í söluskatt á undanförnum tveimur árum, skv. upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér. Mennirnir eru feðgar. Þriðji maðurinn, framkvæmda-1 stjóri bókhaldsfyrirtækis í Reykja- vík, var handtekinn í fyrradag grunaður um aðild að svikunum en honum var sleppt aftur í gær. Ekki mun þó talið útilokað, að bók- haldsfyrirtækið tengist málinu með beinum hætti. Það hefur séð um bókhald fyrirtækis feðganna. lögreglustjóri ríkisins, sem stjórn- ar rannsókninni af hálfu RLR, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöldi, að málinu hefði verið vísað til RLR af rannsóknardeild embættis ríkisskattstjóra. Hann sagði að verið væri að rannsaka bókhald og söluskattsgreiðslur fyrirtækisins yfir ákveðið tímabil, en kvaðst ekki geta svarað því hvort rannsóknin myndi á síðari stigum ná yfir lengri tíma. Heildarskuldirnar nær 1.150 milljónir: Hver Akureyringur skuldar um 80 þús. — vegna Hitaveitu Akureyrar Akurejri, 27. mars. HEILDARSKULDIR Hitaveitu Akureyrar nema nú um 1100—1150 milljónum króna eða um 80 þúsund krónum á hvert mannsbarn í bænum. Aðeins vaxtagreiðslurnar af þessum skuldum nema á þessu ári um 140 milljónum króna á sama tíma og heildartekjur hitaveit- unnar eru áætlaðar 157,85 millj. Afborganir lána nema á þessu ári 49,3 millj., þannig að ca. 32 milljónir vantar upp á að heildartekjur fyrirtækisins nægi fyrir afborgunum og vöxtum. Þetta kom fram á bæjarstjórn- arfundi hér í dag þegar fjárhags- áætlun Hitaveitu Akureyrar var til fyrri umræðu. Bæjarfulltrú- arnir, sem tóku til máls um áætl- unina, voru sammála um að of lengi hefði dregist að taka þessi mál föstum tökum, því augsýni- legt hefði verið allt frá upphafi hvert stefndi. Veitan hefur verið rekin með miklu tapi frá upphafi auk þess sem gengisþróun og vaxtamál hafa valdið erfiðleikum. Töldu bæjarfulltrúar þetta hafa verið hálfgert feimnismál í bæjar- stjórn en nú yrði ekki lengur und- an því skorast að taka það föstum tökum. Sigurður J. Sigurðsson, stjórn- armaður í Hitaveitu Akureyrar, upplýsti á fundinum að á næst- unni myndi verða óskað eftir 11—12% hækkun á aflsölunni og væri sú hækkun í samræmi við hækkun byggingarvísitölu en taxtar veitunnar hafa ekki hækk- að frá því í júlí á síðasta ári. — G.Berg. Hásetahluturinn 400.000 krónur HÁSETAHLUTUR á aflahse.stu ast í Færeyjum. Bæði þessi skip loðnuskipunum á vertíðinni er nú í hafa tekið meginhluta afla síns kringum 400.000 krónur. Þetta eru síðustu tvo mánuði og hefur hlut- skipin Eldborg HF og Hilmir SU, urinn því verið hlutfallslega meiri sem bæði hafa aflað tæplega 20.000 þann tíma. Hins ber svo að gæta, lesta síðan veiðar hófust í byrjun að tekjumöguleikar sjómanna á nóvember. nótaskipunum eru litlir utan Hvorugt skipanna er hætt veið- |loðnuvertíðarinnar og þvf dreifist um, en Eldborgin landar í dag í hlutur þeirra yfir talsverðan Reykjavík og Hilmir landaði síð- tíma, þegar á heildina er litið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.