Morgunblaðið - 05.04.1984, Side 23

Morgunblaðið - 05.04.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 23 Utanríkisráðherra Kína: Sovétmenn eyðileggi kjarorkuflaugar sem miðað er á Asíu Tokýo og Vín, 4. apríl. AP. WU XUEQIAN, utanríkisráðhcrra Kína, krafðist þess í gær að Sovét- menn eyðilegðu allar kjarnorkueld- flaugar sínar sem miðað væri á skotmörk í Asíu. Jafnframt krafðist hann þess að þeir kölluðu herafla sinn við landamæri Kína og Mong- ólíu heim. Þá gaf ráðherrann í skyn að Kínverjar væru sammála þeirri ákvörðun Atlantshafsbandalags- ins að koma fyrir meðaldrægum eldflaugum í Evrópu til mótvægis við kjarnorkuvígbúnað Sovétríkj- anna. Wu Xueqian hitti í síðustu viku að máli Shitaro Abe, utanríkis- ráðherra Japans, og urðu þeir sammála um að fordæma sívax- andi hernaðarumsvif Sovét- manna í Asíu. Abe sagði við blaðamenn í dag að Sovétmenn hefðu nú komið fyrir 153 SS-20-kjarnorkueld- flaugum í Austurlöndum fjær. Kvaðst hann hafa áhuga á því að stjórnir Japans og Kína skiptust á hernaðarlegum upplýsingum. Greenham Common: „Friðarbúðir" kjarn- orkuandstæðinga fjarlægðar (■reenham ('ommon, 4. apríl. AP. KONUR ÚR hópi kjarnorkuvopna- andstæðinga báru í dag eld að tjöldum sínum þegar fulltrúar fóg- eta, er nutu stuðnings um 300 lög- rcglumanna, fjarlægðu þær úr „friðarbúðum“ sínum við aðalhlið bandarísku kjarnorkuherstöðvar- innar í Greenham Common á Eng- landi. Greiðlega gekk að ráða niður- lögum eldsins og innan hálfs þriðja tíma höfðu tjaldbúðir kvennanna verið jafnaðar við jörðu. Um þrjátíu mótmælendur voru teknir höndum fyrir að sýna mótþróa. Konurnar höfðu verið beðnar að taka tjöld sín niður, þar eð til stendur að breikka veginn að herstöðinni, en þær neituðu að fallast á þau tilmæli. Konurnar segjast ekki ætla að gefast upp þó að tjaldbúðir þeirra, sem verið hafa við Greenham Common í tvö og hálft ár, séu horfnar. Ef nauðsynlegt reynist muni þær búa sér sama- stað undir beru lofti við aðalhlið herstöðvarinnar. Nú bjódum við eftirtalin Blizzard skíöi með 50% afslætti Thermo — stórsvigsskíði og svig- skíöi, stæröir: 180—210 m. Verö áður kr. 8.180, nú kr. 4.000. Thermo — sport, stæröir 190—203 m. Verö áöur kr. 7.900, nú kr. 4.000 Competition, stæröir 180—200 m. Verö áöur kr. 6.200, nú kr. 3.100 * jX 5- T A útiuf Glæsibæ, sími 82922. BMW gæðin eru ekki tilviljun - þau eru þrauthugsuð. Síðastliðin þrjú ár hefur BMW veríð mest seldi bfllinn frá Vestur Þýskalandi á íslandi. Það kemur ekki á óvart því BMW bifreiðar eru meðal þeirra bestu f heimi. Einstakir aksturseiginleikar og hið sterka svipmót BMW byggist á hagkvæmri blöndu af krafti, lipurð, stærð, þægindum og öryggi. Nútímaumferð gerir miklar kröfur bæði til ökumanns og bifreiðar. En þrátt fyrir háþróuð tæki er líkamlegt og andlegt álag á ökumenn alltaf fyrir hendi - þó minna sé tæknin meiri. Þetta styður þá kenningu hversu rangt það er að kaupa vanbúinn bíl. Bil sem ekki er hægt að treysta á við erfiðustu kringumstæður. Hver ökumaður hefur líka tilhneigingu til að verða æ kröfuharðari eftir sína fyrstu reynslu af akstri. Menn vilja eitthvað meira en venju- legan bíl - meiri tæknilega fágun, meiri tilfinningu fyrir akstrinum, betri tengsl milli manns og bils. Og þá er BMW besti kosturinn. BMW hinsvegar, er hannaður með það fyrir augum að veita ökumanni alla þá aðstoð sem hann getur krafist við aksturinn og gera þannig bílstjórann hæfari f umferðinni, en einmitt sama tækni og gerir allt þetta mögulegt, eykur hagkvæmni BMW í rekstri. BMW er hannaður með það fyrir augum að uppfylla hverja ósk hins kröfuharðasta ökumanns - uppfylla kröfur einstaklingsins út í ystu æsar. Höfum í huga að BMW keppist ekki við það eitt að framleiða sem flesta bíla og streitist því ekki við að uppfylla meðalkröfur. Þessi meginregla skapar grundvöllinn að þeim gæðum, áreiðanleika og langa líftíma sem einkenna BMW. Ánægja í akstri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.